Tíminn - 04.09.1993, Side 18

Tíminn - 04.09.1993, Side 18
18 Tíminn Laugardagur 4. september 1993 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og íslands. ( því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum. Stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Að þessu sinni verður lögð áhersla á að styrkja verkefni er stuðla að aukinni kynningu á finnskum og ís- lenskum bókmenntum. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir fyrri hluta ársins 1994 skulu sendarstjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands fyrir 30. september nk. en umsóknir er miðast við síðari hluta árs 1994 og fyrri hluta árs 1995 skulu berast sjóðstjórninni fyrir31. mars 1994. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að um- sóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Stjóm Menningarsjóðs íslands og Finnlands, 3. september 1993 Húsnæði óskast Hjón með tvö böm, 19 og 11 ára, óska eftir hús- næði til leigu, 4ra herbergja eða stærra. Reglu- semi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 91-687113. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Haustnámskeið hefst 8. september. Innritun á skrifstofu Stýrimannaskólans frá kl. 8.30-14.00. Kennt þrjú kvöld í viku, mánud., miðvikud. og fimmtud. frá kl. 18.00. Kennslugreinar: Siglingafræði, stöðugleiki og sjóhæfni skipa, siglingareglur, siglingatæki, fjarskipti, skyndihjálp, veðuríræði og umhirða véla í smábátum. 10 klst. í Slysavarnarskóla sjómanna. Nemendur fá æfingar í siglingu í dimmviðri og þoku í sigl- ingasamlíki (hermi). Námskeiðið er samtals um 130 kennslustundir. Öllum heimil þátttaka. Þátttökugjald kr. 20.000, við innritun greiðast kr. 10.000. Upplýsingar í síma 13194. Skólameistari. BORGARSKIPIILAO RF.YKJAYÍKUR BORGARTÚN 3 -105 REYKJAVlK • SlMI 632340 • MYNDSENDIR 623219 Reitur milli Vestur- götu og Nýlendugötu, skipulag Á vegum Borgarskipulags er að hefjast skipulagsvinna á reit sem afmarkast af Vesturgötu í suðri, Nýlendugötu í norðri, Ægisgötu í austri og Seljavegi í vestri. Staðgreini- reitur 1.131. íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta komið ábendingum á framfæri við skipulagshöfunda, Arkitektaþjónustuna sf., Laugavegi 13, sími 622899. Borgarskipulag Reykjavikur Þuríður Indriðadóttir frá Gilá Fædd 8. júní 1925 Dáin 25. ágúst 1993 Langar stundir sit ég síöan, syrgi steinahjallann minn. Skjólið milli grárra grjóta guð veit nær ég aftur finn. (Sig. Jónsson) Þuríður Indriðadóttir er horfin, svo skjótt. Fátækleg verða kveðjuorð mín og megna varla að lýsa söknuði og þakklátum huga eftir 15 vetra samveru. Við unnum hlið við hlið, vináttan var fölskva- og hnökralaus, einlæg og traust sem bjarg. Hún var fædd Húnvetningur, alin upp f Vatnsdal við fegurð dalsins og fjöl- breytileik mannlífsins, var af góðum stofnum komin, stórgreindu fólki og vel gerðu. Urðu þeir eiginleikar hennar arfur. „Enn í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst." Haustið 1975 lágu leiðir okkar saman þegar ég kom fyrst til vinnu í Húnavallaskóla. Hún var matráðs- kona, ég aðstoðarstúlka. Þar var hún, þessi fremur smávaxna, fín- gerða, fallega kona sem svo gott var að vera hjá, sem gaf svo mikið af sér og miðlaði meiru en almennt gerist. Störfin urðu leikandi létt með henni, frístundir gleðigefandi og um leið þroskandi. Ó hvað minningam- ar eru dýrmætur sjóður þegar þær eru fagrar. Þær koma í hugann hver af annarri. Persónuleiki Þurfðar Indriðadóttur var í senn sterkur og hugljúfur. Hún var afar vel gefin, stórgreind, styrk og róleg, sérlega skemmtileg og hlý. Hún hafði yndi af Ijóðum, var víðles- in og fróð, enda ekki sett í glatkistu sem hún nam. Á þessum eiginleik- um byggðist það að hún gat rætt um svo margt og fylgdist vel með öllu sem gerðist í þjóðmálum og öðru. Þuríður hafði ákveðnar skoðanir, var