Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 11. september 1993 Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eöa fólk meö uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreindan leikskóla: Fellaborg við Völvufell s. 72660 Eingöngu í 50% starf e.h. á eftirtalda leikskóla: Grandaborg viö Boðagranda s. 621855 Heiöarborg við Selásbraut s. 77350 Njálsborg viö Njálsgötu s. 14860 Steinahlíð við Suðurlandsbraut s. 33280 Ægisborg viðÆgissíðu s. 14810 Einnig vantar fólk með sömu menntun í 50% starf e.h. á skóladagheimilið Stakkakot við Bólstaðarhlíð s. 814776. Þá vantar starfsmann með sérmenntun í stuðningsstarf á leikskólann Njálsborg við Njáisgötu s. 14860. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar og forstöðumenn. Dagvist bama Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 ÚTBOÐ Austurlandsvegur, Fellabær — Urriðavatn Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum I lagningu 0,5 km. kafla á Austurfandsvegi frá Fellabæ aö Umöavatni. Helstu magntölur: Fyllingar 5.000 m3, buröarlög 4.000 m3 og klæöning 3.500 m2. Verki skal aö fullu lokiö 15. júnl 1994. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð rfkisins á Reyöarfiröi og ( Borgartúni 5, Reykjavlk (aöal- gjaldkera) frá og meö 13. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 20. september 1993. Vegamálastjóri _____________________/ Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Reykjavikurhafnar, óskar eftir tilboöum i holræsalagnir og gatnagerð á Komgarði. Helstu verkþættir eru: Regnvatnslagnir 400 m Undirbygging undir götur 5.200 m2 Malbikun 4.700 m2 Kantsteinar 1.200 m2 Endurrööun á grjótvöm Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. september 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamálastjórans í Reykjavik, óskar eftir tilboðum i gerð göngustígs í Fossvogsdal. Heildarflatarmál stígsins er um 7.600 m2 Skiladagur verksins er 1. desember 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. september 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 í MUTT yfoin, RAtfTT j IJOS rZZ. UOS/ L WRÁÐ J Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um deiluna um forrœðið á innflutningi landbúnaðarafurða: Alþýðuflokkurínn mun ekkí una þessu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra stendur í ströngu þessa dagana og deilur magnast stig af stigi innan ríkisstjómar- innar um landbúnaðarmál o.fl. Hann segir að lögmæti innflutn- ings á unnum landbúnaðarvörum sé hafínn yfír allan vafa og úr- skurður forsætisráðherra um forræði landbúnaðarráðuneytis í málinu sé byggður á misskilningi. Spuming sé um það hvort hann sé lögmætur. Hann segir að Alþýðuflokkurinn muni ekki una því að vald sem hann fari með samkvæmt verkaskipta- samningi sé fært yfir til landbúnað- arráðherra. Þá segir hann að frum- varp Halldórs Blöndal um breyting- ar á búvörulögum frá því í vor hafi verið „smyglgóss" undir því yfirskini að nauðsynlegt væri að breyta bú- vörulögum vegna EES-samnings- ins. „Það er afar óvenjulegt að heyra að það verði að grípa til jafnvel ólög- legra ráðstafana af því að Alþingi hafi verið svo vitlaust að samþykkja einhver lög í ógáti. Hins vegar ger- um við okkur ljóst að þetta er eitt- hvað meira en lítið erfitt í Sjálfstæð- isflokknum vegna atkvæðasam- keppni við Framsókn þ.e. að taka til í landbúnaðinum," segir Jón Bald- vin. Hann segir að lækka þurfi útgjöld fjárlaga að lágmarki um sex til sjö milljarða kr. og segist gjarnan vilja reyna að skapa þjóðarsátt um annað en rányrkju til lands og sjávar, er- lenda