Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 12. júní 1993
Til sölu
Volvo 610 árg. 1980 með kassa 25 m3 og lyftu.
Verð u.þ.b. 400-600 þúsund kr.
Upplýsingar í síma 985-24827
Forstöðumaður
skrifstofu Byggðastofnunar
á Sauðárkróki
Undirbúningur að stofnun Byggðastofnunar á Sauðárkróki
stendur nú yfir og leitar stofnunin að forstöðumanni fýrir
skrifstofuna.
Skrifstofum stofnunarinnar utan Reykjavíkur er ætlað að
annast verkefni stofnunarinnar í vaxandi mæli.
Skrifstofu Byggðastofnunar á Sauðárkróki er ætlað að ann-
ast samskipti stofnunarinnar við fyrirtæki, sveitarfélög og
aðra á Norðurlandi vestra. Auk þess verður unnið að ýms-
um verkefnum sem ná til landsins alls.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
bankamanna og bankanna.
Þeir sem hug hafa á að sækja um starf þetta eru beðnir um
að senda umsókn sína, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsreynslu, til Guðmundar Malmquist, forstjóra
Byggðastofnunar, sem veitir nánari upplýsingar um starfið,
fyrir 30. júní 1993.
Byggðastofnun
Rauðarárstíg 25 — 105 Reykjavík — Slmi 91-605400.
Bréfsími 91-605499 - - Græn lína 99-6600.
Atvinnu-
auglýsing
Þjóöfélag
án þröskulda
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, aug-
lýsir eftirtalin störf:
Fjármála- og fjáröflunarfulltrúi
HLUTVERK fjármála- og Ijáröflunarfulltrúa er að bera
ábyrgð á allri fjáröflun Sjálfsbjargar og sinnir hann jafriframt
gjaldkerastörfum. Óskað er eftir starfsmanni sem getur haft
fóimkvæði að nýjum fjáröflunarieiðum.
KRÖFUR eru gerðar til þess að hann hafi góða menntun og
reynsla af fjáröflun er mikilvæg. Tölvukunnátta og kunnátta
í ensku og einu Norðuriandamáli er nauðsynleg. Æskilegt er
að viðkomandi hafi einnig nokkra reynslu og áhuga á sviði
félagsmála og geti hafið störf sem fýrst.
Skrifstofumaður í hálft starf
Viðkomandi þarf að sinna öllum almennum skrifstofustörf-
um svosem frágangi á pósti, símvörslu, viðhaldi nafriaskráa
og skjalavörslu. Hann sér um færslu bókhalds og aðstoðar
við sérstakar framkvæmdir í kynningarátaki og fjáröflun.
Tölvukunnátta og kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli
er nauðsynleg. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig
nokkra reynslu og áhuga á sviði félagsmála og geti hafiö
störf sem fyrst.
KYNNING: Sjálfsbiörg, landssamband fatlaðra, er samtök
hreyfihamlaðra á íslandi. Aðildarfélögin eru 16 og félags-
menn um 2.400. Hlutverk Sjálfsbjargar er meðal annars að
vinna að því að tryggja hreyfihömluðum jafnrétti og sam-
bærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna.
Skriflegum umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, ber að skila á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12,
105 Reykjavík, ekki síðar en 21. júní. Upplýsingar veita
Tryggvi Friðjónsson og Sigurður Einarsson í síma (91) 2 91
33 á skrifstofutíma.
Guöjón Hauksson, deildarstjóri véladeildar Ingvars Helgasonar hf.
