Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. september 1993 Tíminn 11 I Lundúnum er upphaf og endir tímans. Á hæöinni milli turnanna er Greenwich, sem lengdarbaugurinn núll liggur um og sér þangaö yfir Thamesá. Sá á kvölina sem á völina Draumaland hinna kaupsjúku, Oxfordstræti. útmetið góðgæti úr flestum heims- homum er á boðstólum. Þar eru kryddblöndur, vín, sultur, ostar, edik og niðursoðið fágæti víða að. Gæsali- fur frá Strassborg, kavíar úr Volgu- styrju, vín frá Búrgund, humar frá Maine og skoskur lax og svo ótal margt fleira. Vert er samt að vara við að fylla matarkörfumar þama, því verðlagið er jafnvel hærra en á íslandi. í kjallara er borðbúnaður sem fær jafnvel mávastellin til að blikna og er vel til þess fallinn að sprengja úttekt- arkvótann á krítarkortunum, ef kaup- æðið grípur mann. Þama uppi á Iofti er settlegur te- drykkjusalur sem kenndur er við St James, eins og mörg kennileiti í mið- borginni. Þegar upp er komið, er stig- ið inn í sagnaheim Agöthu Christie. Virðulegar dömur með hatta og fjöl- skyldur í miðbæjarferð sitja við dúkuð borð og drekka te samkvæmt öllum þeim helgisiðum sem enskir tíðka. Á matseðli er háte og fullt te. Þar undir em helstu tetegundir og marg- litt meðlæti. Þjónn, sem er algjör and- stæða kollega sinna á Hollywoodplán- etunni, fræðir fákunnandi um hvað allt þetta þýðir af mikilli kurteisi og ljúfmennsku. Óþarfi á að vera að taka fram að þama talar maður í hálfum hljóðum, svo að lágvær músík píanistans nær homa á milli í víðlendum salnum. Háte fær maður sér í hádeginu og er meðlætið matarmikið. En þegar kom- ið er þama upp síðdegis er sjálfsagt að prófa fullt te. Blandan, sem pöntuð er með aðstoð þjónsins, reynist Ijúffeng- ari en allt annað te sem kaffiþambari frá norðri hefur nokkm sinni bragðað. Með fullu tei em fyrst bomar fram samlokur með agúrkusneiðum og við það eitt kemst maður í reyfarastuð enskra sagnasnillinga. Aðrar em með laxi og kæfum ýmiss konar. Þá em bomar fram skonsur með áleggi eða öllu heldur millileggi og að lokum tertusneiðar í ótrúlegu úrvali. Ekki reyndist vambmiklum íslend- ingum og heimafólki unnt að torga öllu því góðgæti, sem skammtað var og gat vonsvikinn þjónninn ekki orða bundist þegar hann bar krásimar aft- ur inní búr: „Þið emð ekki svöng", á einstaklega enskan hátt Auðvitað er líka hægt að fá sér minni skammta fyrir þá sem kunna sér magamál. Að velja og hafna Enskir pöbbar em svo margfrægir að þeim þarf ekki að lýsa og em þeir notalegt athvarf gestkomandi sem heimamanna og þá þekkja allir sem til Lundúna koma. Að segja frá heim- sóknum í öðmvísi veitingahús er hér aðeins til að vekja athygli á að fjöl- breytnin er mikil og að það þarf ekki síður að vera ævintýralegt að drekka síðdegiste meðal góðborgara en að slompast öldmkkin um á pöbbunum, sem líka getur verið býsna gaman, sé hófsemi á óreglunni. Að vera ferðalangur í London gefur svo ótakmarkaða möguleika að aldrei tekst að framkvæma nema brot af því sem flesta langar til. Og þá er að velja og hafna. Söfnin em legíó og hlýtur hver og einn að Iáta smekk og áhuga- mál ráða þegar ákveðið er hver em heimsótt Leikhúslífið er slíkt að þar hlýtur eitthvað að vera við allra hæfi og eiga einkunnarorð Sjónleikahússins í Fær- eyjum einkar vel við Ieikhúsahverfm í London: „Til gaman og alvara". Og gaman er að söngleikjunum, sem margir ganga ámm saman, og þar em „Kettir" og þar em „Vesalingar" og þar er „Ópemdraugurinn" og fleira gott. í gömlu og fallegu leikhúsi í miðju So- ho gengur „Vitlaus fyrir