ekki huklandi um hluti, gerði sér skýra og ljósa grein fyrir ýmsu sem þó lá ekki í augum uppi. Yfir- maður var hún svo góður að leitun mun vera á slíku. Umhyggja, dreng- skapur og velvild einkenndu verk- stjórn hennar ásamt þakklæti fyrir sjálfsögð verk; færandi allt til betri vegar ef mistök urðu. Hjá slíkum húsbónda er gott að vera. Verklag hafði hún afar gott og var svo hvort heldur hún stóð við störf í stóru mötuneyti eða vann listaverk f höndum. Vitna munir þeir, sem hún gerði, þar um. Margar voru stundimar góðar sem við áttum f „Króknum" á Húnavöll- um og oft glatt á hjalla. Kennarar gerðu sér tíðförult í kaffisopann eft- ir kennslu. Þá var um að gera að drífa störfin, svo stund gæfist með þeim, og bar margt á góma. Hafði einn kennarinn orð á ein- hvemtíma að Krókurinn væri há- skóli Húnavalla og vissu allir að Þuríður var segullinn sem dró fólkið að. Hlédræg var hún um of, vildi aldr- ei láta á sér bera, en hafði þó vissu- lega næga hæfileika til hverskyns starfa og málefna. Ég, sem þessi orð skrifa, teldi það mikla gæfu fyrir hvem þann, sem kynntist Þuríði, að geta tileinkað sér samskiptahæfni hennar og lífssýn. Gilá var hennar lífsbrunnur. Fyrst og fremst fjölskyldan, en hún var líka samofin gróðri og dýrum; hlúði að hvar sem hún fór. Þegar hún var að fara heim til sín í vinnulok komu mér oft í hug ljóð- Ifnur sem ég lærði einhvemtíma: „Hér fagnar allt að fá þig aftur heim, fólkið, bærinn, skepnumar og jörðin. “ En nú leitar litla Snotra um húsið. Ég syrgi þig sárt, kæra vinkona mín. Ég vorkenni sjálfri mér að hafa misst þig, en ég minni sjálfa mig á að meira hafa þau misst, eiginmað- urinn, börnin og fjölskyldan öll. Ég reyndi sjálf hvað gott var að koma til þfn þegar á bjátaði. Gott að tala við þig, gott að hlusta á þín skynsamlegu orð, sem lágu þér svo ljós fyrir, og finna þfna traustu vin- áttu. Guð launi þér fyrir líf þitt og starf hér á jörð. Elsku Marteinn og systkinin, guð styrki ykkur og leiði. Glóð minning- anna kulnar ekki, lifið áfram í henn- ar anda, þá fer allt vel. Fyrir hönd manns míns og dætra, sem báðar nutu í svo ríkum mæli umhyggju Þuríðar og Marteins á skólaárum sínum og æ síðan, vil ég flytja þakkir og kveðjur góðar. Bryndís „Þær vita það allar Vatnsdals- meyjar, að vorið er ungum skylt. Þó stormur nísti strendur og eyjar, er stórlœti þeirra milt. ímjúku grasi og morgundöggum er meyjunni búin laug. Hún vex og dafnar að gáfum glöggum með gull í hverri taug. “ Þetta erindi í kvæði Davfðs Stef- ánssonar kemur mér í hug er ég lít yfir lffshlaup Þuríðar Indriðadóttur, húsfreyju á Gilá í Vatnsdal, nú þegar hún er öll. Hún lagðist til hvfldar að kvöldi, en vaknaði ekki til þessa lffs næsta morgun, hinn 25. dag ágúst- mánaðar. Þannig hafði hún ein- hverju sinni sagt sfnum nánustu að hún vildi kveðja, en engan gat órað fyrir að það yrði svo fyrirvara- og af- dráttarlaust. Eins og jafnan er vegir skiljast og séð er að þeir liggja ekki aftur sam- an, er litið til baka og staldrað við vörður á veginum. Sjónarsviðið hverfur til baka og minningamar koma hver af annarri. Þuríður var fædd á Blönduósi 8. júnf árið 1925 og var því rúmlega 68 ára er hún lést. Hún var dóttir hjón- anna Indriða Guðmundssonar, bónda og lengi oddvita á Gilá f Vatnsdal, og konu hans Kristfnar Gísladóttur. Voru þau bæði hún- vetnskrar ættar og var Indriði fædd- ur að Auðunarstöðum í Víðidal 5. mars árið 1891. Börn þeirra hjóna urðu þrjú: Þuríður var elst, næst Kristjana, búsett f Kópavogi, og Böðvar yngstur, sem búsettur var í Reykjavík, en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Móðir Þuríðar lést árið 1933 frá bömunum sfnum þremur kornung- um og var Þuríður þá aðeins átta ára. Náin ung frænka hinnar látnu konu, Jakobfna Bjömsdóttir, hafði aðstoðað heimilið í veikindum hús- móðurinnar og í raun þá strax tekið