Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. september 1993
Tíminn 17
Plastos kynnir á Sjávarútvegssýningunni pökkunaraðferð sem veitir
útflytjendum ferskfisks meiri sveigjanleika:
Gaspökkun ferskfisks
í loftskiptar umbúöir
eykur geymsluþol
Plastos hf. kynnir á Sjávarútvegssýningunni mögu-
leika gaspökkunar ferskfisks í loftskiptar umbúðir og
þá möguleika sem þessi aðferð býður upp á. Með að-
ferð þessarí eykst geymsluþol ferskfisks til muna og
eykur sveigjanleika útflytjenda og möguleika þeirra á
að koma vörunni ferskrí á áfangastað. Plastos er um-
boðsaðili fýrír hollensku Henkovac-pökkunarvélamar,
sem hafa reynst vel við gaspökkun í þeim tilraunum
sem gerðar hafa veríð að undanfömu.
Þróun gaspökkunar hefur staðið
yfir um árabil á vegum Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins.
Það er hins vegar nú aðeins á
síðustu árum sem hjólin hafa
farið að snúast fyrir aivöru. Ámi
Þorsteinsson, sölumaður hjá
Plastos, sagði að eigendur Haf-
fangs, fiskútflutningsfyrirtækis í
Sandgerði, hefðu komið til fund-
ar við sig í vor. Þeir hefðu verið
að Ieita leiða til að flytja fisk í
gegnum London, til Boston,
Baltimore og New York, en þessi
flutningsleið krefðist meira
geymsluþols á ferska fiskinum.
Ami sagði að við lausn þessa
vanda hefði hann bent á pökkun
á ferska fiskinum f loftskiptar
umbúðir.
í framhaldi af þessu vom gerð-
ar tilraunir með pakkningu í 5
kg heildsöluumbúðir og sendi
Haffang það til kaupenda sinna í
Bandaríkjunum og líkaði það
mjög vel. í framhaldi af þvf hafi
Haffang fengið eina pökkunarvél
og nú hefur það sent á bilinu 10-
20 tonn í loftskiptum umbúðum
og hefur reynslan verið góð. Auk
þess hafa þeir verið að fá ívið
betra verð fyrir afurðir sínar.
f tilraunum, sem gerðar vom í
samvinnu ísaga og Plastos á veg-
um RF, á geymsluþoli, annars
vegar á fiski í loftskiptum um-
búðum og hins vegar í hefð-
bundnum pakkningum, kom í
ljós mun betra geymsluþol á
gaspakkaða fiskinum. Við til-
raunir þessar var líkt eftir flutn-
ingi með flugi annars vegar og
með skipi hins vegar. í ljós kom
að geymsluþol fisksins í
gaspökkuðu umbúðunum var
allt að 13 dögum og á flestum
stigum geymslutímans var hrá-
efnið í gaspökkuðum loftskipt-
um umbúðum betur á sig kom-
ið. Það ber að taka með í reikn-
inginn að þessi aðferð bætir ekki
lélegt hráefni og því er mikil-
vægt að hraéfnið sé gott og góð
kæling er mikilvæg, til að árang-
ur náist.
Það er alveg ljóst að aukið
geymsluþol á ferskum fiski til
útflutnings veitir útflytjendum
meiri sveigjanleika. Flutningur
með skipi á áfangastað í Evrópu
tekur um 4-5 daga og því er auð-
séð að hver dagur, sem hægt er
auka geymsluþolið um, skiptir
miklu máli. Auk þess er flutn-
ingur á sjó mun ódýrari, en ef
tekinn er sá kostur að flytja með
flugi hefúr útflytjandinn mun
meiri tíma til að koma vöru
sinni á markað og hún er mun
ferskari en áður. Þá aukast
möguleikar þeirra, sem velja
þann kostinn að senda fiskinn
með flugi, þar sem hráefnisöflun
verður ekki eins bundin við
ákveðna daga og sveigjanleikinn
við öflunina og verkunina verður
meiri. -PS
Frá gaspökkun á ferskum fiski í 5 kg heildsölupakkningar f ioftskiptum umbúö-
um hjá Haffangi hf. f Sandgeröi. Aöferö þessi hefur reynst vel og hefur aukiö
geymsluþol á ferskum fiski til muna. I kjölfar þess hefur fyrirtaekiö fengið fviö
hærra verö fyrir afurðir sfnar.
Fiskisuga
um borð
[ Þórs-
hamar
GK
Þórshamar GK landaði loðnu í
Noregi um síðustu helgi og fékk
um þriðjungi hærra verð fyrir
aflann en meðalverð hérlendis.
Megintilgangur siglingarinnar
var þó að láta setja í skipið fiski-
sugu, eða „vakúum“-dælubún-
aö, með fullkomnu ísdreifingar-
kerfl, sem er nýjung hér á landi.
Að sögn Jóns Eggertssonar hjá
ísco Netanaust hf., sem er um-
boðsaðili fyrir þennan búnað hér
á landi, hefur þessi tækni verið
tekin í notkun um borð í mörg-
um nótaskipum í Noregi og
reynst vel við gæðameðferð á
loðnu og sfld til vinnslu. Fiski-
sugumar, sem Ísco-Netanaust
selur, em frá norska fyrirtækinu
MMC A/S, sem er brautryðjandi
á þessu sviði.
Auk þess að viðhalda ferskleika,
er þessi tækni hagkvæm við frá-
gang afla um borð og við löndun
er fiskisugan þægileg og fljót-
virk. MMC-fiskisugan verður til
sýnis á sjávarútvegssýningunni.
113?’“
SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS BYÐUR UPP A
AN
I gulri áskriftarröð
eru átta tónleikar,
þar sem
megináherslan er
lögð á stærri
hljómsveitarverk,
í rauðri áskriftarröð
eru sex tónleikar. í
þessari röð er
megináherslan á
hlutverki einleikarans.
Flutt verða
einleiksverk m.a. eftir
s.s. eftir Beethoven,
Bruckner, Jón Leifs, Beethoven,
Mozart, Nielsen og
Liszt.
I grænni áskriftarröð Bláir tónleikar eru
eru fernir tónleikar utan áskriftar.
með fjölbreyttri Tónleikar í þessum
efnisskrá sem ætti að lit eru t.a.m.
höfða til flestra sem unglingatónleikar 6.
finnst gaman að nóvember og
njóta góðrar jólatónleikar fyrir
tónlistar. M.a. eru í alla fjölskylduna 18.
Schumann, Tsjajkofskij þessari röð desember.
og Weber. Vínartónleikar,
einsöngstónleikar
einso
núN BRAGADOl iin uv ^
fáíjorðu hverja tonleika tntt!
Sala áskriftarskírteina er hafin
A f
SINFONIUHJOMSVEIT ISLANDS
Háskólabíói v/Hagatorg.Sími622255.Greiðslukortaþjónusta