Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 18. september 1993 - ER STJORNIN AÐ SPRINGA? - HVAÐ MEÐ TRYGGINGASTOFNUN? Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður: Stjómin er að tætast í sundur „Ríkisstjómin er ekki að springa en hún er að tætast í sundur hægt og bítandi og hætt að starfa sem áhrifa- ríkt ákvörðunartæki. Hún hangir eiginlega saman á dauðateygjunum," segir Olafur Ragnar Grímsson al- þingismaður og formaður Alþýðu- bandalagsins. „Ef litið er yfir undanfarið hálft ár þá hefur stjómin ekki tekið eðlilega eða faglega á einu einasta máli. Það byrjaði með gengisfellingunni í sum- ar þegar Jón Baldvin lýsti því yfir að hann hefði orðið undir og væri á móti gengisfellingunni. Það birtist einnig í veiðunum í Smugunni þegar Þorsteinn Pálsson ætlaði fyrst að gefa út reglugerð og banna þær en sfðan tilkynntu Jón Baldvin og Davíð í Qölmiðlum að það væri ekki hægL Það birtist einnig í heimsókn Símon- ar Peres, utanríkisráðherra ísraels, þar sem forsætisráðherra hóf hann til skýjanna en utanríkisráðherra flýði af hólmi. Það birtist líka f skinkumálinu þar sem ráðherrarnir töluðu saman í gegnum fjölmiðlana dag eftir dag; einnig í afgreiðslu fjár- lagafrumvarpsins sem enginn virðist styðja og þannig koll af kolli." Varðandi ráðningu Karls Steinars í stöðu forstjóra Tryggingastofnunar segir Ólafur Ragnar að þegar Guð- mundur Ámi varð ráðherra, hefði Al- þýðublaðið sagt á forsíðu að ný kyn- slóð væri komin til valda. „Guðmundur Ámi hefur sýnt það með þessari ákvörðun að þetta er bara sama gamla spillta kratagengið. Ólafur Ragnar Grfmsson. Það er leitt að sjá ungan mann eldast svona á fyrstu mánuðum í embætti." -grfi Þórarinn V. Þórarínsson, framkvæmdastjóri VSÍ: en „Nei, ég held ekki að rfkisstjóm- in sé að springa. Ég sé heldur eng- in teikn uppi um það í samstarfi stjómarflokkana né heldur að þeir hafi áhuga á að leita sér annars fylgilags," segir Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSÍ. „Hinsvegar gerðu þeir sennilega betur í því að tala meira hver við annan heldur en hver um annan Varðandi ráðningu Karls Stein- ars í embætti forstjóra Trygginga- stofnunar og annarra ráðrúnga stórkrata í sumar segist Þórarinn V. muna eftir þessari umræðu um stöðuveitingar Alþýðuflokksins frá því í æsku. „Þá þótti það loða við flokkinn að hann reyndist sínum mönnum Þórarinn V. Þórarinsson. mjög vel og teldi jafnan að mestu hæfileikamenn og synir lands og þjóðar ættu sér athvarf í Alþýðu- flokknum. Mér sýnist að það sé sama raunin að verða á núna. Þannig að þessi flokkur er greini- lega að taka upp vinnubrögð for- tíðarinnar í þessu efni.“ Þórarinn V. segist þó ekki vera að halla neinu máli á þá einstaklinga sem þama eiga hlut að máli. „Þetta er hinsvegar orðið dálftið einlitt, svo vægt sé til orða tekið. Þeim mætti verða það ljóst að það kunna að leynast hæfileikar víðar en í þingliði Alþýðuflokksins," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Steingrímur Hermannsson alþingismaður: Ríkisstjórnin sekkur æ dýpra „Það er von að spurt sé hvort stjóm- in sé að springa. Ég hef keppst við að segja fólki að ef þeir hafa samið um eitthvað úti í Viðey, þá hafi þeir sam- ið um að sitja út kjörtímabilið og ég Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASÍ: Erfið fæð- ing fjár- laganna „Ætli fréttamenn séu ekki bara að fara á taugum? En þetta er örugg- lega voðalega erfið fæðing í tengsl- um við fjárlögin, en ég held þó að menn verði að halda ró sinni. Jafn- framt held ég að það eigi eftir að reyna á það hvort það sé ekki hægt að ná samkomulagi," segir Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Lára V. segir að varðandi þessi skinku- og kalkúnamál sé verið að Qalla um ákveðin gmndvallarmál í þjóðfélaginu sem hafi verið deilur uppi um mjög lengi. JSIúna er hægt að takast á um þetta af meiri alvöru og hörku vegna þess að það eru komin lög um frjálsan innflutning. í síðustu viku eða svo voru staddir hér á landi sérfræðing- ar frá GATT sem voru að kíkja yfir öxlina á okkur og athuga hvað við værum að gera. Og við erum víst ekkert í mjög góðum málum.“ Lára V. segir að ráðning Karls Steinars í stól forstjóra TVygginga- stofnunar eigi ekki að koma neinum á óvart. „Karl Steinar er auðvitað hinn mætasti maður og á ekki að gjalda þess að hann sé alþýðuflokksmaður. Ég er heldur ekki í nokkrum vafa um það að hann á eftir að standa sig vel í þessari stöðu. Þetta segi ég ekki bara vegna þess að hann er krati heldur líka vegna þess að hann er Lára V. Júllusdóttlr. fyrrverandi verkalýðsforkólfur og þar reynir á mjög margt sem ég þekki af eigin raun.