Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 12. júní 1993
Fyrirferðarmesti og
hálendasti íjallafláki
jarðar er Himalaja-
fjöll ásamt með fjalllendi
og hásléttum þar norður
af. Á því svæði eru 30
hæstu tindar heims og
næstum helmingur mann-
kyns fær vatn sitt þaðan.
Svæði þetta, sem nær frá
Rauðudæld í Vestur-Kína
vestur í Tádsjíkistan og
Kasmír og frá eyðimörk-
um Sinkíang suður að
Gangesdæld, telst meðal
þeirra óaðgengilegri í
heiminum. Samt er svæð-
ið, gjaman kallað „þak
heimsins“, nú í mikilli
hættu statt að sögn, vegna
umhverfiseyðingar. Hætt
er við að sú eyðing láti
ekki nærliggjandi land-
flæmi ósnortin.
Her eltir umhverfis-
vemdara
Kjami þessa svæðis er innan landa-
mæra Tíbets, sem opinberlega er
sjálfsstjómarsvæði innan kínverska
ríkisins. Sú sjálfsstjóm er að líkind-
um fyrst og fremst form. Kínveijar
em sagðir stunda hlífðarlausa rán-
yrkju á auðlindum landsins, auk
þess sem þeir við stórframkvæmdir
hafi f minna lagi hliðsjón af um-
hverfisvemdarsjónarmiðum.
Af fréttum frá Tíbet að dæma, oft
óljósum og mótsagnakenndum,
stjóma Kínverjar landinu í krafti
hervalds fyrst og fremsL Er margra
mál að yfirráð Kína þar stæðu ekki
degi Iengur ef her þess yrði þaðan á
brott í höfuðborginni Lhasa eru, að
sögn þýska vikuritsins Der Spiegel,
nætur sem daga á kreiki hópar kín-
verskra hermanna, sem grípa með
sér raunverulega eða grunaða and-
ófsmenn af ýmsu tagi. Vestrænir
fréttamenn, sem teljast vita jafn-
langt nefi sínu um atburði þarlend-
is, segja að upp á síðkastið séu kfn-
versku yfirvöldin þar farin að hafa á
homum sér nýtt afbrigði andófs-
manna, sem lítt hafi frést þar af áð-
ur. Það séu umhverfisvemdarsinnar.
Spiegel segir frá örlögum eins
slíks, bónda að nafni Karmo frá
Gjama Trikhang, um 120 km austur
af Lhasa. Þangað komu kínverskir
hermenn fyrir tveimur árum og fóru
að sprengja og bora í fjöllunum í
kring, eftir blýi, gulli og jafnvel úr-
ani sem þar kvað vera. Á, sem renn-
ur þar eftir dalnum, þomaði næst-
um upp og lasleiki sótti á böm og
fullorðna. Veðrið versnaði meira að
segja og gekk sérstaklega á með
hagléljum. Telja héraðsmenn það
stafa af reiði guða, sem orðið hafi
fyrir ónæði af framkvæmdunum.
Geislavirkt
drykkjarvatn
Karmo fór til Lhasa, bjó sér til
kröfuspjald, málaði á það kröfu um
að hætt yrði við námugröftinn í
fjöllunum í heimabyggð hans og
spjótsodd sem vísaði í áttina til Pek-
ing. Hann var fljótlega handtekinn
og hefur nú setið inni f ár, án þess að
hafa verið ákærður eða leiddur fyrir
rétt Þegar að því kemur, getur hann
búist við tíu ára fiingelsisdómi.
Á fyrstu árum sjöunda áratugar,
þegar Kínveijar vom í óðaönn að
koma sér í tölu kjamorkuvelda, not-
uðu þeir norðausturhluta tíbetska
hálendisins, sem nú hefurverið inn-
limað í Kína sjálft, sem tilrauna-
svæði. Gmnað er að þar hafi sums-
staðar kjamorkuúrgangur verið
skilinn eftir án mikitla öryggisráð-
stafana. í þorpi einu á þeim slóðum
hafa 35 af um 500 íbúum veikst
skyndilega og dáið kvatadauða á s.l.
þremur ámm. „Þau höfðu öll dmkk-
ið vatn, sem orðið hafði geislavirkt
af völdum kjamorkuúrgangs,"
Stjórnartiöllin I Thimphu: álfunnar stærsta timburhús.
Himalajaríki í áliti hjá þróunarstofnunum og umhverfisverndarsinnum:
„Búddískt umhverfis-
verndareinræði“
stendur um þetta í Der Spiegel.
Samkvæmt sömu heimild hafa
Kínverjar verið svo aðgangsharðir
við skóga Tíbets að þeir hafa skropp-
ið saman um helming frá því að þeir
lögðu landið undir sig. Erlendir um-
hverfis- og Tíbetfræðingar, Ld. Ind-
verjinn Sanjeev Prakash, telja að það
geti haft næsta alvarlegar afleiðing-
ar ekki einungis fyrir TíbeL heldur
og Indland, Suðaustur-Asíu og Kína.
Hætta sé á loftslagsbreytingum af
völdum gróðureyðingarinnar og þar
af leiðandi stórflóðum og jafnvel
tmflunum á monsúnrigningum.
Svo er að heyra að fræg sérmenn-
ing Tíbeta haldi furðanlega velli og
þar með trúarbrögð þeirra. Vestræn-
ir fréttamenn í Lhasa segja frá þús-
undum Tíbeta, sem hvem dag gangi
réttsælis kringum Dsokhanghof og
varpi sér til jarðar framan við aðal-
dymar. Á hné og olnboga séu plast-
bætur saumaðar til hlífðar. Mundi
þessi vera helsta vöm Tíbetþjóðar
gegn kínversku kúguninni, enda
vart upp á aðra valkosti boðið um
það.
