Tíminn - 29.05.1993, Qupperneq 22
22 Tíminn
Laugardagur 29. maí 1993
FUNDIR OG FELAGSSTORF
lngKi)öna ‘
Aðalfundur Framsókn-
arfélags Borgamess
verður haldinn I húsi félagsins fimmtudaginn 3. júnl kl.
20.30.
Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur ræðir stjómmálavið-
horfið.
> Stfón+i
Sumartími skrífstofu
Framsóknarflokksins
Frá 17. mal verður skrifstofa Framsóknarflokksins I Hafriarstræti 20, III hæð, op-
in frá Id. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags.
Verið velkomin
Hjartkær eiginkona mln, móðir og dóttir
Hulda Eiríksdóttir
Freyvangi 24, Hellu
andaöist á Borgarspitalanum aö kvöldi 27. mal.
Hrelnn Sveinsson
Hlynur Hreinsson
Anna GuömundsdótUr
Otför ástkærrar eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, fóstru, ömmu og
langömmu
Önnu S. Steingrímsdóttur
húsfreyju Helgafelli, Mosfellssvelt
fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 3. júnl kl. 14.
Haukur Nfelsson
Marta Hauksdótdr Haukur Högnason
Nlels Hauksson Stelnunn EliasdótUr
Helgi Sigurösson Jóna Dís Bragadóttlr
Jóhannes Guömundsson
bamaböm og bamabamaböm
UTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í utanhússklæðningu og
viðhald utanhúss á vesturhlið flölbýlishússins við Yrsufell 1-15.
Helstu magntölureru:
Múrviðgerðir svalagólfa 463 m2
Viðgerð á ryöguöum jámum 150 m
Frágangur svalagólfa 660 m2
Utanhússklæðning 1781 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík gegn 15.000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 15. júní 1993 kl.
14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í byggingu 1. áfanga félags-
rýmis viö Seljaskóla.
Um er að ræða 372 m2 hús; útboðið nær til uppsteypu, frágangs
þaks og fullnaðarfrágangs veggja utanhúss.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 22. júní 1993 kl.
14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
PÓSTFAX TÍMANS
Guðbjörg Anný
Guðjónsdóttir
Ijósmóðir, Vorsabæjarhjáleigu, Gaulverjabæjarhreppi
Fædd 17. október 1908
Dáin 12. maí 1993
Þetta var á fallegu vorkvöldi, hins
12. maí, og seinastí skóladagurinn
genginn í garð. En þegar heim kom,
biðu mín fréttimar um að amma
væri dáin.
Áfallið var mikið og spumingarnar
þutu um hugann eftir því. Af hverju
núna? Af hverju strax? En eitt er víst
að eitt sinn verða allir menn að
deyja og það er gott að geta stuðst
við þá fullyrðingu.
Ég veit að ömmu líður vel núna,
þreyttur líkami hennar hefur fengið
sína langþráðu hvfld. En amma mun
alltaf lifa í hjarta mínu, því ég á ynd-
islegar minningar um hana, bæði
sem góða ömmu og vinkonu.
Ég er þakklát fyrir að amma gat bú-
ið hjá okkur síðustu árin sín. Það
var alltaf svo gaman að gera eitthvað
fyrir hana, því hún sýndi svo vel
þakklæti sitt, enda hefur hún líka
unnið sér til vina á ótal stöðum. Þar
af leiðandi skilur hún eftir sig fullt af
fólki sem elskar hana, en við skiljum
að það var kominn tími til að hún
fengi að hitta afa aftur.
Hún amma var svo lánsöm að halda
andlegri heilsu fram á síðasta dag.
Hún fylgdist með leik, starfi og námi
okkar bamanna jafnt sem hinna
fullorðnu. Hún var mjög ættrækin,
og þegar ég þurfti að vita eitthvað
um ættina eða lífið á fyrri dögum þá
spurði ég hana.
Við systkinin, Björgvin, Guðný og
Aldís, erum stolt og þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast ömmu og
njóta samveru hennar. Minning
hennar mun lifa í hjörtum okkar
um ókomna tíð.
