Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 22. maí 1993 Tíminn 17 Ann Harrison var 15 ára afburðanemandi við Raytown South High School í Kansas borg, Missouri fylki. Miðvikudagsmorguninn 22. mars 1989 rann upp á hefðbundinn hátt hjá henni sem öðrum bekkjarfélögum hennar. Hún snæddi morgunverð, gekk niður heimreiðina frá einbýlishúsi foreldra sinna með bækurnar sínar undir hendinni. Klukkan var u.þ.b. 06.55 að morgni. Á næstu sekúndum þar sem hún beið eftir skólabílnum réðust ör- lög hennar. Horfin á hálfri mínútu Rétt upp úr sjö þegar skólabfllinn stoppaði var Ann horfin. Bflstjóran- um þótti strax skrýtið að hún væri ekki á sínum stað vegna þess að Ann var með 100% mætingu í skól- anum. Hann tók eftir að bækumar hennar og veski lágu á gangstétt- inni. Hann flautaði nokkrum sinn- um og þá kom mamma stúlkunnar út og sagði honum að hún myndi sjálf koma Ann í skólann; hún hlyti að hafa brugðið sér eittbvað frá. Eftir að skólabíllinn hélt áfram ferð sinni hóf móðirin leitina að dóttur sinni en hún bar engan árangur. Skömmu seinna hringdi hún í lög- regluna. í ljósi reglusemi stúlkunnar höfði yfirvöld fljótlega áhyggjur af því að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hana. Það var staðfest með sím- tali að hún hafði ekki komið sér f skólann á eigin vegum og enginn bekkjarfélaga hennar hafði séð hana. Mannrán Lögreglan komst að þeirri niður- stöðu að hún hefði horfið á innan við mínútu áður en skólabfllinn stopp- aði. Engin merki fundust um átök eða annað sem bent gæti til mann- ráns. Samt var varla um annað að ræða. ítarlegri leit var hrundið af stað, þar sem meðal annars var notast við þyrlur og leitarhunda en leitin bar ekki árangur. Hins vegar gaf ná- granni sig fram við lögregluna er leið að hádegi og sagðist hafa heyrt kvenmannsóp um sjöleytið og um svipað leyti væl í hjólbörðum. Lög- reglan fékk þær upplýsingar að Ann væri ósköp venjuleg, skarpgreind og meðvituð ung kona, nýnemi f menntaskóla, með axlarsítt dökkt hár og brún augu. Hún var 1,65 m. á hæð og vó 60 kíló. Hún var í bláum gallajakka þegar síðast sást til henn- ar. Fyrirmyndar- unglingur Auk þess að vera dúx úr grunnskóla var hún framarlega á íþróttasviðinu. Þá hafði hún leikið á flautu í sex ár og starfað í skólahljómsveitinni. Hún var í hlutastarfi í matvörubúð og verslunareigandinn gaf henni hin bestu meðmæli. Það var ekkert sem benti til að Ann hefði átt nokkra óvini eða verið að neinu leyti bendl- uð við vandræði af nokkru tagi og þess vegna stóðu menn ráðþrota frammi fyrir hvarfi hennar. Það var daginn eftir sem hringt var í fjölskyldu Ann Harrison og föður hennar tilkynnt að stúlkan væri á lífi og hún væri í haldi hjá þeim er tal- aði. Faðir hennar fagnaði upplýsing- unum og bað um nánari upplýsingar um stöðu mála. En þá var lagt á og seinna kom í ljós að hringingin kom frá geðtrufluðum manni sem hafði einungis kynnst málinu í gegnum fjölmiðla. Líkiö finnst Það var laust upp úr klukkan átta sama kvöld sem fiölskyldu Ann bár- ust fréttir af stúlkunni. Allt það versta sem þau höfðu ímyndað sér var ekki jafn slæmt og ískaldur raun- veruleikinn leiddi í ljós. Lík hennar Ann Harrison var aö bfða eftir skóla- bílnum þegar örlög hennar réöust. fannst í skottinu á stolnum bíl sem hafði verið yfirgefinn mannlaus í suðausturhluta Kansas- borgar. Ann hafði verið stungin til dauða og lík- inu komið fyrir í bláum Monte Carlo sem var tilkynnt að hefði verið stolið á sama tíma og Ann var saknað. Fyrst hafði orðið vart við bflinn um 8.30 morguninn áður. Það gaf til kynna að stúlkunni hefði veruð rænt, hún