Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. júní 1993 Tíminn 7 Jón á fréttamannafundi meöan hann var dómsmálaráöherra. Tlmamynd Pjetur Jón undirritar áfangasamkomulag um byggingu álvers á Keilisnesi I október 1990. Tímamynd Pjetur eigin flokks, en í staðinn koma tveir einstaklingar sem taldir eru til hinnar órólegu deildar í flokknum? „Ég vona að stjórnin nái vel saman og geti einbeitt sér að þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Jafnframt tel ég að menn finni frekar til ábyrgðar þegar þeir taka við ábyrgðar- störfum og því muni þessi breyt- ing ekki veikja stjómina." Er það eitthvað öðru fremur sem þér flnnst standa upp úr á þmum pólitíska ferii? „Ég vil nú ekki velja þar eitt öðm fremur. En segi það að ég er afskaplega ánægður með að hafa getað tekið þátt í lands- stjóminni til þess að setja traustar, réttlátar og sanngjam- ar reglur um viðskipti manna og samskipti í frjálsu og opnu sam- félagi. Það er fyrst og fremst verkefni stjómvalda og ég tel að á þessum ámm hafi tekist að koma þar mörgum málum vel fram, bæði á sviði dóms-, iðnað- ar-, viðskipta-, og bankamála, sem ég hef öll fengist við á þess- um tíma. í>að er það sem stend- ur upp úr og skiptir mestu máli, en ekki það sem menn kalla minnisvarða." Finn ekki til sárra vonbrigða En hver eru mestu vonbrigðin? „Ég finn ekki til neinna sárra vonbrigða. Ég horfi með raun- sæi á það að menn vildu gjaman hafa komið í framkvæmd verk- eihum á sviði virkjana og stór- iðju, en þar þýðir ekki að lemja sjóinn af því að hann gefur ekki. Það er bara einfaldlega þannig að það er ekki verið að fjárfesta í slíkri starfsemi á Vesturlöndum vegna lægðarinnar í efnahags- málum og breytinga í heiminum og um það tjóar ekki að fást. Þess í stað eiga menn að hugsa um hitt, sem við eigum í vændum, og það er að nýta betur auðlind- ir lands og sjávar og þá ekki síst kraftinn sem býr í fólkinu.“ En hvemig hefur þessi túni í pólitíkinni verið? Var hann eitt- hvað í líkingu við það, sem Jón bjóst við þegar hann ákvað að hverfa úr Þjóðhagsstofnun og gefa kost á sér til þings í kosn- ingunum 1987, eða eitthvað öðruvísi? „Hann var nú mjög líkur því sem ég átti von á og fátt sem kom á óvart. En auðvitað er mál- ið öðruvísi þegar maður er í stjómmálum sem taka við þegar starfi embættismannsins lýkur og þessvegna reynir á annað. Menn búa hinsvegar mjög vel að því að hafa starfað sem embætt- is- og undirbúningsmenn stjómaraðgerða og stjómar- ákvarðana þegar þeir þurfa sjálf- ir að fást við það. Þessvegna er ég mjög ánægður með þennan tíma og tel að það sé gagnlegt að menn geti fært sig á milli sviða í þjóðmálunum og ef til vill of lít- ið af því gert. Það þarf að vera hreyfanleiki, en ekki hreyfan- leikans vegna. Heldur einmitt til að geta virkjað þekkingu og reynslu, sem menn afla sér á einu sviði, á öðm. Það er jú markmið okkar flestra í lífinu að reyna það.“ -grh POL RAFMAGNS- GIRÐINGAR. NÝTT, EINFALT, STERKT EFNI í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ! Pól girðingarstaurar eru framleiddir úr endurunnu rúllubaggaplasti og eru með 10 ára ábyrgð. Pól er Bresk framleiðsla sem svipar mjög til viðar í notkun og hægt er að vinna með efnið á sama hátt; negla, saga, skrúfa og bora með hefðbund- num verkfærum. En samanburðurinn endar hér. Pól girðingar rotna ekki né fúna og eru sterkar, en sveigjanlegar. Ekki þarf að mála (þó það sé hægt) og viðhald er ekkert. Sami staur gengur í hefðbundnar girðingar og rafmagns- girðingar, því Pól staurarnir leiða ekki straum. Pól girðing byggist upp á: Pól staurum (50 x 50 x 1500 mm) Pól renglum (25 x 390 mm) Pól þanvír (650 m lengd á rúllu). Renglurnar eru framleiddar hér á landi og eru boraðar með splittum. Þær eru holar að innan og unnar úr sérstaklega styrktu Polyethelene sem er viðhaldsfrítt. Litur: svartur. Umboðsmenn: Höfn - Þríhyrningur hf. Hellu sími: 98-75886. Þóshamar hf. Akureyri simi: 96-22700. Vélsmiðja Húnvetninga Blönduósi sími: 95-24198. G.H. Verkstæði Borgarnesi sími: 93-72020. UMBOÐSMENN ÚSKAST! Rafmagnsgirðing Rengla 100 cm. 50 cm. 30 m. á milli staura * * AGUST SCHRAM Heildverslun Haukanes 24-210 Garðabær - Sími: 40947 - Fax: 29613 BÓKAUNNENDUR Tryggið ykkur ódýrar og góðar bækur í heimilisbókasafnið áður en sérstak- ur bókaskattur verður lagður á „mestu bókaþjóð í heimi" fýrir að lesa bæk- ur. Til 1. júlí n.k. verða neðangreindar bækur á sérstöku tilboðsverði. □ Fundinnlykil, Norma E. Samúelsdóttir.......kr. 295,- □ Bárusog, Bergsveinn Skúlason...............- 590,- □ íslandsferð, John Coles................- 470,- □ Sprekúrfjöru, Jón Kr. Guðmundsson......- 490,- □ Letftur liðinna daga, viötöl við hestamenn.- 900,- □ Að gera jörðina mennska, Silo..........- 450,- □ Reynslaundirleiösögn, Silo.............- 295,- □ Mannamunur, Jón Mýrdal.....................- 390,- □ Aðeins af ást, Margit Ravn.............- 300,- □ Dumbrauði fálkinn, Sara Hylton.........- 490,- PÖNTUNARSEÐILL: Vinsamlegast sendið mér þær bækur sem ég hef merkt við á þessum pöntunarseðli. Nafn_______________________ Heimili________________ Póstnr.________Staður □ Hvíslandi lundurinn, Sara Hylton.- 490,- □ VemdargripurSets, SaraHylton.......-490,- □ Læknaritarinn, Ib Henrik Cavling.- 390,- □ Sporödrekar í Monte Cario, Ib Henrík Cavling - 390,- □ Sendiherrann, Ib Henrik Cavling.- 490,- □ Annalísa, Ib Henrik Cavling.....- 490,- □ Éggraetaðmorgni, Lillian Roth...- 390,- □ Sóleyjareumar, Guðm. Halldórss.frá BergssL - 690,- □ Islenskirsagnaþættirl-lll... -2.500,- Ef pöntun nemur kr. 4.500,- eöa meira og greiösla fylgir pöntun, er sent burö- argjaldsfritt. Bókaútgáfán Hildur BÆ, 380 KRÓKSFJARÐARNESI. SÍMI 93-47757.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.