Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 22. maí 1993 í þættinum í dag förum við út á sjó, enda spáð ágætis veðri um helgina víðast hvar. Fyrra lagið er „Sfldarvalsinn" eftir Steingrím Sigfússon við ljóð Haraldar Zóphaníassonar, en þetta er sívinsælt sönglag. Seinna lagið er „Sigling“ eftir Friðrik Bjarnason við Ijóð Amar Amarsonar, og er það ekki síður vinsælt en það fyrra. Góða söngskemmtunl SÍLDARVALSINN C F Syngjandi sæll og glaður F C til sfldveiða nú ég held. G C Það er gaman á Grímseyjarsundi D G við glampandi vorsólareld, C F þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip A Dm við „háfana“ fleiri og fleiri. G C Svo landa ég sfldinni sitt á hvað: G C á Dalvík og Dagverðareyri. 2. Seinna er sumri hallar og súld og bræla er, þá held ég fleyi til hafnar. I hrifningu skemmti ég mér á dunandi balli við dillandi spil og dansana fleiri og fleiri. Og nóg er um hýreyg og heillandi sprund á Dalvík og Dagverðareyri. SIGLING C G Hafið, bláa hafið, hugann dregur. C G7C Hvað er bak við ystu sjónarrönd? C G Þangað liggur beinn og breiður vegur, C G7 C bíða mín þar æsku draumalönd. G Beggja skauta byr C bauðst mér aldrei fyrr. D7 G Bmna þú nú bátur minn. C Svífðu seglum þöndum, G svífðu burt frá ströndum. C F C G C Fyrir stafhi haf og himinninn. c < ► < » 4 > < X 0 1 1 13 VIÐ SEM OKUM! Höfum gott bil á milli bíla! UMFERÐAR RÁO Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Opinberri heimsókn Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, lýkur í dag. Á uppstigningardag lá leið ráðherrans í ReykholL Skal engan undra að sá staður er Norðmönnum hugleikinn. Þar ritaði Snorri Sturiuson sögu Noregskonunga frá öndverðu til tólftu aldar. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Reykholti um kl. 14.30. Með Gro Harlem í för var ásamt fleirum Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra. Geir Waage, prestur í Reykholti, tók á móti gestunum og veitti leiðsögn um staðinn. Þennan eftirmiðdag var blíðskap- arveður í Reykholti og staðarbúar veittu ráðherranum hlýlegar móttökur með kórsöng og bóka- gjöfúm. Bömin voru klædd í sparifötin af þessu tilefni en hins vegar er lík- legt að þau hafi séð tilefnið öðr- um augum en fullorðna fólkið. Börnunum fannst lögregluþjón- arnir, klæddir í viðhafnarein- kennisbúninga, vera miklu at- hyglisverðari en forsætisráðherr- ann. Einn strákurinn fékk leyfi hjá mömmu sinni til að tala við lögguna og spurði bláeygður hvað þeir væru eiginlega að gera þama. „Við emm að passa forsætisráð- herrann," svaraði löggan. Stráksi varð hugsi um stund og spurði síðan í barnslegri einlægni: „Haldiði að hann muni stela ein- hverju?“ Og ef löggan og löggubflamir vom merkilegir þá vom þyrlur Landhelgisgæsl- unnar stórbrotin upplifun. Þær tók- ust á loft um hálf- fjögur og flugu með forsætisráðherrann og fylgdarlið til Reykjavíkur. Um kvöldið snæddi Gro Harlem málsverð í boði Davíðs Odds- sonar og frú Ástríð- ar Thorarensen í Viðey. Þótti veislan vera hin ánægjuleg- asta. í gærmorgun var keyrt til Nesjavalla. Að lokinni heim- sókn þangað sat Gro Harlem hádegis- verðarboð forseta Qro Harlem hlaut aö gjöf Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Hér rýna þau I bókina, Gro Haríem Islands, frú Vigdísar og Geir Waage. Finnbogadóttur, að Bessastöðum. Þaðan var haldið í stofriun Áma Magnússonar og handritin skoðuð. Móttaka norska forsætisráðherr- ans fór fram í Perlunni seinni- partinn í gær. GS. „ Vá maöur" gæti strákurinn veríö aö öskra íeyra hins. A.m.k. veittu börnin þyrlunni og lögreglumönnunum óskipta at- hygli. í kirkjunni, sem veríö er aö byggja I Reykholti, var boöiö upp á léttar veitingar. Menntamálaráðherra tók aö sér aö skenkja I glösin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.