Tíminn - 04.09.1993, Page 17

Tíminn - 04.09.1993, Page 17
Laugardagur 4. september 1993 Tíminn 17 manni betur og iagði sig eftir að víkja talinu að því, sem hann fann að gestum hans var ljúft að ræða. Guðmundur var gestrisinn svo af bar og þau Guðlaugsstaðahjónin bæði. Guðlaugsstaðir voru ekki í þjóðbraut um miðbik þessarar aldar. Samt virtust furðu margir eiga að gera sér þangað erindi, sveitungar, frændfólk og lengra að komnir. Nánast hvemig sem á stóð tók Guð- mundur og þau hjónin bæði sér góðan tíma til að sinna gestum sín- um. Heimilisbragur var þannig að ég hygg að öllum, sem komu þar inn fyrir dyr, hafi strax liðið vel og allar veitingar hinar bestu. Þeim, er þiggja vildu, var boðin gisting og þá oft meira en eina nótt. Svo sem tíðkaðist til sveita fram á síðustu ár, höfðu þau Guðlaugs- staðahjón unglinga yfir sumartím- ann, oft tvo og þrjá. Sumir þeirra voru mörg sumur og nokkrir á vetr- um líka. Reyndu margir þeirra síðan að koma jafnan í Guðlaugsstaði, ef þeir áttu leið um Norðurland, og sýna mökum sínum og börnum þetta annað æskuheimili sitt. Ég hef hitt menn og þá fleiri en einn og fleiri en tvo, sem hafa sagt mér að í minningunni væru æskuárin á Guð- Iaugsstöðum besti tími þeirra á æv- inni. Guðmundur var höfðingi í lund og vildi fremur vera veitandi en þiggj- andi. Hann var stórgjöfull. Þó þótti flestum meira um verð vinátta hans engjafir. Eg vék að því í upphafi þessara orða, að mér virtist að ævi Guð- mundar hefði verið hamingjurík, þótt vissulega hafi skugga borið á, svo sem sjúkleiki eldri dótturinnar. Hann hafði næmt auga og tilfinn- ingu fyrir náttúrunni, öllu sem lifir og dafnar, og bóndastarfið veitti honum að því leyti lífsfyllingu. Ræktunarmaður var hann mikill. Hús sín teiknaði hann sjálfur og hafði unun af smíðum og bygginga- framkvæmdum. Hann bjó til stærra en hann þurfti, því hann var bæði metnaðarfullur og stórhuga. Það var því lán hans að vera af þeirri einu kynslóð íslenskra bænda í for- tíð og framtíð, að landnámsmönn- um og fyrstu niðjum þeirra frátöld- um, sem hlotnaðist sá fágæti mun- aður að geta unnið nær tálmunar- laust að uppbyggingu og framkvæmdum, í þeirri trú að því stærra og betur búið sem búið væri, því betra. Stóra stökkið fram á við, sem þeir voru að taka, væri aðeins fyrsta skrefið. Auðvitað varð það kaupverð fram- kvæmdagleðinnar og metnaðarins að þessir menn hálfdrápu sig á þrældómi. Ég hef varla séð stirð- Iegra göngulag hjá nokkrum full- vinnandi manni en Guðmundi á Guðlaugsstöðum. Venjulega var vinstri höndin við mjóhrygginn. En hann var ekki stirðlegur þegar hann var kominn á einhvern af sínum mörgu traktorum. Þá var eins og hugur hans, en ekki vinnulúnar hendur og stirðir fætur, stjórnuðu vélinni. Verkhyggni hans og verk- lagni réðu því að tækið sýndist vinna hvert verk svo fljótt og fyrir- hafnarlaust sem verða mátti. Svo var um alla meðferð Guðmundar á vélum og tækjum. Hann eyddi oft meiri tíma í að búa í hendurnar á sér en vinna verkið. Því vannst hon- um f heildina öðrum mönnum bet- ur. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi. Eitt vorið kom til hans ráðskona, kennari við Laugarnes- skólann í Reykjavík, Ásgerður Stef- ánsdóttir. Hún fór ekki aftur frá Guðlaugsstöðum. Vera má að niður hinnar straumþungu jökulár, Iagð- prúðar ær og stóð í hópum, sem aldrei kemur á hús, hafi minnt hana á æskustöðvarnar, Merki á Jökuldal, og henni því ekki vaxið í augum að skipta á kennarastörfunum og skrafi og skvaldri kennarastofunnar og húsfreyjustörfum og fjölskyldulífi í kyrrð og þó önn hins afskekkta stór- býlis. Mér hafa virst þau hjón nægi- lega ólík til að eiga undra vel skap saman. Samstarf byggt á gagn- kvæmri virðingu