Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 11. september 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tfminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Skrtfstofur Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Síml: 686300.
Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
„Big Mac“
Það hefur færst mjög í vöxt á síðustu árum að leitað er
til stjórnmálamanna um alla mögulega og ómögulega
hluti, í auglýsingaskyni, og er mikil hugkvæmni í því
hvað þeir eru beðnir að taka að sér. Þessi ásókn er því
meiri eftir því sem viðkomandi er meira í sviðsljósinu
og þar af leiðandi er hún mest þegar ráðherrar eiga í
hlut.
Nú í vikunni birtist forsætisráðherra landsins á skján-
um með munninn fullan af „Big Mac“ hamborgara. Til-
efhið var opnun hamborgarastaðar frá stórfyrirtækinu
McDonald’s hér á landi.
Nú er það sjálfsagt matsatriði hver merkisviðburður
þetta er í þjóðlífinu, en það mundi æra óstöðugan og
taka mikinn tíma forsætisráðherra ef hann ætti að
mæta á öllum veitingastöðum sem opnaðir eru. Þeir
fara margir af stað og fjölmargir hafa farið Ióðbeint á
hausinn og byrjað með nýjum nöfnum og nýjum eig-
endum. Sjálfsagt stendur stórveldið McDonald’s betur
að vígi en óbreyttir veitingamenn hérlendis og áreiðan-
lega er það í krafti alþjóðlegrar útbreiðslu og auglýsinga
sem þessi opnun hamborgarastaðar þykir svo mikill
viðburður og nýtur sérstakrar velþóknunar forsætisráð-
herra fram yfír aðra hamborgarastaði hérlendis.
Það verður auðvitað að vera mat forsætisráðherra
hvem hann kýs að heiðra með nærvem sinni, en hins
vegar er þó eitt atriði sem gerir nærvem hans við þessa
athöfn vafasama, svo ekki sé meira sagt. Það er sú stefna
þessa stórfyrirtækis um allan heim að hundsa verka-
lýðshreyfinguna í þeim löndum sem það starfar. Þessi
stefna var brotin á bak aftur hérlendis, en hún stendur
auðvitað eftir sem áður og er framkvæmd alls staðar
sem það þykir fært.
Nærvem forsætisráðherra íslands við opnun þessa
veitingastaðar má túlka sem stuðning við þessa stefnu
fyrirtækisins og ráðherrann skuldar launafólki í land-
inu skýringu. Er það skoðun hans að fyrirtæki skuli
sniðganga samninga við verkalýðshreyfinguna í land-
inu, ef þau komast upp með það? Það verður að krefjast
þess að hann gefí yfírlýsingu af eða á um þetta mikil-
væga atriði.
Það færist nú mjög í vöxt að reynt er að sniðganga
verkalýðshreyfínguna við ráðningu fólks og fyrirtæki
reyni að komast hjá því að borga launatengd gjöld og
vísi til þess að launafólk eigi að gera það sjálft í nafni
frelsisins. Þetta er auðvitað vísasta leiðin til þess að
sundra launafólki og brjóta samtök þess niður, þannig
að það sé hægt að setja því kosti í skjóli þess að sam-
takamáttinn vantar. Verkalýðshreyfíngin hefur komið
mörgum réttlætismálum fram í gegnum tíðina og hætt
er við að mörgum mundi bregða, ef það hyrfi allt á einu
bretti sem samið hefur verið um í skjóli samtakamátt-
arins. Stórfyrirtæki um heim allan eiga þann draum að
brjóta þessi samtök niður. Stjórnendur McDonald’s eru
hreinskilnir og fara ekki í felur með þennan ásetning
sinn, en þeir eru líka klókir og fara ekki lengra en þeir
telja skynsamlegt miðað við aðstæður.
Nærvera forsætisráðherra og þáttur hans í opnuninni
hlýtur að túlkast sem stuðningur við stefriu fyrirtækis-
ins og merki til annarra að fara sömu slóð. Það er í sam-
ræmi við þá skrumskælingu á frelsishugtakinu sem
birtist í svokallaðri frjálshyggju.
Staðföst trú á hagkerfi
Oddur Ólafsson skrifar
Mörgum þjóðum er þungt fyrir faeti
að ná endum saman í fjármálum.
Ríki eru rekin með fjárlagahalla og
meðfylgjandi skuldasöfnun. At-
vinnuleysi og illviðráðanleg útgjöld
plaga efnahag einstaklinga, fyrir-
tækja og opinberra sjóða og framtíð-
arfyrirheitin eru víðast hvar heldur
dapurleg.
Við þessu kunna hagspekingar ágæt
ráð og pólitíkusamir gapa eftir þeim
að þeir þekki heldur betur óbrigðul-
ar Iausnir á efnahagsvandanum. Þær
felast einfaldlega í því að auka hag-
vöxtinn.
