Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 11. september 1993 Egypskt bókstafsíslam ógnar heimsstöðugleika: _________ \/!A höftim lofað Allah því að VIU áfram skuli sótt að faraó- úm Egyptalands og ekki af látið uns þeim hefur verið rutt úr vegi og íslamskt ríki stofnað." Þann- ig var það orðað í tilkynningu frá Jihad, egypskum bókstafstrúar- samtökum, eftir að liðsmenn þeirra höfðu veitt Hassan al-Alfi, innanríkisráðherra, banatilræði með sprengju í Kaíró miðri, 18. ágúst s.l. Ráðherrann slapp lif- andi frá tilræðinu, særður þó, og sprengjan drap og limlesti um tuttugu manneskjur aðrar. Látinn eða særður ferðamaður eftir árás bókstafssinna — gjöfulasta gjaldeyris- lindin þorrin. Suðuregypskir koptar í verslun sem þeir áttu og bókstafsmenn sprengdu. Veraldar- n sinnum skal útrýmt" Sheikh Omar Ttikist Jihad og öðrum álíka hópum að steypa Mubarak forseta og taka völdin þarlendis, yrði líklega úr því meiri ófriður en heimurinn hefur fengið að reyna frá heimsstyrjöld- inni síðari, að áliti fréttaskýrenda byggðu á því sem þeir hafa eftir háttsettum mönnum í ráðuneytum og Ieyniþjónustum. Bandaríkja- stjóm heldur stjórn Mubaraks á floti með efnahagsaðstoð, ekki síst til að koma í veg fyrir að svo fari. Með hliðsjón af þessu kynni einhverjum undarlegt að þykja að foringi Jihad, blindur kennimaður sem Sheikh Omar Abd el-Rahman nefnist, hefúr undanferin ár dvalist í Bandaríkjun- um og verið þar með öruggur fyrir yfirvöldum lands síns. Bandaríkja- menn gmna hann nú um að hafa launað þeim gestrisnina með því að láta sprengja í World Trade Center og ráðgera morð á Mubarak og öðr- um þekktum Egypta, Boutros Bout- ros-Ghali, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. Síðan í mars s.l. ár hafa róttækir egypskir múslímar drepið um 190 manns í sprengju- og skotárásum víða um land sitt. Skotmörk þeirra em einkum erlendir ferðamenn, kristnir Egyptar, veraldlega og vest- rænt sinnaðir menntamenn og hærri og lægri embættismenn. I fjölmiðlum sést nú gjaman og heyr- ist að Egyptaland rambi á barmi borgarastríðs. Segja mætti raunar að það stríð sé þegar hafið. Her og lögregla Mubarakstjómar ganga a.m.k. annað veifið hart fram gegn bókstafssinnum og raunvemlegum og/eða meintum stuðningsmönn- um þeirra. Af því fólki hefur og all- margt fallið í valinn. Túrísminn hruninn Margra ætlan er að í efnahagsmál- um riði Egyptaland til falls vegna þess að túrisminn, sem sá ríkinu fyrir meiri erlendum gjaldeyri en nokkuð annað, skrapp saman um 40% s.l. ár og hefur síðan verið á niðurleið áfram. Sá samdráttur staf- ar af ótta við bókstafssinna, sem síð- an á árínu sem leið hafa gert árásir á erlenda ferðamenn og drepið og sært nokkra af þeim, beinlínis í þeim tilgangi að kippa einni mikil- vægustu stoð egypska efnahagslífs- ins undan því. Annað sem er einkar ískyggilegt fyrir ráðamenn Egypta- lands er að bókstafssinnum virðist aftur hafa tekist að smeygja sér inn í herinn, en eftir morð þeirra 1981 á Sadat forseta, fyrirrennara Mubar- aks, tókst að uppræta þá úr hemum. Næstu árin flýðu margir egypskir bókstafssinnar land og börðust sumir með mudjahedin í Afganistan gegn Rússum. Margir skæruliða þessara eru nú komnir heim aftur og kváðu orðnir forustuaflið í hryðjuverkaarmi egypsks bókstafsís- lams, út á sérkunnáttu þá í hemaði og hryðjuverkum sem þeir urðu sér úti um í Afganistan. Bæði í íslamska heiminum og þeim vestræna virðist vaxandi trúnaður lagður á spár á þá leið að innan skamms verði Mubarak „faraó“ steypt af stóli og Egyptalandi breytt í íslamskt bókstafstrúarríki eins og íran og Súdan áður. í sambandi við það er á döfinni ný dómínókenning, vegna þess að ástæða er til