Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 24
24 Tíminn Laugardagur 11. september 1993 ítalski boltinn — 4. umferð Þá er ítalski boltinn farinn að rúlla og 4. umferð verður leikin á morgun. Margir áhugaverðir leikir verða leiknir og gaman að fylgjast með framvindu mála. Hér verður farið yfir það helsta sem gerst hefur hjá liðunum fram til þessa og spáð í hvernig liðin verða skipuð á morgun. AC MILAN- ATALANTA Stórleikur umferðarinnar er leik- ur meistara AC Milan gegn hinu geysisterka liði Atalanta. Á mið- vikudagskvöld tapaði Milan sínu fyrsta stigi á tímabilinu er liðið gerði markalaust jafntefli gegn nýliðum Piacenza. Liðinu til málsbóta má þó nefna að í það vantaði marga fastamenn. Brian Laudrup, Jean-Pierre Papin og Florin Raducioiu voru allir að keppa með landsliðum sínum á sama tíma og þeir Marco van Bas- ten, Cristian Panucci, Gianluca Lentini og Mauro Tássotti eru all- ir meiddir og leika ekki með á næstunni. Van Basten er að ná sér eftir uppskurð á hné og stefnir að því að geta byrjað að leika fyrir áramót Lentini lenti í hörmu- legu bflslysi í byrjun ágúst og slasaðist illa á höfði og er búist við að hann geti farið að spila aft- ur undir lok október. Hinn efni- legi vamarmaður, Christian Panucci, meiddist á hné í æfinga- leik gegn erkifjendunum Inter og verður sennilega frá í mánuð í viðbót Mauro Tássotti meiddist á æfingu í vikunni og verður frá í eina viku. Einnig voru þeir Marco Simone og Dejan Savicevic lítil- lega meiddir í síðustu viku en bú- ist er við að þeir verði tilbúnir í slaginn á morgun. Líklegt byrjunarlið: Rossi, Nava, Maldini, Albertini, Costacurta, Baresi, Eranio, Boban, Papin, Savicevic, Simone. Á miðvikudag sigraði Atalanta nýliða Reggiana 2-1 á heimavelli. Maurizio Ganz skoraði fyrra mark liðsins og er nú markahæstur í deildinni með fjögur mörk. Franski leikstjómandinn Franck Sauzée missti af leiknum vegna landsleiks Frakka og Finna en hann verður kominn aftur í liðið gegn Milan á morgun. Hinn bras- ilíski Alemao hefur verið meiddur og ekkert getað leikið með liðinu og hinn argentíski Leo Rodriguez hefur einnig verið fjarverandi þar sem hann hefur verið að spila með landsliði Argentínu í undan- keppni HM. Atalanta þykir sér- staklega sterkt sóknarlið með þá Ganz og Roberto Rambaudi í fremstu víglínu og á miðjunni hafa þeir Franck Sauzée og Christian Scapolo sem báðir em mjög sókndjarfir og skora mörg mörk. Lfldegt byijunarlið: Ferron, Magoni, TVesoldi, Minaudo, Bigli- ardi, Montero, Rambaudi, Perr- one, Ganz, Sauzée, Scapolo. CAGLIARI-INTER Mikið hefúr gengið á í herbúðum Cagliari í upphafi tímabils. Liðið tapaði fyrsta leiknum stórt, 5-2 fyrir Atalanta, og eftir leikinn var hinn nýi þjálfari liðsins, Gigi Rad- ice, rekinn. Bmno Giorgi, sem rekinn var frá Genúa á síðasta tímabili, er nú tekinn við þjálfun liðsins. Liðið fékk sitt fyrsta stig er það gerði jafntefli við Genúa, 1- 1, á miðvikudag. Belgíski lands- liðsmaðurinn Oliveira missti af fyrstu tveimur leikjunum vegna leikbanns en verður sennilega í liðinu á morgun og Jose Herrera hefur ekkert leikið með liðinu þar sem hann hefur verið að leika með landsliði Umguay í undan- keppni HM. Bmno Giorgi er strax farinn að huga að því að styrkja lið sitt þegar markaðurinn opnast aftur í nóvember og hefur náðst samkomulag við Tórínó um að framherjinn Paolo Poggi verði lánaður til Cagliari út tímabilið. Lfldegt byijunarlið: Fiori, Na- poli, Pusceddu, Bisoli, Aloisi, Fir- icano, Moriero, Oliveira, Valdes, Matteoli, Allegri. Intemazionale sigraði Cremo- nese 2-1 á miðvikudag