“ -grh er raunar sannfærður um það, út af fyrir sig,“ segir Steingrímur Her- mannsson, alþingismaður og for- maður Framsóknarflokksins. „Ef ég væri hinsvegar forsætisráð- herra í þessari stöðu sem ríkis- stjórnin er í, þá mundi ég kalla Jón Baldvin fyrir mig á stundinni og segja honum að semja um frið innan ríkisstjómarinnar og víkja ellegar. Það getur ekki nokkur ríkisstjóm haldið sinni virðingu með svona háttemi." Steingrímur segist kannast við rík- isstjórnir sem hafi gengið langt í þessu og Ld. var slæmt á milli krata og komma í ríkisstjóm Ólafs Jó- hannessonar. „En það komst ekki í hálfkvisti við þetta. Aldrei datt nokkmm manni í hug innan ríkisstjómar að bera það upp á Ólaf að hann færi með rangt mál og vitleysur í sínum úrskurð- um. Né heldur heyrði ég það nokk- um tíma borið uppá Gunnar Thor- oddsen. Ég man ekki heldur eftir því að það hafi verið borið uppá mig, þótt ég sé kannski búinn að gleyma Stelngrfmur Hermannsson. því. En utan ríkisstjómar segja menn og gera allan andskotann. Þannig að mér finnst þetta alveg ótrúlegt hvemig þetta hefur þróast innan núverandi ríkisstjómar." Steingrímur segir það vera sorg- legt fyrir stjórnarflokkana ef það er óttinn við skoðanakannanir og svo- leiðis sem heldur stjórninni saman því þeir sökkva bara dýpra og dýpra. Formaður Framsóknarflokksins segir að ráðning Karls Steinars í stól forstjóra Tryggingastofnunar hafi ekki komið neinum manni á óvart. „Þetta var frágengið fyrir löngu. Al- þýðuflokkurinn hefur gengið flokka lengst í því að hygla sínum mönn- um. Þetta er orðið svo yfirgengilegt að það tekur engu tali.“ -grh Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona: Kosningaóttinn er lim „Það væri vonandi að ríkisstjómin væri að springa. Hinsvegar er ótt- inn við kosningar nokkuð sterkt og seigt lím. Þannig að það gæti svo sem farið svo að hún sameinaðist í óttanum og lafði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans. Ingibjörg segir að engu að síður séu margir brestir komnir í stjóm- arsíunstaríið. Það sé síðan spuming hvort þeim takist að berja eitthvað í þá. „Það em m.a. deilumar útaf skinkunni, húsaleigubótunum, fyr- irvörunum hjá Jóhönnu og áherslumunur varðandi Smuguna. Svo kann að vera eitthvað í uppsigl- ingu út af þessum kalkúnum." Ingibjörg Sólrún segir að ráðning Karls Steinars í embætti forstjóra Ingibjörg Sólrún Glsladóttir. Tryggingastofhunar komi ekkert á óvart. „Þetta er búið að liggja fyrir í marga mánuði. Ég man ekki betur en það væri búið að bjóða nýjan þingmann úr Reykjanesi velkom- inn til starfa á síðum Alþýðublaðs- ins löngu áður en þessi staða var veitt. Þannig að þeir vom auðvitað búnir að ákveða þetta fyrir löngu síðan.“ Ingibjörg Sólrún segir það hvarfla að sér að alþýðuflokksmenn séu ekki með fúllum sönsum að ganga svona langt í pólitískum stöðuveit- ingum. .JÚér finnst þetta líka mjög óþægi- legt af því maður er sjálfur f pólitík og þetta kemur þannig óorði á mann sjálfan. Sérstaklega ef maður ætlar seinna meir að sækja um ein- hverjar stöður, þá verði maður í einhverri sérstakri kompu og lúti ekki sömu reglum og aðrir.“ -grii Ámundi Ámundason framkvæmdastjóri: Tíu dagar langur tími í pólitík „Stjórnin að springa? Nei, það get ég ekki fmyndað mér. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er,“ segir Ámundi Ámundason framkvæmda- stjóri. Ástæða þess að Ámundi segist ekki geta ímyndað sér að stjórnin sé að springa er m.a. gerð fjárlaga og því fátt sem bendi til þess að stjómar- samstarfið bresti á þessu ári. Hann vildi hinsvegar ekki tjá sig um það hvort samstarfið væri gott og trausL „Tíu dagar eru langur tími í pólitík og hvað þá heldur nokkrir mánuðir." Um stöðuveitingar Alþýðuflokksins sagði Ámundi að hæfasta og besta fólkið í landinu væri í Alþýðuflokkn- um og því ekkert skrítið að það væri valið til áhrifa. „Ég bendi einnig á það að það var gerð skoðanakönnun meðal þjóðar- innar þegar Jón Sigurðsson var ráð- inn seðlabankastjóri. Þá voru 93% þjóðarinnar á því að þetta hefði ver- ið rétt ákvörðun. Þarf frekari vitna við? Það held ég ekki.“ -grh Ámundl Ámundason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.