Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. maí 1993 Tíminn 19 Tryggvi Héðinsson Fæddur 11. júní 1974 Dáinn 16. maí 1993 Hvar sem fyrir hug þigber hjörtun okkar fylgja þér. (Stefán G.) Það er erfiðara en orð fá lýst að skrifa minningargrein um elskulegan syst- urson minn, sem féll frá í blóma lífs- ins. TVyggvi var elsti sonur hjónanna Huldu Finnlaugsdóttur og Héðins Sverrissonar á Geiteyjarströnd í Mý- vatnssveit. Systkini TVyggva eru: Ema, f. 10.1.1976; Jóhannes Pétur, f. 31.3. 1979; Helgi, f. 13.4. 1988; og Einar, f. 20.4.1990. TVyggvi ólst upp við leik og störf, var kraftmikill og því all fyrirferðarmikij} í aesku sinni, en varð með árunum ábyrgðarfullur og duglegur ungur maður. Þar sem undirrituð á dreng ekki ósvipaðan í háttalagi og Tryggvi var, þá hugsa ég oft um að ef hann líkist frænda sínum þá þarf ég ekki að kvíða framtíð hans, því annan eins öðlingsdreng og TVyggva er vart hægt að hugsa sér. Síðastliðin fjögur ár var hann í Laugaskóla, þar sem hann stundaði nám sitt með mjög góðum árangri. Á sumrum vann hann við fjöl- skyldufyrirtækið og bústörfin ásamt föður sínum, afa og öðrum sínum nánustu. Þar komu kostir hans og hæfni vel í ljós. Fjölskylda mín hefur mörg undan- farin ár notið gestrisni og hlýju á Geiteyjarströnd, bæði í sumarleyfúm og á páskum. Alltaf fylgdi því mikil tilhlökkun þegar lagt var í þessar ferðir. Okkur Hákoni fannst því mik- ið gleðiefni þegar við eignuðumst stóra íbúð miðsvæðis í höfuðborg- inni og gátum að nokkru endurgold- ið þær einstöku móttökur og gest- risni sem við nutum þar nyrðra. TVyggvi var einn þessara aufúsu- gesta sem í heimsóknir komu, og ég tel að ekki verði á nokkum hallað þótt ég segi að engan betri gest bar að okkar garði en hann. Hann var einstaklega þægilegur í allri umgengni. Og ekki fannst Ing- vari Andra, frænda hans, verra ef hann tók nokkur glímutök við hann á meðan á dvölinni stóð. TVyggvi hafði um árabil stundað glímu og keppt í þeirri íþróttagrein heima og erlendis. í aprílmánuði sfð- astliðnum keppti hann í Íslandsglím- unni 1993 um Grettisbeltið; þar náði Tryggvi þriðja sæti. Þorsteinn Ein- arsson, íyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, sagði í blaðagrein, þar sem hann fjallaði um þessa glímukeppni, að Tryggvi Héðinsson hefði verið sá glímumaður sem mestar framfarir hefði sýnt frá síðustu Íslandsglímu. Það var gaman að hitta Tryggva glaðan og kátan eftir þessa keppni, því hann hafði ekki náð slíkum ár- angri í glímukeppni fyrr. Við sátum og spjölluðum fVam á nótt um fram- tíð hans, því hann hafði enn ekki af- ráðið í hvaða skóla hann færi næsta vetur. Um síðustu helgi fórum við ásamt öðrum úr fjölskyldu okkar norður til að samgleðjast Jóhannesi Pétri, bróður Tryggva, í tilefni af fermingu hans. En skjótt skipast veður í lofti. Um kvöldið fréttist um lát Tryggva. Eins og hendi væri veifað tók sorgin öll völd í sveitinni fallegu. Aldreiersvo bjart yfír öölingsmarmi, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfír sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Við vitum að núna líður honum bet- ur, Guð hefur ætlað honum annað og meira hlutverk, og við erum þess fullviss að vel verður tekið á móti Tryggva af Helga bróður mínum, sem átti afmæli á dánardegi hans, og öll- um hans nánustu sem farnir eru yfir móðuna miklu. Systir mín, mágur, Erna, Jói, Helgi, Einar, Sverrir, Fríða, mamma og pabbi og allir vinir og vandamenn, á svona stundum er Guð okkar besta stoð. Megi minningin um góðan dreng verða styrkur í sorg okkar. Vertu sæll, elsku vinur. Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir og fjölskylda Uzbekistan Babur Shakirov er 44 ára og virk- ur í stjómmálum. Shakirov hefur verið í haldi síðan í ágúst 1992, ákærður um að hvetja til upp- reisnar gegn ríkinu og þjóðfélags- gerðinni. Hann er samviskufangi. Tálið er að Babur Shakirov hafi verið handtekinn vegna afskipta sinna af félagsskap, sem kallaður er Milli Mejlis (Þjóðarráð), sem stefnir að því að verða eins konar þing, þar sem lýðræðissinnum, þjóðemisinnum og kaupsýslu- mönnum yrði boðið að koma sam- an og ræða málin. Babur Shakirov var handtekinn á heimili sínu í Tashkent, höfuðborg Uzbekistans, og ákærður sam- kvæmt 60. grein hegningarlaga landsins. Meðan á rannsókn stend- ur, er honum haldið í kjallaraklefa í aðalstöðvum Þjóðaröryggis- nefndar Tashkent. Babur Shakirov hefur áður verið samviskufangi, meðan Uzbekistan var eitt Sovétlýðveldanna. Hann var fangelsaður á áttunda áratugn- um fyrir landráð, andróður gegn Sovétríkjunum og áróður. Fyrsta ákæran varðaði ólöglega tilraun til að komast úr landi, en hinar síðari tengdust þjóðemisstarfsemi. Vinsamlega sendið