Véladeild Ingvars Helgasonar hf. Guðjón Hauksson deildarstjóri:
Vélar og tæki fyrir
allt sem þarf að gera
„Ingvar Helgason hóf viðræður
árið 1991 við Sambandið og Jöt-
un um að yfirtaka vélasölu Jötuns
og vélaumboð þess. Gengið var
frá samningum um bflaumboð
Jötuns um áramótin síðustu og í
aprfl sl. var síðan gengið frá sölu-
umboði fyrir vélarnar og við flutt-
um hingað að Sævarhöfða 2 og
hér hefur vélasalan verið rekin
siðan,“ segir Guðjón Hauksson,
forstöðumaður véladeildar Ing-
vars Helgasonar. Guðjón var áður
starfsmaður véladeildar Jötuns og
þar áður Sambandsins, en varð
starfsmaður Ingvars Helgasonar
hf., ásamt nokkrum öðrum fyrr-
verandi starfsmönnum Jötuns,
við yfirtökuna.
Guðjón segir það eftirtektarvert
hve fyrrum viðskiptavinir Jötuns
hafi verið sáttir við að einmitt Ing-
var Helgason yfirtók rekstur Jöt-
uns og þeir hafi haldið tryggð við
sín vörumerki áfram. „Þetta eru
gæðavörur og það komu mörg fyr-
irtæki til greina með að taka við
umboðum Jötuns og bændur eru
mjög sáttir við að þau skyldu hafna
hér,“ segir Guðjón. „Bændur hafa
gegnum árin verið einn af stærri
viðskiptahópum Ingvars Helga-
sonar og keypt af fyrirtækinu bfla,
m.a. Subaru og Nissan. Menn hafa
trú á að véladeild IH sé framtíðar-
fyrirtæki í landbúnaðarvélum,
enda er IH hf. fjárhagslega sterkt
og vel kynnt út á við. Ég held því
að við höfum alla burði til þess að
ná aftur upp þeirri markaðshlut-
deild í landbúnaðarvélum sem
Sambandið hafði á árum áður, eða
um 40%.“
Mjög hörð samkeppni er á land-
búnaðarvélamarkaðinum, sem
hefur dregist verulega saman.
Guðjón segir að á móti hafi komið
að bændur vandi nú betur vélaval
sitt og kaupi fremur góðar og við-
urkenndar vélar en þær ódýrari. í
samræmi við þetta hafi t.d. Mass-
ey-Ferguson aukið hlutdeild sína
hér um 33% síðustu tvö árin.
Massey-Ferguson framleiðir eink-
um dráttarvélar fyrir hefðbundinn
landbúnað, en auk þess fást minni
vélar sem eru ætlaðar til léttari
starfa, svo sem í garðyrkju og á
vegum bæjarfélaga. Þær eru frá 4
hö. upp í 24 hö. Auk þess að hafa
umboð fyrir Massey-Ferguson
dráttarvélar selur véladeild Ing-
vars Helgasonar einnig minni vél-
ar af gerðinni Iseki frá Japan, en
við þær vélar fæst mjög fjölbreytt
úrval hvers kyns vinnuvéla og
búnaðar. Iseki-vélarnar hafa mjög
átt upp á pallborðið hjá garðyrkju-
bændum og garðverktökum, m.a.
til þess að ganga frá sumarbústað-
alóðum og setja upp bústaði. Fyrir
sumarbústaðaeigendur bjóðum
við líka upp á bæði mótorknúnar
rafstöðvar og dælur. Rafstöðvarnar
eru frá 0,6 kW upp í 10 kW og dæl-
umar eru af fjölmörgum stærðum
og gerðum, bæði til þess að dæla
upp í safngeyma eða beint í kran-
ana. Þá eigum við fjölmargar gerð-
ir sláttuvéla til að slá garða, tún,
íþróttavelli og golfvelli, auk sláttu-
véla fyrir landbúnaðinn. Ég vil
gjaman nefna kólfasláttuvélar til
að tengja við dráttarvélar, en kólfa-
vélamar jafna landið og taka ofan
af þúfum auk þess að slá. Auk þess
sem við eigum mjög mikið úrval
véla og tækja á Iager, þá emm við í
sambandi við gríðarlegan flölda
fyrirtækja sem við getum útvegað
hvers konar vélar og búnað frá
með stuttum fyrirvara. Þar er um
að ræða vélar fyrir bændur, sum-
arbústaðaeigendur og raunar
hvern sem er.“
Þær vélar, sem einkum snúa að
landbúnaði, em Massey-Ferguson,
Kverneland, PZ og Kuhn. Auk
þeirra selur véladeild IH banda-
rískar Dresser og japanskar Fu-
rokawa þungavinnuvélar af ýmsu
tagi, svo sem beltagröfur, jarðýtur,
veghefla og margt fleira. Þá má
nefna Linde- vömlyftara, en Linde
er stærsti framleiðandi vömlyftara
í heiminum eftir að fyrirtækið
keypti Lancing- lyftarafram-
leiðslufyrirtækið fyrir fáum ámm.
