Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 18. september 1993 Smári Lúövlksson, starfsmaöur hjá Island Tours I Hamborg, meö sumarbæklinginn og vetrarbæklinginn, sem er nýkominn út. Tímamynd: Árni Gunn. Island Tours, stærsti söluaðili á ferðum til íslands, sótt heim í Hamborg: Einkaframtakiö blómstrar í landkynningu egar minnst er í landkynn- ingu og sölu og markaðssetn- ingu í ferðaiðnaði á íslandi, dettur eflaust flestum í hug nöfn eins og Flugleiðir eða Ferðamála- ráð. Það kemur hins vegar dáh'tið á óvart að sú ferðaskrifstofa, sem er stærsti söluaðili á ferðum til ís- Iands, heitir Island Tours og var sett á laggimar f Þýskalandi af þremur íslenskum athafnamönn- um fyrir sex ámm sfðan. Hún hef- ur náð miklum árangri og unnið brautryðjendastarf f kynningu á ís- landi á meginlandinu, án þess þó að hafa notið til þess opinberra styriga. Þegar blaðamaður Tímans var á ferð í Hamborg á dögunum, heim- sótti hann skrifstofu Island Tours. Vissi reyndar lítið sem ekkert um fyrirtækið áður en hann rambaði þama inn eins og fyrir nokkurs kon- ar tilviljun. Island Tours var stofnað haustið 1986 og á fyrsta söluári 1987 komu um 450 ferðamenn til íslands á vegum fyrirtæksins. Nú sex ámm seinna koma hingað á veg- um Island Tours á milli sex og sjö þúsund ferðamenn á hverju ári og veltan skiptir hundruðum milljóna. Fyrirtækið stendur fyrir umfángs- miklu kynningarstarfi, gefur m.a. út viðamikla bæklinga í 100 þúsund eintökum, annan fyrir sumarferðir og hinn fyrir vetrarferðir til íslands. Reyndar hafa ferðamöguleikar á Grænlandi og í Færeyjum bæst við söluna á íslandsferðunum. Byrjuðu með lítið handa á milli Hugmyndina að stofnun þessa fyr- irtækis áttu þeir Böðvar Valgeirsson og Skúli Þorvaldsson, veitingamað- ur á Hótel Holti. Þeir fengu síðan Ómar Benediktsson hjá íslandsflugi til liðs við sig, en hann veitti fyrir- tækinu forstöðu þar til fyrir einu ári síðan. Ómar er nú stjómarformaður Island Tours, en framkvæmdastjóri er Guðmundur Kjartansson. í upp- hafi áttu þeir Böðvar, Skúli og Ómar fyrirtækið einir, en eftir að Ómar flutti heim frá Þýskalandi var upp- setningu fyrirtækisins breytt og fjórðungshlutur í því boðinn til sölu. Það varð síðan úr að Flugleiðir keyptu þann hluL Þeir þremenning- amir eiga nú sinn fjórðunginn hver á móti Flugleiðum. „Við byrjuðum með lítið fjármagn á milli handanna og síðan hefur þetta þróasL" segir Ómar Benediktsson. Til að byrja með vom Island Tours með eina söluskrifstofu í Þýska- Iandi. í dag er Island Tours starfandi í fjórum löndum á meginlandi Evr- ópu. Fyrirtækið heldur úti eigin söluskrifstofum í Hamborg og Frankfurt í Þýskalandi og einni í Amsterdam í Hollandi. í Zúrich í Sviss er söluskrifstofa, sem reyndar er í eigu annarra íslendinga, en sel- ur einungis ferðir Island Tours. Vetrarferðirnar eru að byija að skila sér Vetrarferðabæklingur Island Tours er nýkominn út í Evrópu. Þetta er fjórði vetrarbæklingurinn sem birt- ist á vegum Island Tours, en þeir vom fyrstir til þess að gefa út slíkan bækling. Enn sem komið er er tap á þessum þætti markaðssetningarinn- ar, en þeir félagar hafa frá upphafi haft trú á að hægt sé að auka sölu á ferðum utan hefðbundins ferða- mannatfma hér á sumrin. „Það var mikið tap á þessu til að byrja með, en við finnum að þetta er að byrja að skila sér núna,“ segir Ómar. „Það er synd að allar þessar fjárfestingar í ferðaþjónustu hér á landi skuli ekki vera nýttar betur. Einkum og sér í lagi vegna þess að við höfum góða möguleika á að auka ferðamanna- strauminn á ákveðnum tíma og þar Ferðaskrifstofa stúdenta er eina stúdentaferöaskrifstofan hériend- is, en hún leggur áherslu á að þjóna námsmönnum og öðru ungu fólki á aldrinum 12-35 ára. Ferðaskrifstofan hefur með höndum útgáfu ungmennaskír- teinisins FIYTO og námsmanna- skírteinsins ISIC. Þessi alþjóðlegu skírteini veita margvíslegan afslátt af flugi, gistingu, lestarferðum, á ég sérstaklega við mars og apríl, sem og reyndar áramót.