Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 27

Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 27
Laugardagur 11. september 1993 Tíminn 27 Denni JJennis the menace", eða Denni dæmalausi eins og hann heitir á ís- lensku, er byrjaður að rúlla holdi klæddur í bíói. Þessi fimm ára gutti á langa og merkilega sögu að baki sem teiknimyndapersóna. Höfundurinn, Hank Ketcham, sagði einhem tíma að hann hefði reynt að teikna son sinn og þannig hefði Denni fæðst. Denni dæmalausi hóf göngu sína á síðum Tímans miðvikudaginn 15. febrúar 1956, reyndar nafnlaus til að byrja með. Denni kom reyndar ekki cinn, Haukur Snorrason gerðist sama dag ritstjóri ásamt Þórami Þór- arinssyni og Tíminn stækkaði úr átta síðum í tólf. Við þetta tækifæri skrif- aði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, á forsíðu: „Hefjum útbreiðslu Tímans þegar í stað. Gerum hann að bezta og vold- ugasta málgagni á íslandi." Sá íslendingur sem þekkir Denna dæmalausa hvað best er Oddur Ólafs- son aðstoðarritstjóri, sem þýðir og staðhæfir teiknimyndasögumar um hann í Tímanum og hefur gert það í um 20 ár. „Oft á tíðum verður maður að hafa það í huga að þetta er ekki bara skrítla, segir Oddur. „Þeir sem fylgj- ast með og lesa Denna skilja að það er ekki alltaf verið að segja brandara. Hann er oft að segja eitthvað smálegt af lífi og viðhorfum ameríska mið- stéttarmannsins, sem er í raun og vem orðinn alþjóðlegur. Menn mega ekki búast við að þetta sé alltaf bara eitthvað til að hlægja að, þó að oft sé hann mjög skemmtilegur. Vmsældir þessara teiknimynda byggjast ekki hvað síst á því, í heima- landinu og jafhvel víðar, að þama er á ferðinni hin dæmigerða bandaríska smáborgarafjölskylda. Flestir þekkja sjálfa sig í þessu. Fjölskyldulífið, at- vinnulífið, peningavandræðin. Pabbi Denna skuldar og kvartar yfir vöxt- unum af húsinu, gamli Wilson er kominn á eftirlaun og finnst þau hálf skítleg. Það er verið að hugsa um að spara, farið í sumarfrí og keypt inn fýrir jólin. Hugmyndirnar sem koma þama fram em allar hugarfóstur þessa iðjusama, heiðarlega smáborg- ara, sem er að reyna að ala upp böm sín í guðstrú og góðum siðum.“ Oddur er búinn að vera kljást við Denna dæmalausa í um tuttugu ár. „Hann er ekki alltaf auðveldur viður- eignar, því oft á tíðum er hann illþýð- „Hann haföi nú bara gaman af þessu,“ segir Oddur Óiafsson um hinn Dennann, Steingrím Hermanns- son, sem gárungarnir kölluöu stund- um líka Denna dæmalausa. anlegur," segir Oddur. „Denni er fimm ára strákur og hefur verið það frá því að hann varð til. Hann byrjar í skóla á næsta ári, en er samt kominn í forskóla sem stundum bregður fyr- ir. Ef einhver heldur að þetta sé bama- saga, þá er það misskilningur. Þetta er fyrir fullorðið fólk. Oft bregður þama fyrir þjóðfélagsádeilu. Denni, faðir hans og Wilson gamli taka átt í pólitík dagsins. Þeir eiga heima í litl- um bæ einhvers staðar norðaustar- lega í Bandaríkjunum. Árstíðaskipti em greinileg í myndasögunum og hann á að fylgja árstíðum og gerir það í heimalandi sínu.“ — Ætlar þú að sjá myndina Oddur? „Ég veit ekki hvort ég þori. Ég er orðinn svo samdauna þessum teikni- myndum og að berjast við að koma þessu yfir á — að ég vona — skiljan- legt mál. Ég veit ekki hvort ég á nokkurt erindi á hana... og þó má það vel vera.“ -ÁG Mamma, mamma, baSherberglS er á fleyglferS niSur stigann! Fyrsta myndin af Denna í Tímanum 15. febrúar 1956. Fyrir alla fjölskylduna Dennis the Menace +★★ Handrtt: John Hughes. Byggt á teikning- um eftir Hank Ketcham. Framleiðandi: John Hughes. Leikstjóri: Nick Castle. Aðalhlutverk: Mason Gamble, Walter Matthau, Joan Plowright, Christopher Uoyd, Lea Thompson og Paul Winfleld. Bfóborgin og Sagabíó. Öllum leyfð. Það er orðið býsna algengt að fram- leiddar séu kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum. Skemmst er að minnast ágætrar myndar Warrens Beatty um Dick Tracy og fljótlega fá kvikmyndahúsagestir að líta sóma- hjónin Fred og Wilmu Flintstone og nágranna þeirra Bamey Rubble. Hér er tekinn fyrir hinn hugmyndaríki prakkari Denni dæmalausi, sem til fjölda ára hefur verið fastagestur á síðum Tímans. Myndin er úr smiðju Johns Hughes, sem