Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 11. september 1993 Tíminn 23 Lúðrasveit Reykjavíkur. Skemmtitónleikar og réttarball í Ýdölum t kvðld mun Lúðrasveit Reykjavíkur halda skemmtitónleika og réttarball í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal. Tónleikamir hefjast kl. 21.00. Ein- leikarar á tónleikunum eru Grettir Bjömsson, sem spilar á harm- onikku, og Ámi Elfar, sem spilar á básúnu. Stjómandi Lúðrasveitar Reykjavík- ur er ungur Húsvflíingur, Helgi Þ. Svavarsson, og er þetta annað árið sem hann stjórnar sveitinni. Kynnar á tónleikunum verða Guðmundur Nordal og Friðrik Theodórsson. Dansleikurinn mun hefjast strax að loknum hljómleikunum, en þar munu þrjár hljómsveitir, Dixieland- hljómsveit L.R., Grettir Bjömsson og hljómsveit og hljómsveitin Frið- rik tólfti, leika íyrir dansi. Lúðrasveitin mun síðan halda tón- leika í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 12. september kl. 16.00. Knattspyrna um helgina: Laugardagur 1. deUd karla ÍBV-ÍA.....................kl. 14 ÍBK-Þór....................kl. 14 Valur-KR...................kl. 14 Fylkir-Víkingur............kl. 16 2. deUd karla KA-Þróttur R...............kl. 14 TindastólI-BÍ ...........kl. 14 3. deUd karla Selfoss-Grótta.............kl. 14 Haukar-Völsungur ........kl. 14 Víðir-Skallagrímur.......kl. 14 Dalvík-Magni...............kl. 14 HK-Reynir S................kl. 14 4. deUd Fjölnir-Höttur.........kl. 17 Sunnudagur 1. deUd karla Fram-FH.................kl. 20 1. deUd kvenna Valur-Þróttur Nes.......kl. 14 ÍBA-UBK................kl. 14 ÍA-KR...................kl. 14 2. deUd karia Leiftur-Grindavík......kl. 14 Þróttur Nes.-UBK.......kl. 14 ÍR-Stjaman.............kl. 14 Leikfélag Akureyrar fjölgar verkefnum á 20. starfsári sínu sem atvinnuleikhús: Fyrsta frumsýning á leikárinu í Grímsey Leikfélag Akureyrar mun sýna fleiri verkefnl á komandi vetrí en verið hefur undanfarin ár. Þetta er gert í tilefni þess að atvinnuleik- hús hefur nú verið starfrækt á Akureyrí í 20 ár. Þá fjölgar fastráðn- um leikurum við húsið nú um tvo. Fyrsta verkefni leikársins er bamaleikrítið „Ferðin til Panama", sem verður frumsýnt í Grímsey sunnudaginn 19. september, en síðan verður farið með í leikferð um allt Norðurland. Leikritið er byggt á samnefndri bók Janosch sem komið hefur út á ís- lensku. Önnur verkefni á leikárinu eru: „Afturgöngur" eftir Henrik Ibsen, sem verður fyrsta frumsýning vetrar- ins í Samkomuhúsinu. „Ekkert sem heitir — átakasaga", nýr íslenskur skemmtunarleikur sem frumsýndur verður um jólin og Heið- ursfélagar eru sagðir höfundar að. „Par á bar“ eftir Jim Cartwright verð- ur frumsýnt síðla í janúar. Þar munu tveir leikarar, Sunna Borg og Þráinn Karlsson, fara með hlutverk hjóna sem reka bar og jafnframt leika alla gestina sem koma á barinn, alls 14 hlutverk. „Óperudraugurinn" (Phant- om of the Opera) verður síðasta verk leikársins, frumsýnt í Samkomuhús- inu seinnihluta marsmánaðar. Þetta er mikið óperuspaug með dularfullu ívafi, ást og afbrýði. Ifrétt frá LA segir að leit standi nú yfir að söngvurum til þess að taka þátt í óperuspauginu. Vinsælar aríur úr mörgum óperum frægustu óperuhöfunda eru ofhar inn í sýninguna. - HEI Starfsfólk LA f upphafl lelkársins, 1. september sl. Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLAKSSON Þrauí33 Norður gefur; enginn NORÐUR A 76 V KDT42 ♦ KD5 * KG6 4 SUÐUR V ÁKGT98 ♦ Á * G76 norður austur suður vestur 1* pass 2* pass 2 gr. pass 6* pass pass pass Útspil: Tígulás Hér eru kannski ekki allir kerfis- möguleikamir fullnýttir en samningurinn er ágætur. Spilið kom upp í rúbertubridge og les- andanum er boðið að setjast við stjómvölinn. Vestur skiptir yfir í lauf í öðmm slag. Táktu við! Það veltur allt á að gefa ekki trompslag. Hvort skal toppa trompið, svína, taka fyrst ás í trompi og svína síðan, eða hvað? Ekki halda lestrinum áfram fyrr en þú ert búinn að gera upp við þig hvaða stefnu þú myndir velja og af hverju. Svar: Það er beinlínis vitlaust að taka tvo hæstu í trompi með 5 spil úti. Málið snýst aðeins um það hvort betra sé að svína strax eða