“ „Það er kannski tímanna tákn, að þegar við fórum út í þetta voru menn fullir efasemda og jafnvel ferjuferðum o.fl. Auk þess veita yf- ir 300 íslensk fyrirtæki sérstakan afslátt. Seld eru ódýrustu fargjöld- in hverju sinni, eins og t.a.m. KILROY fargjöldin sem handhafar skírteinanna geta keypt. Önnur sérstaða F.S. er úrval námskeiða eða lengri kennslu við málaskóla víða um heim og sérstakar ævin- týraferðir sem liggja utan hefð- bundinna ferðamannaslóða. Iögðust gegn okkur. Síðan er það svo að nú kannski sækjast allir eftir því að komast í viðskipti hjá Island Tours,“ segir Ómar. „Þetta er þannig að við seljum ferðir frá innanlands- deildum íslensku ferðaskrifstof- anna, hvort sem það eru Samvinnu- ferðir, Safaríferðir, Guðmundur Jón- asson eða einhverjar aðrar. Síðan er- um við líka með ferðir, sem við setjum saman sjálfir fyrir okkar tú- rista eingöngu. Það er í sjálfu sér hægt að setja endalaust nýjar ferðir inn á markaðinn, en við viljum ekki hafa bæklinginn of stóran, því að hver blaðsíða þarf að skila ákveðnu af sér.“ — En hafa þeir farið aðrar Ieiðir í markaðssetningu heldur en aðrir til þessa? „Við höfum frá upphafi lagt ríkari áherslu á dýrari ferðir," segir Ómar. „En þó ekki eingöngu, því þá er hætta á að fyrirtækið fái á sig þann stimpil að vera dýrt. Við höfúm þess vegna haft ódýrari ferðir með og reynt að höfða til alls markaðarins. Við seljum Ld. miklu meira af hótel- ferðum heldur en tjaldferðum og þetta þykja meiri gæðaferðir í Þýskalandi heldur en margt annað sem er á markaðinum. Við höfum að sjálfsögðu einnig reynt að veita sanngjama og góða þjónustu og lagt talsvert mikið upp úr kynningarstarfi. Auk þess að gefa út eigin bæklinga auglýsum við, tökum þátt í ferðasýningum og not- um yfirleitt hvert tækifæri til þess að koma íslandi á framfæri. Það er líka mikilvægt að reyna að finna nýj- ar leiðir í markaðsstarfinu. Við leggjum t.a.m. talsverða áherslu á myndafyrirlestra um ísland og höf- um haldið allt upp í 150 slíka fyrir- lestra á einum vetri. Ég giska á að þeir séu orðnir um eitt þúsund tals- ins frá stofnun fyrirtækisins. Við höfum átt mjög farsælt sam- starf með öllum sem við erum að vinna með, Flugleiðum, Ferðamála- ráði og Amarflugi á meðan það starfaði. Það er kannski lykillinn að þessu öllu saman." -ÁG Sem dæmi um borgarferðir, sem F.S. býður upp á á þessu hausti, er helgarferð til Dublin á írlandi er kostar frá rúmlega 23 þúsund kr., helgarferð til Glasgow á rúmlega 27 þúsund kr., Amsterdam, Ham- borgar og Lúxemborgar á rúmlega 28 þúsund kr., London á tæpar 30 þúsund kr. og Kaupmannahafnar á rúmlega 35 þúsund kr. Sérkjör námsmanna Tíma leikmenn Lesendum Tímans gefst kostur á að velja Tíma-leikmenn ársins í knatt- spymu, sem valinn verður í samstarfi við Hótel Örk og Adidas. Tíma-leikmenn 1. deildar karla og kvenna fá að launum Sælulykil að Hótel Örk í Hveragerði fyrir tvo, sem samanstendur af gistingu í eina nótt, þriggja rétta kvöldverði, dansleik og morgunverði. Þá verða dregin út nöfn þriggja aðila, úr innsendum svarseðlum, og fá þeir heppnu Adidasvörur frá Sportmönnum hf. Næstu daga munu birtast svarseðlar á íþróttasíðum blaðsins, en skilaffest- ur seðlanna er til 28. september næstkomandi, merkt „Tíma-leikmenn ársins, Lynghálsi 9, 110 Reykjavík“. hótel örk adidas = PARADÍS RÉTT HANDAN WÐ HÆÐINA wm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.