Tíminn - 29.05.1993, Qupperneq 23

Tíminn - 29.05.1993, Qupperneq 23
Laugardagur 29. maí 1993 Tíminn 23 Brynj ólfur Bj arkan Fæddur 12. mars 1944 Dáinn 17. maí 1993 í dag verður Brynjólfur Bjarkan til moldar borinn og fer útför hans fram frá Lágafellskirkju. Andlát hans bar að með sviplegum hætti. Hann fórst í hörmulegu umferðar- slysi 17. þ.m. Banaslysin gera ekki boð á undan sér og því knýr dauð- inn hurð fást og óþyrmilega, þegar þau ber að höndum. Brynjólfur var fæddur á Akureyri 12. mars 1944. Foreldrar hans voru María Brynjólfsdóttir og Skúli Bjarkan. Eg man Skúla frá ung- lingsárum mínum sem hávaðalaus- an leigjanda heima, að undanskildu ritvélarglamrinu, en hann hafði þá óalgengu atvinnu að snara margvís- legum bókmenntaverkum á ís- lensku, þ.á m. ýmsum perlum heimsbókmenntanna. Ég minnist Skúla sem skarpgreinds prúðmenn- is, sem aldrei brást háttvísin, þótt misvel stæði á fyrir honum. Brynjólfi kynnt- ist ég haustið 1960, þegar við hófum nám við Menntaskólann í Reykjavík og vor- um við sambekkingar öll skólaárin þar. Þótti mér Brynjólfi kippa í föð- urkyn sitt og líkjast mjög föður sín- um í hugsun og háttemi. Brynjólf- ur var afburða námsmaður og þurfti lítið fyrir náminu að hafa. Hann hafði íokið landsprófi með ágætiseinkunn og við stúdentspróf vorið 1964 var hann semidúx í máladeild skólans. Næmið var mik- ið og gáfurnar einkar liprar, enda var hann jafnvígur á allar greinar. Á fyrri tíð voru menn með gáfnafar Brynjólfs kallaðir fljótskarpir. Hann var jafnlyndur og óvílinn og átti ekki í útistöðum fyrir utan tilfelli sérstaks eðlis, þegar nokkuð hreðu- samt varð í kringum hann. Kennar- inn nafnkunni, Guðni Guðmunds- son, sem nú er rektor skólans, var gefinn fyrir að greina skapgerð og lundarfar nemenda sinna. f mínu minni sagði hann Brynjólf vera „noncommittaI“ náunga og mun hafa átt við, að hann tæki ekki af- stöðu til mála og væri skoðanalítill og svo sem það væri Ijóður á ráði hans. Mér hefur stundum verið hugsað til þessarar sérkennilegu einkunnargjafar og komist að þeirri niðurstöðu, að í landi bjargfastra sannfæringa og óbærilega skoðana- fastra manna væri sérstök þörf fyrir „noncommittal" menn. Ekki gat Brynjólfur talist til stofu- blómanna, sem námu við skólann. Hann þurfti að sjá sér farborða og dreif sig á togara í íríum til að afla sér tekna. Hefur það verið hollt til mótvægis við námið eins og því var nú háttað svo sem í latínu við að endurfylkja liðsveitum Sesars. Skól- inn gat skiljanlega ekki boðið upp á þátttöku í fornum orustum, en hann hefði stöku sinnum mátt hleypa „konkúrrensi" samtímans inn fyrir dyr, þótt ekki væri nema í gættina. Brynjólfur las viðskiptafræði við Háskóla íslands og lauk prófi í þeirri grein 1970. Ekki fylgdist ég með námi hans þar. Heyrði þó æv- intýralegar sögur af þvf, að hann hefði tíðum hesthúsað vísindin döpru á örskömmum tíma rétt fyrir prófin. Hann var skrifstofustjóri hjá Herluf Clausen jr. & Co. og hafði verið í því starfi nærfellt tvo ára- tugi, þegar hann lést. Jafnframt hafði hann á hendi bókhald og skattskil á eigin vegum. Brynjólfur hafði hvorki áhuga á embætt- istildri né auði, nema ef vera kynni því síðamefnda sem hugtaki. Hann átti löngum glaða daga við tafl og spil og veiðiskap á sfðari ár- um. Einhverjum kom til hugar að ámálga það við Brynjólf, að hann þokaði sér nær lífsmynstri staðal- borgara. Þá mun honum hafa verið skemmt. Hefði hann verið lagður í ógnvekjandi Prókrústesarrúm nú- tímans til borgaralegrar stöðlunar, eins og svo margir, hefðu eftir- minnileg sérkenni hans horfið og hjörðinni miklu og gráu bæst einn. Leiðir lágu stundum saman vegna skattamála, sem hann rak fyrir um- bjóðendur sína. Vandaði hann þann málatilbúnað og gætti hagsmuna viðskiptamanna sinna af kostgæfni. f þessum verkum sá ég glöggt, hve leikinn hann var í meðferð talna. Minnisstætt er mál eitt uppfullt af stórasannleik talnagersins. Sátum við latínugránar yfir málinu. Seint og þungt steig stærðfræðin til jarð- ar hjá undirrituðum, en strimillinn Brynjólfs reis hratt og hátt og hneig ofan á skræður og skjöl eins og brimalda, sem