að sér móðurhlutverkið á bænum. Varð Jakobína sambýliskona Indr- iða, skilaði hlutverki sínu með ágætum, en varð skammlíf, lést árið 1957. Höfðu þau Indriði eignast dóttur árið 1947, er var skírð Krist- ín eftir konu Indriða. Þannig urðu systkinin á Gilá fjögur, en við fráfall Jakobínu hætti Indriði búskap og kom ungu dótturinni í fóstur að Geithömrum í Svínadal til hjónanna Guðrúnar Björnsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar, er gengu henni f foreldrastað, en þær voru systur Jakobfna á Gilá og Guðrún á Geit- hömrum. Þannig varð það hlutskipti alira Gilársystkinanna að missa móðurina á barnsaldri þeirra, en Kristín Indriðadóttir varð bóka- safnsfræðingur og er búsett í Reykjavík. Þannig er, f fáum dráttum, baksvið ævi Þuríðar Indriðadóttur. Hún gekk í barnaskóla í Áshreppi, var einn vetur f unglinganámi hjá Huldu Á. Stefánsdóttur á Þingeyrum og síðar einn vetur f Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Hún átti auðvelt með að Iæra og hlaut ágætis ein- kunnir. Þannig skilaði hún einnig lífsstarfi sfnu öllu, svo að ekki bar af leið. Skapstyrkur hennar var mikill og haggaðist ekki, á hverju sem gekk. Þann 19. desember árið 1954 giftist Þuríður Indriðadóttir Marteini Ág. Sigurðssyni, fæddum í Reykjavík en hafði alist upp hjá þeim merku hjónum Laufeyju Böðvarsdóttur og Páli Diðrikssyni á Búrfelli í Gríms- nesi. Marteinn var lærður hús- gagnasmiður. Bjuggu þau Þuríður fyrstu árin í Kópavogi, en fluttu að Gilá vorið 1957 og tóku þar við bú- skapnum. Stóð hann allt til ársins 1982 er þau létu jörð og bú f hendur Kristínar dóttur sinnar og tengda- sonarins Hannesar Sigurgeirssonar. Þuríður hafði eignast son fyrir hjónaband sitt og ól síðan manni sínum tvær dætur og fjóra syni. Barnahópurinn var því stór og móð- urhlutverkið víðfeðmt. Meira var þó um barnauppeldið, því þau hjónin tóku böm til sumardvalar um ára- bil. Mun þar hafa verið um nauðsyn að ræða til þess að drýgja tekjur heimilisins. Gilá er lítil jörð og gat ekki gefið nægilega arðsaman bú- skap. Allur er nú þessi stóri bama- hópur vaxinn til þroska og sjálf- stæðis og hlutverkinu skilað. Nýr þáttur f lífi Þuríðar á Gilá varð til er hún gerðist forstöðumaður mötuneytis Húnavallaskóla árið 1973 og var við það til ársins 1990, eða um sautján ára skeið. Innti hún það af hendi með sama örygginu sem allt annað. Þau Marteinn og Þuríður byggðu snemma í búskapartíð sinni upp öll hús á Gilá f stað gamalla bygginga sem þar höfðu verið á jörðinni. Nýttist þar vel kunnátta bóndans og vandvirkni við smíðarnar. Þrátt fyrir Húnavalladvölina var heimili þeirra Gilárhjóna alltaf þar heima og árið 1989 fluttu þau f lftið hús er þau höfðu reist þar við heimahlað bæjarins með aðstoð sona sinna. Þar ætluðu þau að eyða sfðustu árunum við sýsl um bækur og önnur hugðarefni. Þar varð strax miðstöð fjölskyldunnar og annarra vandamanna. En nú er hrokkinn hlekkur. Mikill er missir eigin- manns og fjölskyldu og einnig fá- menns sveitarfélags, sem berst varn- arstríði á móti eyðingaröflum breyttra þjóðfélagshátta. Þegar litið er yfir ævisvið Þuríðar á Gilá vekur það mér undrun hvers hún var megnug. Með hógværri ákveðni virðist sem hún hafi komið þvf fram sem hún vildi og hún vék ekki af hólminum fyrir aðsteðjandi vandamálum. Hún var dul um hagi sfna, málfar hófsamt en mikil ákveðni í svipmótinu. Hún helgaði heimili og fjölskyldu allt sitt starfs- þrek. Mér verður aftur hugsað til er- indis í fyrmefndu kvæði Davíðs frá Fagraskógi: „Hvaðan er aflið, sem alla varðar og eflir vort byggðafólk? Frá himnanna dýrð, frá djúpi jarðar og dalanna brjóstamjólk. Þeim veitist fleira, sem óðölin erfa, en akrar og daglegt brauð. Án þeirra mun allur þróttur hverfa, og þá er vor menning dauð.“ Minningarathöfn um Þuríði Indr-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.