að ætla að það sem gerist í Egyptalandi verði fremur til eftirbreytni í araba- heiminum (eða jafnvel öllu íslam) en það sem gerist í nokkm araba- landi (eða jafnvel nokkru íslömsku landi) öðru. Þetta álit byggist ekki hvað sfst á því að Egyptaland hefur notið tiltölulega mikillar virðingar frá ævafomu fari, einnig síðan það snerist til íslams. Azharháskólinn í Kaíró hefur þannig lengi verið leið- andi menntasetur í íslömskum fræðum. Egyptaland er þar að auki í miðju íslamska og arabíska heims- ins, landfræðilega séð, og fjölmenn- asta arabaríkið með um 55 milljónir íbúa. Martraðarsýn Það sem gerast muni ef bókstafs- sinnar komist til valda í Egypta- landi, sjá vesturlandamenn fyrir sér í martraðarsýn á þessa leið: Bylting bókstafsíslams breiðist út eins og eldur í sinu vestur yfir alla Norður-Afríku, þar sem það er öfl- ugt fyrir og ríkisstjómir valtar. í Al- sír sérstaklega er þegar um að ræða einskonar borgarastríð veraldlega sinnaðrar ríkisstjórnar og bókstafs- sinna, líkt og í Egyptalandi. Araba- lönd Vestur-Asíu og Tyrkland kom- ast í klemmu milli Egyptalands og Súdans á aðra hönd og írans á hina. Stjómir á því svæði falla og ísrael verður umkringt bókstafstrúarríkj- um. Undir þeim kringumstæðum verða sögulegar sættir þess og PLO, ef af þeim verður, til lítils. Frá Ar- abalöndum til Vestur-Evrópu flæða milljónir flóttamanna og annarra. Samfara öllu þessu verða styrjaldir, sem ekki er hægt að sjá fyrir endann á eða vita hversu víðtækar afleiðing- ar hafa, borgarastríð, stríð milli ríkja, stríð milli heimshluta, trúar- bragða o.s.frv. Nokkra hugmynd um ástandið í Egyptalandi, sem svo mjög býr í haginn fyrir umræddar öfgahreyf- ingar, gefur sú staðreynd að 96% landsins (sem er rúm milljón fer- kflómetra að stærð) er eyðimörk. Fátt er þar um gróðavænlegar nátt- úruauðlindir, spilling hinsvegar mikil og misskipting auðs sömu- leiðis, þjónusta af hálfu hins opin- bera lítil og léleg og í afturför. Mikla og vaxandi fátækt og möguleika- skort í sveitum flýr fólk til stærstu borganna, oftast til þess helst að safnast fyrir í slömmum þar sem lífsskilyrði eru litlu eða engu betri en í sveitaþorpunum. í Kaíró eru íbúar nú um 12 milljónir (sam- kvæmt ágiskun). „Hann ætti að hengja fleiri“ Mubarak fær 1,2 milljarð dollara á ári í efnahagsaðstoð frá Bandaríkj- unum og að sögn blaða fer mest af því í herinn (rúmlega 400.000 manns), sem heldur stjóminni við völd öðru fremur, og í spillingu. Bandaríkjastjóm er ekki laus við gremju í garð Mubaraks út af því síðamefnda, telur og að hann spilli fyrir sér heima fyrir með því að trassa umbætur. Amnesty Intema- tional og ýmsir vestrænir aðilar saka Egyptastjórn um grimmilegar að- farir gegn raunvemlegum og meint- um bókstafssinnum. Pyndingar, segja þessir aðilar, em frekar regla en undantekning við yfirheyrslur, herinn hefur stundum beitt skot- vopnum óspart í borgar- og lands- hlutum, þar sem bóksstafssamtök em áhrifamikil og lögreglan tekur jafnvel ættingja bókstafssinna f gísl- ingu. En í öðmm tilvikum sýna yfir- völd þessum óvinum sínum linkind, eins og í s.l. mánuði þegar dómstóll sýknaði 24 menn, sem ákærðir höfðu verið fyrir morðið á Rifaat Mahgoub, þingforseta, 1990. Fóm þeir ákærðu þó ekki leynt með að þeir væm félagar í bókstafssamtök- unum Gamaa al-Islamiyya og vildu fyrir hvem mun steypa Mubarak af stóli. Sveiflur yfirvalda í skiptunum við slíka hópa þykja benda til þess að þau séu ekki einungis hrædd við þá, heldur og ráðafá um hvemig ráðið skuli niðurlögum þeirra. Sumir stuðningsmanna Mubaraks, sem að sögn blaða nýtur lítillar virð- ingar meðal landa sinna um þessar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.