Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 14
14Tíminn Laugardagur 22. maí 1993 Heimsþing Hinna alþjóðlegu samtaka um heimspeki réttar og menningar hefst í Reykjavík á miðvikudag. Kjör- orð þess eru réttur, réttlæti og ríkið: Er íslensk lögspeki í anda Stalínismans? Dagana 26. maí til 2. júní verður haldið á íslandi heimsþing Hinna alþjóðlegu samtaka um heimspeki réttar og menningar. Af því tilefni kemur hingað fjöldi fólks frá öllum heimshornum; lögfræðingar, heimspekingar, félagsvísindamenn, stjórnmála- menn og áhugafólk um réttar- og félagsheimspeki. Samtökin voru stofinuð í Þýska- landi árið 1909. Þau eru núorðið réttnefnd alþjóðasamtök með 42 landsdeildir og þúsundir meðlima. Á síðustu árum kalda stríðsins voru þau vettvangur opinna og óheftra umræðna fólks frá Austur- og Vest- ur-Evrópu sem vildi ræða heim- spekileg vandamál réttar og menn- ingar af alvöru og opnum hug. Sam- tökin hafa og gegnt mikilvægu og jákvæðu hlutverki í þeim miklu þjóðfélagsbreytingum sem átt hafa sér stað í Mið- og Austur-Evrópu á þeim árum sem liðin eru frá því jámtjaldið féll. Mörg af þeim erfiðu réttarfarslegu og lagalegu vanda- málum sem tengjast samruna ríkja Evrópubandalagsins hafa einnig verði rædd og rannsökuð innan samtakanna. Ágúst Þór Árnason ræðir við Mikaei Karlsson, dósent í heimspeki við Háskóla íslands: Réttur smárra þjóðríkja Heimsþingið sem haldið verður í Reykjavík ber yfirskriftina „Réttur, réttlæti og ríkið". Á því verður með- al annarrs fjallað um stöðu lítilla þjóðríkja í Evrópu framtíðarinnar. Einnig verður fjallað um réttindi smárra og fátækra ríkja sem og rétt minnihlutahópa, flóttafólks, barna, fátæklinga og fanga. Á þinginu verð- ur flutt vel á annað hundrað erinda og ættu því flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Vegna þess hve við- fangsefni þingsins eru háð líðandi stund var tekin sú ákvörðun að gefa erindin út í bók áður en þingið hæf- ist og ætti það að auðvelda þeim sem áhuga hafa að setja sig inn f málin sem þar verða rædd. Sá sem á fyrst og fremst heiðurinn að því að þingið er haldið hér á ís- landi er Mikael Karlsson, dósent f heimspeki við Háskóla íslands. Hann féllst á að fórna broti af tíma sínum til að veita lesendum Tímans nánari upplýsingar um Hin alþjóð- legu samtök um heimspeki réttar og menningar. —Hveraig er hægt að gerast með- limur í samtökunum? í samtökunum eru 42 landsdeildir og þar sem ekki er landsdeild geta einstaklingar einnig gengið f sam- tökin. í Austantjaldslöndunum var það oft svo að fólk taldi sig ekki eiga samleið með landsdeildinni og það fékk þá aðild að samtökunum sem einstaklingar. —Hvenær var íslenska deildin stofnuð? Nítján hundruð áttatíu og fimm. Það gerðist með dálítið skemmtileg- um hætti. Þannig var að ég fór á heimsþing samtakanna í Helsinki 1983. Það var fyrsta þingið sem ég heimsótti. Þegar þangað er komið kemst ég að því að það er umræðu- hópur um réttarheimspeki á Norð- urlöndum. Það var samt ekkert minnst á ísland í þvf samhengi og ég vissi að það hafði enginn haft samband við íslendinga út af þessu svo ég