og þeirri tegund kærleika sem endist til hinsta dags. Lán þeirra var og, að dóttirin Guð- rún, sem lokið hafði stúdentsprófi og hafið háskólanám, giftist ungum bónda í Miðfirði, hæfileikaríkum dugnaðarmanni af hinni merku Bergmannsætt svo og Hindisvíku- rættinni gömlu í Vestur-Húnavatns- sýslu. Eftir að hann giftist Guðrúnu, sá hann einnig kosti Guðlaugsstaða, og hefur svo sannarlega kunnað að nýta þá kosti. Þau hafa nú búið á Guðlaugsstöðum vel á annan áratug á móti tengdaforeldrum sínum og sýnast vera að afsanna þá kenningu að allt sé á niðurleið í landbúnaði. Guðmundur var góður afi fjögurra mannvænlegra barna Guðrúnar og Sigurðar Ingva Björnssonar. Hon- um var þannig ellin góð. Ég hef átt góða frændur, en varla betri en Guðmund. Megi ekkju hans og niðjum ætfð vegna vel. Guðmundur Pálsson var af þeirri kynslóð, þegar til voru menn er áttu sér hugsjónir. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, skilur ekki svo- leiðis fólk og mun aldrei geta skilið það. En þær kynslóðir munu aftur koma, þar sem finnast munu menn sem eiga sér þá trú að hægt sé að bæta heiminn, heiðarleikinn sé meira virði en stundarhagur. Að greiða götu náungans og hafa hrein- an skjöld. Guðmundur Pálsson gengur til hvfldar með glófagran skjöld. Már Pétursson Guðmundur á Guðlaugsstöðum er látinn. Löngum starfsdegi er lokið. Guðmundur fæddist á Snærings- stöðum 19. janúar 1907, sonur hjónanna Guðrúnar Björnsdóttur Eysteinssonar og Páls Hannessonar, er þar bjuggu þá. Á fyrsta ári fluttist hann með foreldrum sínum í Guð- laugsstaði og þar ól hann nær allan aldur sinn uppfrá því. Guðmundur var fjórði í röð 7 systkina er upp komust. Eldri voru Hannes á Undir- felli, Elínbergur á Guðlaugsstöðum, hann dó á besta aldri, og Björn á Ytri-Löngumýri, en yngri voru Hulda á Höllustöðum, Halldór bún- aðarmálastjóri og Árdís hár- greiðslumeistari í Reykjavík. Guðlaugsstaðir eru mikil jörð, ákaflega víðlend, sauðland frábær- lega gott, en fénaðarferð erfið. For- eldrar hans keyptu jörðina af Jóni Guðmundssyni, föðurbróður Páls, en hann flutti þá á eignarjörð konu sinnar, Stóradal. Guðlaugsstaðir hafa verið í sömu ættinni síðan 1685. Guðmundur ólst upp á stór- býli í hópi vaskra systkina og fjölda vinnufólks. Foreldrar hans voru hjúasæl og vinnumenn og vinnu- konur dvöldu oft hjá þeim lengi og var litið á þau sem meðlimi fjöl- skyldunnar. Guðmundur var gjörvilegur mað- ur, hávaxinn og svipmikill. Milli fermingar og tvítugs fékk hann löm- unarveiki og átti við eftirstöðvar hennar að stríða um allmörg ár. Guðmundur hefði átt að leggja stund á langskólanám, því til þess hafði hann gáfur, en atvikin höguðu því svo að ekki varð af því, heldur varð hann bóndi. Þótt starf bóndans sé skemmtilegra en flest störf önnur og staða bóndans virðuleg og eftir- sóknarverð, hefur mér lengi fundist að sá afburðaefniviður, sem í Guð- mundi var, hefði nýst þjóðinni betur hefði hann orðið verkfræðingur eða jarðvísindamaður. Guðmundur var góður bóndi. Hann var mjög eljusamur og góður verkmaður og sérstaklega laginn og verkhygginn. Sláttumaður var hann t.d. mjög góður. Enn er í minnum haft er þeir bræður hann og Björn slógu sjö dagsláttur á Guðlaugs- staðatúni á einum degi. Flest verk léku í höndum Guðmundar. Hann var smiður góður á tré, en þó sér- staklega járn, svo sem var afi hans Hannes smiður á Eiðsstöðum. Guð- mundur lærði nokkuð til smíða og verklagni hans og útsjónarsemi svo og það að hann varð að sannprófa alla hluti sjálfur og tók engar venjur gildar, ókannaðar, urðu til þess að hann fann upp ýmislegt sem gagn- legt var við hin daglegu störf. Guðmundur var að því leyti ólíkur föður sínum og Halldóri bróður sín- um að hann hafði enga