Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. júní 1993 Tíminn 13 Aflinn grillaður um borð Gunnar Leifur Stef- ánsson býður upp á sjóstangaveiði frá Akranesi þar sem bryddað er upp á nýj- ungum: Það færist í vöxt og gerist æ vin- sælla að bregða sér í sjóstangavei&L Frá Akranesi er gerður út fullkom- inn skemmtibátur sem sérstaklega er hannaður fyrir sjóstangaveiði og segir Gunnar Leifur Stefánsson, eigandi Andreu II og skipstjóri, ásóknina vera mikla. Sfðastliðið sumar fóru 634 farþegar með Andreu II. í sjóstangaveiði, en nú er Gunnar kominn með stærri og aflmeiri bát og má því búast við aukningu í sumar. Hann segir þetta vera mjög vinsælt og hentugt fyrir hópa ýmisskonar, td. fyrirtækja- hópa og saumaklúbba. Þá segir hann ásókn útlendinga í veiðina vera að aukast og voru þeir um þriðjungur þeirra sem fóru í sjóstangaveiðina í fyrra. Hver ferð tekur um þrjár klukku- stundir og er algengt að hver ein- staklingur veiði um 30-60 kg, en 20 Gunnar Leifur Stefánsson, eigandi Andreu II, viö stýriö. Timamyndir Pjet- Andrea II. manns komast í hverja ferð og þar af geta 12 verið við veiðar á dekki hveiju sinni. Um borð í Andreu II er gasgrill, þar sem hægt er að grilla aflann. Gunnar gerir að honum og grillar og geta veiðimenn þá gætt sér á aflanum um borð. Auk þess er Gunnar í samstarfi við veitingahúsið Langasand á Akranesi og ef veiði- menn óska þess, þá bíða kokkamir á hafnarbakkanum þegar komið er úr veiðiferðinni og taka við aflanum. Um hálfri annarri klukkustund síðar geta veiðimenn gætt sér á bráðinni á veitingahúsinu Langasandi. Þrátt fyrir að Andrea sé gerð út frá Akranesi, þá sækir Gunnar hópa til Reykjavíkur, gegn vægu aukagjaldi, enda ekki nema um hálfrar klukku- stundar ferð á milli. Þriggja tíma ferð kostar fjögur þúsund krónur fyrir manninn, en tíu manna hópar eða fleiri, fá 10% afslátt. Ef hópar eru sóttir og skilað aftur á sama stað kostar kr. 4500 á manninn. Það skal tekið fram að hægt er að fara í skemmtisiglingar með Andreu II og skiptir þá ekki máli um hvaða tíma sólarhringsins er að ræða. -PS Listalíf í Munaöarnesi I sumar verður Qörlegt listalíf í sölum veitingahússins, auk þess veitingastaðnum Munaðamesi, sem þau verða til sölu. Þá verður sem rekinn er á samnefndum stað lifandi tónlist einnig f hávegum í Borgarfhrði. höfð og mun Megas ríða á vaðið Það er Árberg hf. sem rekið hefur með fyrstu tónleika sumarsins veitingastaðinn allt frá árinu 1988, þann 19. júní. Á meðfylgjandi mynd en áður var hann í höndum BSRB sem tekin var við opnun listasýn- og er hann staðsettur í þjónustu- ingarinnar í Munaðamesi, má sjá miðstöð orlofshúsa BSRB. í sumar frá vinstri, Koggu, ögmund Jónas- munu listamennimir og hjónin son formann BSRB, Magnús Kjart- Kogga (Kolbrún Björgúlfsdóttir) og ansson og Magnús Inga Magnússon Magnús Kjartansson sýna verk sín í veitingamann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.