Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Laugardagur 12. júní 1993
Ferðaþjónusta á Vestfjörðum. Anna Margrét Guðjónsdóttir
w ferðamálafuiitrúi:
Lögö er áhersla á mikla náttúrufegurö, þegar Vestfiröirnir eru kynntir sem val-
möguleiki til feröalaga. Þessi mynd er tekin á Hornströndum.
Fyrir tæpu ári var ráðinn ferða-
málafulltrúi á Vestfjörðum, sem
hefur aðsetur á ísafirði og var
Anna Margrét Guðjónsdóttir ráðin
til starfans. Hún sagðist í samtali
við Tímann hafa miHa trú á
mðgulelkum Vestfjarða í ferða-
þjónustu, enda sé þar um framtíð-
arsvsði að ræða.
„Við leggjum mikla áherslu á
óspillta náttúru og kyrrðina hér á
Vestfjörðum, auk stórkostlegs
landslags," sagði Anna Margrét
Guðjónsdóttir. Hún lagði áherslu á
að með þessu væri átt við alla Vest-
firðina, en ekki einungis, norður-
svæðið, þ.e.æs. Homstrandir og
Jökulfirði. „Það kom berlega í ljós,
þegar við héldum samkeppni um
nýtt merki fyrir ferðaþjónustuna,
að náttúrufegurðin og kyrrðin er
ofarlega í huga manna."
Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki
í ferðaþjónustu á ísafirði, Vestur-
ferðir, sem skipuleggur ferðir um
Vestfirði. Anna Margrét sagði að
efdr að Ferðaskrifstofa Vestfjarða
hefði hætt starfsemi á síðasta ári,
hefði verið mikil þörf fyrir ferða-
þjónustufyrirtæki af þessu tagi og
þeirri þörf hefði nú verið fullnægt
Vesturferðir bjóða upp á mjög fjöl-
breytt úrval, bæði dagsferða og
lengri ferða, þar sem lagt væri upp
frá Isafirði.
Anna Margrét sagði að þróun í
ferðaþjónustu hefði verið hægari
undanfarin ár, en í öðrum lands-
hlutum. Þar kæmi til að atvinnu-
leysi hefði verið þar minna en víð-
ast hvar annars staðar. Þegcir at-
vinnuleysi væri hins vegar að auk-
ast hefðu íbúar á Vestfjörðum farið
að sýna ferðaþjónustu meiri áhuga
og nú væri að hennar áliti mikil
vakning f ferðaþjónustu og mikill
hugur í fólki.
Arin 1991-92 var unnið að stefnu-
mótun fyrir ferðaþjónustu á Vest-
fjörðum á vegum ferðamálasam-
taka, Byggðastofnunar og Iðn-
tæknistofnunar. Anna Margrét seg-
ir þetta hafa verið mjög faglega út-
tekt á stöðu mála og hvemig menn
sjái þróunina á næstu fimm árum.
Unnið hefur verið eftir þessu
plaggi og var fyrsta verkefnið að
ráða ferðamálafulltrúa. Síðan þá
hafi verið settur mikill kraftur f
vinnuna. Mikið starf hefði verið
unnið í vetur og til að mynda hefur
verið komið á fót minjagripafram-
leiðslu.
„Ég hef trú á framtíð ferðaþjón-
ustu á Vestfiörðum. Það segja allir
við mig að Vestfirðir séu framtíðar-
svæði, akurinn meira og minna
óplægður og allt svæðið hreint og
ómengað. Ég hef sagt það áður að
ég hefði ekki ráðið mig sem ferða-
málafulltrúa á Gullfossi og Geysi,
eða Mývatni. Vestfirðir eru fram-
tíðarsvæði," sagði Anna Margrét að
lokum. -PS
Þægileg hótel og gistiheimili með 24
herbergjum. Bátsferðir um eyjarnar óteljandi
í Breiðafirði þar sem skelfiskur er veiddur
og snæddur um borð. Fjölbreytt fuglalíf,
sérstæðar bergmyndanir og sjávarfalls-
straumar, lifandi leiðsögn.
- Ógleymanlegt ævintýri -
Eyjaferðir Stykkishólmi
1 Simi (93) 81450,
m fax (93) 81050 /
Anna Margrét Guöjónsdóttir hefur um tíu mánaöa skeiö starfað sem feröafulltrúi
Vestfjaröa.
