Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 22. maí 1993 íslendingar eru að taka við sér hvað varðar slysavarnir á leikvöllum: Leikskólaböm eru í hættu þar sem malbik eöa skörp möl er yfir- leitt undirlag undir leiktækjum sem eru I allt að 2,5 metra hæö. „Þama emm viö 15 ámm á eftir þróuninni í Evrópu þar sem yfir- leitt er notast við mjúkt undiriag úr gúmefnum," segir Herdís Storgaard, verkefnistjóri Slysavamafélags fslands. Þrir tækni- skólanemendur hafa hannaö tæki sem mælir höfuðhögg úr mis- munandi fallhæð en ekki þarf nema 20 sm. fall til aö höfuðáverkar hljótist af. Sömu nemendur hafa einnig hannað gúmhellur sem lík- lega verða framleiddar hér á landi I sumar. Herdís segir að mjög ákveðnar reglur gildi eftir erlendum stöðlum um uppsetningu á leiktækjum. Hún bendir t.d. á að sé leiktæki 2 metrar á hæð þurfi gúmmíundir- lag að ná til 2 metra hrings í kring- um tækið. Herdís segir að algengt sé að hæð leiktækja hér á landi sé 1,5 til 2,5 metrar og undirlagið sé vægast sagt varasamL „Oft er notuð í Reykjavík grús sem í eru steinar með skörpum brúnum sem er hættulegt," segir Herdís og bendir á að 40 til 80 sm. fallhæð sé leyfileg þegar um þjappað undirlag eða möl sé að ræða. Herdís hefur unnið að rannsókn- um á slysum á leikskólum hér á Iandi. „Niðurstöður sýna að það er talsvert um minniháttar áverka. Það segir það eitt að lóðimar em ekki eins og skyldi,“ segir Herdís. „Við höfúm stofnað tæknihóp í samvinnu við Staðlaráð íslands og erum að líta á drög að evrópskum leikvallastaðli," bætir hún við. Þetta þýðir að hennar mati að þær aðstæður sem em einkennandi fyr- ir ísland verði teknar með í staðal- inn. .Annars hefði þessi staðall bara komið hingað og verið gild- andi hér frá árinu 1995 án þess að við hefðum nokkur áhrif," segir Herdís. Það er ýmislegt fleira sem þessi vinna hefur leitt af sér að sögn Her- dísar. Þar nefnir hún til sögunnar þrjá nemendur Tækniskóla íslands. „Þeir hafa smíðað tæki sem getur mælt hversu hart undirlag er undir leiktækjum," segir Herdís. Það er samt fleira sem þessum piltum er til lista lagt því þeir hafa einnig hannað íslenska öryggishellu eftir erlendri fyrirmynd sem væntanlega kemur á markað í sumar. Þessi fallprófun felst í því að hlut- Hér þyrftu að vera gúmhellur þvf hætta er á alvariegu slysl ef höfuð bams skellur á jörðunnl. ur sem samsvarar höfði bams er látinn falla niður á mishart undir- lag til að mæla höggið. Til skýringar getur Herdís þess að falli maður á malbik úr 20 sm. hæð á höfuðið sé hætta á höfuðáverk- um. -HÞ Þeir Arínbjöm V. Clausen, Páll G. Amar og Jóhann H. BJamason, nemend- ur í Tæknlskóla Islands, hafa hannað tækl sem mællr höfuöhögg. Hlutur sem samsvarar höfðl bams er látlnn falla nlður á mlshart undlriag. Þá hafa þe!r félagar elnnlg hannað gúmhellur sem brátt verða notaðar á lelkvöllum landslns. Loftfimleikar á leikvöllum Meirihluti borgarráðs frestaði að afgreiða tillögu um sérstakt slysavamarátak: Hafa einhverjir slasast þarna? Afgreiðslu um tillögu um sérstakt slysavamaátak I höfuöborginni í samráöi við Slysavamafélag islands var frestað á fundi borgarráös fyrr i vikunni. ( greinargerö með tillögunni kemur fram að um 11.000 böm leiti árlega á slysadeild. Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Slysavamafélags íslands, segir að var- hugaverðustu slysagildrur í borginni fyrir utan umferðina séu skólalóðir, geymslulóðir og nýbyggingasvæði. Hún segir að í Svíþjóð hafi slysum fækkað um allt að 50% í kjölfar svip- aðs átaks. „Hafa nokkuð orðið slys þama?