Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 23

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 12. júní 1993 Tíminn 23 mikið á útvarp og var fyrstur manna að fá sér sjónvarp þegar það kom til; hafði yndi af tónlist, en var ekki al- æta á það sem hann heyrði í útvarpi og sjónvarpi. Nýrri tónlist, s.s. djass- og poppmúsík, kunni hann illa. Sagði það ekki vera annað en öskur og garg, sem gerði menn vit- lausa, og þá ekki síður dvr, og nefndi óyggjandi dæmi þess. Á yngri árum spilaði hann á harmoniku sjálfum sér og öðrum til ánægju. Hann hafði gaman af að spila ef hann náði í menn til þess. En þó var skákin honum mesta yndi af öllu tómstundagamni hans. Næði hann í einhvern gest eða gangandi, sem var til í skák, sleppti hann ekki því tæki- færi. Og hann var slyngur skákmað- ur. Þannig leyndist með honum margþætt listamannseðli, þó hann væri ekki ávallt uppfærður á lista- manna vísu. Hann var gestrisinn og gjöfull. Axel var heilsuhraustur og lítt kvellisjúkur. Nokkuð er þó síðan fætur hans fóru að bila, einkum hnjáliðir. Gerði það honum erfitt um gang, en þegar hann var kominn út í bát bagaði það hann ekki eins, og var hann vel liðtækur á sjó fram til síðustu ára. Hann hafði á hendi vörslu Gjögursvita eftir lát föður síns, 1943, og hafði raunar haft það á hendi lengur með föður sínum. Og við veðurathugunum á Gjögri tók hann um 1970, er þær færðust frá Kjörvogi er Kjörvogur fór í eyði. Þau störf vann hann af trúmennsku, í almanna þágu. Að sveitarstjórnar- málum kom hann aldrei nema sem óbreyttur borgari. Lét þau mál sér oftast í Iéttu rúmi liggja. Ég ætla að ljúka þessum slitróttu minningabrotum mínum um vin minn, Axel á Gjögri, með því að segja frá síðustu samfundum mín- um við hann í lifanda lífí. Það var á annan páskadag s.l., að messað var í Árneskirkju. Kirkju- sókn var góð og margt sóknarbarna komið í kirkju. Allir höfðu sest í sæti, ekki búist við fleiri kirkjugest- um og athöfnin að byrja. En þá eru kirkjudyrnar opnaðar og inn koma þeir Gjögursfeðgar, Axel og Jakob. Þeir gengu til sætis og messan fór fram. — Þama, öllum á óvænt, var Axel kominn og sestur á meðal okk- ar í nýju kirkjunni okkar. — Ég get ekki lýst því hver fögnuður fór um hug minn við það. Og ég vissi að eins var um okkur öll, sem þarna vorum, við að sjá blessaðan öldung- inn þarna á meðal okkar. — Friður hvíldi yfir honum og það geislaði af honum birta og hlýleiki í svip hans. Að athöfn lokinni stóð hann upp og heilsaði okkur hverju af öðru með þeim hjartans innileik að enginn var ósnortinn af því. Hann umfaðm- aði okkur hvert af öðru með þeim innileik, sem kom frá innstu hjart- ans rótum eins og aldrei hefði neitt í milli borið. Og við umföðmuðum hann á sama hátt. Mér liggur við að segja, með grátklökkri gleði yfir að sjá hann og finna nálægð hans með þessum hætti á þessum stað eftir það sem gerst hafði og hann átt nokkurn þátt í. Öll kepptumst við um að fagna honum og láta hann finna hvað gleði okkar var rík. Þessi fagnaðarstund var hápunktur þeirrar guðsþjónustu, sem þarna fór fram. Þó ekkert annað hefði gerst, þá var það hrein og sönn guðsþjón- usta, helguð friði, kærleika og sátt- um, sem Axel innsiglaði með nær- veru sinni og átti frumkvæði að. — Það var og verður okkur, sem þarna vorum samankomin, helg stund, hrein og sönn guðsþjónusta. Andi Guðs var yfir okkur, ekki