Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. september 1993
Tíminn 13
Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu:
Brugðist verður við offjár-
festingu í sjávarútvegi
kostnaði við að búa þau til.“
— Nú hefur verið mikil um-
ræða um offjárfestingu í sjávar-
útvegi og sem dæmi má nefna
að á milli áranna 1991 og ‘92
jókst fjárfesting um 50%. Hef-
ur ráðuneytið eitthvað á pijón-
unum til að bregðast við þessu?
„Hvað varðar fjárfestingu, þá
skiptir miklu máli í hverju er
fjárfest. Hvað varðar íjárfestingu
í nýrri tækni og hagræðingu, þá
er hún allt annars eðlis en fjár-
festing í meiri afkastagetu. Á
prjónunum eru aðgerðir til þess
að reyna að draga úr þessari yfir-
getu, bæði í veiðum og vinnslu,
og þar vísa ég til frumvarps um
þróunarsjóð sjávarútvegs, sem
verður væntanlega lagt fyrir
þingið í haust. Samkvæmt því er
gert ráð fyrir því að bæði útgerð-
ir og fiskvinnslufyrirtæki verði
styrkt til úreldingar, skipa og
vinnslutækja, þannig að meira
komi í hlut þeirra sem eftir
verða. Á þann hátt verði hægt að
nýta fjárfestinguna, sem eftir
verður, betur.“
— Má ekki líta á það sem dálít-
ið áhyggjuefhi fyrir þá sem td.
taka þátt í sýningu eins og
þeirri, sem fer fram hér á landi?
„Ekki held ég það, þvf ég held
að menn verði að gera mun á
fjárfestingu til hagræðingar,
aukinnar tækni og framfara ann-
ars vegar og hins vegar fjárfest-
ingu sem einhliða hefur byggst á
því að auka afkastagetu, annað
hvort veiða á meðan afraksturs-
geta fiskistofha heimilar það
ekki, eða vinnslu á meðan ekki
er um að ræða aukinn afla til að
nýta þá afkastagetu. Þannig að
fjárfesting og fjárfesting er ekki
það sama. Þar skiptir miklu máli
í hveiju er verið að fjárfesta og
hvort þar er um að ræða arð-
bæra fjárfestingu fyrir fyrirtækið
og þjóðarbúið í heild.“
-PS
— Hvemig meturðu framtíð-
ina á tímum aflasamdráttar.
Eigum við okkur viðreisnar
von?
.Auðvitað eigum við okkur við-
reisnar von og þó á móti blási er
engin ástæða til leggja árar í bát.
Ég vil benda á að ástand flestra
fiskistofna er annað hvort þokka-
legt eða gott, ef þorskstofninn er
undanskiiinn sem hlýtur að vera
í tímabundinni lægð. Við erum
með þessa feiknalegu auðlind,
sem við hljótum að geta nýtt
okkur til framdráttar í framtíð-
inni sem hingað til og skapað
aukin verðmæti. Svona sjávarút-
vegssýning er vel til þess fallin
Árni Kolbeinsson, ráöuneytisstjóri t
sjávarútvegsráðuneytinu.
að efla starf við að auka verð-
mæti sjávarfangs og draga úr
Ami Kolbeinsson, ráðuneytissQóri sjávanitvegsráðuneytisins, segir að
fsiensk iönfyrirtæki hafi staðið sig ágætíega við þróun tækjabúnaðar
tengdan fiskveiðum og vinnslu, en þó hafi hann viljaö sjá þau gera enn
betur. Hann segirað á næstunni muni verða brugöist við þeirri ofFjárfest-
ingu, sem þegar sé oröin í sjávarútvegi, og að sjávarútvegur á íslandi
eigi sér góða ftamtíð, þrátt fyrir aflasamdrátt í sumum veiðum.
Várðandi sjávarútvegssýninguna
segir Ámi að sjávarútvegsráðu-
neytið komi aðeins óbeint að
henni. „Það er þó mín tilfinning
að þessi sýning hafi nokkuð mik-
ið að segja fyrir íslenskan sjávar-
útveg og eins þær greinar ís-
lensks sjávarútvegs sem tengjast
fslenskum sjávarútvegi, sem eru
margar hverjar blómlegustu
vaxtarbroddamir í íslenskum
iðnaði og sérfræðiþekkingarút-
flutningi," segir Ámi.
Aðspurður sagðist Ámi ekki
hafa neinar sérstakar skoðanir á
því hvert áherslur íslensks iðn-
aðar f sambandi við sjávarútveg
ættu að liggja, en sagði þó að
reynslan hefði sýnt að til þess að
hafa möguleika á að ná árangri á
heimsmarkaði, þá þyrftu menn
að hafa nokkuð öflugan heima-
markað. Hann væri mikill
stuðningur við iðngreinar og
það hefði sýnt sig að þar sem
þessi markaður er fyrir hendi í
sjávarútvegi, þar nær iðnaður-
inn að hasla sér völl erlendis.
— Hvemig finnst þér íslensk
iðnfyrirtæki hafa staðið sig í
þróun veiði- og vinnslutækja?
„Ég held að íslensk iðnfyrirtæki
hafi staðið sig ágætlega í þróun á
tækjum og ýmsum útbúnaði til
fiskveiða. Auðvitað hefði maður
alltaf viljað sjá þau gera betur og
eiga enn stærri skerf í þeirri
framþróun sem er að verða í
vinnslu og veiðitækni, en mér
finnst þau hafa átt þar stóran
þátt í þróun og hagræðingu á
ýmsum sviðum og við getum
ekkert verið annað en ánægðir
með það.“
Útisýningar-
svæði undir
tjaldhimni
Þessir skálar standa viö Laugardals-
höllina t tilefni af Islensku sjávarút-
vegssýningunni og hýsa stóran hluta
af sýningunni. Þeir enj hvor um sig
2500 fermetrar og eru geröir úr grind,
lausum veggjaeiningum og dúk t lofti.
Þrátt fyrir létt byggingarefni, munu
skálamir vera nfösterkir og þola hörö-
ustu veöur og engin hætta á aö þeir
fjúki á haf út, þótt hann rjúki upp.
TtmamyndÁmi Bjama
Útsala - útsala
íslensku dráttarbeislin - hestakerrur - vélsleðakerr-
ur - jeppa- og fólksbílakerrur - traktorsvagnar.
Allir hlutir til kerrusmíða.
Veljum íslenskt.
Víkurvagnar, síðumúia 19, s. 684911.
Tölvuvogir
og
tölvusjón
Marel hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavlk,
Sími: 91-686858 Telex: 2124 MAREL IS Telefax: 91-672392
JMrejJoli-s <$> NORSKA LÍNAN <$> íscgjleljmt
Skútuvogi 13,104 Keykjavík, sími 91-689030, Jón Kggertsson símar 985-2:1885 - 92-12775