Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. maí 1993 Tíminn 13 ir sem gildir út 1994 5 ásamt yfirlýsingum einstakra Sérákvæði í gildandi kjarasamning- um haldast að öðru leyti óbreytt. 5 gr. Desemberuppbót. Desemberuppbót verði kr. 13.000 og kr. 9.400 hjá iðnnemum, enda verði samningi þessum ekki sagt upp á ár- inu 1993. Ákvæði þetta á þó ekki við um fiskimenn. 6. gr. Samningsforsendur. Samningur þessi byggir á eftirgreind- um forsendum: 1. Yfirlýsingu ríkisstjórnar um vaxta- mál, aðgerðir og stefnumörkun á sviði atvinnumála, niðurgreiðslur tiltek- inna kjöt- og mjólkurafurða, lækkun VSK á matvælum, tímabundna lækk- un tryggingargjalds af útflutnings- starfsemi og um tímabundna endur- gjaldslausa úthlutun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs. 2. Að gengi krónunnar verði innan viðmiðunarmarka Seðlabanka fslands, enda standist neðangreindar forsend- ur um afla og verðlag sjávarvörufram- leiðslunnar. 3. Að áætlað verðlag sjávarafurða í ís- lenskum krónum verði að meðaltali 3% hærra á 3. ársfjórðungi 1993 en var á 1. ársfjórðungi 1993 og haldist а. m.k. jafn hátt út samningstímann. Miða skal við þá verðvfsitölu sjávaraf- urða sem birtist í Hagvísum Þjóðhags- stofnunar. 4. Að aflakvótar á fiskveiðiárinu 1993- 1994 verði ekki minni en á yfirstand- andi fiskveiðiári. 7. gr. Endurmat á forsendum. Uppsagnar- heimild. Á samningstímabilinu skal starfa sér- stök launanefnd skipuð þremur full- trúum frá hvorum samningsaðila og skal hún á samningstímanum fylgjast með framvindu efnahags-, atvinnu- og verðlagsmála og gera tillögur um við- brögð til samtakanna og stjómvalda eftir þvf sem aðstæður krefjast á hverjum tfma. Launanefndin skal endurmeta samn- ingsforsendur og hugsanleg tilefni til uppsagnar samnings þessa fyrir 10. nóvember 1993. Heimilt er hvorum hluta launanefndar að segja samn- ingnum lausum ef marktæk frávik hafa orðið á samningsforsendum skv. б. gr. að mati hlutaðeigandi fulltrúa í nefndinni. "viö mat töiuiiða 2-4 í 6. gr. skal miða við heildaráhrif þeirra. Komi til uppsagnar samningsins skv. framanskráðu tekur hún gildi 1. janú- ar 1994. Með sama hætti er hlutaðeigandi full- trúum í launanefnd heimilt að segja samningnum upp með þriggja mán- aða fyrirvara ef gengi krónunnar vfkur umtalsvert frá viðmiðunarmörkum Seðlabanka íslands umfram það sem breytingar á forsendum skv. 6. gr. kunna að gefa tilefni til. Samningsforsendur skulu á ný endur- metnar f maímánuði 1994. Verði horf- ur um þróun þjóðartekna á árinu betri en ofangreindar samningsforsendur Ieiða til skal launanefndin taka ákvörðun um viðbrögð sem miði að því að tryggja launamönnum eðlilega hlutdeild. Ákvarðanir launanefndar skulu taka mið af atvinnustigi og samkeppnis- hæfni atvinnulífsins, þannig að heild- arávinningur allra launamanna verði hafður að leiðarljósi. Leiði umfjöllun launanefndar til samkomulags um hækkun launa, þá skal hún koma til framkvæmda frá 1. júnf 1994, enda liggi úrskurður nefndarinnar fyrir eigi sfðar en 20. maí. 8. gr. Samning þennan skal taka til af- greiðslu fyrir hádegi miðvikudaginn 26. maf í einstökum aðildarfélögum Alþýðusambands íslands, svo og hjá Vinnuveitendasambandi íslands, Vinnumálasambandi samvinnufélag- anna, Meistara- og verktakasambandi byggingamanna, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborg. Vinnu- veitendasambandi íslands og/eða Vinnumálasambandi samvinnufélag- anna skal hafa borist tilkynning um samþykki viðkomandi verkalýðsfélags fyrir kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 26. maí n.k., en Alþýðusambandinu um afgreiðslu vinnuveitenda. Reykjavík, 21. maí 1993. Yfirlgsing ASÍ og vinnuveitenda um vaxtamál Samtökin lýsa yfir mikilli óánægju með þá sjálfheldu sem umræður um vaxtamál eru og hafa verið f undanfar- in misseri. Allir eru sammála um að vextir séu of háir miðað við núverandi aðstæður, en á fjármagnsmarkaði