Ef hagvöxturinn verður nægur
verður lífsbaráttan leikur einn, allir
fá nóg að starfa og gott kaup fyrir
vinnu sína. Athafnafólkið fer að
græða á tá og fingri, fyrirtækin
belgjast út, skuldimar hverfa eins og
dögg fyrir sólu og þótt ríkisútgj öldin
aukist verður afgangur á fjárlaga-
dæmunum og lambið leikur við
ljónið eins og í skemmtigarðinum í
gamla daga áður en höggormurinn
illi skreið inn í hann og fordjarfaði
hagsældina.
Eini gallinn við þessa snjöllu lausn
er að það vill flækjast fyrir mörgum
hvemig á að auka hagvöxtinn svo að
gagn sé að.
Hvað á að auka?
Finnland er eitt þeirra ríkja sem
hrjáð er af efnahagskreppu og
skuldasöfnun. í vikunni gat að líta
frétt um að nú ætti að snúa við blað-
inu og drífa þjóðina upp úr vanda-
málasúpunni með því að auka fram-
leiðsluna.
í fréttinni var ekki aukatekið orð
um hvaða framleiðslu ætti að auka
og þá enn síður hvort kaupendur
væm að þeirri vöm sem framleiða
ætti og síst hvað þeir vildu borga fyr-
ir hana. í bjargráðafréttinni frá
Finnlandi var sem sagt hvergi
minnst á hvort nokkurs staðar væri
þörf fyrir óskilgreinda aukna fram-
leiðslu, nema á heimavelli þar sem
auka þarf hagvöxtinn hagvaxtarins
vegna.
Ekki fær maður betur séð en að
þama séu í hnotskum einkenni þess
samdráttar- og kreppuástands sem
hrjáir samfélög hinna efnaðri og
þróaðri þjóða. Og raunar vanþróaðra
þjóða líka þar sem lélegur markaður
er fyrir flestar útflutningsvömr
þeirra.
Það er einkennilega holur hljómur
í allri umræðu um efnahagsmál síð-
ari tíma. Það er beðið eftir efnahags-
bata eins og einhverjum Godot, sem
enginn veit hver er, hvenær hann
kemur eða hvort hann kemur yfir-
leitt. Hann er ekki annað en hugar-
ástand eða tálsýn þeirra sem bíða og
geta ekki annað.
Það er ofureinfalt að ákveða ein-
hliða að auka framleiðslu. En á
hverju og fyrir hverja?
Á íslandi er kvóti á helstu útflutn-
ingsvömm og miklum hluta innan-
landsframaleiðslu. Svo er einnig um
fjölda vömtegunda víða um lönd.
Þar ofan í kaupið em mörkuðum
takmörk sett og eins og nú árar í
heiminum em það fremur kaupend-
ur en seljendur sem ákvarða verð á
ofgnótt vömframleiðslunnar.
Kvótar
Framleiðslugetan er langt umfram
þarfir á fjölmörgum sviðum og of-
fjárfesting, kvótar og brjáluð sam-
keppni á yfirfylltum mörkuðum
skapar ekki skilyrði fyrir hagvöxt að
óbreyttu.
Framleiðslukvótar em settir af
tveim ástæðum. Til að náttúmleg-
um auðlindum verði ekki ofgert og
þær eyðilagðar og vegna þess að
framleiðslugetan er komin langt
fram úr eftirspum markaðsins.
Tálað er fjálglega um vaxtarbrodda
hér og hvar í atvinnulífi og er mikið
auglýst eftir hugviti til að finna upp
eitthvað nýtt að selja, vaming eða
þjónustu. Helsti vaxtarbroddurinn,
ferðamannaþjónustan, er í góðri
uppsveiflu og koma nú fleiri útlend-
ingar sem túristar til landsins en
nokkm sinni fyrr.
En ekki er sopið kálið þótt í ausuna
sé komið, og em heildartekjur af er-
lendum ferðamönnum nú talsvert
lægri en fyrir nokkmm ámm þrátt
fyrir fjölgunina.
Menntun er dýrmætasta fjárfest-
ingin segja langskólagengnir, en far-
ið er að vefjast fýrir mörgum til
hvers á að nota alla þá menntun sem
fleiri og fleiri afla sér með ærinni
fyrirhöfn og kostnaði og standa svo
uppi án atvinnu því eftirspum eftir
prófgráðum er mun minni en fram-
boðið.
Markaðir bregðast
Atvinnuleysi meðal iðnaðarþjóða
eykst stöðugt og er á góðri leið með
að festast í sessi hér á landi.
Bollalagt er um vandamálið fram
og til baka og þrátt fyrir allar upplýs-
ingamar og þekkinguna sem fýrir
hendi em meðal menntaðra þjóða
kann enginn ráð sem duga til að út-
vega störf fýrir þá sem ekkert hafa að
gera.
