Tíminn - 29.05.1993, Page 4

Tíminn - 29.05.1993, Page 4
4 Tíminn Laugardagur 29. maí 1993 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Ttminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrtfstofun Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hnípin þjóð í vanda Svartasta skýrsla Hafrannsóknastofnunar um veiði- stoíh þorsks til þessa hefur nú verið kunngerð. Ástand stofnsins kemur ekki á óvart þar sem búið var að vara við döprum niðurstöðum rannsókna fiskifræðinganna. Sókn í aðra fiskstofna verður ekki aukin, nema í loðnu. Fáir draga núorðið í efa að rannsóknir á stærð fisk- stofna séu byggðar á vísindalegum grunni og að var- legst sé að fara að ráðum fiskifræðinga til að eyða ekki þeirri auðlind sem þyngst vegur í efhahagslegri hag- sæld þjóðarinnar. Minnkun þorskaflans niður í það mark sem lagt er til þýðir mikla tekjurýmun fyrir þjóðarbúið þótt hún komi fyrst ffam í auknum erfiðleikum útgerðar, sem eru æmir fyrir, og í kjömm sjómanna og þeirra sem við fiskvinnslu starfa. Ekki bætir úr skák að stjómvöld hafa ekki getað kom- ið sér saman um neina sjávarútvegsstefnu og gátu ekki einu sinni komið fram tillögum sínum áður en Alþingi var sent heim í skyndi og er lítilla úrræða að vænta úr þeirri átt, nú þegar mest á ríður. Auðsjáanlega verður aflakvóti rýr á nýju fiskveiðiári. Mörg útgerðarfyrirtæki standa þegar svo illa að bágt er að sjá hvemig þau standast enn meiri samdrátt og önn- ur munu ekki þola skerðingu á kvóta án þess að kom- ast á vonarvöl. Skuldir útgerðar og fiskvinnslu em gífurlegar og háir vextir mergsjúga atvinnuvegina og koma þeim í nánast vonlausa aðstöðu. Á þessu hefur engin bót fengist og mun vandinn magnast enn ef núverandi stjóm ætlar að sitja áfram verklítil og úrræðalaus. Einfaldar lausnir em ekki á þeim vandamálum sem við blasa. Þó er Ijóst að vinna verður eins mikið verð- mæti úr aflanum eins og unnt er áður en hann er seld- ur á erlenda markaði. Eftir því sem afli minnkar verður að nýta hann betur. Tilkostnaði verður að stilla í hóf og vel má nýta mann- aflann betur og spara heldur sífellt dýrari og flóknari tækjabúnað til sjós og lands. Hér má aðeins minna á einfalda staðreynd sem er að nýting á handflökuðum fiski er umtalsvert betri en vélflökuðum. Verðmætið eykst Af þessu má draga mikinn lærdóm. Stór verksmiðjuskip, sem kölluð em frystitogarar, veiða yfirleitt á heimamiðum eða gmnnslóð. Þessum skipum, eins og stærstu togurunum, er sjálfsagt að beina á fjarlægari mið og úthafsveiðar, eða útfyrir þau mörk sem íslensk kvótaúthlutun nær til. Allt tal um of stóran flota hefur aldrei leitt til annars en að hann hefur stækkað enn meir. Hins vegar hefur allt talið um að fá veiðiheimildir utan fjarlægra stranda og gera út í öðmm höfum ekki leitt til neinna umtals- verðra ffamkvæmda. Þegar fiskur þverr á íslandsmið- um ætti að reyna á hvort ekki sé tímabært að einhver hluti flotans leiti á fjarlægari slóðir. Þetta em auðvitað hugmyndir sem auðvelt er að kasta fram en geta verið erfiðar í framkvæmd. En flest er betra en að gera stóran hluta útgerðar gjaldþrota og verðlausan og því til mikils að vinna að leita leiða úr þeim ógöngum sem hnípin þjóð í vanda er að kom- ast í. Ráðið í nýja Völuspá Atli Magnússon skrifar Þegar máttarvöid himnanna byrstu sig í árdaga mannkyns, leiftur loguðu og skruggur dundu, hörfuðu forfeður vorir hnípnir í skúta sína og byrgi og töldu að nú hefðu þeir styggt þau rögn og reg- in sem háloftin byggja. Snemma var því farið að brjóta heilann um þankagang mannskapsins „þama uppi“ í von um að mega lifa svo að þeim mislíkaði ekki. FVrr en varði fóru að myndast af þeim sagnir og þeim voru fengnir embættisbústaðin Grikkir tylltu sfnu liði á Ólympsfjall en aðrir höfðu meira við, eins og norrænir menn, sem hönnuðu handa guð- unum margflókinn Ásgarð. Þetta var „praktískt" því fyrir vikið mátti gera ráð fyrir að guðimir mundu una sér við ölteiti heima löngum stundum og skipta sér ekki af smá- syndum annarra á meðan. Gyðing- ar létu hins vegar undir höfuð Ieggjast að gera Jahve heimilsfast- an og það kom þeim í koll. Hann „bjó í ferðatöskunni" og skaut upp kolli geðvondur og bláedrú hvar sem var — oft þegar verst gegndi fyrir mannkertin. Á vísindaöld Á