Tíminn - 22.05.1993, Síða 5

Tíminn - 22.05.1993, Síða 5
Laugardagur 22. maí 1993 Tíminn 5 Taugatitringur — yfirlýsingar - óleystur vandi Jón Kristjánsson skrifar Sú spuming er nú ofarlega í huga hver verður þróunin í stjómmálum sumarsins, eftir hinn fræga endi á fundarhöldum Alþingis í vor. Það bendir margt til þess að sumarið verði stjóm- arflokkunum erfitt, og ennþá finnast eftir- skjálftar eftir átök síðustu vikna. Ríkisstjómin er nú fullra tveggja ára, kjör- tímabilið meir en hálfnað. Því er nú litið yfir farinn veg og ástæða er til þess að meta hverju hefur verið komið fram af þeim markmiðum sem ríkisstjómin setti sér í upphafi. Afskiptaleysi — „fortíðarvandi“ Þungamiðjan í stefnu ríkisstjómarinnar fyrst í stað var það að ríkisvaldið ætti að draga sig í hlé á sem flestum sviðum. Það ætti að einka- væða sem flestar atvinnugreinar. Það skyldi tekið til í sjóðakerfinu, eftir það sem forsætis- ráðherra kallaði „sjóðasukk". Ráðherrar skyldu sjást sem allra minnst í fjölmiðlum, og allar aðgerðir skyldu vera almennar. Kratar boðuðu nýja stefnu og siðbót í landbúnaðar- og sjávar- útvegsmálum. Þessi siðbót mundi kosta átök og fómir, en eftir þær mundi rísa upp græn jörð með fegurra umhverfi sjálfstæðra fyrir- tækja sem græddu peninga. Eitthvað á þessa leið hljóðaði boðskapurinn úr Viðey. Stjómarmyndunin byggðist á því að formenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins náðu saman. Þetta samkomulag þeirra á milli hefur haldið ennþá, og er það í rauninni gmndvöllur ríkisstjómarinnar og það sem heldur henni saman. Tveggja ára afmæli Það er skemmst frá því að segja að það er ekki glæsilegt um að litast, nú á tveggja ára afmæli ríkisstjómar Davíðs Oddssonar, og ekki verður séð að sérstök ástæða sé til bjartsýni miðað við óbreytt ástand. Þar bera hæst atvinnumálin. Atvinnuleysi er komið í 5%, sem er óþekkt stærð síðustu tvo áratugi. Ríkissjóður er rek- inn með halla upp á einn tug miíljarða króna, og rætt er um nauðsyn þess að fækka störfum í opinberri þjónustu verulega. Iðnaðurinn hef- ur ekki bætt við sig störfum. Álver er ekki í sjónmáli. Því er haldið fram að fækka þurfi bæði fiskvinnslustöðvum og skipum í sjávarút- vegi, ef möguleikar eiga að vera að komast af með þann þorskafla sem Ieyfður er. í landbún- aði fækkar stöðugt störfum, og þrýstingur vex um að flytja inn landbúnaðarvömr, eins og berlega kom fram í þinglokin. Bankamir em taldir vera með allt of margt fólk í sinni þjón- ustu. Þannig má lengi telja. Það má því spyrja með réttu: Hvar liggja at- vinnutækifæri framtíðarinnar? f ferðaþjón- ustu, munu margir segja, og það er vonandi að sú atvinnugrein geti bætt við sig fólki. Ekki verður það þó í þeim mæli sem þarf, ekki síst ef sú þjónusta er verðlögð út af markaðnum, meðal annars með skattlagningu. Pálm og linka Það er alvarlegasti áfellisdómurinn yfir ríkis- stjóminni, hvað viðbrögð og að- gerðir til þess að bregðast við þessum vanda em lin og fálm- kennd. Nefndir em settar til þess að skil- greina fortíðina, en framtíðin er óráðin. Til þess að öflugir menn í atvinnulífinu geti sótt á brattann og brotið nýjar leiðir verða þeir að vita hvaða ytri skilyrði og leikreglur á að búa atvinnuvegunum, og stjómvöld verða að gera sitt til þess að skapa skilyrði fyrir rekstri. Ekkert af þessu er nú fyrir hendi. Stöðugar umræður hafa verið síðastliðin tvö ár um miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi og innflutning landbúnaðarvara. Eina haldreipi sjávarútvegsins um starfsramma er að svo mikil sátt, sem hægt var að búast við, hafði náðst um fiskveiðistefnuna árið 1990. Líkur em nú á að þessi stefna verði í stómm dráttum áfram við lýði. Hins vegar er meðferð stjómarliða á Hagræð- ingarsjóði sjávarútvegsins, sem átti að stuðla að hagræðingu í greininni og aðstoða þau byggðarlög sem lentu í áföllum, hreint skemmdarverk. í haust var mikið veður gert út af Þróunarsjóði sjávarútvegsins sem átti meðal annars að sinna þessu hlutverki, en sökum ósamkomulags stjómarliða er allt í óvissu með þann sjóð. Hagræðingarsjóðurinn er lamaður, en situr inni með fiskveiðiheimildir sem búið er að Iofa að úthluta, endurgjaldslaust, til þeirra sem urðu verst úti við niðurskurð afla- heimilda í þorski á síðasta ári. En það loforð er ekki