bendir hver aðili á annan með þeim af- leiðingum að lítil sem engin hreyfing verður til lækkunar vaxta. Stjórnvöld hafa ekki reynst tilbúin til að marka skýra stefnu til vaxtalækkunar. Sér- stök ástæða er til að lýsa yfir von- brigðum með þátt banka og sparisjóða og efndir þeirra á efni yfirlýsinga f tengslum við miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara s.l. vor. Veruleg og varanleg lækkun vaxta er ekki aðeins skjótvirk Ieið til að stuðla samningsaðila. að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu heldur bætir hún einnig afkomu at- vinnulífsins og treystir þannig gengi íslensku krónunnar. Stöðugt gengi krónunnar er jafnframt mikilvæg for- senda stöðugleika í verðlagsmálum, en á undanförnum árum hefur stöð- ugleiki sannað gildi sitt með því að samkeppni og hagkvæmni hefur auk- ist og leitt til betri kaupmáttar Iauna en ella. Reynsla liðinna ára kennir að varan- leg vaxtalækkun næst ekki fram með góðum ásetningi og yfirlýsingum ein- um saman. Samræmdra aðgerða á fjármagnsmarkaði er þörf til að ná ár- angri, þar sem bæði er dregið úr eftir- spum eftir lánsfé og framboð þess aukið, auk þess sem yfirvöld peninga- mála þurfa að beita sér með virkum hætti fyrir þvf að vaxtalækkun nái fram að ganga. Það er mat samningsaðila að með eft- irtöldum aðgerðum geti stjórnvöld náð fram verulegri lækkun vaxta á næstu mánuðum. 1. Dregið verði úr lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs með aðhaldi að lántökum almennt og tfmabundnum takmörk- unum á útgáfu húsbréfa. 2. Framboð af lánsfé verði aukið með verulegri lækkun bindiskyldu inn- lánsstofnana í Seðlabanka. Jafnframt verði reglur um lausafjárhlutfall inn- lánsstofnana rýmkaðar. 3. Náist ekki yfirlýst markmið um vaxtalækkun dragi stjórnvöld úr sölu spariskfrteina ríkissjóðs og beini lán- tökum sínum að hluta á erlenda láns- fjármarkaði, m.a. með útgáfu gengis- tryggðra ríkisverðbréfa sem bæði yrðu boðin til söiu á innlendum og erlend- um mörkuðum. í trausti þess að stjórnvöld reynist viljug til samstarfs um ofangreindar aðgerðir og sýni þann vilja f verki eru samningsaðilar reiðubúnir til þess að beita áhrifum sínum til þess að lífeyr- issjóðirnir beini auknum hluta af ráð- stöfunarfé sínu til kaupa á ríkisverð- bréfum, einkum til skemmri tíma, með það að markmiði að raunvextir lækki um a.m.k. 1% á næsta hálfa ári. Náist ofangreind markmið er brýnt að annað skref verði tekið til enn frekari vaxtalækkana. Hafi á hinn bóginn á þessu sex mánaða tfmabili ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem nægi til að vextir lækki almennt á fjármagns- markaði, telja aðilar forsendur fyrir framangreindri aðkomu lífeyrissjóða ekki lengur fyrir hendi. Yfirlgsing Stéttarsambands bœnda í tilefni af ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um auknar niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum, sem gerð er í tilefni kjarasamninga, mun Stéttarsamband bænda beita sér fyrir því að þessar auknu niðurgreiðslur skili sér að fullu í lækkuðu verði til neytenda. Reykjavík, 21. maí 1993. F.h. Stéttarsambands bænda, Haukur Halldórsson. Reykvíkingar - nú hreinsum vi& tiL Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu sjá um að fjarlægja fulla poka sem settir eru út fyrir lóðamörk. Einnig er auðvelt að losna við rusl í gámastöðvar Sorpu sem eru við: » Ananaust móts við Mýragötu, Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð, Gylfaflöt austan Strandvegar og Jafnasel í Breiðholti. Höldum borginni hreinni. Gafnamálastjórinn í Reykjavík hreinsunardeild í dag er sérstakur hreinsunardagur í Reykjavík fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ruslapokar fást afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Vesturbæ við Njarðargötu, Austurbæ við Sigtún, Miðbæ á Miklatúni, Breiðholti við Jafnasel, Árbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.