þig“ fyrir fullu húsi viku eftir viku. Tónlistin er sam- suða úr Gershwin og söguþráðurinn vitlausari en í nokkurri ítalskri gam- anópem. En uppsetningin og frammi- staða leikara og dansara er slík að maður trúir vart sínum eigin augum og tæknibrellur leikmyndagerðar- manna ættu allt eins heima í stjömu- stríðsmyndum eins og í gömlu leik- húsi í gömlu London. Ef leikhúsferð er ekki næg kvöld- skemmtun, er auðvelt að sökkva sér niður í myrkar djassbúllur þar sem hæfileikafólk og snillingar troða upp og svo má enda langan dag með mið- næturmáltíð á frönsku brasserie þar sem matargerðarlistin er í hávegum höfð, en verðið við flestra hæfi, og næturhrafnar njóta lífsins. Svo má líka háma í sig kryddpylsu úti á götu og drífa sig svo í háttinn eða eitthvað alltannað. „Almáttugur, er Sarah Ferguson komin hingað,“ hrópaði fulltrúi Breska ferðamálaráðsins þegar hún rakst á frúna í vinnusal í vax- myndasafni Madame Tussaud’s, en erindi hennar þangað var að leiða langt að komna ferðalanga í allan sannleika um dásemdir og undirheima Lundúnaborgar. Nú er hertogaynjan af York komin í ónáð hjá safnstjóminni og næsta stig verður að bræða hana upp, því safnið er mjög vant að virðingu sinni og þykja miklir forboðar hvemig stands- persónum er raðað þar upp, hverjir fá að vera þar og hverjum er útskúfað. En mikið varð ferðamálafrömuður- inn hissa þegar í ljós kom skömmu síðar að Sarah hin bersynduga var líka á viðhafharpalli konungsfamilíunnar, sem skartar í allri sinni dýrð fyrir gafli þar sem helstu stórmenni nútímasög- unnar og sér í lagi breskra stjómmála eru mótuð í vax og eru í klæðum sem eitt sinn huldu nekt fyrirmyndanna. Sarah Ferguson var sem sé á tveim stöðum í safninu og mun það eins- dæmi og var engin leið að fá upplýst hvað sú tvöfeldni boðar. Planet Hollywood er staður hinna ungu, þó ekki komungu, á uppleið og er „in“. Eigendur eru nokkrir ofstopa- leikarar í Hollywood, vertshúsið á sér hliðstæður í LA og NY og slær Hard Rock Café og öllu því við um þessar mundir. Innandyra er fjörið á fullu. Hávaða- músík úr bíóum glymur um bari og veitingasal og hvarvetna getur að líta nálægð kvikmyndanna. Byssur Ram- bós, farartæki James Bond, sundur- skotnar flíkur Indiana Jones, undirföt Marilynar og fjölmargt fleira, sem kemur einkar kunnuglega fyrir sjónir, og er þetta allt ekta, það er að segja leikmunimir og fatnaðurinn sem not- að var í frægum kvikmyndum. Annað slagið síga mikil sýningartjöld Hinir fágaðri kúltúrsnobbar og úrelt- ir sófakommar telja vaxmyndasafn Madame Tussaud’s ógjaman til þeirra staða sem vert sé að heimsækja á ferð um stórborgina. En trúið því bara, að safnið er bráðskemmtilegt og stendur vel fyrir sínu og með vönduðum upp- setningum og tæknibrellum. Virðulegar frúr frá íslandi vom staðnar að því að taka myndir hver af annarri í innilegri návist Amolds Schwarzenegger og japanskar hisp- ursmeyjar föðmuðu bumbuna á jap- önskum sumokappa fyrir framan myndavélar sínar og af svip þeirra mátti ráða að þar með væri tilgangi Evrópuferðarinnar náð. Þetta gamla en síunga vaxmyndasafn hefur greinilega mikið aðdráttarafl, því biðraðir allra þjóða kvikinda eru við inngangana í Baker Street og inn- andyra er allt iðandi af fjöri innan um stirðnaðar, en ótrúlega lifandi frægra manna myndir úr vaxi. Götunafnið kemur kunnuglega fyrir sjónir og mikið rétt, þama bjó Sherlock Holmes og vinur hans Wat- son og er þeirra gamli bústaður nú safn sem hægt er að fá að skoða. Hefur Englendingum dottið margt vitlaus- ara í hug en að varðveita veraldlegar