Farþú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Elsku amma mín, ég þakka þér fyr-
ir allt sem okkur fór á milli og það
sem þú hefur gefið mér í lífinu. Þér
mun ég aldrei gleyma. Guð geymi
þig-
Guðný Hilmarsdóttir
Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir, hús-
freyja í Vorsabæjarhjáleigu um ára-
tuga skeið, andaðist í hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði,
eftir stutta sjúkdómslegu þar, þann
12. maí s.l.
Þar sem ég er í sama félagi og hinn
umtalaði kvikmyndagerðarmaður
Baldur Hermannsson, langar mig til
að beina til hans ákveðinni fyrir-
spum í sambandi við hin umtöluðu
mál.
Áárabilinu 1918-1950 (eða lengur,
til 1960?), þegar erlendri yfirstjóm
var lokið að mestu og meðan
„bændasamfélagið" var allöflugt og
mótaði þjóðlífið, var ekki framið hér
á landi, af innlendum, nema eitt
mannsmorð, svo vitað væri og til
dóms kæmi. Reyndar var þetta eina í
Reykjavík, en metumst ekki um það.
Reynsla flestra borgarbarna, sem í
sveit komust á þeim ámm og lengi
síðan, var góð. „Samfélag illmenna"
í margar aldir reyndist ekki verr en
þetta, þegar það fór að ráða sér
sjálft. Að vísu var alltaf munur á að-
búnaði og meðferð allri á mönnum
og dýmm eftir því á hvaða bæ var, en
ráðandi var fordæmi hinna góðu
heimila. Strit var að sjálfsögðu mik-
Þegar frétt berst um það að góður
nágranni og vinur hafi verið kallað-
ur fremur snögglega burt af þessum
heimi, finnst okkur að autt sæti í
nágranna- og vinahópinn hafi
myndast — jafnvel óvænt, þótt hár
aldur þess brott flutta bendi á að hér
er kvatt til brottfarar í fyllingu tím-
ans að afloknu löngu og farsælu
ævistarfi og skilnaðarstundin því
eðlileg þegar aldurinn færist yfir og
lífsþrótturinn dvínar.
Guðbjörg Anný var fædd í Vest-
mannaeyjum 17. október árið 1908.
Þar ólst hún upp í systkinahópi í for-
eldrahúsum tií fullvaxta aldurs. Þeg-
ar hún leit fram á veginn til framtíð-
arstarfa, varð ljósmóðurfræðin efst á
hennar óskalista. Þegar hún fluttist
úr foreldrahúsum lá leið hennar því
til Reykjavíkur. Þar í Landspítalan-
um lærði hún ljósmóðurfræðin með
góðum árangri.
Lengst af var Anný ljósmóðir hér í
Gaulverjabæjarhreppi. Mér er ekki
kunnugt um það hvað „Ijósubörnin"
hennar hér í hreppnum urðu mörg,
en það best ég veit em þau mann-
vænlegir þegnar þjóðfélagsins, enda
fyrsta ferð þeirra út í hina víðáttu-
miklu veröld ávallt vel heppnuð.
Árið 1938 fluttist Anný Ijósmóðir
hingað í nágrennið, er hún giftist
Guðmundi Guðmundssyni, frænda
mínum, sem þá hafði stýrt búi í
Vorsabæjarhjáleigu, með aðstoð
systkina sinna, um alllangt skeið.
Vel þóttu þróast málin, er stúlka úr
Vestmannaeyjum, lærð ljósmóðir,
r "\
Lesendur skrifa
v_________________________ý
ið, en oftast var reynt að miða kröf-
umar við getu þeirra sem í hlut
áttu. í bókinni um Allsherjargoða er
t.d. ágæt mynd afvinnuliði (gangna-
mönnum? hef bókina ekki við hönd-
ina) í Svínadal fyrir stríð. Það er
glatt fólk og óbugað, sem þar sést;
minnir þó alls ekki á sunnudaga-
skóla, heldur er hver með sínu sér-
staka móti og enginn uppgerðar-
svipur. Bændasamfélag.
Vill nú ekki hinn snarpi samfélags-
gagnrýnandi BH líta sér nær og taka
til við að upplýsa okkur um nútím-
ann, í borgarmenningunni árið
1993: um helstu fjársvikara, Iygara,
mannorðsþjófa, kynvillinga, mann-
drápara, nauðgara, skepnuníðinga,
þróunarlandabraskara, eiturlyfja-
sala, fjárkúgara, kvikmyndagerðar-
menn með tugi milljóna úr sjóðum,
settist í húsfreyjusætið á fjölmennu
sveitaheimili hér í nágrenninu.