Flugfélagið Ernir á ísafirði mun í sumar bjóða upp á
nýja þjónustu:
Boðið upp á flug
til Reykjafjarðar
Flugfélagið Emlr, sem starfrækt er
á ísafirði, mun í sumar bjóða upp á
ferðir til Reykjafjarðar, en þar er
flugvöllur sem meðal annars TWin
Otter-flugvél getur lent á, en ekki er
bfifært til Reykjafjarðar. Hörður
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Ernis, segir að ef vel tekst til, þá sé
það stefnan að flogið verði einu
sinni á dag yfir sumartímann til
Reykjafjarðar.
Hörður segir að Reykjafiörður sé
að mörgu leyti mjög góður staður til
að leggja upp í skemmri gönguferð-
ir. Stutt er upp á Drangjökul og f
Hrafnsfiörð, Homstrandir og fleiri
staði. A staðnum er einnig nýupp-
gerð heit laug og því tilvalið fyrir þá,
sem koma úr löngum og erfiðum
göngum, að láta þreytuna líða úr
fótum sér í heitu vatninu. Þá eru
einnig nýuppgerðir búningsklefar á
staðnum.
Flugferðin til Reykjafiarðar mun
kosta að sögn Harðar um 3.600
krónur aðra leiðina.
Hörður segir að það komi einnig til
greina að fljúga á aðra staði á
Ströndum, en reyndar sé ekki margt
um góða flugvelli þar. Þó er mögu-
leiki á að fljúga til Fljótavíkur og
sagðist Hörður búast við að Emir
myndu bjóða upp á leiguflug þang-
að.
Hörður segir að það sé nánast alveg
nýtt fyrir Emi að starfa með beinum
hætti í ferðaþjónustu. Reyndar hafi
verið boðið upp á það í nokkur ár og
er orðið nokkuð vinsælt meðal út-
lendinga að fara í póstflug um Vest-
firði á morgnana. Það hefúr meðal
annars verið auglýst erlendis. Ferð-
in tekur um tvo og hálfan tíma og er
þá lent á Suðureyri, Flateyri, In-
gjaldssandi, Þingeyri, Bfidudal og
Patreksfirði, auk þess sem flogið er
að Látrabjargi, ef veður er gott
-PS
„Vildarkjör" á
Vestfjörðum
Aðilar í ferðaþjónustu á Vestur-
landi og á Vestfjörðum hafa tekið
sig saman og bjóða nú ferðamönn-
um upp á „Vildarkjör“ á Vestfiörð-
um, sem er afsláttarpakki fyrir þá
sem kaupa gistingu í þijár nætur.
Um er að ræða tvo möguleika,
annars vegar 15% afslátt af gist-
ingu og morgunverði í þrjár nætur
á Hótel Flókalundi, Hótel ísafirði
og Hótel Eddu, þar sem áhersla er
lögð á góð hótel með handlaugum
og góðum mat. Og f pakka 2 er 15%
afsláttur af gistingu og morgun-
verði á Gistihúsi Erlu Patreksfirði,
Gistiheimili Aslaugar á ísafirði og
Gistiheimilinu Borgarbraut 4,
Hólmavík. Þama em snyrtileg og
góð gistiheimili þar sem hægt er að
gista í uppbúnum rúmum eða
svefnpokaplássum. í báðum tilvik-
um geta gestir gist eina nótt á
hverjum gististað, auk þess sem
þeir fó 15% afslátt af áframhaldandi
gistingu. Auk þessa býður Hótel
Bjarkarlundur í Reykhólasveit 15%
afslátt af gistingu og morgunverði.
Samkomulag hefur tekist við
ýmsa aðra aðila í ferðaþjónustu á
Vestfjörðum og í Stykkihólmi um
að veita handhöfum tilboðsins af-
slátt af þjónustu sinni. Þar er um
að ræða þjónustu af ýmsu tagi,
veitingastaði, skemmtisiglingar og
ferjur, afþreyingu og fleira.
Söluaðilar á „Vildarkjörum“ Vest-
fiarða em Ferðaskrifstofa íslands í
Reykjavík og Ferðaskrifstofan Vest-
urferði á ísafirði, auk allra gisti-
staðanna.