síst fýrir nærveru hans á meðal okkar. Og við héldum okkur finna í því fyrirheit um að hann ætlaði að koma oftar í kirkju með sama hætti. En svo varð ekki. Stutt var til næsta áfanga. Með nálægð sinni þessa stund hafði hann innsiglað þann sáttmála, sem sfst má brjóta í jafn fámennu samfé- lagi og við búum við, með veikum undirstöðum á marga lund. Þökk sé honum fyrir það. Útför hans fór fram að Árnesi laug- ardaginn 22. maí í góðu veðri að viðstöddu fjölmenni. Nálega allir heimamenn fylgdu honum til grafar og böm hans komu og fylgdu hon- um síðasta spölinn og fjöldi barna- bama var þar samankominn til að þakka samvistina með honum, sem mörg þeirra höfðu notið heima á Gjögri. Sum þeirra hafa minnst hans látins með ágætum. Það fyllir í eyður þessara minningarbrota minna. Ég votta öllum aðstandend- um hans samúð mína við fráfall hans og óska þeim blessunar. Að endingu færi ég honum, fyrir mfna hönd og allra sveitunga hans, innilegar þakkir fyrir langa og góða samfylgd og vináttu. —Árneshrepp- ur er mun fátækari þegar hann er horfinn úr hópnum. „Farþú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. “ Bæ, 31. maí 1993, annan dag hvítasunnu, Guðmundur P. Valgeirsson Það var einmitt föstudaginn 14. maí, að við hjónin vorum um morg- uninn að tala um að líklega kæmi Axel í dag. Það hafði verið gott veð- ur undanfarna daga, og við vissum að hann hefði verið á sjó, en nú hafði veður spillst, og ekki sjóveður, svo það var líklegt að þeir feðgar kæmu til að versla uppá helgina. En Axel kom ekki í verslun daginn þann. í hádeginu fréttum við að hann hefði látist um morguninn. Mann setti hljóðan. Þó Axel væri orðinn gamall maður, bar hann ekki merki dauðans, en svo skammt er þama á milli. Þarna hafði fallið dómur, sem ekki varð áfrýjað. Eitthvert tóm var eftir við þessa frétt, því það var ævinlega tilbreyt- ing þegar Axel kom. Það var svo notalegt að staldra við um stund og spjalla við hann. Hann hafði frá mörgu að segja, og samtalið var allt- af blandað góðlátlegri glettni, og skildi eitthvað eftir, sem ekki gleymdist strax. En nú var því lokið og ekki þýddi um að sakast. Axel Thorarensen var fæddur á Gjögri 24. október 1906. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Sigrún Guðmundsdóttir frá Kjós hér í hreppi — í móðurætt var hann því af hinni fjölmennu Pálsætt, sem kennd er við Kaldbak — og Jakob Jens Thorarensen, sem lengst af var bóndi og sjómaður á Gjögri, en var frá Kúvíkum. Föðurafi Axels var Jakob Thoraren- sen, kaupmaður við Reykjarfjarðar- verslun (Kúvíkur). Föðurætt Axeis má rekja til ey- firskra embættismanna, og m.a. var Stefán Þórarinsson, amtmaður á Möðruvöllum, langalangafi hans. Axel var einn níu systkina, þar af tvö hálfsystkini, og var Jakob Thor- arensen skáld hálfbróðir hans. Öll eru þessi systkin nú látin, nema yngsti bróðirinn, Karl. Axel ólst upp á Gjögri og þar ól hann allan sinn aldur. Á Gjögri byggðu menn afkomu sína á sjávar- fangi og smávegis landnytjum, enda er Gjögur fornfræg veiðistöð. Inn í þetta umhverfi fæddist Axel, og varð snemma þátttakandi í brauðstriti forfeðra sinna, sem varð honum drjúgt veganesti, því á þessu byggði hann afkomu sína til dauðadags. Um 1930 tók Axel upp sambúð við frændkonu sína, Agnesi Guðríði Gísladóttur, sem einnig var fædd og uppalin á Gjögri. Stofnuðu þau heimili á Gjögri, þar sem þau bjuggu til