Reynslan hefur sýnt og sannað að
þama vom örlagarík heilla- og
gæfuspor stigin.
Þau Anný og Guðmundur eignuð-
ust fimm böm. Eitt þeirra dó ungt
Á lífi em: Guðbjörg, húsfreyja í
Vorsabæjarhjáleigu, gift Ingimar
Ottóssyni, bónda þar. Guðrún, hús-
mæðrakennari, gift Hilmari Guð-
jónssyni, bifreiðarstjóra. Þau búa í
Reykjavík. Katrín, þroskaþjálfi, for-
stöðukona sambýlis í Reykjavík.
Guðmundur, sveitarstjóri á Raufar-
höfn, giftur Guðrúnu Þórönnu
Jónsdóttur, kennara. — Mann sinn
missti Anný 17. apríl árið 1979. Við
fráfall Guðmundar féll styrk stoð af
lífsfleyi hennar. Þá var gott að eiga
traust athvarf hjá Guðbjörgu og
Ingimar, sem þá höfðu flutt úr
Reykjavík fyrir nokkmm ámm og
búið félagsbúi í Vorsabæjarhjáleigu
með foreldmm Guðbjargar.
Af framsýni og myndarskap tók
Anný breyttum aðstæðum, lagði
búrekstur og umsvif öll í hendur
þeirra yngri og létti af sér umfangi
því sem sveitabúskapnum fylgir.
Hún sagði þó ekki skilið við sveitína
sína og undi vel sínum hag í Vorsa-
bæjarhjáleigu, löngum. Einnig nutu
böm hennar, búsett í Reykjavík, og
bamabömin þar nærvem hennar
hin síðari árin. Hjálpsemi í garð
annarra hefur Annýju ávallt verið í
blóð borin. í Kvenifélagi Gaulverja-
bæjarhrepps var hún góður liðs-
maður um langt skeið og heiðursfé-
lagi þar hin síðari árin. Ljósmæðra-
félag íslands hefur einnig notið þess
að Anný var skilningsrík á annarra
hagi.
Heimili þeirra Vorsabæjarhjáleigu-
hjóna, Annýjar og Guðmundar, var
gestrisið og gott heim að sækja.
Hafa margir notið þess í ríkum mæli
sem þangað áttu erindi. Þar hefur
andi góðvilja og fyrirhyggju svifið
yfir vötnum. Sú ættarfylgja er enn í
hávegum höfð þar á bæ, og sannast í
því efrii að maður kemur manns í
stað.
Nú, þegar Anný er kvödd hinstu
kveðju, em ömmubömin hennar
tólf og langömmubömin þrjú. Lífs-
stfll hennar var mjög tileinkaður
æskunni. Hún fann að framtíð lands
og þjóðar var, flestu öðm fremur,
fólginn í manndómi æskunnar.
Við hjónin þökkum Annýju, að leið-
arlokum, vinsemd og órofa tryggð.
Stefán Jasonarson
óskast
að ógleymdum kvendýmnum al-
kunnu ásamt seljendum þeirra með
alþjóðlegum aðferðum, sem vænt-
anlega gefa hinum karlrænu lítt eft-
ir, Korfú-kvótamenn og útflytjendur
til Chile með kvóta-gróða og þorsk-
gáma-umboðslaun í vasanum, með-
an „illa rekin frystihús" fara á haus-
inn. Og svo hina ennþá æðri tilflytj-
endur fjármuna eða transaksjónista,
sem svífa í hæðunum fyrir ofan allt
þetta og þurfa ekki annað en hreyfa
litlafingur til þess að „hlutimir ger-
ist". Birta myndir af bústöðum og
bankareikningum hinna sigursælu
og rekja ættir þeirra til yfirmanna
bændasamfélagsins — eða til Kaup-
mannahafnar-gyðinganna, sem
píndu nær allan auð af hinum fyrr-
greindu. Þá væri nú félagi vor Bald-
ur Hermannsson orðinn nokkurra
milljóna virði, ef hann fengi oss slík-
an nútímalegan samanburð sýndan,
svo að trúverðugt mættí þykja.
Þorsteinn Guðjónsson
Samanburður