myrt og bflnum síðan ek- ið um 250 km. leið á innan við 90 mínútuml Af þessu virtist lfldegt að lögreglan ætti í höggi við þaulvana glæpamenn. Lögreglan vann í málinu eftir bestu getu en það voru ákveðin vonbrigði að enginn virtist hafa séð ökumann bifreiðarinnar þegar henni var lagt. Lögregluþjónn í götulögreglunni gaf sig fram og hafði ætlað að stöðva bfl- inn vegna þess að hægra afturljósið var brotið en þá gaf ökumaðurinn hressilega í og hann missti af hon- um. Hann gerði höfúðstöðvum við- vart en ökumaðurinn rann þeim úr greipum. Honum sýndist sem öku- maður hefði verið blökkumaður en gat ekki gefið aðra útlitslýsingu á honum. Hroöaleg meöferö Líkskoðun leiddi í ljós að Ann hefði verið nauðgað hrottalega áður en hún var myrt. Hún hafði látist af völdum blóðmissis eftir níu stungu- sár í brjóst, bak og háls. Dýpt og lög- um sáranna var mismunnadi og svo virtist sem tvö mismunandi vopn hefðu verið notuð við verknaðinn. Tálið var að fómarlambið hefði haft fulla meðvitund á meðan morðið fór fram. Orsökin var sem sagt kynferðis- glæpur enda ekki von um ránsfeng hjá 15 ára stúlku. Lögreglan var samt sáralitlu nær. Það kom í ljós að á sama tíma og Monte Carlo bifreiðinni var rænt hvarf einnig Buick bifreið úr sama hverfi. Tálið var líklegt að bflstuld- irnir tveir tengdust að einhverju leyti. Tillaga rannsóknarmannanna var sú að Ann hefði verið svívirt og myrt skömmu eftir að hún var brottnumin með valdi fyrir utan heimili sitt. Síðan hefði líkinu verið komið fyrir í Monte Carlo bifreiðinni og árásaraðilinn sennilega flúið á Buicknum. Þetta renndi stoðum undir það að fleiri en einn tengdust glæpnum. Það gaf líka auga leið að erfitt væri fyrir einn mann að stoppa bfl, fara út og ginna Ann í bflinn eða taka hana með valdi og aka síðan af stað og hverfa á braut án þess að fómarlambið gæti sér nokkra björg veitt. Tveimur dögum eftir að líkið af Ann fannst, kom Buick bfllinn í leitimar. Þrátt fyrír ítarlega rannsókn fannst ekkert sem gat tengst morðinu en samt neituðu lögreglumennimir að trúa að ekki væri samhengi á milli. Ýmsar ábendingar bámst frá hjálp- sömum almenningi, sem var í mun að morðið hræðilega yrði upplýst, en því miður reyndust vísbendingar fólks ekki leiða neitt nýtt í ljós. 9-000 dalir í verölaun Það var ekki fyrr en þremur mánuð- um eftir morðið á Ann Harrison sem vísbendingin barst sem síðar varð lykillinn að lausn málsins. Búið var að heita 9.000 dala verðlaunum fyrir ábendingar sem leitt gætu til hand- töku morðingjans og sú var ástæðan að maður að nafni Richard Andersen gaf sig fram og sagðist vita hverjir hefðu myrt skólastúlkuna. Hann sagði að glæpamennimir væru tveir 24 ára gamlir blökkumenn, annar Nunley haföi frumkvæðiö að þvíað svíviröa og myröa hina 15 ára gömlu skóla- stúlku. þess hafði hann tekið hana kverka- taki og þvingað hana upp í bflinn og síðan fóm þeir með hana í kjallara í grenndinni. Hann vissi ekki ná- kvæmlega hvað gerst hefði þar en hann taldi að Nunley væri ábyrgur fyrir morðinu þar sem hann hefði áður tvívegis framið morð. Nú þótti lögreglumönnunum sem frásögn Andersen væri að verða full reyfarakennd. Þeir leituðu að öllum gögnum í tölvum lögreglunnar og þá kom það í ljós að mögulega hafði Anderson á réttu að standa. Nunley hafði tvívegis legið undir gmn um Michael Taylor var rólegur og yfirvegaöur þegar hann leysti frá skjóðunni. héti Roger Nunley og hinn Michael Táylor. Verknaðurinn hafði átt sér stað í húsi eins af ættingjum Nun- leys, sagði heimildarmaðurinn. Þeg- ar gengið var á hann og hann spurð- ur hvemig hann vissi þetta svaraði Andersen