skuldasöfnun og skattsvik." Það er kominn tími til að íslending- ar sýni dálítið meiri þjóðhollustu en þetta,“ segir Jón Baldvin. Er grundvöllurínn undir stjómarsam- starf að bresta? — Nú er grundvallarágreiningur á milli þín og forsætisráðherra um það hvort innflutningslög leyfi skinkuinnflutning eða ekki og þið skiptist á yflriýsingum í fjölmiðl- um. Forsætisráðherra talar um ögrun og jafnvel trúnaðarbrest í því sambandi. Er grundvöllurinn að bresta undan stjómarsamstarfínu? „Það er kannski helst til mikið sagt af þessu tilefni. Látum ágreining um stefnu í landbúnaðarmálum liggja á milli hluta í bili. Þá er þetta mál fyrst og fremst spuming um það hvað eru rétt lög í Iandinu. Það er spuming um lagatúlkun. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að lögmæti innflutnings á unnum landbúnaðarvörum sé hafið yfir all- an vafa. Ég vísa til laga um innflutn- ing frá því í nóvember 1992 og þau eru skýr. Allur innflutningur vöm til landsins er frjáls samkvæmt þeim nema annað sé sérstaklega tekið fram í öðmm lögum eða milliríkja- samningum. Önnur lög sem koma til álita em (yrst og ffemst Iög um dýrasjúk- dóma og búvömlög. Dýrasjúkdóma- lögin em skýr. Þau kveða á um stöðvunarvald landbúnaðarráðherra varðandi innflutning á hráu kjöti, ósoðinni mjólk og eggjum. Búvöm- lögin em skýr að því leyti að land- búnaðarráðherrann hefur stöðvun- arvald gagnvart innflutningi á kart- öflum, grænmeti og blómum sam- kvæmt nánari skilgreiningu." Er Alþingi íslendinga meðvitundarlaust? —Jón Baldvin vitnar í orðrétt um- mæli forsætisráðherra á Alþingi sem voru: „Forræði í þessum efnum (hafl) ekki breyst frá því sem það hefur verið." „Þegar forsætisráðherra sagði þetta á þingi gerði ég enga athuga- semd og geri enga athugasemd. Það er ekkert tilefni tíl athugasemda vegna þess að ég skildi það augljós- lega svo að skipun mála væri óbreytt, og það er hún. Það hefur engin Iagabreyting verið gerð síðan. Þá er sagt að þegar þingheimur samþykkti innflutningslögin hafi hann verið meðvitundarlaus eða jafnvel látið að því liggja að þing- heimur hafí verið blekktur. Það er mesti misskilningur. Að sjálfsögðu er það ósæmilegt að ætla fyrrver- andi viðskiptaráðherra að hafa vís- vitandi verið að blekkja þingheim tíl að samþykkja lög. Eg tel nú ekki þingmenn slíka grænjaxla, og þ.á.m. oddvita stjómarandstöðunnar, að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera þegar kemur að mikilvægri laga- setningu. Málið er einfaldlega það að menn hafa talið að það væru nægilegar skorður reistar, nægilegar takmark- anir á innflutningi í öðrum lögum þ.e. búvörulögum og dýrasjúkdóma- iMum. Eg veit það að á því hafa menn haft skiptar skoðanir gegnum tíðina. Það hefíir verið dálftið ólík lagatúlkun en Framsóknarmenn fjórflokksins hafa litið svo á að búvörulögin settu nægar skorður. Þeir hafa þá vafa- laust, trúir þeirri skoðun sinni, get- að samþykkt innflutningslögin með góðri samvisku. Ég hef allan tímann reynt það að búvörulögin hefðu sjálfstætt lagavald til takmörkunar á innflutningi og vísa því algerlega á bug að þau geti gefið landbúnaðar- ráðherra forræði yfir innflutnings- málum en vissulega setja þau skorð- ur og nægar skorður að mínu mati. Ég samþykkti þessi lög einnig með bestu samvisku. Það er ekki hægt að halda því fram að þingheimur hafi samþykkt lög sem hafi gerbreytt skipan mála, þ.e. innleitt nýja reglu í frelsi á innflutningi, meðvitundar- Iaust. Er Alþingi íslendinga meðvitund- arlaust? Eru leiðtogar stjómarand- stöðunnar þvílíkir glópar að þeir viti ekkert hvað þeir eru að