Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 12. júni 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJll Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtsljóri: Oddur Ólafeson Fréttastjórar. Birgir Guflmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Sfml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Takmark Friðriks Fjármálaráðherra og menn hans vinna hörðum höndum að undirbúningi fjárlaga fyrir næsta ár, en lögin verða lögð fram strax og þing kemur saman í haust, að venju. Rammi fjárlaga mun vera tilbúinn og verður lagður fyrir ríkis- stjómina eftir ráðherraskipti í næstu viku. Að sögn Morg- unblaðsins er reiknað með 18 milljarða halla á ríkissjóði í ár, en honum á að ná niður í 8-10 milljarða á næsta ári. Samkvæmt því er markmið Friðriks Sophussonar að ná hallanum niður á svipað stig og hann var á síðasta ári Ól- afs Ragnars Grímssonar, forvera hans í ráðuneytinu. Það þýðir að ríkisstjórnin gerir það að baráttumáli sínu og tak- marki að ná útgjöldum ríkissjóðs niður á það stig sem þau voru þegar „fortíðarvandi" hennar var hvað erfiðastur. Fortíðarvandinn, sem núverandi stjómarliðar kenna við ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, er það takmark sem þeir hyggjast ná með niðurskurði, skattahækkunum og öðrum skömngsskap. Sá átján milljarða halli, sem spáð er í ár, er hvergi nærri endanlegur. Stórskerðing á fiskveiðikvótum, sem kemur til framkvæmda með nýju fiskveiðiári í haust, er ekki reiknuð inn í hallaspár eða fjárlagadæmi næsta árs. Ört minnkandi skattheimta vegna tekjurýmunar einstaklinga og fyrirtækja veldur enn meiri halla á ríkissjóði og reynd- ar tekjum sveitarfélaga einnig en áður var gert ráð fyrir. Nútímavandinn yfirskyggir algjörlega þann hallarekstur sem látið er í veðri vaka að sé alvarlegur fortíðarvandi. En framtíðarvandinn er samt sú hrollvekja sem erfiðast er að horfast í augu við og viðurkenna. Það er deginum ljósara að enn þarf að draga saman og hagræða í ríkisrekstrinum og auka tekjumar. Hálfkák og vangaveltur eins og að einkavæða og selja ríkisfyrirtæki hefur hvorki né mun hafa nein áhrif á tekjuöflun ríkis- sjóðs, einfaldlega vegna þess að hvergi finnast borgunar- menn fyrir ríkiseignunum og lítið er upp úr því að hafa að gefa þær, eins og dæmin sanna. Hvergi bólar á tillögum um að gera tilraunir til að ná skattfé af þeim sem betur mega og eiga stóreignir í lönd- um og lausum aurum, verðbréfum og öðmm verðmæt- um. Og með atvinnuleysi og minnkandi tekjum einstak- linganna rýma skatttekjur enn. Því er það tvíbent vopn að draga um of saman og segja upp fólki í spamaðarskyni. Tilboð forsætisráðherra um samráð við stjómarandstöðu og aðila vinnumarkaðar var aldrei annað en fum og kák og óaðgengilegt með öllu. Það em verkefni þeirra, sem kom- ið hafa sér saman um landsstjómina, að leysa vandamál en ekki að búa þau til. Það fer því best á því að þeir, sem kom- ið hafa sér upp nútímavandanum, einbeití sér að lausn íramtíðarvandans, ef þeir þá ráða nokkuð við hann, sem vafasamt má telja. Skerðing fiskaflans er alvarlegt mál, sem ósanngjamt er að kenna ríkisstjóminni einni um. Hún rýrir tekjur þjóð- arinnar vemlega og veikir efnahagslífið. En ekki dugir að leggja árar í bát og draga máttinn úr öðmm atvinnuveg- um eða „hagræða" með slíku offorsi að atvinnuleysið hríð- magnist með tilheyrandi tekjutapi. Það er komið að þeim eftiameiri og tekjuháu að leggja sitt af mörkum til búsins og breyttum aðstæðum hljóta að fylgja breyttir atvinnuhættir og breytt afstaða til nýtíngar landgæða og mannafla. En fyrsta skrefið til að koma einhverju lagi á ríkisfjár- málin er að koma hallanum niður á svipað stig og hann var í stjómartíð Steingríms þegar Ólafur Ragnar passaði kassann. Það er hið mikla talonark Friðriks Sophussonar þessa dagana. r Imerki „Þrælbeinsins Héma á ámnum þóttust blómabömin hafa uppgötvað að þá og þegar gengi í garð öld ástarinnar og kærleikans. Á þeirri öld — sögðu þau — mundu menn taka að elskast af slíkum innileik að öll stríð hyrfu úr sögunni og fara að lifa á „kosmísku" fæði, sem aftur leiddi til að sjúkdómar og vondar hugsanir mundu heyra því liðna til. Plánetan Jörð var semsé að hverfast inn í merki „Vatnsberans" og blómabömin sungu bænaráköll í „Hárinu" um að menn fæm að búa sig undir hina fagnaðarríku tíð. Svo kom söngleikurinn um „Ofurstimið Jesúm“ sem lýsa átti yfir öllu saman. Þetta leit ekki illa út. bömin em dreifð og týnd. Ein- hver em orðin gráir hversdag- menn sem enginn vill elska og mega sjálfsagt ekki einu sinni vera að því að eltast við slíkL Önnur hafa gefist upp á „kosmíska" fæðinu fyrir löngu og safnað holdum og kannske fé, sem hvomgt var á dagskrá á fyrri ámm íturvaxtar og un- aðslegs allsleysis. „Ber mér að gæta bróður míns?