Tíminn - 04.09.1993, Síða 13

Tíminn - 04.09.1993, Síða 13
Laugardagur 4. september 1993 Tíminn 13 LTANUM... SKA BOLTANUM... KYNNING Á ÍTALSKA BOLTANUM... KYNNING UDINESE Lið Udinese bjargaði sér frá falli á síð- asta leiktímabili með sigri á Brescia í leik um það hvort liðið fengi að halda sæti sínu í 1. deild. í sumar var fyrr- verandi 1 ands 1 iðsþjálfari ítala, Azeglio Vicini, ráðinn til liðsins og við hann eru bundnar miklar vonir. Þrír bestu menn síðasta tímabils hafa verið seld- ir, en í staðinn hefur liðið fengið til sín marga unga og efnilega leikmenn. Argentínski markaskorarinn Abel Bal ■ bo var seldur til Roma, en í staðinn fékk Udinese varnarmanninn Fabio Petruzzi, tengiliðinn Francesco Statuto og framherjann gamalkunna, Andrea Camevale, frá Rómarliðinu. Leikstjórnandinn Francesco Dell’Anno fór til Inter og þaðan fékk Udinese markvörðinn Massimiliano Caniato, varnarmanninn Stefano Rossini og framherjann Marco Del Vecchio. í stöðu Dell’Anno keypti lið- ið Oberdan Biagioni frá Foggia, vam- armaðurinn Vincenzo Montalbano kom frá Modena og tengiliðurinn Willi Pittana kom aftur frá Catania þar sem hann var í láni. Tveir efnileg- ir Ieikmenn voru keyptir frá Aless- andria, markvörðurinn Graziano Battistini og bakvörðurinn Valerio Bertotto. Auk Dell’Anno og Balbo missti Udi- nese bakvörðinn Alessandro Orlando til AC Milan og markvörðinn Paolo Di Sarno til Lucchese. Marzi (til Catanzaro) liðið í sumar og hinn 34 ára framherji Franco De Falco lagði skóna á hilluna. Sennilegt byrjunarlið: Sardini, Ac- cardi, De Agostini, Sgarbossa, Zanutta, Torrisi, Morello, Scienza, Ekström, Picasso, Padovano. ROMA Carlo Mazzone, sem kom Cagliari f Evrópukeppnina með glæstum enda- spretti á síðasta tímabili, hefur tekið við sem þjálfari Roma og vonast eig- endur liðsins til að hann nái að gera liðið aftur að því stórveldi sem það áð- ur var. Tveir reyndir markverðir voru keyptir, þeir Fabrizio Lorieri frá Asc- oli og Andrea Pazzagli frá Bologna. ítalski landsliðsmiðvörðurinn Marco Lanna kom frá Sampdoria fyrir 350 milljónir og argentínski framherjinn Abel Balbo frá Udinese fyrir álíka upp- hæð. Þrír Ieikmenn undir 21 árs landsliðs Ítalíu hafa snúið aftur til Roma, eftir að hafa verið í Iáni hjá Lecce. Gabriele Grossi er 21 árs vinstri bakvörður, Alessio Scarchilli 20 ára sóknarmaður og Gianpiero Ma- ini 21 árs tengiliður, en allir vöktu þeir áhuga meistara AC Milan á síð- asta vetri. Þá kom Andrea Borsa, 21 árs bakvörður, úr láni frá Carrarese og 19 ára framherji, Walter Lapini, var keyptur frá Siena. Framherjinn Andrea Camevale og vamarmaðurinn Fabio Petruzzi fóm til Udinese sem hluti af greiðslunni fyrir Abel Balbo, markvörðurinn Gi- useppe Zinetti fór til Ascoli sem hluti af greiðslunni fyrir Fabrizio Lorieri og Fausto Salsano snéri aftur til síns gamla félags, Sampdoria, sem hluti af greiðslunni fyrir Marco Lanna. Þá var bakvörðurinn Dario Rossi lánaður til Modena. Sennilegt byrjunariið: Lorieri, Garzya, Carboni, Piacentini, Bene- detti, Lanna, Hassler, Giannini, Balbo, Mihajlovic, Rizzitelli. SAMPDORIA Gaman verður að fylgjast með hvem- ig liði Sampdoria vegnar í vetur með þá Ruud Gullit og David Platt í broddi fylkingar. Gullit var á enda samnings- tímabils síns hjá AC Milan og þurfti Sampdoria því einungis að borga um 50 milljónir fyrir hann, en sjálfur fékk