Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. september 1993 Tíminn 7 Davíð Oddsson forsætisráðherra um deilur í ríkisstjóm: auðvitað ekki svo að íslenski landbúnaðurinn sé sá eini sem fær styrk og hjálp frá hinu opin- bera. Það fær landbúnaður alls staðar í veröldinni.“ Jón Baldvin telur að embætti ríkislögmanns sé óþarft úr því það gat ekki látið honum í té íögfræðiálit um lögmæti inn- flutnings á svínakjöti og sér virðist sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Hvað viltu segja um þetta? „Ég tel rétt að utanríkisráð- herra birti bréf ríkislögmanns til hans svo að hægt sé að átta sig á því á hverju ummæli hans séu byggð. Ég hef ekki séð bréf ríkislögmanns. Það eina sem ég þekki í málinu eru lyrri störf ríkislögmanns og ég hygg að þau séu almennt talin vandvirk. Reyndar hefur utanríkisráð- herra verið að vitna mjög oft í gamlar álitsgerðir ríkislög- manns einmitt í þessu landbún- aðarmáli og þá talið sér til tekna að geta veifað þeim.“ — Utanríkisráðherra er æðsti yfírmaður tollamála á Keflavík- urflugvelli. Nú ætlar verslunar- keðjan Bónus að flytja kalkúna- læri með flugi. Það má búast við að ráðherrann heimili inn- flutninginn. Mun þetta mál í kjölfar skinkumálsins valda stjórnarslitum? ,Jíei, ég á ekki von á að stjóm- in springi út af kalkúnalæri. Á hinn bóginn er það svo að það em ein lög í landinu varðandi þessi efni. Forræði utanríkis- ráðherra yfir málum á Keflavík- urvelli byggjast eingöngu á þáttum sem snúa að öryggi landsins og sambúðarinnar við erlent vamarlið og hefur í raun ekkert með innflutningsmál að gera þannig að sú embættis- sýsla breytir ekki lögum í land- inu. Það er því bara sjálfstætt mat hvort þessi innflutningur er heimill samkvæmt þeim reglum sem gilda eða ekki. Ég ætla ekkert að tjá mig um það á þessu stigi. Það em aðrir aðilar sem eiga að meta það.“ — í upphafí stjómarsam- starfs bentir þú á að aðilar að ríkisstjóra þyrftu að vinna að heilindum sbr heiðursmanna- samkomulagið og þér fannst talsvert á það skorta í ríkis- stjóra Steingríms Hermanns- sonar. Þér fannst þá að ráð- herrar ættu ekki að vera með yfirlýsingar út og suður. Eru heilindin að ijúka út í veður og vind f þessu stjómarsamstarfi? „Mér hefur ætíð verið mjög illa við yfirlýsingar af því tagi þ.e. út og suður. Þær em ekki hollar fyrir neina ríkisstjóm í sjálfu sér. Það er hins vegar aldrei hægt að útiloka þær með öllu því að stjórnmálamenn nátt- úmlega em í stjórnmálum. Þeir komast ekki hjá því að tjá sig um afstöðu sína og tilfinningar. Þeir þurfa auðvitað að gæta hófs og gæta að því að þeir em í sam- starfi við aðra aðila, annan flokk eða flokka. Ég held að það hafi gengið betur í þessari ríkis- stjóm en öðmm. Mér finnst þessi skot upp á síðkastið held- ur ógeðfelld og ég vænti þess að þeim linni. Mér finnst það vera skaði haldi þetta áfram.“ — Ef marka má nýlega skoð- anakönnun DV hefur ríkis- stjórain sjaldan notið minni vinsælda en einmitt nú. Er þetta til marks um að ykkur hafl mistekist að fá fólk með ykkur við að leysa þann vanda sem steðjar að íslensku þjóðar- búi um þessar mundir? „Það skal ég ekkert um segja. Menn vita að við erum í erfiðum aðgerðum og höfum verið það. Ég tel að þær hafi flestar tekist ótrúlega vel miðað við í hvaða stöðu við emm. Það er ekkert óvanalegt við að ríkisstjórnir standi illa á miðju kjörtímabili. Það gerði sú síðasta og sú á undan henni o.s.frv. Reyndar kom einhver skoðanakönnun þar sem spurt var um fylgi við stjómarandstöðuna en ekki flokkana og þá var það ennþá minna en fylgið við ríkisstjórn- ina. Þannig að það er nú kannski ákveðin vandlæting í garð stjómmála hér á landi eins og hefur verið að gerast alls staðar um hinn vestræna heim núna þegar þessi afturkippur í efnahagslífinu hefur gengið yfir. Ég kippi mér ekki upp við þetta í sjálfú sér. DV spurði núna, akkúrat meðan á þessu máli stóð, sem þeir hafa sjálfsagt tal- ið Sjálfstæðisflokknum erfitt. Ég er mjög sáttur við þá niður- stöðu