brotnar við hlein. Nú er hann farinn, blessaður öðl- ingurinn, horfmn yfir fljótið Styx, þar sem ferjað er daga og nætur. Eftir er minningin um góðan dreng og skemmtilegan, sem alltaf var sérstakt fagnaðarefni að hitta. Fjölskyldu Brynjólfs og öðrum að- standendum votta ég samúð mína. Gylfi Knudsen Til sölu 40 manna Volvo rúta, yfirbyggð, árg. '76, ný yfirfarin með loftstokk- um og öll nýklædd að innan. JCB 3D árg. '87 traktorsgrafa, ekin 4000 tíma, með snjótönn. Range Rover árg. ‘80, upphækkaður á 38" dekkjum. Upplýsingar í síma 985-35015 og 91-675053. FÉLAGSSTOFNUIM STÚDEIVITA V/HRINGBRAUT, 101 REYKJAVÍK S(MI 61S9S9 - Kennitala 540169-6249 Húsnæði fýrir námsmenn við Háskóla íslands Umsóknir um vist á stúdentagörðum fýrir skólaárið 1993- 1994 þurfa að hafa borist Húsnæðisdeild Félagsstofnunar stúdenta fyrir 20. júní 1993. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi hjá Húsnæðisdeild FS. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 91-615959 á milli kl. 8:00 og 16:00 virka daga. Félagsstofnun stúdenta „Kossinn' þykir Ijósmyndaranum ekki merkileg mynd, tekin 1950. Þar að auki borgaöi hann fyrirsætum fyrir aö leika aöalhlutverk. Hvaða læti eru þetta þá eiginlega? „Kossinn" er orðin þekkt- asta mynd Ijósmyndarans —vegna málaferla! — Ijósmyndaranum Robert Doisneau til undrunar Allir bera virðingu fyrir honum og allir vilja kyssa hann. Þegar fíngerði, gamli herramaðurinn með litlu gráu ljósmyndatöskuna kemur inn á ljðs- myndastofuna Agentur Rapho, um- kringja dömumar hann eins og hann væri Maurice Chevalier sjálfur. Á vissan hátt er hann það líka, Maurice Chevalier ljósmyndaranna, Robert Doisneau. Robert Doisneau er 81 árs og löngu orðinn frægur fyrir list sína. Hann lagði sig einkum eftir að taka myndir f gleymdum og grámóskulegum út- hverfum Parísar á sínum tíma og margar myndir hans frá þeim tíma eru orðnar sígildar. Reyndar hélt Do- isneau að myndimar, sem hann tók á árunum upp úr 1950, fengju bara að njóta frægðarinnar f friði og þar við sæti. En þar skjátlaðist honum. Mynd Doisneaus „Kossinn" varð til þegar ljósmyndarinn tók að sér verk- efni fyrir tímaritið Life 1950 um ,Ást- fangið fólk í París“. Doisneau vakti at- hygli Life-manna á því að slíkar myndatökur gætu dregið lagalegan dilk á eftir sér, en þeir sögðu honum þá bara að notast við fyrirsætur. Og það gerði Doisneau. Hann borgaði fyrirsætunum í „Kossinum" 5000 franka hvoru og myndin birtist í Life vorið 1950 án þess að uppi yrði nokk- ur hávaði. Ekki var annað að sjá en að þessi koss, eins og flestir aðrir, myndi ekki hafa neinar afleiðingar. En meira en 30 árum síðar varð sprenging. Myndin fór að birtast á póstkortum og plaggötum, skyrtubolum og sturtu- hengjum, kubbagátum og í auglýsing- um. Ekki leið á löngu þar til „Koss“ Doisneaus hékk á herbergisveggjum krakka um allan heim. Og nú varð fjandinn laus. Margir þóttust þekkja sig á myndinni og fóru nú fram á skaðabætur. Hjón í útborg Parísar útmáluðu innilega í sjón- varpsþáttum allar kringumstæður, þegar þau voru ung og ástfangin 1950 og myndin hefði verið tekin þeim að Gætu fleiri á myndum Roberts Do- isneau fariö fram á skaöabætur núna, t.d. götustúlkan Anita sem hann tók mynd af 1951? Eöa krakkarnir á Place Hébert, sem hann tók mynd af 1957? Hvar eru þau núna? óvörum fyrir framan ráðhúsið. Þau fóru fram á að Doisneau greiddi þeim hálfa milljón franka sem réttmætan hlut þeirra í gróðanum og skaðabæt- ur að auki fyrir brot á friðhelgi einka- lífsins. Þau voru afhjúpuð. En rétta fyrirsætan, fyrrum leikkonan Franco- ise Bornet, gaf sig lfka fram og gat sannað að hún er stúlkan á myndinni. Hún fer nú fram á 100.000 franka bætur, hlutdeild í gróðanum senni- lega. Ekki er vitað eins og er hver úr- skurður verður í því máli, en það sem veldur Doisneau þó mestum áhyggj- um er hvert framhaldið verður. Hvað með götustúlkuna Anitu, sem hann tók af mynd 1951? Eða krakkana sem voru að leika sér á Place Hébert 1957? Vilja nú ekki allir, sem lentu á mynd hjá honum endur fyrir löngu, fá pen- inga?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.