fór strax og kvartaði yfir þessu og var þá boðið að tala um réttarheimspeki á íslandi. Ég samdi dálitla ræðu, sem hæfði ágætlega, því að það er ekki mjög margt sem maður getur sagt um réttarheim- speki á Islandi. En allavega var full- trúi þarna frá íslandi í Norðurlanda- hópnum. Mér datt í hug hvort við ættum ekki að stofna landsdeild en stjórn samtakanna benti mér á að Norður- löndin væru öll saman með eina deild af því að þau væru svo fámenn og þau vildu að við yrðum með þeim. Ég benti á móti á að Norður- landabúar skildu almennt ekki fs- lensku og það væri dýrt að ferðast frá íslandi til Norðurlandanna. Á þetta var fallist og síðan hafa Norð- urlöndin fylgt fordæmi okkar og stofnað sínar eigin deildir. Það er rétt að það kemur fram að sam- kvæmt lögum fslandsdeildarinnar geta allir gerst meðlimir í henni og haldið fram sfnum skoðunum til jafns við aðra í deildinni. Lög deildarinnar eiga að ýta undir lýðræðisleg vinnubrögð þeirra sem starfa innan hennar. Það skiptir miklu máli hvernig fólk umgengst lög — líka félagalög. Virðing fyrír lögunum —Verður sá þáttur til umræðu á þinginu? Já, Marek Syrsadosky, ungur mað- ur frá Póllandi, ætlar að tala um tæknihyggju gagnvart lögum í heimalandi sínu sem er arfleið frá Stalínistum. Þeir litu á lögin fyrst og fremst sem valdboð og stjórn- tæki eða frekar valdbeitingartæki. Það eru stjórnendur og þcir stjórna með því að setja reglur sem eru þvingandi og menn verða bara að Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Bikarkeppnin hafín Bikarkeppni Bridgesambands íslands 1993 er nú komin af stað. Metþátt- taka varð, eða alls 58 sveitir. Dregið hefur verið í fyrstu umferð og á henni að Ijúka í síðasta lagi sunnudaginn 27. júní. Annarri umferð á að ljúka sunnudaginn 8. ágúst, þriðju umferð sunnudaginn 5. september og fjórðu umferð sunnudaginn 26. september. Undanúrslit og úrslit verða síðan spil- uð helgina 2.-3. október. Alls verða spiiaðir 26 leikir í íyrstu umferð og eiga eftirfarandi sveitir að spiia saman. (Skáletruðu sveitimar eiga heimaieik) ÆvarJónsson Tálknafírði -Kjöt og fiskur, Reykjavík (Haukur) Guðjón Bragason Hellu -Ari Konráðsson, Reykjavík Neon, Reykjavík (Guðm. Baldurss.) -Erla Laxdal, Hellissandi Þingeyskt lofl, Húsavík (Þóróífur) -Nanna og félagar, Höfn Berg hf, Akranesi (Þorgeir) -Austan 6 (Kristján Kristjánsson) Aron Þorfírmsson, Reykjavík -Baldur Bjartmarsson, Reykjavík Anton Haraldsson, Akureyri -Georg Sverrisson Reykjavík Guðmundur Ólafsson, Akaranesi -Bjöm Theódórsson Reykjavík Keiluhöllin, Reykjavík (Jón H.) -Bjöm Amórsson, Reykjavík Jón Erlings.Sandgerði (EyþórJóns.) -Hjálmar S. Pálsson, Reykjavfk T.V.B.16, Reykjavtk (Óiafur ó.) -Ingi Agnarsson Reykjavík Bjöm Dúason, Sandgerði -Besla Bölþomsdóttir, Reykjavík Borgfírsk Blanda, Borgamesi -Þórir Leifsson, Reykjavík H.P. Kökugerð, Selfossi (GrímurA.) -Guðlaugur Sveinsson, Reykjavík Jón Garðar, Sandgerði (Garðar G.) -Helgi Hermannsson, Reykjavík Sjóvá-Almennar, Akran. (Einar G.) - María Haraldsdóttir, Reykjavík Hertha Þorsteinsdóttir, Kópavogi -Jón Stefánsson, Reykjavík Sigfús