gera? Ég trúi því ekki. Úrskurður forsætis- ráðherra byggður á misskilningi Hér er því um að ræða ágreining sem snýst um túlkun á lögum og niðurstaða mín er afar skýr og ein- föld. Innflutningur landbúnaðar- vara lýtur almennri frjálsræðisreglu sem felst í lögunum um innflutn- ing. Það eru engar lagaheimildir fyr- ir innflutningsbanni í þessu tilviki sem nú er deilt um, þ.e. með unnar landbúnaðarvörur. Það hefur eng- inn getað sýnt fram á það hvar þær lagaheimildir eru. Þetta er kjami málsins og þess vegna tel ég að úrskurður forsætis- ráðherra, sem byggður er á 8. gr. reglugerðar um stjómarráð íslands, sé á miklum misskilningi byggður. í fyrsta lagi var ekkert efni til að gefa út slíkan úrskurð vegna þess að það lék enginn vafi á því hver hefði forræði viðkomandi málaflokka. Viðskiptaráðuneytið fer með málefni innflutningsverslunar samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra fer með tollamál. Landbúnaðarráðherra kemur þessu máli ekkert við um- fram þær lagaskorður sem er að finna í dýrasjúkdóma- og búvöm- lögum og gefa honum takmarkað stöðvunarvald en alls ekkert forræði yfir þessum málaflokki. Úrskurður forsætisráðherra vekur þess vegna upp spurningar um það hvort að hann sé lögmætur. Með þessum úrskurði hefúr hann tekið vald sem ég tel ótvírætt að hafi verið hjá viðskiptaráðuneytinu og fært það til landbúnaðarráðuneytis þar sem það var ekki. Ég spyr því hvaða rök em fyrir því. Það er veríð að brjóta lög — Það er að heyra sem trúnaðar- traust sé að minnka milli þín og forsætísráðherra. Þegar eUd ríkir trúnaðartraust er þá hægt að leysa jafn alvarlega og viðkvæma deilu og stefnuna í landbúnaðarmálum? „Ég vil nú minna lesendur Tímans á það að í ágætu stjómarsamstarfi í fyrri ríkisstjómum undir forsætí Steingríms Hermannssonar tókum við nokkmm sinnum snerrnr, ekki síst um landbúnaðarmál, GATT og ævinlega um fjárlög í tengslum við landbúnaðinn. Einnig í kring um búvörusamning, loðdýr o.fl. Allar vom þær snerrur harðari en þessi og engin þeirra með þeim hætti að hún ryfi trúnaðartraust og samstarfshæfni milli mín og forsæt- isráðherra þáverandi, Steingríms Hermannssonar. Það er skiljanlegt að stjómarand- staðan fylgist vel með málinu og reyni að lesa ýmislegt út úr því. Þetta er ágreiningur í þýðingar- miklu máli vegna þess að þó að skinkan sé lítilfjörlegt mál og þótt ég sjálfur éti ekki svínakjöt breytir það ekki því að það er náttúmlega alvarlegt mál sem að baki liggur. í fyrsta lagi er verið að brjóta lög og í annan stað er verið að falla frá frjálsræðisstefnu í viðskiptaráðu- neytinu sem þessi ríkisstjórn hefur markað og varðar kjamastefnu." Alþýðuflokkurinn unir ekki flutningi valds til Halldórs — Alþýöuflokkurinn hefur lagt áherslu á frjálsan innflutning á landbúnaðarvömm og afnám hafta- stefnu í landbúnaði. Er ekki höggv- ið að gmndvallarsjónarmiðum flokksins? „Það er alveg ljóst að Alþýðuflokk- urinn unir því ekki að vald sé fært frá ráðuneyti sem við stýmm sam- kvæmt verkaskiptasamningi flokk- anna til landbúnaðarráðuneytis. Ég lít ekki á það sem ásættanlegar málalyktir og ég tel því máli ekki lokið. Að því er varðar innflutnings- málið sjálft treysti ég því að innflytj- endur leiti réttar síns hjá dómstól- um. Ég er alveg sannfærður um hver niðurstaða dómstóls verður í því máli. Ég vek athygli á því líka, að þó að það sé rétt sem ég sagði um það að fjármálaráðherra færi með tollamálefni samkvæmt tollalögum, þá gerir utanríkisráðherra það að því er varðar Keflavíkurflugvöll."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.