Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 18. september 1993 WKM DAGBÓK 85áraafmæli í dag, 18. september, verður 85 ára Þor- kell Sigurðsson, fyrrverandi kaupfélags- stjðri Grundarfirði, Hátúni 8, Rvk. Eig- inkona hans er Kristín G. Kristjánsdótt- ir, fyrrverandi ljósmóðir. Þau verða að heiman á afmaelisdaginn. Félag eldri borgara í Reykjavik og nágrenni Sunnudag í Risinu: Bridskeppni kl. 13 í austursal og félagsvist kl. 14 í vestursal. Dansað í Goðheimum kl. 20 sunnudags- kvöld. Mánudag: Opið hús í Risinu kl. 13-17. Tafl og frjáls spilamennska. Kaffi og spjall. Félag eldri borgara í Kópavogi Félagsfundur verður haldinn sunnudag- inn 19. sept kl. 14 í félagsmiðstöðinni Gjábakka, Fannborg 8. Stjómin. Kynning á starfsþjálfun og tölvubúnaöi fyrir fatlaöa Starfsþjálfun fatlaðra og Tölvumiðstöð fatlaðra verða með kynningu á starfsemi sinni og tölvubúnaði fyrir fatlaða í Geys- ishúsinu í dag, 18. sept, klukkan 16. Kynningin er liður í dagskrá sýningar SKÝRR um sögu tölvunnar, sem haldin er í tilefni 25 ára afmælis félagsins. Með- al tölvubúnaðar, sem sýndur verður, er íslenskt tölvutal (talgervill) og blindra- skjár. Reykjavikurhöfn skoöuö úr lofti, af láöi og legi í tilefni af því að Tjaldmarkaði Reykja- víkurhafnar lýkur um helgina verður fólki gefinn kostur á, ef veður leyfir, að skoða höfnina úr lofti, af láði og legi í dag og á morgun frá kl. 14 til 16 báða dag- ana. í loftferðinni verður svifið í körfu í 35 m hæð. í gönguferðum eftir hafnarbökkum kynna starfsmenn hafnarinnar það sem fyrir augu ber. í sjóferðunum verður siglt með hafnarbökkum og bryggjum. Mæting í allar ferðimar er á Tjaldmark- aðstorginu. Jónas Bragi Jónasson sýnir í Listhúsinu Jónas Bragi Jónasson opnar sýningu á skúlptúrverkum úr kristalgleri í Listhús- inu Laugardai í dag, 18. sept. Sýningin nefnist „Öldur" og þar má meðal annars sjá samnefht verk sem hlaut fyrstu verð- laun á glerlistasýningu f Englandi árið 1992. Jónas Bragi er fæddur 1964. Hann lauk mastersnámi í „Art and Design in Glass" frá Edinburgh College of Art árið 1992. Áður stundaði hann listnám við West Surrey College of Art and Design og við Myndlista- og handíðaskóla íslands. „Öldur" er fyrsta einkasýning hans, en áður hefur hann tekið þátt í samsýning- um, bæði hér á landi og erlendis í Bret- landi, Hollandi og Japan. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 til 18, nema sunnudaga kl. 14 til 18. Henni lýkur 3. október. Ásgeir Smári sýnir í Galleri Borg Listamaðurinn Ásgeir Smári hefur und- anfarin ár verið búsettur í Danmörku og unnið þar að list sinni. Hann er nú kom- inn til landsins með um það bil 25 ný málverk í farteskinu og opnar sýningu í Gallerí Borg við Austurvöll, í dag, 18. sept, kl. 16 til 18. Ásgeir (f. 1955) er þekktur fyrir myndir sínar úr borgarlífi Reykjavíkur. Úti í Dan- mörku hefur hann haldið áffam að mála og þróa sitt persónulega borgarlandslag. Myndimar, sem hann sýnir nú, em flest- ar unnar á þessu ári. Þær em allar til sölu. Sýningin er opin virka daga frá klukkan tólf til sex, en frá klukkan tvö til sex um helgar. Henni lýkur þriðjudaginn 28. september. Brynhildur Þorgeirsdóttír (standandi) og Tina Aufiero viö verk sín. Brynhildur Þorgeirsdóttir og Tina Aufiero sýna í Nýlistasafninu í dag, 18. sept, kl. 16 opna í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg tvær skúlptúrsýningar. Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir þama á fyrstu hæðinni og ber sýningin yfirskrift- ina Strandhögg, en þama em hlutir úr undirdjúpunum, sem gengnir em á land. Á efri hæðum safnsins sýnir bandarísk listakona frá New York, Tina Aufiero. Hún sýnir innsetningar (installations), sem hún nefnir The Chicken Theory. Sýningamar standa til 4. október og verða opnar daglega frá 14-18. Myndlistarsýning í Ráðhúsinu: 67 kynslóöin 67 kynslóðin er heiti myndlistarsýningar fólks á aldrinum 67 ára og eldri, sem opnuð verður í Ráðhúsinu (Tjamarsal) á morgun, sunnudag, kl. 14. Á sýningunni em málverk og trémyndir eftir 10 mynd- listarmenn, sem koma alls staðar að af landinu og eiga það sameiginlegt — fyr- ir utan aldurinn — að vera ekki mynd- listarskólagengnir og hafa fæstir byrjað að fást við myndlist fyrr en að lokinni langri starfsævi. Frásögnin, sagan og æv- intýrið í umhverfi þeirra gengur eins og rauður þráður f gegnum verkin og ber vitni tveimur eiginleikum sem stundum glatast í tækniheimi atvinnumennsk- unnan fjölskrúðugu hugmyndaflugi og ferskri sýn á heiminn. Sýningin stendur til sunnudagsins 26. september og er opin á opnunartíma Ráðhússins. Aðgangur er ókeypis. Organisti frá Bremerhaven í Hallgrimskirkju Organisti Smidt-minningarkirkjunnar í Bremerhaven, Wemer Dittmann, er hér á íslandi í boði Þýsk-íslenska félagsins og á morgun, sunnudag, mun hann leika á tónleikum í Hallgrímskirkju. Tónleik- amir era eins konar viðbót við tónleika- röðina „Sumarkvöld við orgelið", en að þessu sinni hefjast þeir kl. 17. Á tónleik- unum leikur Dittmann tvö verk, Sónötu í A-dúr nr. 18 eftir Josef Gabriel Rhein- berger (1839-1901) og Orgel-sinfóníu nr. 2 op. 20 eftir Louis Vieme (1870-1937). Wemer Dittmann (f. 1952) hefur verið organisti og kantor við Burgermeister- Smidt-Gedachtniskirche í Bremerhaven frá 1979 og um leið stjómandi Bach-kórs Bremerhaven. Aöalbjörg Jónsdóttir sýnir í Eden, Hveragerði Þessa dagana heldur Aðalbjörg Jónsdótt- ir sýningu á 37 myndverkum í Eden f Hveragerði. Um er að ræða olíu-, pastel- og vatnslitamyndir, auk tveggja sem unnar era með s.k. „chameleon“-tækni. Aðalbjörg er fædd 15. desember 1916. Hún stundaði nám hjá Amheiði Einars- dóttur 1966 til 1970, í Myndlistarskóla Reykjavíkur í 4 vetur og vorið 1979 stundaði hún nám hjá Lindu Dande f Killeen, Texas, f smámyndamálun. Hún hefur í um 10 ár verið virk í Myndlistar- klúbbi Hvassaleitis. Hún hefur haldið sjö einkasýningar, þá seinustu á Húsavík á þessu ári, og tekið þátt í þremur samsýningum með Mynd- listarklúbbi Hvassaleitis. Sýning Aðalbjargar í Eden stendur til 26. september. Ragnar V. Björgvinsson Valgerður Sveinsdóttir HESTUIIUrÖIHN UHGHODIH Langholt II • 801 Selfoss • lceland Tel: 354 (9)8-21061 Fox: 354-(9)8-23236 FÓÐRÚN ■ HESTAFERÐIR - SALA RIDING TOURS ■ SALE ■ EXPORT VELL GEIRI Vegna mistaka þá barst ekki framhald af Hvell Geira og því birtist sagan ekki næstu daga. Þessu verður vonandi kippt fljótt í liðinn og biður Tíminn áhangendur Hvell Geira afsökunar á þessu. 6543. Lárétt 1) Snúnar. 5) Stilltur. 7) Röð. 9) Stétt í þolfalli. 11) Afsvar. 13) Öskur. 14) Orku. 16) Drykkur. 17) Lómar. 19) Planta. Lóðrétt 1) Sælu. 2) Titill. 3) Mann. 4) Nabbi. 6) Fullskapað. 8) Vefnað. 10) Hegðar sér. 12) Slælega. 15) Sunna. 18) Baul. Ráðning á gátu no. 6542 Lárétt I) Skonsa. 5) Kám. 7) Ra. 9) Mása. II) Aum. 13) Ann. 14) Frón. 16) Og. 17) Sóaði. 19) Bankað. Lóðrétt 1) Skrafa. 2) Ok. 3) Nám. 4) Smáa. 6) Fangið. 8) Aur. 10) Snoða. 12) Mósa. 15) Nón. 18) Ak. HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. september 1993. Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrir (grannlifeyrir).......