Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 32

Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 32
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA m reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SlMI 73655 dlCmábrieÍ f högg- DEYFAR Vensliðhjáfagmönnum GJvarahlutir /ímSm Simi676744 * Iíminn LAUGARDAGUR 11. SEPT. 1993 Fjárlagafrumvarpið fer í prentun með um 10 milljarða halla: Kratar óánægðir með fjárlagafrumvarpið Megn óánægja er innan Alþýöuflokksins með Qárlagafrumvarpiö sem er aö fara í prentun þessa dagana. Forystumenn flokksins telja að í frumvarpinu sé ekki tekið á þeim kerfisvanda sem viö sé aö glíma. Þeir telja meö öllu óviöunandi aö afgreiða flárlög með tíu milljaröa halla eins og nú stefnir í aö verði. Skemmd í nýja Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn: Á fimm fermetra svæði á nýja Miðbakkanum í Reykjavíkur- höfn hefur steinlögn sigið, Eins og kunnugt er er nýbúið að taka þetta svæði í notkun og við bakkann leggjast m.a. skemmtiferðaskip. Þessi skemmd í bakkanum mun hafa uppgötvast fyrir 7-10 dögum. Jón Þorvaldsson, forstöðu- maður tæknideildar Reykjavík- urhafnar segir að þilplötur á þessu svæði hafi gengið úr lás við botninn og við það hefur myndast 5-10 sentfmetra rifa. Hann segir að þetta geti kom- ið fyrir þegar stálþil eru rekin niður á klöpp, en þama sé hins- vegar engin kiöpp. „Þannig að við vitum ekki hvað veldur þessu. Bakkanum er ekkert lokað eða slfkt en við lokum þessari rifu.“ Byrjað er undirbúa viðgerð á bakkanum og þegar hafa kafar- ar kannað ástand þilsins og ljósmyndað það, en i heild sinni er það um 270 metrar að lengd. „Það er alltaf leiðinlegt að finna svona smáhnökra á splunkunýju mannvirki vegna þess Kka að engin rök eða for- sendur fyrir slíku voru til stað- Jón Þorvaldsson segir að það sé hugsanlegt að galli hafi verið í lásnum, en það sé ekki alveg vitað. Jafhframt segist hann ekki hafa nein rök fyrir því að hægt sé að flokka þetta undir handvömm hjá verktakanum, sem var Völur hf. -grii Hörð átök hafa verið innan ríkis- stjómarinnar um fjárlagafrumvarpið. Átökin hafa ekki aðeins staðið um hversu mikið eigi að skera niður í landbúnaðarmálum. Það hefur einnig verið deilt um skólagjöld, húsaleigu- bætur, gjaldtöku af sjúklingum o.s.frv. Tíminn hefur t.d. öruggar heimildir fyrir því að fjármálaráðherra hafi lagt til að innheimtir yrðu margir tugir milljóna í skólagjöld af nemendum í framhalds- og háskólum. Hann neydd- ist til að leggja þessar tillögur til hlið- ar vegna andstöðu Alþýðuflokksins. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar verið lítt hrifnir af tillögum Jóhönnu Sig- urðardóttur um húsaleigubætur. Þá hafa verið skiptar skoðanir innan rík- isstjómarinnar um gjaldtöku af sjúk- lingum. Mörg mál sem um hefur verið deilt í fjárlagavinnunni eru enn óleyst. Einn þingmaður stjómarliðsins sem Tfm- inn ræddi við sagði að það þýddi ekk- ert að sitja yfir þessu lengur. Það yrði að koma frumvarpinu í prentun og sjá svo til hvemig mál þróuðust á þing- inu. Óánægja með ffumvarpið er hins vegar almenn innan stjómarliðsins. Nær annar hver þingmaður Sjálfstæð- isflokksins Iýsti yfir fyrirvörum við fjölmörg atriði frumvarpsins þegar frumvarpið var afgreitt frá þingflokkn- um síðastliðinn mánudag. Óánægja krata er hins vegar með ýmsa grundvallarþætti frumvarpsins. Þeir vilja gera grundvallarbreytingar á stefnunni í landbúnaðar- og sjávarút- vegsmálum. Þeir hafa einnig viljað breyta stofnunum og leggja niður heilar stofnanir. Enginn sem Tíminn ræddi við hefur viljað láta hafa neitt opinberlega eftir sér um þessi mál. DV hefur hins vegar eftir Þresti Ólafssyni, aðstoðarmanni utanríkisráðherra, í gær að fjárlaga- frumvarpið sé ófullnægjandi. Frum- varpið boði