og var Toto Schillaci hetja liðsins, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og var það hans þriðja mark í þrem- ur leikjum. Dennis Bergkamp var slakur í fyrstu tveimur leikjunum en stóð sig vel og opnaði marka- reikning sinn í leiknum með skoti af um 20 metra færi. Igor Shalimov missti af leiknum vegna landsleiks Rússa og Ungverja, Ru- ben Sosa, sem hefur verið að leika með landsliði Uruguay í undan- keppni HM, kom aftur fyrir leik- inn á miðvikudag og framherjinn Darko Pancev hefúr staðið sig vel í æfingaleikjum en hefur enn ekki komist í byrjunarliðið í deildinni. Sevilla bauð nú í vikunni 132 milljónir í Pancev en því var hafn- að þar sem leikmaðurinn hefur engan hug á að yfirgefa Inter. Davide Fontolan hefur komið vel út í sinni nýju stöðu sem vinstri bakvörður en hann hefur hingað til leikið sem framherji. Lfldegt byrjunariið: Zenga, Berg- omi, Fontolan, Berti, M. Paganin, Festa, Shalimov, Manicone, Schillaci, Bergkamp, Jonk. CREMONESE- LAZIO Nýliðar Cremonese töpuðu á miðvikudag fyrir Inter, 1-2. Sterkasti hluti liðsins er framlín- an með Tentoni og hinn argen- tíska Gustavo Dezotti í broddi fylkingar. Þá hefur Luigi Túrci einnig staðið sig vel í markinu og Riccardo Maspero stjómar spil- inu af skynsemi. Lfldegt byijunariið: Túrci, Gu- alco, Pedroni, De Agostini, Colon- nese, Verdelli, Giandebiaggi, Nic- olini, Dezotti, Maspero, Tentoni. Diego Fuser kom Lazio á rétta braut með fyrra markinu í 2-1 sigri á Parma á miðvikudag eftir að liðið hafði gert tvö markalaus jafntefli. ftalski landsliðsmark- vörðurinn Luca Marchegiani hef- ur verið besti maður liðsins það sem af er og oft sýnt snilldar- markvörslu. Paul Gascoigne, sem nú hefúr látið klippa af sér síða hárið, var fjarverandi í síðustu leikjum þar sem hann var að leika með enska landsliðinu gegn því pólska á miðvikudagskvöld. Markahæsti leikmaður síðasta tímabils, Giuseppe Signori, hefúr ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla sem hann hlaut í æfinga- leik gegn Roma og varnarmaður- inn sterki, Luigi Corino, er meiddur á hné og leikur senni- lega ekkert næstu sex mánuði. Mauro Bonomi sem meiddist í janúar er hins vegar farinn að æfa aftur og ætti að styrkja vörn liðs- ins. í kjölfar brottvikningar Mar- seille úr Evrópukeppninni gerir Dino Zoff sér von um að fá Króat- ann Alen Boksic til liðsins á næst- unni en til stóð að hann byrjaði að leika með liðinu næsta tímabil. Lfldegt byijunarlið: Marchegi- ani, Negro, Favalli, Di Mauro, Luzardi, Cravero, Fuser, Doll, Casiraghi, Gascoigne, Winter. FOGGIA- JUVENTUS Á miðvikudag sigraði Foggia lið Lecce á útivelli, 0-2, með mörk- um ffá Pierpaolo Bresciani og Brian Roy. Leikstjómandinn, Giovanni Stroppa, hefur leikið manna best hjá liðinu og vakið hrifningu Sacchi landsliðsþjálf- ara. Rússneski framherjinn Igor Kolyvanov hefúr ekki komist í lið- ið til þessa og miðjuleikmaðurinn Andrea Seno hefúr verið meiddur og missir sennilega af leiknum á morgun. Þá er vamarmaðurinn Caini í leikbanni. Lfldegt byijunariið: Mancini, ChamoL Nicolini, Sciacca, Bianc- hini, Di Bari, Bresciani, Di Biagio, Cappellini, Stroppa, Roy. Stórlið Juventus náði sér loks á strik á miðvikudag er það sigraði Sampdoria 3-1. Andreas Möller hefúr verið besti leikmaður liðs- ins það sem af er og skorað mark í hverjum leik. Nokkuð hefur ver- ið um meiðsli hjá liðinu, í vöm- ina hefur vantað þá Júrgen Ko- hler og Andrea Fortunato, en Ko- hler verður þó sennilega með á morgun. Dino Baggio missti af leiknum gegn Sampdoria vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af