Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 22. maí 1993 Tíminn MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason Skrtfstofur Lynghálsi 9. 110 Reykjavik Simi: 686300. Augtýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö (lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kj arasamningar I gærmorgun bar það til tíðinda í kjaramálum að und- irritaðir voru kjarcisamningar eftir þóf sem staðið hef- ur í allan vetur. Ástandið í þjóðfélaginu speglast í nið- urstöðum kjarasamninganna, sem eru undirritaðir án launahækkana, annarra en láglaunabóta sem miðaðar eru við 80 þúsund króna mánaðarlaun. Kjarasamningamir snúa þvf að verulegu leyti að rík- isvaldinu, og byggja að verulegu leyti á yfirlýsingu rík- isstjómarinnar í tengslum við samningana. Segja má að með samningunum hafí verkalýðshreyfingin og að- ilar vinnumarkaðarins knúið stjómvöld til þess að gefa yfirlýsingar um ýmsar aðgerðir í efnahags- og at- vinnumálum, sem hafa verið í umræðu en ekki komist í ffamkvæmd. Þetta er hinn raunverulegi árangur samninganna. Langstærsti reikningurinn á ríkissjóð er lækkun virðisaukaskatts af matvælum, sem lofað er um næstu áramót, og tímabundnar niðurgreiðslur á þessu ári til þess að flýta fyrir lækkun á verði matvæla. Samningurinn gildir til 31. desember 1994, en þegar texti hans er lesinn kemur í Ijós að hann er byggður á ákveðnum forsendum, sem sumar hverjar liggja ekki fyrir. Hann er byggður á því að verð sjávarafurða hækki um 3% frá fyrsta ársfjórðungi 1993. Einnig að aflakvótar verði þeir sömu og á yfírstandandi ári og að gengi krónunnar verði innan viðmiðunarmarka Seðlabanka íslands. Þessar samningsforsendur á að endurmeta af sérstakri launanefnd í fyrsta sinn fyrir 10. nóvember 1993. Ef frávik verða, er báðum aðilum heimilt að segja samningnum lausum. Þetta uppsíignarákvæði er brú verkalýðshreyfingar- innar inn í samningagerðina. Ljóst er að samningur- inn er gerður með hálfum huga. Því ber að fagna að samningar hafa náðst, þótt enn hafi ekki verið samið við stór samtök launamanna. Það er út af fyrir sig varnarsigur að knýja ríkisstjómina til yfirlýsinga um aðgerðir í atvinnumálum og vaxta- lækkun, og til þess að gefa enn einu sinni yfirlýsingar um að úthluta aflaheimildum hagræðingarsjóðs. Hins vegar liggja samningsforsendumar ekki allar á borð- inu, og eftir er að sjá tillögur um aflakvóta næsta árs, og þróunina í verðlagi sjávarafurða. Staða sjávarút- vegsins er jafn alvarleg og áður. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvemig afla á ríkissjóði tekna, eða hvaða útgjöld á að skera niður til þess að mæta kostnaði vegna kjara- samninganna. Alþingi var frestað með þessi mál öll í óvissu og án þess að aflað væri heimilda fyrir auknum ríkisútgjöld- um eða að hagræðingarsjóður fengi lagaheimildir til þess að úthluta veiðiheimildum, eins og lofað hefur verið. Það verður að telja meir en lítið vafasamt að láta alla umræðu um þessi mál bíða haustsins, og óðagot- ið að slíta fundum Alþingis er lítt skiljanlegt í ljósi þeirra verkefna, sem fyrir liggja til þess að þessir kjara- samningar geti haldið af hálfu ríkisvaldsins. Vonandi leiðir þessi samningagerð til atvinnuaukn- ingar og bætts rekstrammhverfis í þjóðfélaginu. Von- andi hafa aðilar vinnumarkaðarins kraft til þess að fylgja samningnum eftir og knýja stjómvöld til þeirra aðgerða sem yfirlýsingar hafa verið gefhar um. í þeim málum er fullrar einurðar þörf. Islensk menning á evrópskum krossgötum Birgir Guðmundsson skrifar Menningarafurð