Tíminn - 22.05.1993, Qupperneq 6

Tíminn - 22.05.1993, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 22. maí 1993 Jóhanna Haröardóttir ásamt tveimur hunda sinna af íslensku kyni. vmamyndÁmi Bjama. Það eru átök í Hundaræktarfélagi íslands út af ræktun íslenska fjárhundsins. Jóhanna Harðardóttir, fyrrver- andi formaður deildar íslenska fjárhundsins: Nú er komið að skuldadögunum Það er margt sem prýðir íslenska fjárhundinn og hann er talinn bæði geðprúður og barnelskur. Það hefur ekki farið eins mikið fyrir elskulegheitunum að undaförnu meðal aðdáenda hans. Til marks um það var stjórn í deild um ræktun hins íslenska fjár- hunds steypt af stóli um daginn á miklum átakafundi. Það er Jóhanna Harðardóttir sem er fyrrverandi formaður deildar- innar. „íslenski hundurinn hélt lífi í þessari þjóð og nú er komið að skuldadögunum," segir Jó- hanna sem vill rækta íslenska hundinn á faglegan og markvissan hátt með hjálp erfðafræðinnar. Það eru fleiri íslenskir fjárhundar til erlendis en hér á landi. Jóhanna segir að það hafi lítið farið fyrir skýringum á átökum milli aðdáenda íslenska fjárhunds- ins þ.e. hvort þetta séu átök milli manna eða snúist um málefni. Hún segir að deilurnar snúist fyrst og fremst um málefni í aug- um þeirra sem hafi verið virkir í deild íslenska fjárhundsins und- anfarin tvö ár. „Ágreiningurinn í félaginu snýst því fyrst og fremst um það að ég hef allt aðrar hugmyndir í rækt- unarstefnu á íslenska fjárhundin- um en formaður HRÍ. Eg vil bara láta rækta hundinn eins og aðrar skepnur," segir Jóhanna og vísar til þess að hér á landi sé mikil þekking á ræktun dýra. „Við eig- um að nota hana því það er sama lögmálið sem gildir um alla rækt- un,“ segir Jóhanna. „Það hefur verið mjög þröngur hópur sem hefur stýrt Hunda- ræktarélagi íslands. Hópurinn tel- ur sig hafa vit á ræktun hunda og viljað sitja einn að þeirri þekk- ingu,“ bætir hún við en formaður Hundaræktarfélagsins, sem í eru margar deildir, er nú formaður deildarinnar. Á Jóhönnu er jafnframt að heyra að samstarfsmenn hennar muni ekki láta staðar numið án þess að skýra það nánar. Jóhanna bendir á að upphaflega hafi Hundaræktarfélagið verið stofnað vegna íslenska fjárhunds- ins. „íslenska deildin hefur því mjög mikla sérstöðu og menn vilja að hún sé sjálfstæð," segir Jó- hanna. „Ég harma það mjög, hundsins vegna, að eigendur og ræktendur íslenska hundsins skyldu ekki fá að ráða sínum mál- um á aðalfundinum. Fólk er mjög reitt og finnst að það hafi verið svikið.“ Stofninum hefur ekkert farið fram „Stofn íslenska fjárhundsins er mjög lítill og þetta eru ekki nema liðlega 300 hundar. Það er mjög nauðsynlegt að vanda til ræktun- arinnar. Það er viðurkennt af dómurum að stofninum hefur ekki farið farm síðasta áratug og jafnvel heldur aftur,“ segir Jó- hanna. Hún er ekkert hissa á því og seg- ir að allar kringumstæður við ræktunina á stofninum séu ófull- nægjandi og þekking nánast eng- in. Það er ekki langt að leita skýr- inga á þessu að mati Jóhönnu. „Allar skráningar í ættbók hafa því miður miðast við það að foreldrar séu sýndir á sýningum Hunda- ræktarfélags íslands og hafi hlotið fyrstu og aðra einkunn í opnum flokki. Þetta hefur takmarkað mjög fjölda ræktunardýra því þá er fullt af góðum dýrum um allt land úr Ieik,“ segir Jóhanna og vísar til þess að margir eigendur vilja ekki vera í HRFI. „Þeir hafa ekki áhuga á þessum sýningum og vilja því ekki sýna,“ bætir hún við. Jóhanna er ómyrk í máli og finnst fáránlegt að standa svona að ræktun íslenska hundsins. „í svona litlum stofni verðum við að geta ræktað undan sem flestum nothæfum dýrum,“ segir Jóhanna. Hún hefur ýmislegt fleira að at- huga við starfsemi Hundaræktar- félags íslands. „Með fullri virð- ingu fyrir sýningum HRFÍ vantar okkur miklu fleiri ræktunardóma fyrir hvern einasta hund í landinu heldur en svona fegurðarsam- keppnisdóma sem eru aðeins fyrir þá sem hafa áhuga á sýningum," bendir Jóhanna á. „Þarna er aðallega verið að sýna hundana og raða þeim í röð eftir því hversu góðir þeir eru. Þarna koma erlendir dómarar sem hafa mismikið vit á þessum hundi. Hundur sem er sýndur kannski einu sinni getur fengið mjög óréttlátan dóm,“ bætir Jóhanna við og telur að erlendir dómarar hafi oft ekkert vit á íslenska fjár- hundinum. „Þeir eru afar fáir sem hafa það,“ segir hún. „Það þarf að meta hundana á ná- kvæmari hátt. Það er alltaf talað um hiö góða matskerfi á sýning- um HRFÍ og bent á að þar sé á ferðinni alþjóðlegt kerfi. Við erum bara svo stutt á veg komin að þetta nægir ekki. Við þurfum ná- kvæmara kerfi sem hjálpar al- menningi að læra að meta hund- inn,“ segir Jóhanna Þá finnst henni Iög og reglur Hundaræktarfélagsins bera vott um þröngsýni. „Hingað til hefur aðeins verið gefinn gaumur að fé- lagsmönnum HRFÍ og hundum þeirra og nú er meira að segja bú- ið að lögfesta það. Ræktunarráðið má aðeins leiðbeina félögum í HRFÍ,“ segir Jóhanna. „Þetta er náttúrulega út í hött því að við eigum að hugsa um stofn- inn enda er það hann sem skiptir máli en ekki það hvort menn greiða félagsgjöld til Hundarækt- arfélagsins eða ekki,“ segir Jó- hanna. Bannað að birta dóma í huga Jóhönnu er erfðafræði forsenda ræktunar á íslenska fjár- hundinum eins og öðrum dýra- stofnum. „Eigi að rækta hunda af einhverju viti verða menn að þekkja bakgrunninn. Til þess þarf að þekkja forfeðurna, útlit og eig- inleika gömlu hundanna sem eru farnir. Þessar upplýsingar eru ein- faldlega ekki til,“ segir Jóhanna. „Þessum upplýsingum hefur ekki verið safnað en þær eru til í minni einstakra manna,“ bendir hún á og segir að það sama gildi um yngri hunda. „Það verður sem fyrst að útbúa skrá yfir alla hunda," segir Jó- hanna. Þar á hún ekki eingöngu við ættbókarskrá, sem ekki er einu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.