Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. maí 1993 94. tbl. 77. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Ríkissjóður fjármagnar nýjan kjarasamning til ársloka 1994 með 3,5 milljörðum króna. Engar launahækkanir en matarverð lækkar. Samningsforsendur endur- skoðaðar 10. nóv. og í maí 1994: Langur skamnv tímasamningur „Verkalýðshreyfingin og launafólkið í landinu eru í vöm og að þeim er sótt úr öllum áttum. Samningurínn ber auðvitað merki þess og síðan verður sagan að sýna hvemig til teksL En síðast en ekki síst má ekki gleyma þvf aö launafólk á eftir að greiða atkvæði um samningínn, hvort þetta geti gengið miðað við aðstæður,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands. En niðurstöður atkvæðagreiðslna aðildarfélaga ASÍ þurfa aö liggja fyrír ekki seinna en I hádeginu nk. miðvikudag, 26. maí. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSf er þokkalega ánægður með samninginn en telur helsta galla hans vera þann aukna þunga sem hann hafi í för með sér fyr- ir stöðu ríkissjóðs. Skrifoð var undir nýjan kjarasamn- ing aðila vinnumarkaðarins í gær- morgun og er samningurinn byggður á yfirlýsingu ríkisstjómar sem er að mestum hluta samhljóða þeirri yfir- lýsingu sem stjómvöld gáfu út um miðjan apríl sl. Kostnaður ríkissjóðs er talin nema um 3,5 miljörðum króna nettó á samningstímanum, sem er til ársloka 1994. Launafólk fær engar kauphækkanir á samningstímanum en láglauna- og orlofsuppbætur verða óbreyttar en desemberuppbót hækkar um eitt þús- und krónur. En verði þróun þjóðar- tekna 1994 betri en gert er ráð fyrir í forsendum samningsins skal launa- fólki tryggð „eðlileg hlutdeild," í þeim tekjuauka. Helstu forsendur samningsins em yf- Eggert Haukdal arg- ur út í Garra Tímans: Sleginn neðan við beltisstað „Þessi orð Garra tel ég vera högg fyrir neðan beltisstað. Garri gat verið með pólitísk önugheit út frá því sem ég sagði í fréttaviðtali við Tímann á miðvikudag. En að segja að ég sé, þegar ég sé staddur heima hjá mér að Bergþórs- hvoli, oft óvenju illskeyttur eins og granni minn séra Páll geti efalaust borið vitni um er bæði illkvittnislegt og móðg- andi.“ Þetta sagði Eggert Haukdal alþingismaður í gær og bætti við að Garri hefði trúlega sjálf- ur verið í því slæma skapi sem hann vildi herma upp á sig. Varðandi ósætti við granna sinn, séra Pál Pálsson á Berg- þórshvoli, sagði Eggert Hauk- dal að hann ætti gott nágrenni og góða sveitunga og hefði aldrei sjálfur gefið tilefni til eða átt frumkvæði að nágrannaerj- um, hvorki við prestinn né aðra. —sá irlýsing ríkisstjómar um að gengi krónunnar verði innan viðmiðunar- marka Seðlabanka íslands, að verðlag sjávarafúrða verði að meðaltali 3% hærra á 3. ársfjórðungi 1993 en var á fyrsta ársfj. 1993 og að aflakvótar á næsta fiskveiðiári verði ekki minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. í ríkisstjómarpakkanum er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á kjöt- og mjólkur- vömm frá 1. júní nk. til áramóta sem jafngildir lækkun matarskatts úr 24,5% í 14%, sem þýðir lækkun á kjötvömm um 3,5-5% og á mjólkur- vömm um 8,4%. Um áramótin lækkar svo matarskatturinn almennt úr 24,5% í 14%. Þetta verður svo fjár- magnað að hluta með fjármagnstekju- skatti frá sama tíma. Miðað verður við 10% skatt á nafnvexti sem verði inn- heimtur í staðgreiðslu. TYygginga- gjald útflutningsatvinnugreina verður fellt niður til áramóta og aflaheimild- um hagræðingarsjóðs verður úthlut- að ókeypis. Þar að auki er gert ráð fyrir einum milljarði króna í ár til atvinnuskap- andi aðgerða og sömu upphæð á næsta ári í sérstök verkefni, nýfram- kvæmdir og viðhald. Stefnt er að —Hvað vomm vlð eiginlega að skrlfa undlr strákar? Engar launahækkanir en örlftiö meira salt I grautinn fyrir sama kaup,— gæö Benedikt Daviösson forseti ASl veriö að segja vlð þá Sævar Gunnarsson, Hólmgeir Jónsson og Bjöm Grét- ar Sveinsson. Tímamynd Ami Bjama. lækkun vaxta og munu lífeyrissjóðim- ir vera tilbúnir til að kaupa ríkis- skuldabréf af ríkissjóði á lægri vöxtum en nú er svo framarlega sem ríkið er tilbúið að spila með. Á tímabilinu skulu launanefndir samningaðila endurskoða forsendur hans 10. nóvember 1993 og í maí 1994. Hægt er að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara ef umtalsverðar breytingar verða á gengi krónunnar og ef aðrar forsendur breytast í haust er hægt að segja samningnum upp með gildistöku um næstu áramóL Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, er þokkalega ánægður með kjarasamninginn sem miðar að því að bæta samkeppnis- hæfni atvinnulífsins. Með samningn- um sé jafnframt viðurkennt að ekki séu forsendur fyrir hækkun launa. „Það er gert til að þess að við verðum betur samkeppnishæf; að hægt sé að verja störf og fjölga störfum. Styrk- leiki samningsins er að þama ná sam- tök vinnumarkaðarins saman um við- brögð við efnahagsvandanum með ríkisstjóminni sem er styrkur samfé- lagsins. Það hefur mönnum ekki tek- ist í Færeyjum, Finnlandi og Svíþjóð." -grh Útgeröarmenn fá engar ávísanir „Ég gerí ráö fyrír aö lögum um hagræðingarsjóð verði breytt með bráðabirgðalögum. Það hefur ekki veríð talað um að kalla Alþingi saman," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra. Stjómvöld hafa haft á orði að forðast eigi eftir fremsta megni að setja bráðabirgðalög nema í undantekning- artilfellum og þegar um brýna nauð- syn sé að ræða. „Já, ég tel þetta vera brýna nauðsyn," segir ráðherra. Hann segir að ókeypis úthlutun aflaheimilda úr hagræðing- arsjóði í tengslum við nýundirritaðan kjarasamning aðila vinnumarkaðarins séu þær bætur sem útgerðarmenn fái í staðinn fyrir niðurskurð þorskveiði- heimilda í upphafi yfirstandandi fisk- veiðaárs. „Þetta er upphafleg tillaga sjávarútvegsráðuneytisins um með- ferð málsins á sínum tíma og það er niðurstaðan úr þessum samningum." Ráðherra sagði ennfremur að þetta hefði jafnframt verið sú leið sem út- gerðarmenn hefðu viljað fara á sínum tíma. Aðspurður hvort útgerðarmenn gætu þá gleymt því að fá sendar ávís- anir svaraði ráðherrann játandi og ennfremur að þetta væri sameiginleg ákvörðun ríkisstjómarinnar. En eins og kunnnugt er gaf forsætis- ráðherra útgerðarmönnum fyrirheit sl. sumar um peningagreiðslur í sára- bætur fyrir niðurskurð þorskveiði- heimilda og var ætlunin að veija til þess 450 milljónum króna. Þetta varð niðurstaðan hjá ríkisstjóminni þrátt fyrir að Þorsteinn hefði gert tillögur um annað því ætlunin var að selja aflaheimildir hagræðingarsjóðs til að fjármagna rekstur Hafrannsókna- stofnunar. Allt frá því að forsætisráðherra lofaði peningagreiðslum hafa útgerðarmenn reynt að þrýsta á að loforðið yrði efnt en án árangurs. Jafnframt hafa hags- munaaðilar gagnrýnt það harðlega að verið væri að blanda saman annars- vegar fyrirheitum um peningagreiðsl- ur vegna niðurskurðar á veiðiheimild- um í þorski og hinsvegar ráðstöfun aflaheimilda hagræðingarsjóðs í tengslum við gerð kjarasamninga. Ekki náðist í Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, í gær en hann hefur m.a. efast um dómgreind forsætisráð- herra í ljósi þess hvemig hann hefur haldið á þessu máli frá því hann stóð á tröppum stjómarráðsins sl. sumar. Þá lofaði hann í vikubyrjun að greiðsl- umar kæmu í Iok þeirrar sömu viku en síðan þá er liðið tæpt ár. -grh Sjá einnig baksíðu. Leikvellir hættu- svæði? Eru leikvellir barnanna hættu- svæði vegna þess að lítið sem ekkert hefur verið hugsað um að hanna þá með það að leiðar- ljósi að draga sem mest úr hættu á því að bömin fari sér að voða þar? Sjá viðtal við Herdísi Stor- gaard, fulltrúa hjá Slysavama- félagi íslands. Blaðsíða 2 Nú skal látið sverfa til stáls Fjölmargir ræktendur íslenska fjárhundsins eru ósáttir við forystu Hundaræktarfélags ís- lands og hvemig mál skipuð- ust á síðasta aðalfundi félags- ins nýlega gagnvart þeim. Um þessi mál er rætt við Jóhönnu Harðardóttur í Tímanum í dag. Blaðsíða 6-7 Gro Harlem á Snorra- slóð Opinberri heimsókn Gro Harl- em Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, lauk í gærkvöld en á uppstigningardag heim- sótti hún Reykholt í Borgar- firði og blaðamaður Tímans var með í för. Blaðsíða 10 Stalín- ismi í lögspek- inni? Heimsþing fræðimanna sem fást við xéttindi og skyldur fólks og þjóðfélaga hefst í Reykjavík á miðvikudag. Á þinginu verður einkum fjallað um réttindi smárra þjóðríkja í samfélagi við stærri þjóðfélög og ríki. Um þessi mál er rætt við Mikael Karlsson, dósent í heimspeki við HÍ, í Tímanum í dag. Blaðsíða 14-15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.