og fjórfrelsið í vikunni var nokkrum menningar- vitum og listamönnum safnað sam- an í sjónvarpssal ríkissjónvarpsins í umræðuþátt um framtíð íslenskrar menningar, enda stæði menningin nú á miklum tímamótum. Yfirskrift þáttarins var í samræmi við þetta og hét hann „íslensk menning á evr- ópskum krossgötum" eða eitthvað í þá veru, og var Valgerður Matthías- dóttir, Liffófsumsjónarkona, fengin til að stjóma umræðum. Umræðuefnið var í sjálfu sér bæði gamalt og nýtt Það snerist vita- skuld um það hvemig íslenskri menningu muni famast f sívaxandi nálægð við menningu annarra landa og hvort rétt sé að tala um hættuleg kynni í þessum efnum, við tilurð hins evrópska efnahagssvæð- is. Það merkilegasta við þennan þátt var ekki að þar hafi komið fram stórkostlegar hugljómanir og djúp- ur skilningur á viðfangsefninu hjá þátttakendum. Þvert á móti hlýtur það að teljast ótrúlegt að fá enn á ný staðfesta goðsögnina um að mestu menningarvitamir virðast hafa minnstan skilning á menningu og sáralítinn áhuga á að öðlast skilning á öðm en því sem snertir þeirra allra nánasta umhverfi eða hags- muni. Hjólfarið Þannig lentu sjónvarpsumræðum- ar um hinar menningarlegu kross- götur fljótt í hjólfari tæknilegra smáatriða, sem engan varðar um nema örfáa listamenn og kannski umboðsmenn þeirra eða útgefend- ur. Þrátt fyrir veikburða tilraunir Þorgeirs Þorgeirssonar til að Iyfta sér til flugs, tókst ekki betur til en svo með þáttinn að hjólfarið dýpk- aði frekar en hitt, þar til ailt stóð fast á endanum. Lokaniðurstaða menningarvitanna var næstum vandræðalega samdóma, þegar allir sem einn lýstu þeir því yífir að leiðin til að bjarga íslenskri menningu væri að efia innlenda dagskrárgerð í sjónvarpi. Hvort þessi niðurstaða stóð í einhverju sambandi við að ný- ráðinn dagskrárstjóri innlendrar dagskrár var hvergi sjáanlegur í hópi þátttakenda, þrátt fyrir auglýs- ingar um annað, skal ósagt látið. Hitt er ljóst, að þessi niðurstaða kom ekki f neinu beinu framhaldi af umræðunum sem ffarn höfðu farið í sjónvarpssal. Skilningur þeirra, sem í vikunni stóðu á menningarlegum krossgöt- um í sjónvarpssal, á „íslenskri menningu" var, eins og svo oft vill henda hjá menningarvitum, ákaf- lega takmarkaður og hagsmuna- tengdur. Sífellt var vísað til íslenskr- ar menningar sem „afurðar" ein- hverra listamanna, enda olli það ekki sjáanlegum erfiðleikum að tala um menninguna sem eitthvað sem fjórfrelsið í EES næði eða næði ekki til. M.ö.o. hvort menningarlegar „afurðir" yrðu ofurseldar sömu reglum og skuldbindingum og aðr- ar „afurðir", s.s. vörur, vinnuafl, fjármagn og þjónusta. Þess vegna snerust umræður menningarelítunnar um það, hvort ríkisvaldinu væri heimilt að veita sinfóníuhljómsveitum styrk, hvem- ig háttað verði útborgun til höfunda fyrir útlán á bókasöfnum, eða hvort rithöfundar fái ritlaun. Og af því að spuming dagsins fjallaði um þær miklu evrópsku krossgötur, sem ís- lensk menning stendur á, þá ræddu menn um það hvort EES hefði áhrif á höfúndalaun, starfsöryggi lista- manna og félagskerfi samtaka þeirra, eða úthlutun listamanna- launa, og deildu um hvort dyr í Bmssel muni standa listamönnum opnar eða hvort þær muni lokast. Á þessum miklu krossgötum spurðu menn líka hvort ekki geti verið nauðsynlegt að mynda þrýstihópa listamanna í Brussel, ástunda „lob- býisma“ til að tryggja íslendingum sneið af einhverri köku sem hvergi hefur verið skilgreind. Vel má vera að þessi atriði öll skipti listamennina sjálfa miklu máli og geri þeim bærilegt að ástunda list