Vialli sem tábrotnaði í leiknum gegn Roma um síðustu helgi og leikur sennilega ekkert næstu tvo mánuði. Líklegt byijunariið: Peruzzi, Porrini, Torricelli, Conte, Kohler, Julio Cesar, Di Livio, Marocchi, Ravanelli, R.Baggio, Möller. PARMA-GENÚA Parma er spáð góðu gengi í ár en á miðvikudag tapaði liðið 2-1 fyr- ir Lazio í Róm. Lið Parma þykir spila skemmtilega knattspymu, Luca Bucci mjög ömggur í mark- inu, miðverðimir Minotti og Ap- olloni traustir í vörninni, Gian- franco Zola stjómar spilinu og Al- essandro Melli mjög líflegur frammi. Á morgun kemur svo Faustino Asprilla sennilega aftur inní liðið en hann hefúr verið að leika með kólumbíska landsliðinu í undankeppni HM og Thomas Brolin, sem missti af leiknum á miðvikudaginn vegna landsleiks Svía og Búlgara, er tilbúinn í slaginn að nýju. Þá hefur argent- ínski tengiliðurinn Sergio Angel Berti snúið aftur til River Plate í Argentínu eftir misheppnað tíma- bil á ítalfu. Lfldegt byrjunarlið: Bucci, Ben- arrivo, Di Chiara, Minotti, Apoll- oni, Gmn, Melli, Zoratto, As- prilla, Zola, Brolin. Genúa, sem hélt uppá 100 ára af- mæli félagsins á þriðjudag, gerði á miðvikudag jafntefli við Cagli- ari, 1-1. Tékkneski framherjinn Thomas Skuhravy hefur ekkert getað leikið með liðinu hingað til, fyrst vegna meiðsla og síðan vegna landsleiks Tékka og Sló- vaka gegn Wales en hann verður sennilega með á morgun. Marc- elo Vink var varamaður í fyrstu tveimur leikjunum en kom inní liðið á miðvikudag og stóð sig mjög vel. Þá missti rúmenski bak- vörðurinn Dan Petrescu einnig af leiknum gegn Cagliari vegna landsleiks Rúmena og Færeyinga. Hinn ungi Cavallo verður í leik- banni á morgun en hann var rek- inn útaf gegn AC Milan um síð- ustu helgi. Lfldegt byijunariið: Berti, Petr- escu, Lorenzini, Caricola, Torr- ente, Signorini, Vink, Bortolazzi, Ruotolo, Skuhravy, Nappi. REGGIANA- PIACENZA Nýliðar Reggiana töpuðu fyrir At- alanta á útivelli á miðvikudag. Claudio Táffarel lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn Atalanta en Faustino Asprilla Minestroza frá Kól- omblu kemurnú aftur inn tliö Parma. hann missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna landsleikja Brasilíu í undankeppni HM. Sænski ffamherjinn Johnny Ekström missti hinsvegar af leiknum vegna landsleiks Svía og Búlgara en verður kominn aftur í liðið á morgun. Lfldegt byrjunariið: Tkffarel, Tor- risi, Zanutta, Accardi, Sgarbossa, De Agostini, Morello, Scienza, Ekström, Picasso, Padovano. Piacenza fékk síðan sitt fyrsta stig á miðvikudag er það náði jafntefli við meistara AC Milan. Þar munaði mest um snilldarleik Massimo Túibi í marki Piacenza en hann er einmitt uppalinn hjá Milan sem enn á helming samn- ings hans. Vamarmaðurinn Andr- ea Di Cintio hefur átt við meiðsli að stríða í vinstra hné en verður tilbúinn í slaginn á morgun. Lfldegt byrjunariið: Taibi, Polon- ia, Carannante, Suppa, Maccoppi, Lucci, Túrrini, Papais, De Vitis, Iacobelli, Piovani. ROMA-NAPOLI Lið Roma var heppið að sleppa með markalaust jafntefli gegn Udinese á miðvikudag. Vörn liðs- ins hefur verið slöpp og leitar Mazzone þjálfari nú að sterkum vamarmanni til að binda vömina saman. Efstur á óskalistanum er Enrico Annoni, leikmaður Tór- ínó. Lfldegt byijunariið: Lorieri, Bon- acina, Lanna, Mihajlovic, Comi, Carboni, Hassler, Piacentini, Bal- bo, Giannini, Rizzitelli. Napoli hefur átt í miklum pen- ingavandræðum á þessu ári og gengi liðsins í byrjun tímabilsins er eftir því. Liðið náði sínu fyrsta stigi á miðvikudaginn í slökum leik gegn Toríno sem endaði með markalausu