sem þar kom fram þ.e. út- komu Sjálfstæðisflokksins." — Nú vill Alþýðuflokkur að harðar sé gengið í niðuskurði og hefur lagt til að útgjöld verði skorín niður um þijá til fjóra milljarða króna og nefnir þar vegamál. Er ekki óvenjulegt að tala svona þegar ríkisstjórain hefur gengið frá fjárlagafum- varpi? „Það er áríðandi að menn hafi eitthvað á bak við sig, þegar þeir tala með þessum hætti, ein- hverja raunsæja hluti og við er- um að athuga það hvort hér sé um einhverja raunsæja hluti að ræða. Ég hef efasemdir um að Al- þýðuflokkurinn sem heild hafi nú staðið að þessum tillögum og hugmyndum. Að minnsta kosti hefur ekki gengið allt of vel að fá niðurskurð niður á það stig sem við erum á núna í þeim ráðuneytum sem undir þann flokk heyra en sjálfsagt er að at- huga þessar tillögur. Fjárlög eru náttúrulega eðli málsins sam- kvæmt í vinnslu eða þar til at- kvæðagreiðsla við þriðju um- ræðu hefur farið fram.“ — Telur þú þennan framgang- smáta Alþýðuflokksins ekkert óvenjulegan? „Nei, þetta eru svona almennar pólitískar yfirlýsingar sem þarna eru gefnar og það er sjálf- sagt að gá hvort það sé eitthvað á bak við þær. Þær kannski stemma ekki nákvæmlega við þá vinnu sem menn eru í. Það hefur verið nógu erfitt hjá öll- um ráðherrum, ekki síður hjá ráðherrum Alþýðuflokksins, að ná sér niður í þann niðurskurð sem þeir eru þegar með.“ — Munt þú ljá máls á að í stað fjármagnstekjuskatts verði tek- in upp samræmd skattlagning á peningalegar eignir, s.s. inni- stæður og gjaldeyrísreikninga, verðbréf og hlutabréf, eins og ráðherrar Alþýðuflokks hafa lagt til? „Það var nú þannig að ég er nú kannski sá ráðherra sem var mest á móti fjármagnstekju- skatti á sínum tíma. Allir aðrir stjórnmálaflokkar en minn og hluti af mínum flokki barðist mikið fyrir fjármagnstekju- skatti og reyndar einnig aðilar vinnumarkaðarins. Þannig að ég lét nú fallast á lágmarks nafhvaxtaskatt. Ég hef alltaf ótt- ast að það hefði áhrif á stöðu vaxta sem eru háir og þurfa að lækka og þess vegna ekki séð að þetta sé rétti tíminn til að vera með fjármagnstekjuskatt af þessu tagi. Ég er opinn fyrir öll- um hugmyndum, einnig þess- um, og mun athuga þær með opnum huga.“ — Formaður Dagsbrúnar seg- ir að gróðafyrirtækjum sé hygl- að á meðan ráðist sé á kjör gamla fólksins og vísar til 200 milljóna króna skerðingar á beingreiðslum til lífeyrisþega sem koma fram í fjárlögum rík- isstjóraar. Hann segir að stór hópur fólks búi við kjör langt fyrir neðan fátæktarmörk. Er ekki kominn tími til að leggja Ld. á stighækkandi tekjuskatta og skattleggja lúxusneyslu í meira mæli en nú er gert? „Það er stighækkandi tekju- skattur hér á landi í mjög mörg- um stigum vegna persónuaf- sláttarins og þá fer eftir tekjum hvað skattgreiðandi borgar hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt. Menn átta sig kannski ekki á þessu. Það er hér hátekjuskattur; jað- arskattur er orðinn mjög hár og nálgast 50%. Það þykir hvergi skynsamlegt í veröldinni að hækka skatta umfram það. Formaður Dagsbrúnar er nú ágætur maður en hann segir nú líka stundum margt. Ég held að ef athuguð væru ummæli hans í gegnum þrjátíu ára sögu kæmi í ljós að þau væru mjög svipuð þessum ummælum. Staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir miklar þrengingar hefiir kjararýmun hjá þeim sem minnst bera úr bítum verið minni til að mynda á þessu ári. Hún hefúr verið nánast engin en aftur meiri hjá þeim sem meira bera úr býtum. Þannig hafa menn oft talað en sjaldan framkvæmt. Formaður Dags- brúnar ætti að fagna því en þetta hefur gengið eftir með þessum hætti.“ — Nú heldur Sjálfstæðis- flokkurínn landsfund í lok næsta mánaðar. Halldóri Blön- dal hefur veríð hrósað, m.a. af dálkahöfundum Morgunblaðs- ins, og þar hefur verið bent á að eðlilegt sé að varaformaður komi af landsbyggðinni. Er að vænta breytinga í foiystuliði flokksins? „Það er ekkert sem bendir til þess.“ Helgi Þórhallsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.