Gullit um 70 milljónir. David Platt er nú orðinn dýrasti leikmaður heims eftir að hafa skipt þrisvar um lið á jafn mörgum ámm fyrir háar upphæðir. Sampdoria borgaði Juventus rúmlega 350 milljónir fyrir hann. Bakvörður- inn sterki, Marco Rossi, var keyptur frá Brescia og Fausto Salsano er kom- inn aftur til Sampdoria eftir þrjú ár í herbúðum Róma. Giovanni Dall’Igna, 20 ára miðvörður, og Roberto Breda, 23 ára vamartengiliður, komu frá Spal þar sem þeir hafa leikið sem lánsmenn. Hinn gamalreyndi mið- vallarspilari, Alberigo Evani, var feng- inn að láni frá AC Milan fyrir einungis 10 krónur. Enski landsliðsmiðvörðurinn Des Brian Laudrup sætti sig ekki við að spila með Fiorentina i 2. deild og var þvi lánaður til AC Milan. Sennilegt byrjunariið: Battistini, Pellegrini, Kozminski, Sensini, Cal- ori, Desideri, Rossini, Rossitto, Branca, Statuto, Camevale. Walker hélt aftur til Englands og var seldur til Sheffield Wednesday fyrir um 250 milljónir. Félagi hans úr vörninni, Marco Lanna, fór til Roma fyrir um 350 milljónir. Hinn efnilegi leikstjórnandi, Eugenio Corini, var lánaður til Napoli og þangað fór einn- ig framherjinn Renato Buso. Tveir ungir miðvallarleikmenn hafa verið lánaðir til smærri liða til að öðlast reynslu, þeir Nicola Zanini til Manto- va og Enrico Chiesa til Modena. Sennilegt byijunarlið: Pagliuca, Mannini, Rossi, Gullit, Vierchowod, Bucchioni, Lombardo, Jugovic, Mancini, Platt, Evani. TÓRÍNÓ Bikarmeistarar Tórínó hafa gert tals- verðar breytingar á leikmannahópi sínum frá síðasta tímabili. Markvörð- urinn gamalreyndi, Giovanni Galli, var keyptur frá Napoli og varamaður hans verður Luca Pastine, sem var í láni hjá Casertana á síðasta tímabili. Angelo Gregucci, harður miðvörður, var fenginn frá Lazio, Daniele Delli Carri, 21 árs miðvörður, snéri aftur eftir eitt tímabil í láni hjá Lucchese og króatíski bakvörðurinn Robert Jami kom frá Bari. Á miðjuna er kominn Marco Osio frá Parma, sem hóf feril sinn hjá Tóríno, en var seldur þaðan árið 1986 og innherjinn Benito Car- bone kom frá Ascoli. Sóknarmaður- inn snjalli frá Umguay, Enzo Franc- escoli, var keyptur frá Cagliari og er honum ætlað stórt hlutverk í vetur. Liðið hefur orðið að sjá á bak nokkr- um af sínum bestu mönnum og ber þar fyrst að nefna markvörðinn Luca Marchegiani, sem fór til Lazio, og belgíska Ieikstjómandann Enzo Scifo, sem fór til Mónakó. Brasilíski fram- herjinn Walter Casagrande fór til Fla- mengo, bakvörðurinn Antonio AIoisi til Cagliari og hinn umdeildi harðjaxl, Pasquale Bmno, var seldur til Fior- entina. Auk þeirra fór varamarkvörð- urinn, Raffaele Di Fusco, til Napoli. Sennilegt byrjunarlið: Galli, Ann- oni, Jami, Fortunato, Gregucci, Fusi, Sordo, Venturin, Silenzi, Osio, Poggi. Ruud Gullit byrjaði vel með Sampdoria um síðustu helgi og skor- aði þá mark í 2-0 sigri liðsins. KitchenAid ORÐSENDING Okkur er ánægja að tilkynna að við höfum tekið að okkur um- boð á íslandi fyrir KitchenAid. Hrærivélar og úrval fylgihluta er nú fyrirliggjandi hjá okkur og söluaðilum um land allt. íslenskur leiðarvísir fylgir öllum vélum og hússtjómarkennari okkar, Dröfh H. Farestveit, veitir faglega ráðgjöf. KitchenAid' — Mest seldu hrærivéiar á ísiandi í 50 ár! /f/: Einai* Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 TC 622901 og 622900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.