Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 21
Laugardagur 11. september 1993 Tíminn 21 íslenskt plastiðnaðarfýrirtæki fær alþjóðlega viðurkenningu: BORGARPLAST HLÝTUR GÆÐAVOTTUN ISO 9001 Plastverksmiðjan Borgarplast hefur nýlega öðlast alþjóðlegt vott- orð um að gæðakerfi fyrirtækisins sé í samræmi við alþjóðlega gæðastaöalinn ISO 9001. Borgarplast hf. var stofnað áriö 1971 ( Borgamesi en rekur nú tvær verksmiðjur. Verksmiðjan ( Borgar- nesi hefur frá upphafi framleitt einangrunarplast fyrír hús en hefur á síðarí árum einnig framleitt umbúðir fyrír hvers konar sjávarfang úr sama efni. Þá rekur Borgarplast verksmiðju á Seltjamamesi þar sem fram- leiddir em ýmsir hverfisteyptir hlutir en meðal þeirra má nefna fiskiker, línubala, vömbretti og fleira fyrir sjávarútveginn. Þá framleiðir verksmiðjan einnig ýmsa hluti fyrir byggingariðnað, sveitarfélög og einstaklinga. Borgarplast er vel tæknivætt fyr- irtæki og býr yfir mikilli verk- og tækniþekkingu sem upphaflega var sótt til Kanada snemma á ní- unda áratugnum en hefur verið aukin mjög síðan. í ársbyijun 1992 var hafist handa hjá Borgarplasti við að skipu- leggja uppbyggingu gæðakerfis í samræmi við ISO 9001 staðalinn og var í þeim tilgangi ráðinn sér- stakur starfsmaður, Einar Ragnar Sigurðsson verkfræðingur. Helsti ávinningurinn af vottuðu gæðakerfi er betur rekið fyrir- tæki. Innri kostnaður minnkar meðal annars vegna þess að vinnubrögð verða markvissari og færri framleiðslugallar koma fyrir auk þess sem framleiðsluvömmar verða betur hannaðar og hent- ugri. Þann tíma sem unnið hefur ver- ið eftir nýja gæðakerfinu hjá Borgarplasti hefur einangmnar- göllum í fiskikerjum fækkað úr 2% niður í 0,7% og er stefnt að því að ná þeim niður fyrir 0,4%. Nú þegar hafa náðst sölusamn- ingar á fiskikerjum við kaupanda sem beinlínis sóttist eftir vöm Guðni Þórðarson, framkvæmdastjóri Borgarplasts, fyrir miðju tekur við vottorði frá Kjartani Kárasyni frá Vottun hf. t.v. um aö gæðakerfi fyrirtækisins samkvæmt staðli ISTISO 9001 hafi verið tekið út. Til hægri á myndinni stendur Gunnar H. Guðmundsson hjá Ráögarði. sem framleidd væri samkvæmt Borgarplast er fyrsta alíslenska ISO gæðastaðli. iðnfyrirtækið sem hefur fengið vottun samkvæmt ISO 9001 og annað fyrirtækið í heiminum sem stundar hverfisteypu og hlotið hefur slíka vottun. ISO 9001 er staðall sem tekur til gæðastýringar í hönnun, fram- Ieiðslu, uppsetningu og viðhaldi, og lokaskoðunar á framleiðslu- vömnni. Gæðakerfi Borgarplasts var tek- ið út af Kjartani Kárasyni hjá Vottun hf. og Bjame Axelsen frá Dansk Standard og að því loknu var gefið út vottorð um gæðakerf- ið. Helsti ávinningur af gæðakerf- inu er sá að vottunin vekur traust erlendra fyrirtækja en Borgar- plast hyggst sækja í vaxandi mæli á erlendan markað með fram- leiðslu sína. Þá verður öll vinna við fram- leiðsluna skilvirkari og samstarf innan fyrirtækisins léttara. Þá dregur það úr kostnaði vegna rýmunar og sóunar af ýmsu tagi og