Ö. Ámason, Reykjavík -Gestur Halldórsson, Höfn -Logaland, Stöðvarfirði (Jónas Ó) Úlfar ö. Friðriksson, Kópavogi -Metró, Reykjavík (Jón St.) Kristinn Þórisson, laugarvatni -Guðni E. Haligrímsson, Gmndarf. Halldór Einarsson, Hafnarfírði -Jóhannes Sigurðsson, Keflavík Rúnar Magnússon, Reykjavík -Sveit Eyfellinga, Skógum Jón Sigurðsson, Gufuskálum -Sigurjón Harðarson, Hafnarfirði Eðvarð Hallgr., Bessastaðahreppi -Þórir Magnússon, Reykjavík Sigurðurívarsson, Kópavogi -Sparisjóður Siglufjarðar. Sumarbrídge 1993 í gærkvöldi hófst sumarbridge 1993 og verður spilað alla daga í sumar nema laugardaga. Spilamennnska hefst ætíð kl. 19.00. Keppnisgjald er kr. 500 og verður spilað í húsnæði Bridgesambandsins, Sigtúni 9. Sumarbridge er kjörinn vettvangur til að æfa sig í keppnisbridge og hafa gaman af. Spilað verður um bikar sem sá eignast er flest bronsstig hlýt- Ingimarsson bikarinn. Keppnisstjóri í sumar verður hinn röggsami Sveinn R. Eiríksson. Þraut 16 Eddie Kantar er einn af þekktari bridgespilurum í veröldinni. Hann hefur skrifað allmargar bækur um íþróttina og nýverið bættist ein í safn hans; „Thke your tricks". Bókin inni- heldur 557 ábendingar um hvemig best sé að spila hina ýmsu samninga og þótt efnistökin séu hefðbundin verður hún bridgeáhugamönnum tvímælalaust kærkomin viðbóL Vestur/NS á hættu NORÐUR 4 Á432 ¥ 4 ♦ ÁK7643 + Á3 SUÐUR Á T98 ¥ ÁK ♦ D5 ♦ 987654 Svett sigffiisku Qötekyldunnar verður eflaust Utekeytt f vtðureignlnnl um bikamiebtai'atiUI- inn. Þelr em núverandi (slandsmeistarar f sveitakeppni og ein af þeim sveitum sem vart getur kallast "óskadráttur" fyrir mótherjana Það er svett Sigurðar fvarssonar sem á það erfiöa hlutskipti fyrir höndum i fyrstu umferð bikarkeppnlnnar að spila við Sigffiröingana Vestur Norður Austur Suður 3¥ dobl pass 3grönd pass pass dobl allir pass Útspil hjartadrottning Gerðu áætlun um hvemig best sé að spila. Þetta lítur út fyrir að vera einfalt mál. Ef tígullinn fellur em 10 slagir, og ef ekki, virðist sem sagnhafi eigi 9 slagi. En er það svo? Segjum að sagnhafi drepi útspilið, og spili drottningunni og öðrum tígli í kjölfarið en þá kemur í ljós að tí- gullinn skiptist 4-1. Þá virðist ekkert skárra í stöðunni en að halda áfram með tígul sem austur drepur og skiptir yfir í hátt lauf. Áður en yfir lýkur tekur hann fjóra slagi í svörtu litunum og sagnhafi fær aldrei á hjartakónginn. Ef sagnhafi hefði tek- ið seinni hjartaslaginn áður en tí- gullinn var verkaður, hefðu andstæð- ingamir rennt niður fríslögum þar eftir að austur kemst inn á tígul. Hvað er til ráða? . NORÐUR * Á432 »4 * ÁK7643 * Á3 VESTUR AUSTUR * 765 A KDG ¥ DGT9765 ¥ 832 ♦2 ♦ GT98 * T2 + KDG SUÐUR + T98 * ÁK * D5 + 987654 í öðmm slag er tígull dúkkaður frá báðum höndum! Ef andstæðingamir spila svörtum lit er hægt að drepa í blindum, fara heim á tígulgosa, taka hjartaslaginn og síðan inn í borð á hinn ásinn og spila tígli til enda. Þetta er ein af skemmtilegustu stöð- unum í bókinni. Sigfús Þórðarson, Sdfoss! ur í heiidina. Síðasta ár vann Þröstur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.