toppa fyrst einu sinni. í raun tók suður fyrst á ásinn og svínaði síðan. í því tilviki hug- leiddi spilarinn möguleikann á að spaðadrottningin væri stök en gleymdi aftur á móti að spilið tap- ast ef vestur á eitthvert annað einspil en kónginn. Sem dæmi: blindur 76 vestur austur 4 D532 suður ÁKGT98 Ef fyrst er toppað er í þessu til- viki ekki hægt að svína nema einu sinni fyrir drottninguna og það er ekki nóg. Það verður að svína strax til að vinna spilið. Suður fann reykinn en gleymdi að innbyrða réttinn. Það em fjór- um sinnum meiri líkur á að vest- ur eigi eitthvert annað einspil en drottninguna. Ef það er haft í huga þá var „öryggisspila- mennska“ sagnhafa ekki líkleg til árangurs. TVompið skiptist nefnilega eins og í dæminu að ofan. Snilldarvöm Norðmönnum hefur vegnað vel á heimsmeistaramótinu í Chile. Liðið er aðallega skipað ungum og upprennandi spilumm og má þar nefría Tor Helness og Geir Helgemo sem er aðeins 23 ára gamall. Helness átti snilldarvöm á mót- inu í Menton í sumar þegar Norð- menn mættu Belgíu í 19. umferð Evrópumeistaramótsins. Norður gefur; NS á hættu NORÐUR A DG65 ^Á9 ♦ KDT9 * 973 VESTUR AUSTUR 4 Á87 A K43 V KD832 V T74 ♦ 65 * 8742 * K85 * G42 SUÐUR ▲ T92 V G65 ♦ ÁG3 * ÁDT6 vestur noröur austur suður Helgemo Helness 1* pass 2* pass 2 gr. pass 3 gr. allir pass Á meðan á sögnum stóð ályktaði Helness að makker ætti 5-lit í há- lit en var óheppinn þegar hann valdi spaðaútspil fremur en hjarta. Helgemo drap með ás og skilaði áttunni til baka. Það hafði einhverja þýðingu vissi Helness sem átti slaginn á spaðakóng. Hann lagðist undir feldinn og þegar ákvörðunin var loksins tek- in, mörgum mfnútum seinna, lá eina spilið á borðinu sem nægði til að hnekkja samningnum, hjartatían. Þessi tilþrif unnu til verðlauna á mótinu í Menton. Bikarkeppni BSÍ 1993 Þeir fimm leikir 3. umferðar sem ekki var búið að birta úrslit úr voru leiknir um síðustu helgi. Úr- slit urðu eftirfarandi: Sveit Hjólbarðahallarinnar, Reykjavík vann sveit Arons Þor- finnssonar, 73-51IMR Sveit Bjöms Theódórssonar, Reykjavík vann sveit Sjóvá-Al- mennra, Akranesi, 153-55IMR Sveit VÍB, Reykjavík sigraði sveit Rúnars Magnússonar, Reykjavík, 109- 60 IMP. Sveit TVyggingamiðstöðvarinn- ar, Reykjavík tapaði fyrir sveit TVB 16 88-102 IMP. Sveit H.R Kökugerðar, Selfossi sigraði sveit Sigfúsar Ámasonar 81- 63 IMR Búið er að draga í 4. umferð og munu eftirtaldar sveitir eigast við. Sú sveit sem á undan er talin á heimaleik. 1. Hjólbarðahöllin-Bjöm Theódón- son 2. Metró-Samvinnuferðir Landsýn 3. VÍB-TVB 16 4. Anton Haraldsson-HP Kökugerð Leikjunum fjórum á að vera lok- ið f síðasta lagi sunnudaginn 26. sept Undanúrslit og úrslit verða svo spiluð í Sigtúni 9, helgina 2.- 3. okt Tölvu- og keppnis- stjóranámskeið BSÍ Bridgesamband íslands hefur keypt tölvuútreikningaforrit frá Danmörku og er verið að leggja síðustu hönd á þýðingu þess. Þetta forrit verður selt til félag- anna og verðið er 20.000 krónur. Innifalið er námskeið sem haldið verður f Sigtúni 9, 16. og 17. september nk. í framhaldi af tölvunámskeiðinu er á dagskrá árlegt keppnisstjóra- námskeið Bridgesambandsins. Það hefst föstudagskvöldið 17. september og lýkur sunnudaginn 19. sept Skráning og nánari upp- lýsingar em á skrifstofu BSÍ í síma 91-619360. íslandsmótið í einmenningi 1993 Athygli skal vakin á því að skráning í annað fslandsmótið í einmenningi er hafin á skrif- stofú Bridgesambands íslands. Skráningarfrestur er til mánu- dagsins 4. október og er ekki tekið við skráningu nema greiðsla keppnisgjalds, sem er kr. 2500 á mann, fylgi með. Fyrirkomulag keppninnar verður svipað og frá síðasta ári, spilað verður f riðlum en nú verður reiknað út með saman- burði við alla hina riðlana. All- ir skráðir keppendur fá sent af- rit af kerfinu ásamt þeim út- færslum sem nota má í keppn- inni og allir verða að spila sama kerfi. Eintök af kerfinu verða póstlögð til þátttakenda í síðasta lagi mánudaginn 4. október. Veitt em gullstig í þessari keppni og keppt er um L A far- andbikarinn. Spilað verður í Sigtúni 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.