minna verður um gallaða framleiðsluvöm. Ur verksmiðju Borgarplasts. Stærsti veiðarfæraframleið- andi Noregs eykur umsvif sín Undanfaríð hefur veríð verulegur upp- gangur hjá veiðarfærafyrirtækinu Nðre- not, sem er afkastamesti veiðarfæra- ffamleiðandi Noregs, en (yrirtækið er að stækka við sig og auka framleiðslu. Mörenot hefur lokið stækkun á tóg- verksmiðju sinni og tekið í notkun ný tæki og útbúnað. Þetta hefur í för með sér að framleiðslugeta verksmiðjunnar eykst um 40%. Þá er verið að vinna að stækkun á netaverksmiðju fyrirtækisins, sem framleiðir nótaefni. Hin nýja bygg- ing verður tilbúin í nóvember, við það mun afkastagetan í framleiðslu nótaefn- is aukast um taeplega helming. Þá var sl. haust tekin í notkun stór bygging til uppsetningar á stórum botnvörpum og hringnótum. Ísco-Netanaust hefúr haft umboð fyrir Mörenot á íslandi síðan 1985 og að sögn forsvarsmanna fyrirtækins hefur það á þeim tíma náð verulegri hlutdeild í sölu efnis fyrir sfldar- og loðnunætur. ísco- Netanaust mun taka þátt í Sávarútvegs- sýningunni og verða fulltrúar Mörenot _________________________________________ þar viðstaddir og veita allar upplýsingar pr^ vjnstri: Jón Eggertsson hjá Isco-Netanausti ásamt samstarfsaöiium; Anne um fynrtækið og framleiðslu þess. Clarke, Dynoplast, Ásgeir Ámundsson, Fjaröarneti og Jonas Hiidre, forstjóri (Fréttatilkynning) MöreNotA/.5 SJÁVARÚTVEGS- STÖRF í NAMIBÍU Nýtt sjávarútvegsfyrírtæki í Namibíu vill ráöa starfsfólk (eftir- farandi störf: Til starfa (landi vantar: Útgeröarstjóra og verkstjóra f fisk- vinnslu. I áhöfn frystitogara vantar: Skipstjóra, fyrsta stýrimann, yfir- vélstjóra, fyrsta vélstjóra og annan vinnslustjóra. Leitað er eftir víðsýnu, reyndu og duglegu fólki sem tilbúið er að takast á við nýtt og krefjandi verkefni. Enskukunnátta er skilyrði. Islenskur framkvæmdastjóri er á staðnum. Mikil vinna. Umsóknum skal skilað til Nýsis hf. ráögjafarþjónustu, Skipholti 50b, á umsóknareyðublöðum sem þar fást ásamt afritum af sjóferðabók, réttindasklrteinum, læknisvottorði um heilbrigði og upplýsingum um fýrri vinnuveitendur. Upplýsingar eru gefnar I sfma 626380 milli kl. 8 og 12. Nysir hf. ráðgjafarþjónusta Skipholt 50 b • 105 Reykjavík • Sími 62 63 80 • Fax 62 63 85 HÁÞRÝST VÖKVAKERFI SÉRHÆFD ÞJÓNUSTA Við framleiðum: Vindur og dælustöðvar Við eigum á lager eða útvegum með skömmum fyrirvara nánast alla hluti fyrir háþrýst vökvakerfi. FYRIR FÆRIBANDAKERFI: Mjög hljóðlátar þrýstistýrðar spjaldadælur, Orþit mótora, þrýsistýrða magnloka-ryðfría, kúluloka-ryðfría. FYIR VINDUR OG KRANA: Stimpilmótora með innbyggðri diskaþremsu og fríhjólun, Orbit mótora með gír og bremsu, háþrýstar spjaldadælur, tannhjóla- dælur, stjórnloka-fjarstýrða með rafmagni, tjakka, öryggisloka, rafmagnskúplingar, síur, áfyllistúta, hæðarglöso.fl. Hönnun kerfa - ráðgjöf - þjónusta Vökvatæki hf Bygggörðum 5,170 Seltjarnarnesi, sími 91 -612209, fax 91 -612226.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.