kurteisleg bréf á íslensku eða ensku og biðjið um að Babur Shakirov verði látinn laus þegar í stað og án skilyrða, td. á þessa leið: „Your Excellency, I write to you on behalf of Babur Shakirov, a 44-year-old political activist, who has been detained since August 1992 on a charge of „calling for the overthrow of the state and social order“. He was re- portedly arrested because of his involvement in setting up an org- anization called Milli Mejlis, which aims to serve as a parlia- mentary-style fomm in which democratic and nationalist groups and business leaders would be in- vited to take part. He is a prisoner of conscience, and I urge you to release him immediately and un- conditionally. Ég skrifa yður vegna Babur Shak- irov, 44 ára gamals manns sem er virkur í stjórnmálabaráttu. Hann hefur verið í haldi frá því í ágúst 1992 fyrir að hafa „krafist þess að ríkinu og þjóðfélagsgerðinni yrði kollvarpað". Ástæða fangelsunar- innar var þó að öllum líkindum þátttaka hans í að mynda samtök- in Milli Mejlis (Þjóðarráð), sem hefur það markmið að vera eins konar þing þar sem lýðræðis- og þjóðemishreyfingum ásamt kaup- sýslumönnum yrði boðin þátttaka. Hann er samviskufangi og ég hvet yður til að leysa hann úr haldi, nú þegar og án skilyrða." Skrifið til: President Islam Karimov Offíce of the President Tashkent Republic of Uzbekistan (fymim Sovétríkjunum) Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þaer þurfa að vera vélritaðar. ö SPOEX PSORiASIS- SJÚKLINGAR Ákveðnar eru tvær ferðir fyrir psoriasissjúklinga 8. sept- ember og 29. september nk. til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöðina Apartamentos Lanzarote. Kynningarfundur fyrir væntanlega umsækjendur verður haldinn í húsnæði SPOEX, Bolholti 6, Reykjavík, fimmtu- daginn 10. júní kl. 20.00. Þeir sem hafa þörf fýrir slíka ferð snúi sér til húðsjúk- dómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið vottorðin merkt nafni, heimilisfangi og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. UMSÓKNIR VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR 1. JÚLÍ1993. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR SlÐUMÚLA 39-108 REYKJAVlK - SlMI 678500 - FASX 686270 Yfirlitssýning á listmunum aldraðra í Tjamarsal Ráðhússins dagana 22. til 27. maí Yfirlitssýning á munum aldraðra sem unnir hafa verið á nám- skeiðum í vetur verður haldin í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur dagana 22. til 27. mai. 22. maífrákl. 14.00 til 18.00 23. maífrákl. 12.00 til 18.00 24., 25., 26., og 27. maí frá kl. 8.00 til 22.00 Við opnun á laugardag syngur kór SVR fyrir gesti og ýmsar uppákomur verða aðra daga. Velkomin á sýninguna í Tjamarsalnum. Rannsóknarstofa mjólkuríðnaðaríns vill ráða starfsmann Meginstarfssvið verður umsjón með sjálfvirkum, tölvu- stýrðum mælitækjum (Combifoss mjólkurmælitækjum), rekstur þeirra, fýrirbyggjandi viðhald, viðgerðir, stillingar og fleira; einnig tölvuvinna við úrvinnslu gagna. Að öðru leyti störf er varða sendingu og móttöku vara, ýmis sam- skipti við viöskiptamenn (mjólkursamlögin), erlenda sam- starfsmenn og marga fleiri. Starfið gæti hentað mjólkurfræðingi eða manni með skylda eða hliðstæða menntun. Það krefst natni og vand- virkni og áhuga á fíngerðum tæknibúnaði. Reynsla af rekstri hliðstæðra tækja mikils metin. Reynsla af tölvu- vinnu æskileg. Góð málakunnátta (Norðuriandamál og enska) er nauðsynleg. Umsóknir um starfið þyrftu að berast fýrir miðjan júní 1993. Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins, Sævar Magnússon pósthólf 5166, 125 Reykjavík. Sími (91)622660. Bændaskólinn á Hvanneyri Atvinnutækifærum mun fjölga í sveitum landsins á komandi ár- um. (landbúnaðarstörf sem og önnur störf í sveitunum þarf menntað fólk. Ný námsskrá felur í sér þrjú svið: • Búfjárræktarsvið; menntun bænda framtlðarinnar sem staðist geta hina beinu og óbeinu samkeppni sem framundan er í landbúnaðinum... • Landnýtingarsvið; menntun til starfa er varða land- vörslu og nýtingu lands svosem til útivistar, upp- græðslu eða undir mannvirki... • Rekstrarsvið; sem varðar rekstur fyrirtækja (f sveit- um), hvort sem það er búrekstur eða rekstur smáfyrir tækis... Auk þess er fjöldi valgreina svosem hrossarækt, ferðaþjón- usta, skógrækt, vinnuvélar, svínarækt, sláturhúsastörf, kanínu- rækt, garðrækt, ullariðn og fleira. Ein önn af fjórum er verknámsdvöl á einu af bestu búum lands- ins. Námið er tveggja ára starfsnám. Stúdentar geta lokið námi á einu ári. Umsókn um skólavist næsta skólaár sendist skólanum fyrir 10. júnínk. Við veitum nánari upplýsingar I sima 93-7 00 00. Skótastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.