jafntefli. Kantmaður- inn Paolo Di Canio sem fenginn var að láni frá Juventus er eini leikmaðurinn sem staðið hefur fyrir sínu og verið besti maður liðsins í öllum leikjunum. Liðið saknar sárt framherjans Daniel Fonseca sem hefur verið að leika með landsliði Umguay í undan- keppni HM og mætir ekki aftur til leiks fyrr en 20. september. Gi- orgio Bresciani tók stöðu hans í framlínunni og skoraði í fyrsta leiknum en meiddist svo í æfinga- leik og missir úr einn mánuð. Gegn Tórínó vantaði einnig Jonas Them sem var að leika á sama tíma með sænska landsliðinu gegn Búlgaríu. Lfldegt byrjunarlið: Taglialatela, Ferrrara, Gambaro, Bordin, Cannavaro, Bia, Di Canio, Them, Buso, Corini, Pecchia. SAMPDORIA- LECCE Sampdoria tapaði sínum fyrstu stigum á miðvikudaginn er Ju- ventus lagði þá 3-1. Ruud Gullit hefúr átt hvem stórleikinn af öðr- um og skoraði fyrsta mark leiks- ins. David Platt gat ekki leikið tvo sfðustu leiki vegna landsleiks Englands og Póllands en snýr aft- ur á morgun og spilar í fremstu víglínu ásamt Roberto Mancini. Lfldegt byijunarlið: Pagliuca, Mannini, Rossi, Gullit, Vierc- howod, Bucchioni, Lombardo, Jugovic, Platt, Mancini, Evani. Hið ódýra lið Lecce hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa og er í neðsta sæti deildarinnar. Foggia sótti liðið heim á miðviku- daginn og sigraði 0-2. Mestu vandræðin hafa þó verið með vöm liðsins og Nedo Sonetti, þjálfari, hefur reynt ýmsar útgáf- ur að vamaraðferðum. Brasilíski framherjinn Gaucho Táffoli missti af tveim fyrstu leikjunum en kom inn í liðið gegn Foggia og átti afleitan leik. Lfldegt byijunarlið: Gatta, TVinc- hera, Carobbi, Ceramicola, Padal- ino, Biondo, Morello, Melchiori, Toffoli, Gerson, Baldieri. TÓRÍNÓ-UDINESE Tórínó er nú í efsta sæti deildar- innar með fimm stig ásamt Míl- anóliðunum, AC Milan og Int- emazionale. Á miðvikudag gerði liðið markalaust jafntefli við Na- poli á útivelli þar sem það þurfti að leika einum færri síðasta hálf- tímann eftir að Gianluca Sordo var vikið útaf. Liðið hefur verið án Enzo Francescoli, Carlos Aguilera og Marcelo Saralegui, sem hafa allir verið að leika með landsliði Umguay í undankeppni HM, en það virðist ekki hafa komið að sök. Benito Carbone hefur leikið frábærlega í framlínunni og Dani- ele Fortunato og Giorgio Ventur- in vinna vel saman á miðjunni. Vamarmaðurinn sterki, Ángelo Gregucci, hefúr verið meiddur og sömu sögu er að segja af fríherj- anum Luca Fusi og óvíst hvort þeir geti leikið á morgun. Lfldegt byijunarlið: Galli, Sergio, Jami, Mussi, Annoni, Sordo, Osio, Fortunato, Silenzi, Car- bone, Venturin. Udinese gerði markalaust jafn- tefli við Roma á miðvikudag en var óheppið að ná ekki að sigra. Gamli reftirinn Andrea Carnevale, sem meiddist stuttu fyrir tímabil- ið, kom inná gegn sínu gamla fé- lagi og stóð sig mjög vel. Hann leikur í framlíunni á morgun ásamt Marco Branca. Pólski landsliðsmaðurinn Marek Kozm- inski missti af leikjunum gegn Cagliari og Roma vegna lands- leiks Englands og Póllands en tekur sennilega stöðu vinstri bak- varðar á morgun gegn Tórínó. Þjálfarinn, Azeglio Vicini, hefur mikinn hug á að styrkja miðjuna hjá sér og tveir leikmenn Lazio em efstir á óskalistanum, Dario Marcolin, leikmaður U21 árs landsliðs ítala og hinn gamal- reyndi Claudio Sclosa, en hvomg- ur hefur komist í lið Lazio að undanfömu. Lfldegt byrjunarlið: Battistini, Pellegrini, Kozminski, Sensini, Calori, Desideri, Rossini, Ros- sitto, Branca, Statuto, Camevale. Sævar Hreiðarsson skrifar um ítalska boltann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.