Tíminn - 29.05.1993, Side 18
18 Tíminn
Laugardagur 29. maf 1993
Norðmenn að digna í hrefnuveiðimálum:
Tapið fjórfalt meira
en arður af veiðunum?
Fjáriugslegur skaði Norðmanna vegna tapaðra viðskipta við stórar verslunar-
keðjur í kjölfar hrefnuveiða þeirra getur orðið að minnsta kosti fjórfalt meiri
en hagnaðurinn af veiðunum. Risasamsteypan Unilever-Nordsee, sem kaupir
næstum helming allra norskra sjávarafurða í Þýskalandi, mun ekki sldpta við
norsk fyrirtæki nema þau fordæmi hrefnuveiðamar.
Samtök Grænfriðunga ráðast
gegn hrefnuveiðum Norðmanna á
öllum vígstöðvum og hvetja fólk
um allan heim til að sniðganga
norskar verslunarvörur. Grænfrið-
ungar beina spjótum sínum fyrst
og fremst að norskri rækju í Bret-
landi, laxi í Þýskalandi og skreið á
ítalfu.
Samtímis fordæmir Evrópuþing-
ið í Strassborg ákvörðun Norð-
manna um að hefja hrefnuveiðar á
nýjaleik og mælast til þess að Nor-
egur „verði (ef landið hlýtur aðild
að EB) að fara að þeim lögum
bandalagsins sem kveða á um
vemdun hvala sem séu í útrým-
ingarhættu."
Þeirri tilgátu hefur verið velt upp
að norsk stjómvöld hyggist nota
hvalveiðamar sem skiptimynt í
samningunum um aðild að EB til
þess að kaupa full og frjáls yfirráð
yfir fiskimiðum sínum.
Arður sem tapast
fjórfalt
Norðmenn ætla sér að veiða 296
hrefnur; 160 í hagnaðarskyni og
136 í vísindaskyni. Aætlaður hagn-
aður af ábataveiðunum er um 460
milljónir fslenskra króna en talið
er að þjóðarbúið tapi á vísinda-
veiðunum. Beint fjárhagslegt tap
Norðmanna vegna andstöðu við
hvalveiðar í útlöndum virðist ætla
að verða að minnsta kosti fjórum
sinnum meira en hagnaðurinn af
ábataveiðunum. Útflutningsráð
Noregs áætlar að tekjur af útflutn-
ingi til Bandaríkjanna minnki um
sem nemur 740 milljónum fs-
lenskra króna. Þá er ótalinn tekju-
missir af útflutningi til landa Evr-
ópu.
Afleiðinga hrefnuveiðanna er
þegar farið að gæta í Noregi. Æ
fleiri segjast hafa misst af samn-
ingum vegna veiðanna. Þýska
verslunarkeðjan Tengelmann hef-
ur ákveðið að hætta viðskiptum
við norsk fyrirtæki. Það eitt kann
að minnka útflutningstekjur
Norðmanna um einn milljarð ís-
lenskra króna. Sömu sögu er að
segja um þýska stórfyrirtækið
Beck Lacroix sem keypti norskar
vörur fyrir tæplega 400 milljónir
íslenskra króna á síðasta ári. Aðrar
stórar keðjur eins og Hertie og
Karstadt fara nú að dæmi þeirra,
en þær versla mest með norskan
lax.
Ný markaðshlutdeild
tapast
Verslunarsamsteypan Unilever-
Nordsee keypti sjávarafurðir frá
Noregi fyrir rúmlega 5,5 milljarða
íslenskra króna árið 1992. Stjóm
hennar hefur nú ákveðið að halda
aðeins áfram viðskiptum við þau
norsku fyrirtæki sem fordæma
hvalveiðamar. Samkvæmt könn-
un, sem norska viðskiptablaðið
Dagens næringsliv gerði á dögun-
um, er frekari þrýstings að vænta
frá þýskum fyrirtækjum.
Heildarútflutningur Norðmanna
á sjávarafurðum til Þýskalands á
síðasta ári nam sem svarar rúm-
lega tólf milljörðum íslenskra
króna. Það er 10% aukning frá ár-
inu áður, - árangur sem nú tapast í
einu vetfangi.