“ varð einum borgarfulltrúa meirihlutans að orði þegar hann skoðaði myndir af varhugaverðum stöðum í borginni. Herdís segir að verði af þessu átaki muni það fyrst og fremst breyta hug- arfari fólks. Þar hefur hún í huga reynslu Keflvíkinga og Njarðvíkinga en þar hefur verið gert sérstakt slysa- varnaátak undanfarin tvö ár með góð- um árangri að mati Herdísar. Hún vekur athygli á því að bæjarstjórar í þessum sveitafélögum hafi talið kostnað vegna slysavama vera lítinn þennan tíma. „Það var kominn tími á sumt sem þurfti að laga og endumýja. Bæjarstjóramir færðu bara til verk- efnin," segir Herdís. Herdís segir að átakið sé í raun tví- skipL Annars vegar sé gerður út hóp- ur fólks, sem lætur sig öryggismál bama varða, til að finna hættusvæðin og telur Herdís að það sé mjög lær- dómsríkt fyrir þetta fólk. Hins vegar sé gengist fyrir fræðslu þann tíma sem átakið stendur yftr fyrir foreldra- félög, kennara, fóstrur og aðra þá sem hafa mikið af bömum að segja. Herdís segir að hugmyndin að þessu átaki sé sótt til Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og kallist „ömggt samfélag". Sem dæmi um árangur þessa nefnir hún bæi í Svíþjóð. „Þar vora tekin fyrir öll slys. 'aV/í V. ' . . Á tólf áram hefur slysum fækkað í heild um 30%. í sumum slysaþáttum hefur þeim fækkað um 45 til 50%,“ segir Herdís. íþrótta- og tómstunda- ráð kom fyrir slysa- gíldru Herdís segir að skólalóðir séu var- hugaverðar slysagildrar. „Það verða mjög mörg slys á skólalóðum og sum alvarleg," segir hún og vísar til þess að oft séu skólalóðir ekki annað en þröngt malbikað svæði. „Þama era böm með mjög mismunandi leikþarf- ir,“ bætir hún við og bendir á að allt að 1.500 nemendur í nýjum skóla í úthverfi Reykjavíkur hafi þurft að notast við litla skólalóð með nánast engum leiktækjum. „Það þarf að hafa lóðimar þannig að bömin séu ekki öll í einum hnapp," segir Herdís og telur að vel skipulögð skólalóð dragi jafn- framt úr líkum á einelti og árekstram milli bamanna. Það þarf samt að sýna góða fyrir- hyggju í vali á leiktækjum að mati Herdísar og nefnir hún sláandi dæmi því til sönnunar. Þar á hún við hjóla- brettapall sem íþrótta- og tómstunda- ráð kom fyrir á malbikuðum lóðum grannskóla borgarinnar fyrir nokkr- um áram. „Það hafa ótal handleggs- brot orðið þama,“ segir Herdís og tel- ur að ástæðan liggi í rangri hönnun á pöllunum. „Það á að vera girðing sem böm geta lent á ef þau missa jafnvæg- ið en þama vantar þetta," segir Her- dís. J ■»' ^* ' <£>•<&.'vt** v’i*. *Vv/■< Bílflök og bygginga- svæði eru vinsæl Þá segir Herdís að í borginni, sem og í öðram bæjarfélögum, séu oft mörg opin svæði þar sem aflóga vélarhlut- um, bflaflökum o.fl. sé safnað saman. „Þetta era slysagildrar sem krakkar leita mjög mikið í,“ bætir hún við og vitnar í niðurstöður erlendrar rann- sóknar. Þar var bílaflaki komið fyrir við hlið venjulegra leiktækja og segir Herdís að böm á aldrinum sex til níu ára ára hafi sótt einna helst í bflflakið. Nýbyggingar era Herdísi ofarlega í huga sem hættulegar slysagildrar. Hún telur að veralegt átak hafi verið gert í að girða af byggingalóðir sér- staklega í Reykjavík en betur megi ef duga skal. Þá finnst henni forgangsröð fram- kvæmda í nýjum hverfum vera ein- kennileg. „Það er byrjað á því að mal- bika fyrir bfla en það getur tekið allt uppí þrjú til fimm ár að ganga frá gangstéttum," segir Herdís og vísar til þess að í nýjum hverfum sé helst að finna ungt fólk með böm. „Þá er ekki á svæðaskipulagi að koma upp leik- svæðum í þessum hverfúm. Bömin verða því að vera að leika sér innan um allar þessar hættur," segir Herdís og vísar til margra slysa sem megi rekja til þessa. -HÞ Hér er boðlð tll elnskonar „slysavelslu". Lftil böm geta drukknað í örgrannum pollum og þð er ónefnt steypustyrktar- jámlð sem vfða stendur úti loftið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.