Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 22. maí 1993 UM FRAKKA hefur veríð sagt að þeir skiptist enn þann dag í dag nokkumveginn til helminga í afstöðu sinni til frönsku byltingarinnar, sem svo er yfiríeitt nefnd og venjulega er látið heita að byijað hafi 1789. í annarrí fylkingunni, sem hefur byitinguna í háveg- um, séu á okkar dögum einkum stuðningsmenn vinstríflokka, í hinni, sem hugsi minna gott til nefndrar byltingar sé fólk hægramegin í stjómmál- um. Óhætt mun að fullyrða að fyrmefnda viðhorfið til byltingar þessarar, sem ásamt með Napóleonstíma er frægasti kafli franskrar sögu, hafl oftar verið ofa- ná og þar með ríkjandi sú skoðun að hún sé það merkasta sem gerst hafi í sögu Frakklands. Nú í all- möig ár hefur hinsvegar síðamefnda viðhorfið virst á uppleið, kannski öðram þræði út frá timb- urmönnum eftir bylting- arstemmningu 68-áranna. Þess gætti nokkuð þegar haldið var uppá tveggja alda afmæli upphafs bylt- ingarinnar 1989 og svo er að heyra að það sé enn í sókn. Því er jafnvel spáð að það viðhorf fái byr undir vængi með kosn- ingasigrí hægríflokka ný- veríð. Þessir dreif- býlingar... Hvað sem því líður verða um þess- ar mundir ófáir Frakkar til þess að minnast eins af hinum miklu at- burðum sem á byltingartímanum urðu, þ.e.a.s. uppreisnarinnar í Vendée, sem hófst snemma árs 1793 og var ekki að fullu lokið fyrr en 1796. í söguskrifum, frönskum og öðr- um, hefur uppreisn þessari, sem gerð var gegn byltingarstjóminni í París, ósjaldan verið lýst sem af- leiðingum ráðabruggs aðals- manna, afturhaldssamra klerka og Breta (er þá voru í stríði við Frakk- land) sem spanað hefðu líttlærða, konungholla bændur héraðs þessa á vesturströndinni, sunnan við Lo- ire, til uppreisnarinnar. Um upp- reisnarmenn þessa, sem og Vendée á þeim tíma, hefur allt fram á þennan dag gjaman verið fjallað í einskonar vorkunnlátum, niðr- andi tón. í útgáfu Encyclopædia Britannica frá 1964 stendun „Hugmyndir byltingarinnar áttu ekki greiðan aðgang að þessu fá- fróða sveitafólki (í Vendée), sem alltaf hafði staðið meirihluta Frakka að baki í siðmenningu..." Opinbera skoðunin í Frakklandi um uppreisn þessa mun oftar en ekki hafa verið á þessa lund. „Frá einu þjóðar- morði til annars“ Ýmsir (og ekki eingöngu „and- byltingarsinnar") hafa þó allt frá byltingarárunum sjálfum viljað líta á sögukafla þennan frá öðrum hliðum og þess gætir mjög í Frakklandi í sambandi við það að Málverk frá um aldamót er á að sýna bardaga uppreisnarmanna og stjórnarliós f bænum Cholet. Tveggja alda afmæli Vendéeuppreisnar: þessir vom yfirleitt úr konungs- hernum gamla. Á tíð konung- dæmisins hafði aðallinn einkarétt á foringjastöðum í hemum og því var fátt um reynda herforingja úr öðmm stéttum. Einhverja hjálp munu uppreisnarmenn hafa feng- ið frá Bretlandi en að líkindum ekki mikla. Dagur Þorleifsson skrifar uppreisnarinnar er minnsL Tálið er nú að í henni hafi verið drepnar um 600.000 manneskjur, flestar þeirra uppreisnarmenn, aðstand- endur þeirra og aðrir Vendéebúar sem gert var út af við skipun bylt- ingarstjómarinnar. íbúatala Vendée fyrir uppreisnina hefur varla verið mjög mikið hærri. Þetta er álíka há tala og þeirra sem féllu í bandaríska borgarastríðinu. Með tilvísun í heimildir frá þess- um tíma halda ýmsir sagnfræðing- ar því fram, að þama hafi meðvitað verið framin „þjóðarhreinsun“ (orð sem nú er oft notað í svipaðri merkingu og „þjóðarmorð" áður), sú fyrsta af slíkum á „síðustu tím- um“ (Þá er líklega átt við tímann frá frönsku byltingunni.) Fjölda- morðin í Vendée hafi verið „fyrir- rennari kúlakkamorða Stalíns og gyðingamorða nasista," eins og það er orðað í grein um þetta í þýska vikuritinu Der Spiegel. „Fransk-franskt þjóðarmorð," er titill