sína. Hins vegar lýsir sér í þeirri umræðu, sem þama fór fram, ákveðinn veikleiki sem ástæða er til að hafa áhyggjur af, vegna þess að í menningarelítunni er eðli málsins samkvæmt að finna þá aðila sem yf- irvöld á hverjum tíma eru líklegust til að hlusta á þegar menningarmál ber á góma. Og ekkert af því, sem rætt var um í þessum sjónvarps- þætti — nema e.Lv. þetta með inn- lendu dagskrárgerðina — snertir hinn almenna borgara á nokkum hátt. Það sem meira er, það er mjög óiíklegt að neitt af þessu skipti miklu máli fyrir íslenska menningu eða komi því yfirleitt nokkuð við hvort íslensk menning stendur á krossgötum. Áhugasvið menning- arelítunnar virðist ekki ná nema til þess sem kalla má „afurðir" skil- greindra listamanna, sem þó em trúlega sá hluti menningarinnar sem á minnstum krossgötum stendur. Þessar afurðir em flestar því aðeins íslensk menning að þær séu unnar í og sprottnar upp úr ein- hverju sem kalla má íslenslrt menn- ingammhverfi eða íslenska menn- ingu. Þess vegna er það þetta um- hverfi, sem skiptir mestu máli þegar erlend menningaráhrif em annars vegar, en ekki listamaðurinn, sem alltaf mun að meira eða minna leyti fara burt frá uppeldisstöðvunum í leit að aðföngum og áhrifum í list sína. Ástkæra, ylhýra... Mikilvægasti þáttur þessa fslenska menningammhverfis er vitaskuld tungumálið. En annað skiptir líka máli, s.s. ýmis verkmenning, og jafnvel fyrirbæri eins og t.d. hval- veiðar em mótandi í þessum efnum. En sú staðreynd að hópur íslenskra menningarvita getur skeggrætt í sjónvarpi um íslenska menningu á evrópskum krossgötum, án þess að nefna einu orði slíkt gmndvallarat- riði íslensks menningammhverfis, sem staða íslenskunnar er, fær mann til að staldra við og velta fyrir sér þeim áherslum sem lagðar em í þessum hópi. Varla þarf að fjölyrða um þá pólit- ísku forgangsröð verkefna, sem við- gengist hefur í menntamálum, ekki eingöngu hjá núverandi ríkisstjóm, heldur um árabil. Niðurskurður til skólamála og til kennslu í íslensku í gmnnskólum þykir sjálfsagt mál. Þetta gerist á sama tíma og menn hafa áhyggjur af læsi. Vísindaiðkun og æðri menntun, sem geta skipt vemlegu máli fyrir íslenskt menn- ingammhverfi, em ekki framarlega á pólitíska forgangslistanum, ef ekki er beinlínis í augsýn von um fjár- hagslegan ávinning. Skattastefna núverandi stjómvalda er óvenju menningarfjandsamleg, vegna þess að hún miðar að því að bijóta niður efnahagslegar forsendur fyrirtækja sem styrkja og gæða íslenskt menn- ingammhverfi lífi. Bókaútgáfa á ís- lensku, fjölmiðlar á íslensku, eink- um dagblöðin, og íslensk dægur- tónlist em allt dæmi um starfsemi, sem viðheldur hinu íslenska menn- ingammhverfi en er gert erfitt fyrir. Miklu fleiri dæmi mætti nefna. En það, sem þau eiga öll sameiginlegt, er að þau komast ekki að í umræðu- þætti um íslenskar menningar- krossgötur í sjónvarpinu. Vissulega má til sanns vegar færa að íslensk menning eigi heldur und- ir högg að sækja þegar nálægðin við aðra menningu eyksL En ef menn- ingarvitamir, sem yfirleitt eiga að teljast meðvituðustu gæslumenn menningararfleiðarinnar, telja að íslenska menningu sé einfaldlega hægt að sækja í gegnum opnar dyr í Brussel, þá er kominn tími til að hugsa málið að nýju og endurskoða þetta með gæslumennina. Með sama áframhaldi gæti farið svo að sambland af þröngsýni þessara gæslumanna og áhrifa þeirra á stjómvöld yrði jafnvel hættulegra íslenskri menningu en menn Hafa fram til þessa gert sér í hugarlund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.