engar kerfisbreytingar. Sjálfstæðismenn segja ekki margt um gagnrýni krata, en benda á að þeir beri sjálfir ábyrgð á miklum fjárlaga- halla. Kratar hafi neitað að leggja á skólagjöld og þeir hafi náð takmörk- uðum árangri í spamaði í heilbrigðis- málum. Þá séu tillögur um húsaleigu- bætur upp á 300 miiljónir ekki til þess fallnar að draga úr fjárlagahalla. Ríkisstjómin setti sér það markmið við upphaf starfsferils síns að ná halla- lausum fjárlögum á tveimur ámm. Út- séð er um að stjómin mun ekki ná þessu markmiði á kjörtímabilinu. Hallinn í fyrra var um sjö milljarðar, hallinn á þessu ári stefnir í að verða a.m.k. 10-12 milljarðar og hallinn á fjárlögum næsta árs verður um eða innan við 10 milljarðar sem þýðir að hann verðum einhveijum milljörðum hærri í reynd. -EÓ Klukkan 7.45 í gærmorgun mætO Pálmar Guðmundsson við lúguna hjá MacDonald’s, sem ekki var þó opnuð fyrr en klukkan 10.00. Sagöist hann vera búinn að blöa þess svo lengi að fa möguleika tll að kaupa Big Mac að hann heföi ein- sett sér að verða fyrstur manna tll þess að fá einn slfkan „beint I bflinn". i gær var örtröð á McDonalds. Um 30 bilar biðu afgreiðslu síödegis og margir uröu frá að hverfa. Tímamynd Ami Bjama ..ERLENDAR FRÉTTIR... JERÚSALEM — Israelar undimtuöu I gær sögulegt samkomulag um gagn- kvæma viðurkenningu ásamt PLO. „Þetta er söguleg stund sem vonandi merkir endalok 100 ára blóðsúfhellinga og eymdar Palestinumanna og gyöinga, milli Palestinumanna og fsraela," sagði Jitzhak Rabin forsætisráðherra. (AM- MAN sögðu tveir harölínumenn Palest- fnumanna aö þeir segöu sig formlega úr framkvæmdasfjóm PLO til aö mótmæla viöurkenningu frelsissamtakanna á fsra- el. I BEIRÚT hótuöu róttækir skæmliöar Palestínumanna aö ráöa af dögum Jassir Arafat, leiötoga PLO, en aörir harölinumenn hétu aö berjast af öilum mætti fyrir því aö eyðileggja samning hans við fsraela. Á GAZA-STRÖND- INNI skutu Israelskir hermenn á og særöu a.m.k þtjá Palestinumenn i átökum viö herskáa múslima sem mót- mæltu viöurkenningu Israela og PLO. MOGADISHU — Heriiö S.þ. varöist I gær ásökunum um aö stórskotaþyriur þeirra heföu oröið 100 Sómölum aö bana, þar á meöal kvenna og bama, eftir aö þyriumar höföu lent I launsátri. Foringjar I liói S.þ. sögöust reyna aö halda mannfalli I lágmarki en lita svo á aö allir sem til sæist meðan á árás stæöi væai bardagamenn. ZAGREB — Bardagar blossuöu upþ I Króatiu i gær þegar uppreisnarmenn Serba I Krajina-héraöi létu skothrlö dynja á vigjum stjómarhersins, eftir aö þeir töpuöu þrem þorpum I sókn Króata yfir vopnahléslínur S.þ. SOWETO, Suöur-Afriku — Nelson Mandela, leiötogi Afrlska þjóöarráösins, sagöi I gær aö viöræöur um umskipti Suöur-Afriku til lýöræöis heföu brotist i gegnum sálfræöilega hindrun. „Þrátt fyr- ir þá sem vilja skemma... hefur undir- búningurinn leitt i Ijós aö þar er aö finna möguleikann á aö komast aö skýrum ákvöröunum,* sagöi hann og vlsaöi til setningar laga um framkvæmdaráö á breytingatimanum (TEC) til aö hafa eft- iriit meö undirbúningi kosninga allra kynþátta I aprfl nk. MOSKVA — Hópur spænskra lækna rannsakaöi i gær Bóris Jeltsin forseta og staöfesti aö aftur væri þaö klemmd taug I bakinu sem ylli forsetanum van- llöan, aö sögn skrifstofu blaöafulltma forsetans. BONN — Klaus Kinkel utanrikisráö- herra sagöi I gær aö Þjóöverjar vildu taka aö sér forystuna viö aö reyna aö leiöa riki Austur-Evrópu inn i NATÓ, Evrópubandalag framtíöarinnar og aðr- ar stofnanir sem til þessa hafa aöeins veriö opnar rikjum vestrænna þjóöa. SEÚL — Æösti dómari Suöur-Kóreu, Kim Duck-joo, sagöi af sér embætti I gær eftir aö endurskoöun I leit aö spill- ingu leiddi i Ijós að hann heföi braskað meö land á óiöglegan hátt. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.