franskrar bókar um atburði þessa. „Gyðingar og Vendéebúar — frá einu þjóðarmorði til ann- ars,“ heitir önnur bók sem út kom fyrir skömmu — einnig í Frakk- landi — um sama efni. La Rochejaquelein, einn herforingja uppreisnarmanna. Mikill meirihluti íbúa Frakk- lands, sem og flestra annarra Evr- ópulanda, bjó þá í sveitum og í Vendée var þéttbýli með minnsta móti og borgarastétt fámenn. Hinsvegar mótmæla sumir sagn- fræðinga þeirra, sem rannsakað hafa heimildir viðvíkjandi héraðið á þessum tímum og uppreisnina, því að héraðsmenn hafi verið fávís- ari yfirleitt eða andsnúnari hug- myndum byltingarinnar en lands- menn yfirleitt Uppreisn gegn herútboði Uppreisnin í Vendée, skrifa nú „vendéesinnaðir" sagnfræðingar, var hreyfing handverksmanna og bænda gegn ógnarstjóm konvent- unnar (þáverandi þjóðþings) í Par- ís. Flestir forustumenn byltingar- innar, segja sagnfræðingar þessir, voru lögfræðingar, blaðamenn, fyrrverandi klerkar og velstæðir borgarar en varla nokkur verka- maður eða bóndi. Þegar uppreisn- in braust út hafði byltingarforust- an nýlega látið hálshöggva Lúðvík konung 16. og var í þann veginn að afnema kaþólska trú og inn- leiða í staðinn trú á skynsemina. Þar á ofan var byltingarstjórnin komin í stríð við velflest grannríki Frakklands o.fl. og veitti um þær mundir miður. Við því brást hún með því að kveðja til vopna í árs- byrjun 1793 um 300.000 nýliða. Vendéefræðingamir halda því fram að fólki þar í héraðinu hafi vissulega ofboðið aftaka konungs og afkristnunin — konungdómur- inn var þrunginn helgi í hugum almennings frá fomu fari og þótt kirkja og klerkar væm misvinsæl eftir tímabilum og svæðum kærði almenningur sig ekki um að missa þetta alveg. En, skrifa umræddir sagnfræðingar, herútboðið var þó það sem fyrst og fremst kom upp- reisninni af stað. Það náði til óvenju margra og vakti þar með óhugnað í héraðinu, því fremur sem mönnum þar var farið að þykja nóg um ýmis önnur umsvif stjómarinnar og töldu að fyrir- hyggjuleysi hennar væri um að kenna að landið var komið í stríð. Sumir eða kannski flestir af for- ingjum uppreisnarmanna vom að- alsmenn, en Vendéesagnfræðingar neita því nú að þeir hafi átt frum- kvæði að uppreisninni, heldur hafi þeir gengið í lið með henni að bón uppreisnarmanna sem vantaði reynda herforingja. Aðalsmenn Heilt hérað gegn „frelsi“ Þeir fengu eitthvað af vopnum þaðan en samkvæmt einni heimild vom skæðustu vopn þeirra heima- fengnar byssur, ætlaðar til að skjóta fugla. Þær vom langdræg- ari en þáverandi handbyssur franska hersins. Þýðingarmikið uppreisnarmönnum var að þeir gerþekktu sínar sveitir og lands- lagið þar. Þeir vom sigursælir í byijun, unnu helstu bæi héraðsins og drápu eða ráku á brott „blástakka“ sem þeir náðu til. (Svo vom her- menn byltingarstjómarinnar eða jafnvel byltingarsinnar yfirleitt kallaðir, eftir litnum á einkennis- búningum þjóðvarðarliðs bylting- arstjómarinnar.) Hryðjuverk upp- reisnarmanna vom þó ekki mjög mikil samanborið við það sem yfir þá kom á móti. Byltingarstjómin varð við þetta skelfingu lostin. í stríðinu hallaði um þær mundir á franska herinn; sumir hershöfðingjanna reyndust stjórninni ótryggir og um sumarið gusu upp fleiri uppreisnir víða um land, einnig í borgum, út frá valda- baráttu innan byltingarfomstunn- ar og milli þeirra sem vildu sterkt miðstjómarvald og hinna sem kröfðust vemlegrar sjálfstjómar fyrir landshluta. Undir þessum kringumstæðum innleiddi bylt- ingarstjómin, sem taldi sig komna í úlfakreppu milli erlendra og inn- lendra óvina, ógnatfð svokallaða með hraðvaxandi notkun fallaxar- innar. Stjóminni virðist hafa stað- ið sérlega mikill stuggur af upp- reisninni í Vendée, trúlega vegna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.