framleiddi hinar geysivinsælu Home Alone-myndir, og semur hann einnig handritið. Denni dæmalausi (Gamble) er sak- leysislegur fimm ára gutti, sem virð- ist ómeðvitað ætla að koma ná- granna sínum, ellilífeyrisþeganum hr. Wilson (Matthau), í gröfina með uppátækjum sínum. Versta martröð hr. Wilsons rætist þegar foreldrar Denna þurfa að fara í ferðalag og hann þarf að fóstra gemlinginn ásamt konu sinni, Mörtu (Plow- right). Við tekur hræðilegt tímabil í lífi hr. Wilsons og í ofanálag á að verðlauna hann fyrir fallega garðinn hans á meðan Denni er á heimilinu. Inn í þessa sögu fléttast svo ill- ræmdur þjófur (Lloyd), en með honum og Denna takast „góð“ kynni. Hér er mikið til róið á sömu mið og með gerð Home Alone-myndanna beggja og því samanburður óhjá- kvæmilegur. Þjófurinn hér er ná- c 1 kvæmlega eins persóna og í fyrr- nefndum myndum og lendir í mikið til sömu kröggum og starfsbræður hans þar. Mörg atriði í þessum myndum eru svipuð og í teikni- myndum, nema hvað persónur eru af holdi og blóði. Þetta er skemmti- Ieg samsuða og býður upp á mikil ærsl, en gallinn er að endurtekning- ar eru nokkrar. Það er ekki fyndið mörgum sinnum að sjá mann fá fjallþunga hluti í höfuðið, en í öllum myndunum þremur eru slík atriði. Það vegur hins vegar upp á móti að Denni dæmalausi hefur þann kost að orðabrandarar eru margir og vel skrifaðir og einnig tekst að sneiða að mestu hjá væmni og vellulegum boðskap í endann, en það einkenndi Home Álone-myndirnar. Leikstjórinn, Nick Castle, heldur uppi góðum hraða í frásögninni, þannig að engum ætti að leiðast á Denna dæmalausa. Castle hefur hingað til aðeins verið í B-mynda- deildinni, en þessi mynd fleytir hon- um aðeins nær næstu deild fyrir of- an. Tónlist Jerrys Goldsmith hæfir efninu einstaklega vel, en hún minnir oft á tónlistina í teiknimynd- um. Mason Gamble hefur útlitið með sér fyrir hlutverk Denna og stendur sig ágætlega, en eins og við var að búast stelur Walter Matthau sen- unni í hlutverki hr. Wilsons. Matt- hau leikur þetta önuga manngrey af mikilli list og það er hálf dapurt að fá ekki sjá þennan ágæta gamanleik- ara oftar. Kvikmyndin um Denna dæmalausa er prýðileg skemmtun og óhætt er að mæla með henni fyrir alla fjöl- skylduna. Öm Markússon Með sínu neíi í þættinum í dag verða tvö lög sitt úr hvorri áttinni. Fyrra lagið er fallegt ástarljóð eftir Jónas Ámason við erlent lag og heitir „Kvöld í Moskvu". Seinna lagið er gamalkunnugt lag, sem mjög oft er sungið á mannamót- um. Þetta er lagið „Á Sprengisandi", ljóðið er eftir Grím Thomsen, en lag- ið gerði hinn ástsæli læknir Sigvaldi Kaldalóns. Og þá er bara að grípa gítarinn og taka lagið. Góða söngskemmtun! KVÖLD í MOSKVU Am E Eitt sinn einn ég gekk Am yfir Rauðatorg C F C og mér fylgdi undarleg sorg. H7E Am Ég var ungur þá Dm haldinn ungri þrá. Am E Am Það var maíkvöld í Moskvuborg. Seinna sat ég einn grænum garði í. Fuglar sungu dirrindí. Ég var ungur þá haldinn ungri þrá. Það var maíkvöld í Moskvubý. Allt í einu ég unga stúlku sá, sem þar stóð og starði mig á, bak við rósarunn, með sinn rósamunn. Það var maíkvöld í Moskvu þá. Á SPRENGISANDI Am Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, E E7 rennur sól á bak við Arnarfell. Am Hér á reiki er margur óhreinn andinn, E E7 úr því fer að skyggja á jökulsvell; Am Dm Am Drottinn leiði drösulinn minn E7 Am E drjúgur verður síðasti áfanginn. Am Dm Am Drottinn leiði drösulinn minn, E7 E Am drjúgur verður síðasti áfanginn. Þey, þey! Þey, þey! þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm. Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannski’ að smala fé á laun.:,: Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, rökkrið er að síga á Herðubreið. Álfadrottning er að beisla gandinn, ekki er gott að verða á hennar leið. :,: Vænsta klárinn vildi ég gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil.:,: Am X O 2 3 1 O c X 3 2 0 1 0 H7 X 2 t 3 0 4 < > < > 4 > 0 2 3 1 0 0 s X 3 4 2 1 1 Dm X O 0 2 3 I E7 4 > 4 > 4 > 4 > 0 2 3 1 4 0 Að vera í fríi þýðir ekki að þú sért í fríi við stýrið! IUMFERÐAR .. .... , „ , RAO Að AKA krefst þess að VAKA!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.