Rökrétt fífldirfska
Almenn umræða um þessi mál í
Noregi er smátt og smátt að snú-
ast gegn ríkisstjóminni. í leiðara í
Aftenposten hinn 19. maí segir að
ákvörðun norska þingsins um að
hefja hrefnuveiðar hafi verið „rök-
rétt“ en „fífldjörf': ,AHt bendir til
að hún kosti okkur of mikið vegna
tapaðra útflutningstekna. Þá má
búast við að fleiri atvinnutækifæri
við sjávarsíðuna glatist en hin sem
ávinnast með hvalveiðum. Við eig-
um á hættu að lenda í sjálfsmorðs-
sveit hvalveiðanna."
Kjell Martin Fredriksen, formað-
ur útflutningsráðs Noregs, segist
bera kvíðboga fyrir aðgerðunum í
útlöndum. O Dag Koteng hjá
landssamtökum norska sjávarút-
vegarins tekur í sama streng:
„Ef fram heldur sem horfir neyð-
umst við til að biðja ríkisstjómina
að endurskoða ákvörðunina um
hvalveiðar," segir hann.
Súrt epli
Að svo stöddu telja norsk stjóm-
völd ekki koma til greina að hvika
frá fyrri ákvörðunum. Norskur
markaðsfræðingur telur hins veg-
ar að stjómin hafi nú þegar tapað
slagnum og skynsamlegast sé að
láta undan hinum alþjóðlega
þrýstingi áður en verra hlýst af.
Hann skrifar: „Huglaust? Vita-
skuld. Hvikult? Ef til vill. Biturt,
því að Noregur er í fullum rétti. En
skynsamlegt!"
—Þór Jónsson, Svíþjóð
UMSJÓN: BJÖRN ÞORLAKSSON
Hvað gcra heimsmeistaramir?
Senn líður að því að heimsmeistaramir okkar íslensku haldi utan til spila-
mennsku á Evrópumótið í bridge og verður íslenska sveitin að ná einu af
fjórum efstu sætunum til að eiga kost á að verja titilinn í hausL Er ekki að
efa að á brattann verður að sækja en árangur íslendinganna hefur verið mjög
þokkalegur eftir „Yokohama ævintýrið" og þá sér í lagi þáttur Guðmundar P.
og Þotiáks Jónssonar. Síðustu aftek þeirra á stórmótum eru 7. sætið í hin-
um sterka Sunday Times tvímenningi 1993 og fjórða sætið á Evrópumótinu
í tvúnenningl sem haldið var í Bielefelt á dögunum.
Eftirfarandi spil er úr Sunday Times
tvímenningnum 1992 þegar tvö ís-
lensk pör voru boðin til sögunnar,
Guðmundur Páll Amarson og Þor-
lákur Jónsson annars vegar og Jón
Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen
hins vegar, sem nú era reyndar hætt-
ir að spila saman.
A NORÐUR
i D965432
DT732
VESTUR AUSTUR
♦ T72 * ÁDG93
VT742 V KD93
♦ T87 ♦ ÁK
*AK9 * 84
SUÐUR
4 K8654
♦ ÁJ65
♦ G
+ J65
vestur norður austur suður
Kaplan Þorl. Glubok Guðm.
1+ pass
2+ 4 + 4+ dobl
allir pass
Guðmundur spilaði út tígulgosa.
Brian Glubok drap og spilaði spaða-
þristi að tíu blinds. Hjartatvistur til
Guðlaugur R. verður IJarri góðu
gamnl I sumar on hann og Öm
ákváöu aö gefa ekkl kost á sér.
Vonandl hafa arftakar þelrra ástæðu
tll að lyfta báðum höndum I sumar.
baka. Guðmundur skipti yfir í lauf og
alltaf eftir þetta þegar hann komst
inn og náði þess vegna af harðfylgi að
hnekkja samningnum.