efnt, fyrr en nú að útlit er á því að efndir verði knúðar fram með kjarasamningum. Stjómleysi — vonbrigði Allt ber þetta vott um stjómleysi, sem hlýtur að verða stjómarliðum þungt í skauti, og hefur komið fram í mjög lækkandi gengi SjáJfstæðis- flokksins í skoðanakönnunum. Ég hygg að margir sjálfstæðismenn hafi borið þá von í brjósti að Davíð Oddsson yrði röggsamur stjómandi. Þeir hljóta að hafa orðið fyrir von- brigðum, því málin veltast áfram óafgreidd, og nægir að nefna einkavæðingaráform um bank- ana og fleiri stofnanir, úthlutanir úr hagræð- ingarsjóði og ráðstafanir vegna kjarasamninga sem nú hafa loks tekist Viðbrögð ríkisstjómar- innar í þeim efnum hafa verið hikandi og ómarkviss. Best hefur gengið upp það stefnumið ríkisstjómarinnar í upphafi ferils síns að hafast sem minnst að. Hins vegar er sú gjald- þrotastefna stór- hættuleg og getur sett efnahagskerfi okkar í rúst, ef gjaldþrotaleiðin er gengin til enda í sjávarút- veginum. Taugastríð Þetta aðgerðaleysi veldur því meðal annars, að það er komin þreyta í stjómarsamstarfið. Lélegt gengi í skoðanakönnunum fer í taug- amar á stjómarliðum. Þær eru loftvog sem mælir pólitíska andann í þjóðfélaginu, þó að þær séu vissulega ekki kosningar. Jón Baldvin er ókyrr. Síðustu dagana í Alþingi var hann eins og hestur sem ólmast í stíu sinni áður en honum er hleypt út í veðhlaup eða ró- deó. Þingskaparokur hans og gífúryrði em með því mesta sem heyrst hefur á þeim vett- vangi. Yfirlýsingar um atvinnumálaráðuneyti og yfirlýsingar um innflutning landbúnaðar- vara em tiiraun til þess að þjappa krötum sam- an og tala upp í eyrun á neytendum. Jón telur ekki veita af, því krötum hefur hvorki tekist að koma á auðlindaskatti í sjávarútvegi né þjarma að landbúnaðinum eins og þeir álíta hæfilegt. Þessi upphlaup reyna mjög á taugar sjálfstæð- ismanna, og einn þeirra hefur misst þolin- mæðina og kallað Jón Baldvin „skrípi" á opin- bemm fundi. Þetta em alvarleg ummæli þing- manns í stjómarliðinu um formann annars stjómarflokksins og verður fróðlegt að sjá eft- irleikinn hjá Pálma Jónssyni, hvort hann vill fylgja þessu „skrípi" gegnum þykkt og þunnL Aðgerðaleysið Vandamál Sjálfstæðisflokksins nú er gjáin milli þeirra, sem eiga rætur í atvinnuvegunum landbúnaði og sjávarútvegi, og frjálshyggju- mannanna sem nú virðast ráða ferðinni. Að- gerðaleysið er samkvæmt kokkabók þeirra. Þeir em studdir af því (yrirtækjavaldi, sem sterkast er um þessar mundir og er kennt við „kolkrabba". Gjaldþrotaleiðin er ekki svo vondur kostur fyrir fjárhagslega sterk fyrirtæki, sem geta hirt það sem fémætt er úr rústunum. Líklegt er að það kunni að sjóða upp úr milli þessara póla í flokknum, ef Davíð hefur ekki möguleika á því að ganga á milli eða hann kýs að skipa sér áfram frjálshyggjumegin. Ef svo yrði, þá er lík- legt að stjómin lifi ekki kjörtímabilið á enda. Hitt er svo víst að stjómarliðar munu hugsa sig vel um áður en þeir voga sér í kosningar. Þó er aldrei að vita nema hnútuköst, svo ekki sé talað um átök, ef hugsað er um það í alvöru að breyta verkaskiptingu eða skipta um ráðherra í ríkisstjóminni, geti sett af stað atburðarás sem ekki verður stöðvuð nema með stjómarslitum. Vandinn hleðst upp Það reynir því á forustuhæfileika Davíðs Oddssonar þessa sumarmánuði. Vandinn í at- vinnulífinu heldur áfram að hlaðast upp og skaprauna þeim stjómarliðum sem eru í jarð- sambandi. Jón Baldvin var kominn í ham í þinglokin, og ekki er séð á þessari stundu hvað hann tekur til bragðs þegar hann kemur heim eftir að hafa verið í félagsskap filmstjama í Cannes. Hann telur áreiðanlega að nú verði hann að láta til sín taka hér heima fyrir, telja kjark í lið sitt og hvetja þá til dáða í baráttunni við „hinn nýja landsbyggðarforingja sjálfstæð- ismanna", Halldór Blöndal, svo notuð séu orð Víkverja Morgunblaðsins, og hans fylgismenn. Það er því eins líklegt að heitt verði orðið í kol- unum síðsumars, og fleiri fari í fomsögumar til þess að leita að krassandi tilvitnunum um samstarfsflokkinn. Alvarlegast er þó ef áfram verður látið reka á reiðanum og gjaldþrotaleiðin gengin til enda. Slíkar blóðsúthellingar þolir íslenskt þjóðfélag ekki. Að fljóta sofandi sumarið á enda er mikil glæframennska.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.