Samt er talað um að mikið liggi við
að auka framleiðslu.
Þá em víða uppi vangaveltur um að
starfsævin verði stytt og að fólk Iáti
af ævistarfi sínu yngra en nú tíðkast
til að rýma fýrir þeim yngri á vinnu-
markaði. Samtímis em þau góðu ráð
gefin að fólk haldi störfum sínum
fram á elliár vegna þess að þjóðfélög-
in hafi ekki bolmagn til að taka á sig
byrðar eftirlaunagreiðslna.
Svona rekur sig hvað á annars hom
og em góð ráð svo dýr að enginn
hefur efni á að þiggja þegar um er að
ræða hvemig auka á hagvöxt og efla
hagsæld þjóða og einstaklinga.
Mýrarljósin
Markaðsöflin reynast á stundum
álíka mýrarljós og sósíalisminn. Þótt
hugsunin sé kannski góð að baki
kenninganna em forsendumar
rangar og útkoman því allt önnur en
stefnt var að.
Þegar kommúnisminn geispaði
golunni í víðlendasta og auðlinda-
ríkasta ríki heims sá markaðstrú
Vesturlanda fýrir sér gull og græna
skóga. Framtíðin var björt og glæst.
Miklir markaðir mundu opnast aust-
ur þar og vom neytendur taldir í
hundmðum milljóna og auðlindim-
ar i milljörðum milljarða.
Reyndin er sú að markaðir lokuðust
og selja til að mynda íslendingar
hvorki sfld né ull og ekki skítfiskinn
og yfirleitt ekki nokkum skapaðan
hlut austur í Garðaríki. Ríkin em í
kreppu, efnahagslega og stjómar-
farslega, sósíalíski draumurinn er
orðinn að martröð þeirra sem em að
þreifa fýrir sér á breiðum vegi mark-
aðshyggjunnar og kunna hvergi fót-
um sínum forráð.
Takmörk
TVúin á hagkerfin og falsguði þeirra
boða enga endanlega lausn í lífebar-
áttunni. Auðlindir og framleiðsla
era takmörkunum háð og hver heil-
vita maður sér að hagvöxturinn á sér
takmörk. Vel má vera að enn sé ein-
hver vegur í endapunktinn, en enda-
laus er hann ekki.
Þróunarþjóðum miðar sumum
nokkuð á veg og öðmm aftur á leið.
Allar iðnaðarþjóðir eiga við mark-
aðsvandamál að stríða. Framleiðslu-
getan á nær öllum sviðum er komin
langt fram úr eftirspuminni. Þar er
víðast gífurlegt „overkill" eins og
það er kallað í vígbúnaðarbransan-
um, og Iagerar hlaðast upp. Þetta er
til að mynda vandamál sem iðnaðar-
risamir í Japan sjá ekki fram úr,
hvað þá aðrir.
Þeir ríku eiga orðið allt af öllu og
efnaðri þjóðir em orðnar vel birgar
af flestum þeim vamingi sem þær
framleiða. Hinar fátækari geta ekki
borgað og em yfirleitt heldur lélegur
markaður nema fyrir vopnafram-
leiðendur auðvitað og svo tóbaks-
höndlara.
Aldrei mátulegt
Líti maður sér nær þá spyr næstum
enginn hver sé mælikvarði hins
mátulega.
Hvenær er nóg nægilegt?
Langt virðist í einhvers konar jafn-
vægi. Það vantar atvinnu, mikla pen-
inga, hugvit og markaðssetningu,
framkvæmdir, húsnæði, skóla, elli-
heimili, fjölmiðla, meiri ferðalög,
fangelsi, meira kjötát og margt,
margt fleira.
Aldrei heyrist minnst á að nóg sé
komið af einhverju. Enginn biður
um hófsemi.
Stytting vinnutíma og dreifing
starfa er ekki á neinum óskalista.
Hóflegur skipafloti og vitleg fjárfest-
ing í atvinnutækjum og fasteignum
einstaklinga sem fýrirtækja er utan
sjónsviðs frekjudalla neysluþjóðfé-
lagsins.
Ný viðhorf um að tæknin og fram-
leiðslugetan eigi að gera lífið létt-
bærara og notalegra eiga ekki upp á
pallborðið. Þvert á móti á að þenja
framleiðnina og vinnustreðið og
framkvæmdamglið út yfir öll skyn-
samleg takmörk og fer mikið hugvit
í að safna upp skuldum og óyfirstíg-
anlegum vandræðum.
Svoleiðis taugabilun er nefnd
dugnaður og athafnasemi og þykir
flott
Lífsstíll sem einkennist af hófeemi
er munaður sem þekkingin og tækn-
in á að geta veitt öllum. En trúin á
hagkerfi og endalausan vöxt kemur í
veg fýrir að numið sé staðar fýrr en
úti á eyðimörk fallíttanna.