æviloka. Þeim fæddust níu börn, eitt lést í frumbernsku, en einn sonur þeirra, Ölver, lést full- tíða maður. Fimm dætur þeirra eru fluttar úr byggðarlaginu, en bræð- urnir tveir, Olafur og Jakob, hafa haldið heimili á Gjögri með foreldr- um sínum. Má nærri geta, að húsmóðirin unga hefir mátt taka til hendi við umönnun barna og heimilis. Hún lagði allt í sölurnar fyrir heimilið, var dugleg og reyndi allt hvað hún gat að halda fátæklegu heimilinu þrifalegu. Eins og margar húsmæð- ur á hennar reki, sem helguðu sig heimilinu, heimti hún daglaun sín að kvöldi við það eitt að sjá vöxt og viðgang barnanna. Agnes reyndist vanda sínum vaxin, um það bera bömin gott vitni. Agnes lést fyrir tæpu ári, farin að kröftum eftir að hafa lokið farsælu ævistarfi. Heimilisfaðirinn lá heldur ekki á liði sínu, og kom sér nú vel kunn- átta kynslóðanna, veiðiskapurinn, sem hann hafði ungur tileinkað sér. Þó fiskimið við Gjögur væru feng- sæl og stutt að fara, var sjósóknin kaldsöm á opnum bát, enda bar Axel þess merki á gamals aldri. Hann varð veiðimaður af lífi og sál, og á veiðiskapnum framfleytti hann fjöl- skyldunni. Hann varð snillingur að handleika byssuna og öngulinn. Hann var sannur veiðimaður að því leyti, að öll rányrkja var honum á móti skapi og gagnrýndi hann hana harðlega. Hann miðaði ekki byss- unni til þess eins að sjá dýrið falla, eða vita hvort hann hitti. Hann gerði það til að afla heimilinu matar og það var honum lífsnauðsyn, enda færði byssan fjölskyldunni margan málsverð. Axel tók sér fleira fyrir hendur. Um áratuga skeið var hann vitavörður við Gjögurvita. Tók við því af föður sínum, eftir að hafa aðstoðað hann við það í ellinni, og seinni árin með aðstoð Jakobs sonar síns. Þannig hefur starfið fylgt ættliðunum. Þá hefir hann einnig með aðstoð Jak- obs annast veðurathuganir á Gjögri um tuttugu ára skeið. Þó Axel væri ekki víðförull um dag- ana, var hann orðinn landsþekktur maður af viðtölum í blöðum og sjónvarpi. Hann var veiðimaður af lífi og sál, hann hafði útlit veiði- mannsins, hann hafði frásagnargáfu og frásagnargleði veiðimannsins. Frásögn hans var ávallt sönn og öfgalaus. Hann var fulltrúi liðins tíma, og það var ekki að ófyrirsynju að menn Ieituðu í „smiðju" til hans. Líf Axels var ekki eingöngu bundið veiðiskapnum, honum var fleira til lista lagt. Hann var tónlistarunn- andi og spilaði sjálfur lengst af á harmoniku og munnhörpu. Elsta dóttir hans, Jóhanna, minnist þess að þegar hún var barn þá klæddi hann sig uppá í góðviðri á sunnu- dögum, fór út á bæjarhólinn og spil- aði þar á harmoniku, og börn og unglingar úr nágrenninu komu og hlustuðu. Hann spilaði einnig fyrir dansi á yngri árum. Taflmaður var hann ágætur og iðkaði það til dauðadags, og sneri þar oft á sér yngri menn. Axel, eins og fleiri á hans aldri, mundi tímana tvenna, þegar hann var unglingur og frameftir öldinni var iðandi mannlíf á Gjögri. Hann var áhorfandi að fólksfækkun þar, sem kom í kjölfar breyttra atvinnu- hátta, og minnkandi atvinnu í byggðarlaginu. Axel gaf sig ekki að því, hann hélt ótrauður áfram við sitt, seinni árin með aðstoð Jakobs sonar sfns, og honum átti hann um- fram allt að þakka að geta unað glaður við sitt til endadægurs. Á gamals aldri bar hann merki vos- búðarinnar, hendurnar voru hnýtt- ar, fæturnir bognir, en þó var hanr. hraustur og bar aldurinn vel. Það féll