Verður gaman að fylgjast með þeim
Þorláki ásamt hinum fslensku pör-
unum í sumar en þótt árangurinn
yrði ekki eins og vonir standa til, þá
er ljóst að með árangrinum í Yoko-
hama varð sprenging í bridgelífi ís-
lendinga. Ber þar helst að minnast
aukningarinnar sem orðið hefur í
þátttöku á íslandsmótum síðustu ár,
auk þeirra fjölmörgu félaga sem hafa
stækkað og dafnað upp á sfðkastið,
mörg hver ný af nálinni sbr. Bridge-
félag SÁÁ. Ólíklegt er að áhuginn á
íþróttinni hafi nokkum tímann verið
jafn almennur og því ber að fagna
burtséð frá því hvort íslenska sveitin
stenst þá miklu pressu sem hún er
undir á næstu stórmótum.
Þrciut 17
NORÐUR
♦ GT
♦ 983
♦ ÁK862
+ G32
SUÐUR
♦ D
V ÁT2
♦ 74
+ ÁKDT954
suður vestur norður austur
1+ pass 1 + pass
3+ pass 4+ pass
5* pass pass pass
Útspil: Tíguldrottning
Hvemig er best að spila 5 lauf?
Það sem sagnhafi þarf að varast er
að drepa útspilið. Ellefta slaginn er
aðeins hægt að fá úr tíguliitnum og
líkumar verða meiri með því að
dúkka útspilið.
Geram ráð fyrir að vestur haldi
áfram með tígulinn f öðram slag. Þá
drepur sagnhafi á ás og stingur lftinn
. NORÐUR
+ GT
* 983
* ÁK862
* G32
VESTUR AUSTUR
+ Á984 * K76532
V D764 ¥ KG5
♦ DGT9 ♦ 53
+ 6 * 87
SUÐUR
+ D
* ÁT2
* 74
+ ÁKDT954
tígul með háu trompi. TTompin tekin
og endað í blindum. Þá er spilað tíg-
ulkóngi og tíguláttu og hjarta hent
heima. Staðið slétt.
Ef sagnhafi drepur fyrsta slag er
ekki hægt að nýta tígulinn nema
hann falli 3-3 (minni líkur en 2-4).
Það skortir samgang á milli hand-
anna. Með þvf að dúkka tígulinn f
fyrsta slag er spilið alltaf tryggt hvort
sem tígullinn er 4-2 eða 3-3.
Sumarforidge í gang
Þá er rúmlega vika síðan
sumarbridge Reykvíkinga og
nærsveitarmanna hófst undir stjóm
Sveins R. Eiríkssonar. Spilað er öll
kvöld f viku utan laugardagskvölda
og hefst spilamennska alltaf kl.19.00.
í ár er boðið upp á þá nýbreytni að
spilarar geta keypt sér mánaðarkort í
stað þess að borga hvert kvöld fyrir
sig. Áuk hagræðingarinnar ætti að
vera nokkur spamaður að þessu fyrir
þá sem iðnastir era við kolann.
Mánaðargjaldið er 6.000.
Varnarþraut
Það hefur aðallega borið á úrspils-
þrautum í bridgeþætti Tímans að
undanfömu. Þar sem hvítasunnu-
helgin er framundan og frítími les-
enda meiri en ella, fylgir hér vamar-
þraut hinni löngu helgi.
ANORÐUR
2 D954
\ DG83
VESTUR
* KGT72
¥ Á6
♦ ÁK72
+ T7
vestur norður austur suður
l¥
1+ 4^ Pass 4¥
Allir pass
Þú spilar út tígulás, makker setur
sexuna og suður fimmuna. Hverju
spilarðu næst og hvers vegna?
Það era tveir vamarslagir á rauðu
ásana og von til þess að fá spaðaslag.
Þar sem suður er á hættu þegar hann
opnar, hlýtur makker að vera með
lítinn punktastyrk. Því er ekki von
til að spilið sé niður, önnur en
stunga f spaða. Til að vinna ekki einn
slag en gefa annan er nauðsynlegt að
spila spaðakóngi. Allt spilið:
. NORÐUR
+ D954
* DG83
* D
* KD93
VESTUR AUSTUR
* KJT72 + 8
¥ Á6 ¥ 94
♦ ÁK72 ♦ T98643
+ T7 + G854
SUÐUR
+ Á63
* KT752
* G5
* Á62
Um leið og trompi er spilað, drepur
vestur og spilar spaðagosa. Fram-
haldið þarf ekki að rekja.