Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. júní 1993 109. tbl. 77. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- íslenskur skinnaiðnaður hf. gjaldþrota. Fyrir- tækið skuldar um 960 milljónir: 200 manna vinnustaður gjaldþrota Stjóm Islensks skinnaiðnaðar hf. tók þá ákvörðun í gær að fara fram á að félagiö yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Algjör óvissa ríkir um starfsemi fyrírtækisins á næstu dögum, en skiptastjórar hafa beðið starfsfólk að mæta til vinnu á mánudag. Um 200 manns hafa starfað hjá fslenskum skinnaiðnaöi hf. Að sögn Bjama Jónassonar, fram- kvæmdastjóra íslensks skinnaiðnaðar, skuldar fyrirtækið nú um 960 milljón- ir. Hann sagði ljóst að það ætti ekki fyrir skuldum, en of snemmt væri að segja til um það á þessu stigi hvað mikið vantaði upp á. Stærsti lánar- drottinn íslensks skinnaiðnaðar er Landsbanki íslands með yfir helming af öllum kröfum. Bjami sagði að bændur kæmu ekki til með að tapa á gjaldþrotinu, en gera mætti ráð fyrir að einstök kaupfélög töpuðu ein- hverju, þó ekki verulegum upphæð- um. íslenskur skinnaiðnaður tapaði 95 milljónum í fyrra og fyrirsjáanlegt var að fyrirtækið yrði rekið með miklu tapi í ár. Sambandið á 90% í íslensk- um skinnaiðnaði. Ástæður erfiðleika íslensks skinna- iðnaðar em, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, einkum óhagstæð þróun á helstu sölu- gjaldmiðlum félagsins, en þær em ítölsk líra og breskt pund, og þær pól- itísku og efnahagslegu þrengingar sem ganga yfir Ítalíu. Ítalía er lang- stærsti markaður heims fyrir mokka- skinn, sem em aðalframleiðsluvara fyrirtækisins. Þetta hefur leitt til mik- ils samdráttar í sölu fyrrihluta ársins og tilflutnings afgreiðslna yfir á síðari hluta árs. Þessar breytingar hafa á nokkmm mánuðum kippt gmndvellinum und- an rekstri félagsins. íslenskur skinna- iðnaður hf. hefur verið skuldsett fyrir- tæki og ekki í tilbúið að taka á sig áföll sem þessi óstutt Bjami sagðist vera þeirrar skoðunar að þrátt fyrir óhagstæðar ytri aðstæð- ur í augnablikinu þá væri framtíð fyrir skinnaiðnað á íslandi. Hann sagði að þeir þættir sem hefðu mest áhrif á skinnaiðnaðinn væm ástand markaða, gengisþróun og hráefnisverð. Bjami sagði alveg Ijóst að enginn framtíð væri fyrir skinnaiðnað á íslandi ef hann fengi ekki allt það hráefni hér innanlands sem hann teldi sig þurfa. Rosenbergkjallarinn heldur skemmtanaleyfinu þótt gestir hafi verið of margir: Ekki lagastoö fyrir sviptingu Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjóraemb- ættisins í Reykjavík, sem hafði fyr- irvaralaust svipt Rosenbergkjallar- ann skemmtanaleyfí þar sem gestir staðarins reyndust við talningu vera of margir. Ákvörðun ráðuneytisins er byggð á áliti umboðsmanns alþingis frá því síðasta haust þess efnis að lagastoð fyrir þeim reglum, sem lögreglu- embættið hefur unnið eftir í málum sem þessum, sé ekki næg. Af þeim sökum sé embætti lögreglustjóra ekki heimilt að svipta veitingastaði skemmtanaleyfi þótt gestir séu of margir. Víst er að embætti lögreglustjórans hefur verið fullkunnugt um það um nokkurt skeið að ekki sé næg laga- stoð fyrir fyrirvaralausri sviptingu skemmtanaleyfis í tilvikum sem þessum. Þrátt fyrir það hefur emb- ættið haldið áfram að vinna eins og það hafi slíkt umboð. -grh Viðbrögð útgefenda við bókaskattinum: Bitnar haróast á memingarefhi Ari og Smári veiða Það þarf ekkl endilega stórt sklp tll að geta veltt fisk úr sjónum. Það vlta þeir Smári Gunnarsson og Ari Gunn- arsson sem voru að velða niður viö Reykjavfkurhöfn í gær. Fiskirí var tregt hjá þeim eins og flelrum. Tlmamynd Aml Bjama „Verð á íslenskum bókum hækkar um 14%,“ segir Krístján Aðal- steinsson, fjármálastjórí Máls og menningar. „Búist er við aö nýj- um bókatitlum fækki um 20% eða þaðan af meira. Samkvæmt könnun Hagfræðistofnunar Háskólans verður hagnaður ríkisins á þessari skattaálagningu mjög lítill ef hann verður þá nokkur. Hann þrengir að þar sem þröngt var fyrir." Jón Karlsson, útgefandi hjá Ið- unni, segir bókaútgáfu ganga illa um þessar mundir. „Skatturinn bitnar helst á útgáfu menningar- efnis, það er að segja fagurbók- menntum og þyngri fræðiritum." Jón segir jafnframt að útgefendur verði að fara mun varlegar í sakim- ar en áður þegar ákveðið sé hvað gefa skuli út. „Það er alltaf mikil áhætta að taka við verkum eftir nýjan höfúnd og vegna þess að við vitum ekki ennþá hve þungt höggið verður fömm við afskaplega gætilega. Það er kreppu- hljóð alls staðar í þjóðfélaginu og þetta leggst allt saman á eitt. Við höfum þungar áhyggjur af ástand- inu", segir Jón. Reynir Jóhannsson, framkvæmda- stjóri hjá bókaútgáfunni Reykholti, furðar sig á þeim tvískinnungi stjómvalda að fara annars vegar af stað með lestrarátak, líkt og gert var síðastliðinn vetur, en hins veg- ar að leggja skatt á bækur sem leiði til þess að minna verður lesið. „Eg þekki það sjálfur að margir á aldrinum 14-15 ára hafa aldrei les- ið bók sér til skemmtunar. Mér sýn- ast stjómvöld vera að reyna að leggja íslenska tungu af í stað þess að efla hana. Bókaútgáfa var 20- 30% minni fyrir síðustu jól en þar á undan. Ég vona bara að mennimir sjái að sér og hætti við þennan skatt," segir Reynir. Mikill kostnaður felst í því að prenta íslenskar bækur og hafa bókaútgáfur tekið þann kostinn að láta prenta sumar bækur erlendis. Meðal þeirra er bókaútgáfan Iðunn. „Það er afar hæpið að það verði hægt að velja aðra leið en þá sem ódýrust er þó auðvitað sé reynt að láta prenta það sem hægt er hér á landi," segir Jón. -GKG. UPPLIFÐU ÍSLENDINGINN í ÞÉR Njóttu íslands - ferðalands íslendinga • FJÖJUIFERfl . ÁRNIflUR • SoWagidhf Ferðamálaráð íslands -ÍMlltthAjfftfftJwft Nýttu þér upplýsingaþjónustu vítt um land varðandi ferðir, gistingu, veitingar og afþreyingu á hverjum stað. STEINRUNNIN .I.B.Ö1 L • . HÚfi N • SOG.USL Ó Ð I R ( ÆVINTÝRABJARMA 0M l ZJ3 o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.