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir............................11.096 Full tekjubygging ellilifeynsþega.............22.684 Full tekjutrygging örorisulífeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót................................7.711 Sérstök heimilisuppbót.........................5.304 Bamalífeyrir v/1 bams.........................10.300 Meölag v/1 bams...............................10.300 Mæöralaun/feöralaun v/1bams....................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama.................5.000 Mæðralaun/feöralaun v/3ja bama eða fleiri___10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða...............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulifeyrir..........................12.329 Dánarbætur 18 ár (v/slysa)....................15.448 Fæðingarstyrkur...............................25.090 Vasapeningar vistmanna .......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga................10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar..................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings................526.20 Sjúkradagpentngar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings.................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framlæri ....142.80 Tekjutryggingarauki var greiddur I júll og ágúst, enginn auki greiðist I september. Tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstók heimilisuppbót eru þvi lægri nú. .................. < / f i Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f Reykjavfk frá 17. til 23. sept. er f Laugarnes apóteki og Árbæjar apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Neyðarvakt Tannlæknaféiags íslands er starfrækt um helgar og á stórtiátiðum. Símsvarí 681041. Hafnaríjöröur Hafnarfjaröar apótek og Noröurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og tö skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-1 Z00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyrí: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og heigidagavörsiu. Á kvöidin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörsiu, tð Id. 19.00. Á heigidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00- 21.00. Á öörum timum er lyfjafræóingur á bakvakt Upplýs- ingar eru gefnar í sima 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., heigidaga og almenna frídaga kl. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó i hádeginu mili kl. 12.30-14.00. Selfoss: Seifoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum Id. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til Id. 18.30. Á laugard. Id. 10.00-13.00 ogsunnud. Id. 13.00-14.00. Garöabær Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga W. 11.00-14.00. SiÖiiíÍSSSilSiÖ: P.P.Pffi’i&s IIIÍ 17. sept 1993 kl. 10.54 Oplnb. viöm.gengi Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandaríkjadollar... ....68,96 69,12 69,04 Steríingspund ..105,26 105,50 105,38 Kanadadollar ....52,47 52,59 52,53 Dönsk króna ..10,457 10,481 10,469 Norsk króna ....9,800 9,822 9,811 Sænskkróna ....8,628 8,648 8,638 Finnskt mark ..11,871 11,897 11,884 Franskur frankl ..12,226 12,254 12,240 Belgiskur frankl.... ..1,9974 2,0019 1,9996 Svissneskur franki ....49,04 49,16 49,10 Hollenskt gyllinl.... ....37,99 38,07 38,03 Þýskt mark 42,67 42,77 42,72 Itölskifra 0,04412 0,04422 0,04417 Austurrískur sch... ....6,077 6,091 6,084 Portúg. escudo ..0,4172 0,4182 0,4177 Spánskur peseti.... ..0,5325 0,5337 0,5331 Japansktyen ..0,6609 0,6623 0,6616 Irsktpund 99,16 99,38 99,27 SérsL dráttarr. ....98,12 98,34 98,23 ECll-Evrópumynt.. ....81,58 81,76 81,67 Grísk Drakma ..0,2975 0,2981 0,2978

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.