vísindaöld er tekið að líta málin á rósamari og yfirvegaðari hátt. En þó hefur færra breyst en virðist í fljótu bragði: Hvötin til að spá og spekúlera í hvað þeir „þama uppi“ séu að sýsla og hvers muni von af þeim næst er enn til staðar. Goð- mögnin hafa að vísu verið látin lík- amnast og eru meir „í efninu“ en þau gömlu, eins og mynd af banka- ráði Seðlabankans ber raunalega mikið meiri veruleikablæ en fresk- umar á lofti Sistínsku kapellunn- ar. En annað er svipað og var. Menn hafa lært af slysni Gyðinga og með embættishöllum og panelþiljuð- um kontórum er séð til þess að „mátturinn og dýrðin" hafi staði til þess að dunda sér. En líkt og hjá Grikkjum og í Ása- trúarsið þýðir það samt ekki að óhætt sé að varpa öllu sem guðs- ótti heitir fyrir róða. Þótt menn láti nú Veðurstofunni eftir að spá í leiftur og skruggur hvítnar vang- inn og hjartað sleppir úr slagi þeg- ar uppheimsbyggjar nútímans taka að söðla sinn Sleipni eða leggja á hafrana. Og þegar reiði þessara guða er vakin er hún engu minna óttaleg er gömlu guðanna, þótt hún sé oftast hávaðaminni — nema ef Appolló væri undanskil- inn. Appolló lýsti Hómer nefnilega eitthvað á þá leið að þegar hann hélt af stað að blanda sér f stríð og erjur mannanna, þá „leið hann of- an af fjallinu, eins og nótt“ Ein- mitt þannig ber vandlætingu goð- magna nútímans að líka. Jörð úrÆgi Að undanfömu hafa vorra tíma goðmögn staðið í stórræðum. Þau hafa verið að búa sig undir að úr Ægi risi ný jörð, þar sem iðjagræn engi og frjósöm ræktarlönd al- frjálsra efnahagssvæða skyldu teygja sig út í fjarskann til allra átta. í þeim tilgangi hefur líka ný Völuspá verið rituð og miklu til- komumeiri að vöxtum en sú gamla. Skáldmæringurinn sem samdi hana er ekki kunnur með nafni, en skýlir sér bak við höfúnd- arheitið EES, og þessa stórfelldu spádómsbók hafa menn sem al- kunna er setið við að þýða í ráðu- neytunum. Til þess verks hefúr verið kallað margt eitt Mímishöf- uð, sem löngu er orðið sköllótt og hrokkið af áratuga lestri og grein- ingu dýpstu raka hagvísinda og ut- anríkisviðskipta auk fleiri greina sem óinnvígðir kunna ekki nöfnin á. Þó fer þeim eins og hinum bestu ritskýrendum á elsta skáld- skap fombókmennta vorra að ekki kemur þeim ætíð ásamt um hvem- ig Iesa eigi úr hinum torræðari kenningum og heitum í textanum. Hann spannar líka vítt svið og hættimir eru margir — runhent, braghent, og draughent, svo ekki sé minnst á skothendumar, flat- rímið og hortittina. Og eins og gengur hafa komið fram ævintýra- menn á sviði ritskýringanna, sem ekki gera nú málið einfaldara. Hef- ur torrek það hið flókna sem bún- aðarbálkurinn í Völuspánni nýju reyndist vera sannað það besL „Eg var að ráða ár um kring, það Egill kvað á nóttu," má víst margur hafa hugsað sem sveittist yfir honum undir sfðustu þinglok, enda lá við að Hliðskjálfin ylti um koll með sjálfen Óðin og krumma áður en yfir lauk í þrætuganginum. í Útgarði Þó er Völuspáin frá Bmssel að því leyti frábmgðin þeirri fomu að þar stendur ekkert um að goðin skuli verða hinni gömlu jörð samferða inn í Surtarlogann. Til stendur að þeim verði fenginn til ráðstöfúnar ofurlítill hólmi að sitja á uns aðal- vallendin hefja sig hvanngræn upp yfir sjávarflötinn. En þegar em teikn þess á lofti að „Surtur fer sunnan" og óraunsætt að ætlast til að allir sleppi með ósviðið skott. Útsendarar goðanna em enda þegar á stjái að undirbúa hið óhjákvæmilega er koma hlýt- ur, áður en upp rennur sú fagnað- arríka tíð: — Loki fer vítt um og lætur Höð hinn blinda (sem nýlega tók við embætti hagræðingar- stjóra) salla niður ofvirkar skúr- ingakerlingar og bankastúlkur með mistilteininum. Sama máli gengir um hundmð annarra van- metakinda á vinnumarkaðinum, sem ekkert rúm verður fyrir á ódá- insökrum framtíðarríkisins. Þeim verður trúlega tilreiddur staður hjá Loka í Útgarði innanum þurs- ana. Þannig lúta menn enn sem í ár- daga þeim forlögum sem rögn og regin uppheimsbúanna ætla þeim — þótt núna sé undir þau gengist með formlegum undirskriftum við hátíðleg fundnarborð, þars brak- andi leðuráklæði og myndvélar- blossar hafa komið í stað þrum- anna og himinleiftranna sem for- feðumir féllu fram fyrir í sælli uppgjöf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.