„Hæsti ruslahaugur
veraldar“
Sumra mál um annað Himalaja-
land, Nepal, er hinsvegar að þar sé
hvorttveggja í jafnbráðri hættu, um-
hverfi og menning lands. Hans
Kammerlander, fjallgöngumaður frá
Suður-Týról, kemst svo að orði að
þarlendis gegni ferðamenn frá Evr-
ópu, Japan og Bandaríkjunum hlið-
stæðu eyðileggingarhlutverki og
Kínverjar í Tíbet. Nepal var til þess
að gera einangrað frá umheiminum
Þeir sem kllfa Everest skilja þar eftir hitt og þetta úr heimsmenningunni.
til 1960, en hóf þá að sækjast eftir
erlendum ferðamönnum. Nú koma
um 300.000 af þeim til landsins ár-
lega.
Margt dregur þá þangað: sérstæð
og margbrotin menning, hindúahof,
stórfenglegt Iandslag og ekki síst
Everestfjall, það hæsta í heimi.
Lengi var það æðsti metnaðar-
draumur fjallgöngumanna að kom-
ast upp á þetta fiall allra fjalla og
kom fyrir að menn kostuðu til þess
lífinu. Fjörutíu ár eru nú síðan Ný-
sjálendingnum Edmund Hillary og
fylgdarmanni hans, Tenzing Norgay
af Sherpaþjóðflokki, tókst að klífa
tind þennan alla leið upp fyrstum
manna.
Nú telst það orðið til frekar hvers-
dagslegra atburða að klífa EveresL
Um 400 manns eru um þessar
mundir í búðum við fjallsrætumar.
Fyrir um þremur vikum komust 38
manns á tindinn sama daginn. Af-
reksfólk þetta skilur eftir sig upp um
allt fjall hitt og þetta úr heims-
menningunni: plastflát, kókakóla-
dósir, bréf utan af súkkulaðistöng-
um, rifin tjöld, bjórdósir o.fl. o.fl.
Everest er orðinn svo fjölfarinn að
það er farið að minna á göngugötur
í Lundúnum eða Hamborg, sagði
Hillary, sem nú er kominn yfir sjö-
tugt, fýrir skömmu í blaðaviðtali.
Fjallgöngumennimir hafa að hans
sögn gert Everestfjall að „hæsta
ruslahaug veraldar". Hann hefúr
lagt til að göngur á það verði bann-
aðar í fimm ár.
Túristafjöldinn hefur gefið af sér
eitthvað af gjaldeyri, sem notaður
hefur verið sumpart til iðnvæðingar
í höfuðborginni Kathmandu og ná-
grenni. Sá iðnaður, ásamt með
miklum aðflutningi fólks, hefúr haft
í för með sér slíka loftmengun þar
að jafnað er við Mexíkóborg. Skóg-
areyðing er slík að spáð er að með
sama áframhaldi verði Nepal orðið
skóglaust að mestu um aldamót.
Það stafar að nokkm af mikilli fólks-
fjölgun, og þorri fólks hefur ekki
efni á öðru eldsneyti en viði sem það
safnar sjálft. Stjómvöld friða skóg á
vissum svæðum og vissar bjáteg-
undir, en almenningur fer í kring-
um það bann eftir bestu getu og
kaupsýslumenn nota sambönd sín
við ráðamenn til að láta höggva tré
af eftirsóttum friðuðum tegundum
og smygla þeim til Indlands. Að
skóginum horfnum blæs upp jarð-
vegurinn og hefur það þegar haft al-
varlegar afleiðingar fyrir hrísgíjóna-
ræktina þarlendis.
Naglar bannaðir
í Nepal heyrist oft kvartað yfir því
að menning landsins sé á fömm,
landsmenn séu svo uppteknir við að
reyna að græða á túrismanum að
enginn megi vera að því að sinna
öðm.
Með nokkuð öðm móti er það í
þriðja Himalajalandinu, Bhútan,
sem er heldur stærra en Sviss og
hefur um 600.000 íbúa. Fólk þar er,
eins og sumir Nepala, náskylt Tíbet-
um að tungu og menningu. Að sögn
ráðamanna í Bhútan em 64% lands-
ins enn skógi vaxin. Þótt landið hafi
bæði stórfenglegt háfiallalandslag
og merkilegar byggingar, er aðgang-
ur erlendra ferðamanna að því tak-
markaður. Þeir fá ekki að koma inn í
landið nema með því skilyrði að þeir
eyði minnst 260 dollumm á dag,
meðan þeir standa við. í vor komu
aðeins um 2800 þeirra til landsins.
85% Bhútanmanna búa á lands-
byggðinni. Lögboðið er að byggja
aðeins hús í fomum stfl þarlendum,
og það þýðir m.a. að steinsteypa er
bönnuð, svo og naglar. Dzong,
stjómarsetrið í Thimphu, höfuð-
borg landsins, er stærsta timbur-
húsið í allri Ásíu. Helstu „nútíma-
framkvæmdir" í landinu em vega-
net, sem verið er að leggja yfir það.
Það kosta Indverjar (Bhútan er und-
irgefið þeim f utanríkismálum),
með það fyrir augum að geta komið
skriðdrekum sínum í snarheitum til
tíbetsku landamæranna, ef til stríðs
skyldi koma við Kína. Verkalýður-
inn, sem vinnur að vegagerðinni, er
indverskur og gæta bhútönsk yfir-
völd þess stranglega að hann hafi
ekkert samneyti við landsmenn.