Linde framleiðir lyftara í verk-
smiðjum í Þýskalandi, Bretlandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum allt
frá 100 kg lyftumm upp í 42 tonna
gámalyftara. Fáanlegir em bæði
raf- og dísilknúnir lyftarar. Véla-
deild IH hefur náð milli 80-90%
markaðshlutdeild í rafknúnum
lyftumm til nota í vöruskemmum
með hillukerfi. Þá höfum við um-
boð fyrir Perkins, einn stærsta dís-
ilvélaframleiðanda heims, og út-
vegum vélar í bfla, báta, vinnuvél-
ar og hvað sem er.
Ennfremur seljum við vömbfla
frá Nissan og Isuzu í Japan, sem er
stærsti framleiðandi vömbfla í
heiminum, bandaríska Navy Star-
vömbfla sem ekki hafa verið mark-
aðssettir hér enn.“
— Hvaða breyting í vélanotkun
landbúnaðarins hefur þér fundist
afdrifaríkust?
„Stærsta breytingin er þegar
rúllupökkunaraðferð við heyverk-
un var tekin upp og bændur snem
sér að mestu frá öðmm heyskapar-
aðferðum. Nú er heyinu rúllað upp
í bagga, sem pakkaðir em inn í
plastfilmu. Nú þarf ekki einu sinni
hlöður til að geyma heyið, því að
heyið getur geymst hvar sem er.
Helsti ókosturinn er kannski sá að
baggar á víð og dreif em ekki fög-
ur sjón, en flestir raða þeim nú
smekklega upp heima við. Rúllu-
baggaverkunin hefur sparað geysi-
mikið bæði í mannskap og svo
geymslukostnaði. Okkar rúllu-
baggavélar em þannig búnar að
hægt er að gera í þeim bagga allt
frá 1,20 m á breidd og 80 sm á
þykkt og upp í 1,20 sinnum 1,80,
þannig að verktakar, sem hafa ver-
ið að binda fyrir bæði hestamenn
og bændur, geta komið til móts við
þarfir viðskiptavina sinna. Hesta-
maðurinn vill hafa baggana minni
til að geta borið þá inn, en bónd-
inn, sem hefur stærri vélum á að
skipa, nýtir sér stærri baggana."
í húsnæði véladeildar IH er fal-
lega endurbyggð dráttarvél af
gerðinni Farmall A og miðað við
algengustu stærðir dráttarvéla á
íslandi nú sýnist Farmallinn agn-
arsmár. Er raunvemlega þörf á að
vera með þessa risatraktora?
,Aðal dráttarvélamarkaðurinn
krefst véla frá 70-90 ha. Þegar
menn em með rúllubindivél aftan
í vél og söxunarbúnað framan á
henni, sem er allt að 2,40 m á
breidd, þá veitir einfaldlega ekkert
af þessu; ég tala nú ekki um ef
hægt á að vera að halda sæmileg-
um vinnuhraða. Claas-rúllubindi-
vél er um 900 kg á þyngd og hún
bindur bagga sem em 4-700 kg,
svo það veitir ekkert af að vera
með sæmilega vél á stómm dekkj-
um til að forðast að hún hreinlega
sökkvi í túnin,“ segir Guðjón
Hauksson að lokum.