að Nunley hefði sjálfur sagt honum þetta og ástæðan fyrir því að hann hefði ekki komið fyrr væm 9.000 dalirnir. Að hans sögn hefðu félagarnir tveir verið undir áhrifum eiturlyfja nótt- ina áður en Ann var rænt og meðal annars höfðu þeir stolið nokkmm bflum. Þeir vom ennþá hátt uppi þegar þeir keyrðu fram á Ann Harri- son þar sem hún beið eftir skólabfln- um og ákváðu þeir að Taylor færi út og rændi af henni veskinu. En í stað morðaðild en hafði í báðum tilfell- um verið sleppt vegna skorts á sönn- unnargögnum. Ljót saga í fyrstu hélt lögreglan til heimilis Taylors. Hann sagðist ekkert kannast við morðið á Ann Harrison en stað- festi hins vegar að Nunley væri hættulegur maður og mögulega hefði hann verið viðriðinn málið. Þegar á hann var gengið breytti hann framburði síðnum, sagðist að vísu hafa verið á staðnum en Nunley bæri alla ábyrgð á dauða stúlkunnar. Hann var handtekinn og færður til yfirheyrslna á lögreglustöð borgar- innar. Hann viðurkenndi að hafa tekið stúlkuna með valdi og þvingað hana upp í bflinn en þar nmeð væri hans þáttur allur. Hún hefði æpt og sparkað eftir að í bflinn var komið og þá hefði Nunley hótað henni með skrúfjárni til að gera henni ljóst að hún myndi hafa verra af ef hún reyndist ekki samvinnuþýð. Af ótta hafði hún ekki þorað að hafa sig neitt í frammi eftir það og Nunley keyrði til húss ættingja síns sem hann vissi að var mannlaust Eftir að inn var komið keflaði hann hana og batt fyrir augu hennar og hafði að lokum samræði við hana eftir að hann hafði skipað henni að afklæð- ast. Þegar hann hafði lokið sér af hvatti hann Táylor til að gera slíkt hið sama og „ég hugsaði sem svo að það gæti ekki gert henni neitt úr þessu en átti samt í erfiðleikum með að einbeita mér; hún hljóðaði svo mikið,“ sagði Táylor. Að þessu loknu höfðu.þeir hugsað málin um stund og skipað henni að klæða sig í. Nunl- ey réð framhaldinu sem áður og hann skipaði henni að troða sér í skottið á Monte Carlo bflnum sem hann hafði keyrt inn í bflskúr ætt- ingja síns á meðan hann hugsaði framhaldið. Eftir það dró hann upp hníf og sagði Taylor að nú yrðu þeir að standa saman. Hann opnaði skottið og réðst á hana og stakk hana fjórum fimm sinnum á meðan Tayl- or horfði aðgerðarlaus á. Þá skipaði Nunley félaga sínum að gera hið sama og Táylor gerði það með minni hníf en Nunley átti og það útskýrði af hverju stungusárin voru jafn ólík hvert öðru. Handtaka og réttarhöld Þeir sem yfirheyrðu Taylor urðu að gera hlé á yfirheyrslunni vegna flö- kurleika við að hlusta á Taylor. Hann sat sallarólegur og lýsti hinum óhugnanlegu atburðum eins og hann væri að rekja söguþráð í reyf- ara eða bíómynd. Það virtist ekki hafa nokkur áhrif á hann að málið snerist um líf og dauða og andlegar og líkamlegar pyntingar 15 ára gam- allar skólastúlku. 24. júní 1989 var gefin út formleg morðákæra á hendur Nunley og Ta- ylor. Taylor var þegar í vörslu lög- reglunnar en það tók yfirvöld þrjár vikur að hafa hendur í hári Nunley. Það tókst eftir ábendingu athuguís vegfaranda sem þekkti Nunley af mynd þar sem lýst var eftir honum. Réttarhöld hófust og snemma þótti sýnt að félagarnir fengju þungan dóm. Þeim bar ekki saman í megin- atriðum en vinkona Nunleys bar vitni gegn honum í málinu og hún staðfesti í megindráttum það sem Táylor hafði sagt lögreglunni. Ekki verður samt annað séð en Taylor eigi jafnmikla sök á hinum hroðalega glæp og þegar þetta er skrifað bíða þeir dóms sem ákvarðar hvort dauðarefsingunni verði beitt eða ekki. í besta falli sleppa þeir með ævilangt fangelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.