aldrei niður róður hjá Axel, dag- inn fyrir andlát sitt réri hann tvisv- ar. Hann var að leggja netin, vorið var búið að vera erfitt, en nú voru góðviðrisdagar og það var hann reiknaði með að grásleppan væri að ganga á miðin, og þá amaði ekkert að. En grásleppan gekk ekki á mið- in, en Axel hefði tekið því með jafn- aðargeði, það er eðli hins sanna veiðimanns að þekkja öll tilbrigði náttúrunnar. Axel var jarðsettur frá Árneskirkju laugardaginn 22. maí, að viðstödd- um fjölmennum hópi afkomenda og sveitunga. Við kvöddum þennan vin okkar með virðingu og þökk, og fundum glöggt, þegar við stóðum yfir moldum hans, að þarna var genginn fulltrúi liðins tíma og hér voru þáttaskil. Við fundum líka, að hér var genginn maður, sem ekkert var að vanbúnaði, börnin uppkomin og Iífsförunauturinn farinn á undan honum. Blessuð sé minning Axels á Gjögri. Við hjónin og börn okkar sendum börnum hans og öðrum vanda- mönnum innilegustu samúðar- kveðjur. Á hvítasunnudag árið 1993, Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregið veröur I Sumarhappdrætti Framsðknarflokksins 9. júli 1993. Vetunnarar flokksins eru hvattir til að greiöa heimsenda giróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91-28408 og 91-624480. FiramsdknarftoWturfhn Landsstjóm LFK Fundur verður I Landsstjóm LFK föstudaginn 18. júnl kl. 20.44 að Kársnesbraut 99, Kópavogi. Rætt verður um Landsþingið i haust. Framkvæmdasljóm LFK Félag framsóknarkvenna Ámessýslu Vetrarstarfi félagsins lýkur með kvöldstund I Sklðaskálanum Hveradölum þriðju- dagskvöldið 15. júnl kl. 20.00. Kvöldverður — létt spjall Þátttaka tilkynnist fyrir 13. júnl hjá Margróti Þórðardóttur I slma 76568 eða Þóru Einarsdóttur I sima 22606. Allar konur velkomnar. Stfómki Aðalfundur— Framsóknarmenn Akranesi Aðalfundur Framsóknarfélagsins verður haldinn mið- vikudaginn 16. júnl kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. □agskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kosið I nefndir Ingibjörg Pálmadóttir ræðir stjórmmálaviðhorfið. Stjómki Ingibjörg Vorferð Freyju félags framsóknarmanna I Kópavogi, verður farin að Nesjavöllum næstkomandi sunnudagskvöld 13. júnl. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 20. Góðar veitingar I boöi á 800 krónur Tilkynna þarf þátttöku I slma 40576 (Katrin) eða 43774 (Sigurbjörg). StjómFmyju Unnur Stef&nsdóttlr Asta Ragnhelöur Inglbjörg Stjómmálanefnd L.F.K. Fundur verður haldinn þriðjudaginn, 15. júnl nk. ki. 17.00 að Hafnarstræti 22, annarri hæð. Dagskrá: 1. Landsþing L.F.K. Unnur Stefánsdóttir. 2. Nýsamþykkt jafnréttisáætiun til fjögurra ára. Ingibjörg Pálmadóttir. 3. Skipulögð stjómmálaumræða fyrir konur. Ásta R. Jóhannesdóttir. Guðmundur Valgerður Finnur Norðuríandskjördæmi eystra Alþingismennimir Guðmundur Bjamason, Valgerður Svemsdóttir og Finnur Ing- ólfsson verða til viötats sem hér segir Á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, þriðjudaginn 15. júní kl. 17.00-19.00. I Garðari, Garðarsbraut 5, Húsavik, miðvikudaginn 16. júnl ki. 17.00-19.00. Innilegar þakkir til allra þeirra plmörgu, sem sýndu okkur samúö og hlý- hug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa Gríms Eiríkssonar frá Ljótshólum Drápuhlíö 42 Ásta Sigurjónsdóttir Elríkur Grfmsson Anna Grfmsdóttlr Runólfur Þoiiáksson og bamaböm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.