“ En þótt endirinn yrði þessi með blómabömin hefur móðir Jörð haldið áfram að snúast um möndul sinn í algeimnum. Sé hún komin inn undir frið- armerkið þá verður þess ekki vart, því hinir „sælu“ friðflytj- endur hafa sjaldan átt dapurri daga en nú og er þá mikið sagt. Sjaldan hafa þeir fremur verið skotspænir haturs og morð- ingja. Hins vegar hefur boð- skapur annarrar manngerðar fengið gott hljóð og heyrist bergmála úr öllum áttum — það er boðskapur þrælbeins- ins. Þrælbeinið er ekki nýtt undir sóIinni.Ættfaðir þess gæti ein- mitt hafa verið drengurinn Kain, sem spurði þessarar bráðskynsamlegu spumingar: „Ber mér að gæta bróður míns?“ Nákvæmlega þessa spyrja þrælbeinssálir vorra tíma oft á degi hverjum. Og þær svara sjálfum sér af hjart- ans einlægni: „Nei — það ber þér svo sann- arlega ekki að gera.“ Kain cr „in“ j Þrælbeinið Kain er í sjálfusér^ lítið annað en persónugerv- ingur tveggja þátta í manneðl- inu af verri sortinni — sér- hyggju og miskunnarleysis. Og eins og þessir þættir hafa alltaf verið til staðar hefúr það verið misjafnt hve umhverfið býr þeim góðar aðstæður til þess að njóta sín. Víst hafa þeir notið sín þegar harðstjórar taka að ríkja — gjaman sam- ferða því þegar láta skal stórar formúlur í trúarbrögðum eða stjómmálum grasséra. En þess finnast varla fyrri dæmi að Kain sé „in“ — að dæmi hans hafi orðið eftirsóknar- verður „lifestyle." Hver maður veit eða finnur að þetta er satt — þrælbeinið er „in“ — og að þessu sinni er það ekkert valdboð sem keyrir menn áfram í eigingiminni og fyrirlitningunni á hagsmun- um og þörf náunga síns. Ókunn ofurstimi? Ekki er nóg með að þessi grunnhugsun verði lesin úr þeim starfsreglum sem nýju, stóm efnahagssvæðin hafa samið handa sér að starfa eftir. Einstaklingamir hafa numið boðskapinn eins og ósýnilega strauma ofan úr stjömuhvolf- inu, eins og eitthvert ofúr- stimi sem enginn kann skil á hafi tekið að verka á þá. Það „ofurstimi" er glögglega þó ekki ofúrstimið „Jesus Christ“. Sjálfsagt hugsar einhver að orsakimar séu nú ekki bein- línis af svo yfirskilvitlegu tagi og benda á fall ríkisins sem átti að verða ríki sameignar og samhjálpar, en varð sér til at- hlægis og dó af (og með) skömm. Þetta er vitanlega áríðandi partur af myndinni og átti ríkan þátt í að gera hugmyndina um mannlega samábyrgð fyrirlitlega. Þörf- inni fyrir að vinna eitthvað í þágu þess sem er fagurt eða á annan hátt af því góða hefúr verið beint yfir á hvali, fugla, ósonlagið, skjaldbökur, tré, höf og svo framvegis — bara ekki í þágu meðbræðra og systra í mannfélaginu. Ef þau ekki bjarga sér sjálf geta kerfi og stofnanir sinnt þeim — sem mönnum finnst þeir enn verða að halda uppi en em margir á móti innst inni. En kannske er borgandi fyrir að þurfa þar með ekki að vita af þessum ómögulegu einstak- lingum. Kælingaráhríf Hugmyndin um að pláneta okkar hafi rambað afvega og hafnað undir óvæntu ofur- stirni sem myndar miðpól merkis „þrælbeinsins" finnst oss því enn freistandi. Gagn- stætt þynningu ósonlagsins eru það kælingaráhrif sem stafar frá þessu merki. Það væri misskilningur að ætla að þessi kæling hafi ekki áhrif á aðra en þá sem betur mega sín. Það er nú eitthvað annað... Þeir sem minnst bera úr býtum bregðast við með að reyna að taka hinum fyrri fram. Þeir læra að mæla ná- unga sinn út og einsetja sér að hann skuli ekkert af sér hafa. Allrahanda nurl verður að eft- irsóknarverðri Iistgrein. Þann- ig verða smælingjamir eins og mökkur af ísnálum sem hverf- ast í þoku undir ofúrstiminu stóra. Enn veit enginn hve lengi þessi áhrif munu vara. Blóma- bömin sögðu að friðartíðin myndi vara um árþúsundir. Megi hamingjan gefa að hnatt- siglingin um áhrifavæði merk- is „þrælbeinsins" vari ekki svo lengi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.