Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. september 1993 Tíminn 5 Þegar þarfasti þjónninn vék fyrir bílnum datt engum í hug að bíllinn ætti eftir að víkja fyrir vöðvaknúnu farartæki. En reiðhjólið ryður sér nú til rúms og ferðast eráþvf um bæi og fjöll og firnindi. Tlmamynd Árni Bjarna Að hrökkva upp af draumi Jón Kristjánsson skrifar Á tali við Sighvat Á Alþingi situr á annan tug manna sem hafa stundað blaðamennsku um lengri eða skemmri tíma og verið ritstjórar dag- blaðanna. Einn af þeim er Sighvatur Björgvinsson. Þegar ég tók að mér það hlutverk að skrifa í Tímann í ársbyrjun 1992 og tók að mér tímabundna ritstjóm á blaðinu, hitti ég Sighvat á fömum vegi niðri í Alþingi og við tókum tal saman. Hann fór þá að segja mér frá reynslu sinni sem ritstjóri Alþýðublaðsins og því vega- nesti sem hann hefði fengið frá fyrirrenn- ara sínum, sem mun hafa verið Benedikt Gröndal. Hann tjáði Sighvati að það verk- efhi að skrifa forustugreinar daglega í blöðin væri álíka og að kasta af sér vatni án þess að manni væri mál. Ég sagði Sig- hvati að ég hefði engar áhyggjur af þessu meðan þessi ríkisstjóm væri við völd. Felldum við síðan talið. Einfærir um að skapa vandræði Mér hefur oft orðið hugsað til þess síðan að þetta em orð að sönnu. Ríkisstjómin og háttalag hennar leggur til ómælt efni, þannig að oft er manni mál á því að koma einhveiju á blað. Það er þó ekki fyrir það hve hún er athafnasöm eða klók í stjóm- sýslunni. Ekki er það heldur fyrir að stjómarandstaðan hafi verið svo fyrirferð- armikil til dæmis á síðasta sumri. Ríkis- stjómin hefur fengið hinn besta vinnufrið í sumar og stjómarandstaðan hefur ekki verið til neinna vandræða. Ráðherrarnir sjá um að skapa vandræðin sjálfir og geta það alveg hjálparlaust. Nú á haustdögum er allt komið upp í Ioft á stjómarheimil- inu, þótt stjómarandstaðan láti lítt á sér kræla og Alþingi sé ekki að störfum. Sundrung alls staðar Nú er sundmng í stjómarliðinu á öllum vígstöðvum. Allir vita að Sjálfstæðisflokk- urinn skiptist í fylkingar, þótt vopnahlé sé í augnablikinu. Alþýðuflokkurinn er klof- inn innbyrðis, það er lýðum ljóst, og í of- análag er allt komið í uppnám milli stjómarflokkanna. Glundroðinn er satt að segja að verða farsakenndur. Varaformað- ur Alþýðuflokksins sagði af sér þeirri stöðu fyrir nokkmm vikum og hótar nú að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, sem auðvitað þýðir úrsögn úr henni, ef staðið verður við hótunina. Davíð mannaði sig upp í að gefa yfirlýs- ingu um það á Þingvöllum að ráðherra, sem styddi ekki fjárlagafmmvarpið, væri búinn að dæma sig úr leik. En viðbrögð almennra kjósenda í Alþýðuflokknum sýna að málið er ekki svona einfalt, svo að Davíð hefur bakk- að og gefið Jó- hönnu tækifæri til áramóta til þess að taka söns- um, eða til lokaaf- greiðslu fjárlaga. Það verður því hægt að fylgjast með viðureigninni við Jóhönnu þegar Al- þingi kemur saman. Ljóst er að staða hennar innan þing- flokksins hefur veikst. Sköpum skipti í því efni þegar Rannveig Guðmundsdóttir gaf kost á sér í stöðu varaformanns flokksins. Hins vegar segir þetta ekki nema hálfa söguna. Margir alþýðuflokksmenn, sem vilja að flokkurinn sé málsvari almenn- ings í landinu og standi í vöm fyrir öryggi og velferð þegnanna, meta það við Jó- hönnu að streitast á móti og láta ekki frjálshyggjuna gleypa sig. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Jón Baldvin að mismuna henni út um dymar á ríkisstjómarher- berginu, þó að hann óski þess helst af öllu. Átök um grundvaliarmál Svo er það skinkan. Þau átök snúast um grundvallaratriði. Þau snúast um miklu meira en nokkur tonn af skinku og ein- hver kíló af kalkúnalærum. Þessi átök em einfaldlega um það hvort það á að opna á innflutning landbúnaðarvara án nokkurs aðlögunartíma eða hliðaraðgerða. Sig- hvatur og Jón Baldvin kynna þá stefnu með miklum gífuryrðum. Þetta mál er því mjög alvarlegt og hefur valdið miklum óþægindum í stjómarsamstarfinu nú þeg- ar. Yfirlýsingar ráðherra um málið á báða bóga benda til aukinnar þreytu, sem reyndar er nokkuð um liðið síðan fór að gera vart við sig. Sundruð ríkisstjóm er lömuð Slíkar deilur taka mikinn tíma og starfs- krafta frá öðmm málum. Ríkisstjóm, sem er sundurþykk með sundraða flokka að baki, er ekki lík- leg til mikilla af- reka. Allt eins er líklegt að kraft- amir fari í þessi átök á næstunni og það er aðeins hræðslan við kosningar sem kemur í veg fyrir að uppúr slitni. Ekki skortir þó vandamálin að fást við, þótt skinkunni og húsnæðisbótunum sé sleppt. Mikil vandamál blasa við vegna aflasamdráttarins og atvinnuleysið vex nú á ný á haustdcgum eftir upprof sumars- ins, sem stafaði ekki síst af átaksverkefn- um sveitarfélaga og hefðbundnum anna- tíma á þessum tíma árs. Skoðanakönnun DV Síðastliðinn fimmtudag birtist skoðana- könnun DV um fylgi flokkanna. Þessi skoðanakönnun er áhugaverð fyrir þær sakir að hún er tekin í miðjum klíðum þessara átaka í ríkisstjóminni og deilum um húsnæðisbætur og skinkuna. Athygl- isvert er að frá fyrri skoðanakönnunum er allt í jámum, nema að kvennalistinn bæt- ir við sig og Alþýðubandalagið tapar. Atgangur Alþýðuflokksins í landbúnaðar- málunum hefur ekki megnað að laða til hans fylgi, samkvæmt þessari könnun, og fylgi Sjálfstæðisflokks er óbreytt. Umræð- an um formannsframboð í Alþýðubanda- laginu er það eina sem heyrst hefur frá þeim flokki og hefur sýnilega ekki orðið honum til ffamdráttar. Ríkisstjórnin nýtur samkvæmt þessari skoðanakönnun sem fyrr fylgis minni hluta kjósenda og athyglisvert er að Fram- sóknarflokkurinn hefur nú um langt skeið mælst stærstur. Draumurinn er búinn Allt þetta verður vafalaust til þess að stjórnarflokkamir vilja ógjarnan slíta stjórnarsamstarfinu og efna til kosninga, ef mögulega verður komist hjá þvf. Auð- vitað væri slíkt rökrétt, þegar allur kraftur fer í innbyrðis deilur. Viðreisnarrómantík- in, sem þetta stjómarsamstarf byggist á, var aðeins venjuleg fortíðarþrá sem á sér enga stoð í veruleikanum á tíunda ára- tugnum. Það samstarf byggðist á öðmm foringjum og öðmm aðstæðum en nú em og vel heppnuðum áróðri, sem hefur talið sjálfstæðismönnum og alþýðuflokks- mönnum trú um að þessir tímar hafi ver- ið stórkostlegir. Draumar þeirra Viðeyjar- bræðra Jóns og Davíðs um hið stórkost- lega framtíðarland, sem biði þeirra, hafa endað í þrætum um danska skinku og for- ræði Halldórs Blöndal yfir innflutningi til landsins. Það er hastarlegt fyrir þá að hrökkva upp við slíkt. Er önnur stjóm möguleg? Það er ótrúlegt að annað stjómarsam- starf væri í kortunum þó að upp úr slitn- áði. Það væri sjálfgefið að kjósa. Ég trúi því ekki að Ólafur Ragnar færi að tala sig inn í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum með þjóðstjómartali sínu. Það, sem þarf nú, er að þjóðin fái að gera upp við þetta þrætulið sem situr á ráðherrastólunum. Það þarf að kjósa sem allra fyrst, en til þess þarf forsætisráðherra að biðjast lausnar. Því miður eru ekki miklar líkur á að svo verði, heldur er líklegast að ríkis- stjórnin sitji áfram af ótta við þá mynd sem birtist í skoðanakönnunum af fylgi flokkanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.