Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 12. júní 1993 Ferðaþjónusta á Akranesi. Þórdís G. Arthúrsdóttir ferðamálafulltrúi: Auknir möguleikar ferðaþjónustu á Akranesi Akranesbær hefur upp á ýmislegt að bjóða í ferðamálum, þó hingað til hafi bærinn eldd verið nefndur einn af helstu feröamannastöðum landsins. Þórdís G. Arthúrsdóttir, ferðamálafulltrúi Akraness, segist þó sjá aukna möguleika, sem bær- inn hefur ekki nýtt sér til þessa i ferðaþjónustu. Hún segir að það hve fjarlægðin frá Reykjavík sé lítil geti haft sína kosti og galla fyrir ferðaþjónustuna á Akranesi. „Það fer eftir því hverju við erum að sækjast eftir. Vega- lengdin er mjög heppileg fyrir dags- ferðir og einnig fyrir námskeiða- og ráðstefnuhald. Hins vegar fyrir ferðafólk, sem er jafnvel á hringferð f kringum landið, þá erum við of ná- lægt höfuðborginni til að fólkið stoppi hér á ferðum sínum." Á Akranesi er einnig ýmislegt at- hyglisvert í boði fyrir hinn almenna ferðamann. Þórdís segir mikinn áhuga vera fyrir Byggðasafninu í Görðum, þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá sé sjó- stangaveiðin mjög vinsæl, auk þess sem mikil ásókn sé í íþróttaaðstöð- una á staðnum, en hún er mjög full- komin. Þar má finna nýlega sund- laug á Jaðarsbökkum, sem er sér- stök að því leyti að í hana er ekki notaður klór; knattspyrnuvelli, íþróttahús og golfvöll sem er í út- jaðri bæjarins. Undanfarið hefúr verið unnið að því að koma upp vísi að fiskasafni við höfnina, sem hefur að geyma lif- andi sjávardýr. Er fiskunum komið fyrir í kerum, þar sem bryggjuveiði- mönnum gefst kostur á að bæta í safnið. Starfsmenn hafa verið ráðnir til að fylgjast með safninu frá kl. 10.30 til 21.00. Þórdís segir að unnið verði að því að þjónusta betur þá sem dvelja f sumarbústöðum í nágrenni Akra- ness. Boðið verði upp á meiri fjöl- breytni í afþreyingu og kynning Byggöasafnið aö Göröum á Akranesi var stofnaö áriö 1959. Þaö hefur margt at- hyglisveröra hluta aö geyma og geta flestir fundiö eitthvaö viö sitt hæfi þar. aukin meðal sumarbústaðaeigenda á þeirri þjónustu sem Akranes hefur fram að færa. Þá er boðið upp á ýmsa afþreyingu, s.s. hesta- og hjólaleigu. Ferðamenn geta fylgst með minja- gripagerð, þar sem unnið er úr steinum, og stutt er á golfvöllinn. í sumar verður útimarkaður á Akra- torgi um helgar í júní og júlí, þ.e.a.s. ef veður leyfir, og virka daga er hægt að fylgjast með fiskuppboði á Skaga- markaðinum. í fyrra var opnað nýtt og fúllkomið tjaldstæði á lóð Grundarskóla. Þar er stutt í sundlaugina, á íþrótta- svæðið, á Byggðasafnið og á Langas- and. Á tjaldstæðinu er salemisað- staða, útivaskar, losun fyrir húsbíla og grill. íþróttastarfsemi af ýmsu tagi er fyr- irferðarmikil á Akranesi, enda um þekktan íþróttabæ að ræða og íþróttamannvirki eru þar öll til stað- ar. -PS Akraborgin ermjög mikilvæg fyrir feröaþjónustuna á Akranesi. Hafrún, farþegabátur Eyjaferöa hf. Tlmamynd Pjetur BMMWa Sigling með Baldri Breiðafjörðinn er ekki bara hagkvæm stytting á langri leið, heldur ógleymanlegferð með fagra íjalla- sýn og viðkomu í perlu Vesturlands, Flatey. BaldurStykkishólmi, H 93-81120, Fax 93-81093 - Brjúnslœk, Ð 94-2020 Þórdfs G. Arthúrsdóttir, ferðamálafulltrúi Akranesbæjar. Skoðunarferðir um paradís náttúruunnandans á Breiðafirði verða æ vinsælli. Eyjaferðir hafa síðan 1986 boðið upp á slíkar ferðir: Fjölbreytt fuglalíf skoðað og farið á skelfiskveiðar Hjónin Svanborg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson í Stykkishólmi hafa um nokkurra ára skeið rekið Eyjaferðir, sem sérhæfir sig í skoðunarferð- um á sjó. Svanborg Sigurgeirsdóttir segir að bókanir gangi vel fyrir sum- arið. „Þetta hefur gengið ágætlega undanfarið, þrátt fyrir að veðrið hafi verið að stríða okkur. Vinsældir þessara skoðunarferða eru alltaf að aukast og þær verða þekktari með hveiju árinu sem b'ður,“ sagði Svanborg í sam- tali við Tímann. Eyjaferðir sérhæfa sig í skoðunar- ferðum á sjó um eyjasvæði Breiða- fjarðar, sem löngum hefur þótt fag- urt, enda fuglalíf fjölbreytt og lífriki sjávar áhugavert. Boðið er upp á daglegar skoðunarferðir og er þá hægt að velja um mismunandi ferð- ir. Ef um hópa er að ræða, er ferða- tilhögun eftir samkomulagi. í hinum hefðbundnu ferðum eru skoðaðar sérstakar bergmyndanir í eyjunum og fuglalff er skoðað í björgunum. Hápunkturinn er þegar farið er á skelfiskveiðar við Purkey, þar sem veiddur er hörpudiskur, ígulker og krabbar. Farþegar fá síð- an að bragða á aflanum beint úr sjónum og hefur þetta vakið mikla lukku hjá þeim. Eyjaferðir hafa lagt áherslu á að kynna ferðimar í skólum og í starfs- mannafélögum og hafa sent út dreifibréf á hverju ári. En það, sem virðist skila sér best í aukinni að- sókn, virðist vera góð afspum af skoðunarferðunum. Flestir koma fyrir hvatningu einhverra sem hafa farið í ferðir með Eyjaferðum. Það er það sama uppi á teningnum og hjá öðrum aðilum að hlutur útlend- inga í ferðunum fer stöðugt vaxandi. Svanborg segir að það séu ávallt út- lendingar í hverri ferð og að nú sé þeirra hlutur orðinn um helmingur. Eyjaferðir vom stofnaðar árið 1986 og em með sérsmíðaða farþegabáta sem uppfylla ströngustu öryggis- kröfur. Einnig starfrækir fyrirtækið gistiheimili í Egilshúsi, þar sem boðið er upp á tólf herbergi með vöskum, og Hótel Eyjaferðir þar sem em 14 herbergi, með og án baðs, og getur það hýst upp undir 60 manns. Nýtingin hefur að sögn Svanborgar verið ágæt á sumrin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.