Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 12. júní 1993 Tíminn 15 + m Gamli „ Kvennabragginn ‘ hefur fengið á sig upprunalega mynd. Hann hefur undanfarín ár hýst Hótel Djúpavík, sem stjórn- að er af hjónunum Evu Sigurbjörnsdóttur og Asbirni Þorgilssyni. „Kvennabragginn" hýsir Hótel Djúpavík Að innan hefur .Kvennabragginn' verið færður f nýtfskulegt horf, þarsem heim- ilislegt andrúmsloft ræður ríkjum. í Djúpuvík við Reykjarfjörð á Ströndum var á síldarárunum starf- rækt sfldarverksmiðja, en efdr hrun sfldarstofnsins var verksmiðjunni lokað. Nú er starfrækt hótel í Djúpuvík og þar ræður Eva Sigur- bjömsdóttir hótelstýra ríkjum. „Reksturinn hefur gengið vel og er alltaf að aukast með hverju árinu sem líður. Hins vegar er þetta voða- lega stuttur tími sem við höfum á að byggja. Það hefur verið töluvert um bókanir og talsvert um hópa,“ sagði Eva. Ásbjöm Þorgilsson, eiginmaður Evu, sér um viðgerðarþjónustu og bensínafgreiðslu á staðnum. Á Hótel Djúpavík eru átta tveggja manna herbergi og tvö fjögurra manna og getur hótelið hýst 24 í rúmum. Á herbergjum em hand- laugar, auk þess sem snyrtingar em góðar og með sturtum. Boðið er upp á bátsferðir, útsýnisferðir á sjó og Iandi, en náttúmfegurð er mikil á þessum slóðum. Á Krossnesi er all- sérstæð sundlaug, þar sem sund- laugarveggurinn er alveg niðri við sjó og má þar jafnvei sjá seli á sundi rétt við sundlaugina. Gönguleiðir em margar í nágrenninu og má þar nefna foma gönguleið yfir í Trékyll- isvík. Á Djúpuvík má enn sjá menjar þess mikla athafnalífs sem þar var á árum áður, en þar var rekin stór síldar- verksmiðja og söltunarstöð á meðan á hinu mikla sfldarævintýri stóð. Eftir að aflabrests varð vart, hallaði vemlega undan fæti og var stöðin lögð niður. Húsið, sem hýsir Hótel Djúpavík, hýsti á þessum tíma sfld- arsöltunarstúlkur og gekk húsið þá undir nafninu „Kvennabragginn". Það hefúr nú verið fært í uppruna- lega mynd, en innanhúss er það ný- tískulegt /VIMDREA ■ I. SJÓSTANGAVEIÐI - SKEMMTIFERÐIR ★ Þjónusta allan sólarhringinn ★ Tökum allt að 20 manns ★ Tólfgeta veitt í einu Pantanir og upplýsingar i símum 93 - 12278 og 985 - 35878 Ferðaþjónusta bænda Frábær uppskrift ao frnnu i ar ^-~+. ---------- —■— Verðdæmi I: ' f 4RA MANNA FJÖLSKYLDA - gisting í góðu svefnpokaplássi. Eldunaraðstaða og góð setustofa til boða á \ flestum stöðunum. Verð kr. 3.450. \ Pr. mann á nótt 862. \ Verðdæmi II: 4RA MANNA FJÖLSKYLDA ^ - gisting í uppábúnum rúmum. Frábær morgunverður að sveitasið og Ijúffengur v kvöldverður. Verð kr. 11.100. Pr. mann á nótt 2.775. m m »«í IS 515 Bti m BÆKLINGURINN OKKAR ER ÓMISSANDI FÖRUNAUTUR Á FERÐALAGINU Verðdæmi lll: 4RA MANNA FJÖLSKYLDA - sumarhús í viku (fl. B) Verð kr. 24.500. Pr. mann á nótt 875. Ferðaþjónusta bænda Ferðaþjónusta bænda, Hótel Sögu v/Hagatorg, símar 623640/43, símbréf 623644. Ferðaþjónusta bænda +

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.