ánægju af sauðfé. Þó varð það hans starf að búa á einni bestu fjárjörð landsins. Hann sagðist ekki þekkja neina kind. Þó var hann næmur á að sjá líðan á fé og fóðraði vel. Guðmund- ur hafði hinsvegar yndi af jarðrækt og var alla tíð mikill heyskaparmað- ur. Kúabú átti hann gott og var lag- inn við vélar. Guðmundur var óvenju gáfaður maður, las og hugsaði mikið og frumlega; nálgaðist öll viðfangsefni frá nýjum sjónarhóli og sagði skoð- anir sínar af mikilli einurð. Hann var fremur stirðmæltur í ræðustól og lá hátt rómur. Okkur sveitungum hans veittist stundum torvelt að fylgja honum á fluginu í hans frum- leika og kenndum hann þá við sér- visku. Síðar hef ég komist að því að hann hafði oftast rétt fyrir sér. Hann var ákaflega heiðarlegur og hug- sjónarmaður, hafði mjög næma réttlætiskennd og þoldi ekki hálfs- annleik eða lygi og öll sýndar- mennska var eitur í hans beinum. Það varð lífsgæfa Guðmundar að hann eignaðist hina ágætustu konu, Sólveigu Ásgerði Stefánsdóttur kennara frá Merki á Jökuldal. Ás- gerður er frábær mannkostakona, gáfuð, skapstillt og merk. Þau eign- uðust tvær dætur: Guðnýju Aðal- heiði og Guðrúnu, sem nú er hús- freyja á Guðlaugsstöðum. Guðrún er gift Sigurði Ingva Björnssyni og eiga þau fjögur mannvænleg börn. Mér býr söknuður í brjósti. Barn að aldri var ég í nokkur ár samtíða þessum frænda mínum, en þá bjuggu foreldrar mínir á Guðlaugs- stöðum í þríbýli við afa og ömmu og Guðmund og ýmsar af mínum fyrstu minningum við hann bundn- ar. Síðan hef ég alla tíð átt heima á næsta bæ. Betri granna gat ég ekki kosið mér. Nú er of seint að þakka fyrir alla þá greiðvikni, óeigingirni og artarskap, nema þá í huganum. Hann hefur alla tíð verið fastur punktur í tilveru minni og bágt til þess að vita að hann sé horfinn. Hitt er þó huggun að Guðmundi auðnað- ist að halda reisn sinni til hinstu stundar, viti sínu og heilsu. Fyrir nokkrum dögum síðan sló hann á traktor sínum síðustu hektarana. Guðmundur verður til moldar bor- inn í heimagrafreitnum á Guðlaugs- stöðum í dag. Hann verður lagður í þá mold sem var hans á þeirri jörð sem hann átti og átti hann. Við á Höllustöðum sendum Ásgerði og afkomendum hans samúðar- kveðjur. Eftir lifir minningin um vitran, heiðarlegan og skylduræk- inn mann. Páll Pétursson Ingibj örg Engilráð Sigurðardóttir skeiðs er hún var vaxin frá og með rótfestu til genginna kynslóða. Leið- ir og aðferðir voru grunnstefið til að nálgast „markmiðið". — En oft er óljóst og margbreytilegt og vísar í ólíkar áttir. Á stundum í „reynd“ ósættanlegt að dómi okkar mann- anna. En manninum er í reynd ásköpuð sú hvöt að taka afstöðu til lífsins í heild sinni, eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Dugnaðarkonan Eng- ilráð á Bakka er ein af þeim. Gekk að verkum sínum af samviskusemi og vann þau í kyrrþey, sem sjaldan er getið um, en allir aðrir njóta ávaxt- anna af verkum þeirra. Á stórheimil- inu á Bakka þurfti að sinna á hverj- um degi um tuttugu manns í fæði, gistingu, gestamóttöku og annarri þjónustu, er ekki verður unnið nema án sérhyggju og með góðvild til annarra manna. „Fóstra mín“, Engilráð á Bakka, er horfin sjónum okkar. Ljósgeisli augna þinna er slokknaður. En megi það Ijós, er þú tendraðir í brjóstum bama þinna, vina og samferða- manna, verða að gróðursprota fyrir betra lífi á þessari jörð, frá þeirri moldu sem allir em sprottnir frá. Eftirlifandi bömum hennar og Þórs frá Bakka, Kristínu, Ósk, Evu, Helgu, Rannveigu og Vilhjálmi, sem og öðmm aðstandendum sendir „gamli kúasmalinn" sínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hún á góða heimkomu vísa. Blessuð sé minning hjónanna á Bakka. Eyjólfur Magnússon Eysteinn Jónsson Fæddur 