minjar um þá félaga. Þjóðarsport og uppákomur Þjóðarsport Breta er að standa í bið- röðum. Það gera þeir líka af meiri íþrótt en aðrir menn. Nýverið voru opnaðir nokkrir salir í drottningar- höllinni Buckingham og er aðsóknin slík að góðviðrismorgun í lok ágúst náði biðröð þeirra, sem ætluðu að skoða, umhverfis og í gegnum nær- liggjandi almenningsgarða og náði einhverra kflómetra lengd. Höfðu þeir, sem á horfðu, orð á að vonandi kæmust þeir, sem síðastir voru í röð- inni, inn í höllina fyrir jól. Og víðar er beðið í London. Þeir, sem ætla að komast hindrunarlítið inn á tískuveitingastaðinn Planet Holly- wood, ættu að panta borð með nokk- urra daga fyrirvara, því biðröðin við innganginn um kvöldmatarleytið nær langt fyrir hom og sýnist ókunnugum það borin von að inn komist nema ör- lítill hluti þeirra sem bíða það kvöldið og nóttina. Á Planet Hollywood eru bíódagar yfir, undir og allt um kring. Svona plagg er sett undir diskana þegarmatast er. niður í sali og fræg atriði úr frægum myndum fyrr og síðar dansa um um- hverfið. En eins og annars staðar, er það fólkið sem fangar athyglina og er það greinilega allt á uppleið í rándýr- um tötrum. Annars er klæðaburður Iítt hefðbundinn og getur maður þess vegna allt eins mætt í kjól og hvítu án þess að vekja sérstaka athygli. En þrátt fýrir öll drusluverkin er greinilegt að gesti skortir ekki fé, á einhvem hátt ber það velmegunina með sér á sinn kæruleysislega hátt. Þjónar og kokkar eru í einhverjum af- káralegustu búningum sem maður sér þær stéttir ganga í. Miklar derhúfur og víðar skræpóttar skyrtur yfir hólk- víðum kvartbuxum eru á höfði og skrokk og strigaskór á fótum. Liðið gengur um beina með svo snarbrjál- uðum hætti að þar gætu allt eins ver- ið þátttakendur á íslenskri úti- skemmtun á ferð. Það kemur því skemmtilega á óvart að þegar til kastanna kemur er þjón- ustan hreinasta afbragð. Það er sama hve margir panta sinn hver drykkinn eða réttinn, hver fær sitt án nokkurra vífilengja, því undir öllu dmsluverk- inu em sannir fagmenn á ferð. Ekki em kokkamir síðri, því matur þeirra er afbragð og engin hætta er á að það brenni við hjá þeim þegar þeir taka undir með einhverjum gestum, hann á afmæli... og spila undir á potta sína og pönnur með ausum og sleifum og þjónaskarinn öskrar undir á fullri ferð. Andrúmsloftið á Planet Hollywood er Brotabrot úr Lundúnaför y engu öðm líkt og á það áreiðanlega þátt í því mikla aðdráttarafli sem stað- urinn greinilega hefur. Þar er allt ið- andi af hávaða og fjöri, alltaf eitthvað að ske, en samt fer undarlega vel um gesti, þeim er ekki troðið um tær og þótt starfsfólkið virðist í fljótu bragði ekki bera hina minnstu umhyggju fyr- ir þeim sem inn komast og æpa að manni að maður sé velkominn á eink- ar ósannfærandi hátt, er það flínkara og veitir miklu betri þjónustu þegar til kastanna kemur en flestir eiga að venjast á yfirfullum tískustöðum. Þeir, sem ferð eiga um London, verða aðeins að muna að panta með góðum fyrirvara á meðan staðurinn er enn „in“ og annar nýrri og og enn frum- legri er ekki enn tekinn við fólkinu sem veit hvað það vill. Matur og reyfarastuð Testofur Lundúnaborgar eru algjör andstæða við lætin á Plánetunni, að öðru leyti en því að viðurgjömingur er þar frábær. Að drekka síðdegiste upp á enskan móð er vel þess virði að eyða í það nokkrum klukkustundum frá búðarrápinu. En vel má samhæfa hvorutveggja. En hvar? Fortnum and Mason er margfræg matarverslun við Piccadilly þar sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.