13. nóvember 1906 Dáinn 11. ágúst 1993 Þar sem ég gat ekki verið viðstödd útför Eysteins Jónssonar, langar mig til þess að setja á blað fáein kveðju- orð og þá ekki síður vegna okkar framsóknarkvenna í Reykjavík. Eysteinn Jónsson var eins og einn af okkur í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík og lét sig aldrei vanta, þegar eitthvað var um að vera í fé- laginu. Hvort sem það vom jóla- fundir, spilakvöld, basarar eða þess háttar, þá fylgdi hann konu sinni Sólveigu á okkar fund. Jafnvel á venjulegan félagsfund lét hann iðu- lega sjá sig hjá okkur og eitt sinn hafði hann á orði, að réttast væri að skrá sig í félagið og greiða félags- fyrrverandi ráðherra gjöldin. Nærvera hans var okkur æt- íð mikils virði. Eysteinn Jónsson var sá sem vissi allt. Við framsóknarkonur gátum leitað til hans um hin margvíslegu málefni, ekki síður en hinir ýmsu þjóðfélagshópar, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmörgum minning- argreinum sem um hann hafa verið ritaðar. Mér verður Eysteinn Jónsson lengi hugstæður m.a. fyrir hans rólega og virðulega yfirbragð þegar hann gekk í fundarsal, hvort sem það var hjá framsóknarfélögunum í Reykjavík eða á öðmm vettvangi. Hann lagði ætíð gott til málanna og útskýrði hvert atriði, sem til umræðu var, þannig að eftir var tekið. Hans verður Iengi minnst. Við framsóknarkonur vottum okk- ar kæm Sólveigu, bömum hennar og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð og kveðjum Eystein með virð- ingu og þökk. Þóra Þorleifsdóttir Fædd 1. júní 1896 Dáin 10. ágúst 1993 Horfin er sjónum okkar yfir móð- una miklu Engilráð, fyrmrn húsfrú á Bakka í Svarfaðardal, eftir langt og giftumikið starf. Hún fæddist þar í sveit að Gönguskörðum 1. júní 1896, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar, bónda þar, og konu hans Óskar Pálsdóttur. í þeirri sveit varð hennar starfsvettvangur. Hún giftist ung móðurfrænda mínum Þór Vil- hjálmssyni, f. 13.3.1893, d. 6.12. 1975, frá Bakka í Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrst að Hnjúki og síðan á Bakka, fyrst í ábúð föður hans, síðan á jörðinni allri frá 1945 til 1960 er afkomendur þeirra tóku þar við bú- skap. Á Bakka dvöldu þau hjón áfram í góðu skjóli og hlýju dætra sinna, Helgu og Kristínar, og fjöl- skyldna þeirra, uns Þór féll frá. En Engilráð hafði áfram sitt horn hjá dóttur sinni, Helgu Þórsdóttur, og fjölskyldu þar til hún fluttist á dval- arheimili aldraðra á Dalvík, er heilsu hennar tók að hraka. Þar átti hún sín síðustu ár í góðu yfirlæti, enda er viðmót og umhyggja starfsmanna þar á bæ víðfræg og hafi þeir góða þökk fyrir. Aldamótakynslóðin, sem markaði djúp spor í íslenskt samfélag til framfara og giftu, án sérhyggju og öfundar, og gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra hefir nú kvatt þetta jarðlíf. Ég, sem þessar línur rita, var eins og svo margir af minni kynslóð sendur í sveit, er skóli var úti að vori. Ég kom að Bakka 6 ára að aldri og dvaldist þar næstu sex sumur, er skóli byrjaði að nýju að Bakka í Svarfaðardal hausti í rísandi borgarsamfélagi nú- tímans. Um sveitardvöl bama og unglinga má fjalla frá ýmsum sjón- arhomum í uppeldislegu tilliti, bæði með og á móti. En dvölin á Bakka markaði spor í vitund minni, er ég vildi ekki hafa misst af í þroska og viðhorfum til lífsins starfs. Engilráð á Bakka var verðugur fúlltrúi þeirrar kynslóðar sem ég og aðrir minn- umst með virðingu og þakklæti. Hún hafði mörg einkenni hennar og marga bestu kosti, staðfestu, trú á landið og heiðríkju í hugsun. Þar sem orð og athafnir, von og trú til uppvaxandi kynslóðar skipti öllu máli, er mótar umgjörð þess ævi-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.