Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 18. september 1993 Höfnin í Hamborg er önnur stærsta inn- og útflutningshöfn I Evrópu. Reeperbahn lltur út eins og venjuleg verslunargata á daginn, en kynlífs- búöirnar eru þar á ööru hverju horni. Feröamannastraumurinn þangaö hef- ur aukist, aö sögn borgaryfirvalda. Hafnarborgin, verslunarborgin og gleðiborgin Hamborg sótt heim: / slóðum Hansa- kaupmanna Útsýni af Lombardsbrúnni. Turn St. Nikolai kirkjunnar til vinstri, en til hægri er turninn á ráöhúsi Hamborgar. Stuttar haust- og vetrarferðir til erlendra stórborga eru ný tegund ferðamennsku, sem hefur rutt sér til rúms undanfarin ár. Til að byrja með gengu þessar ferðir undir samheitinu innkaupaferðir, en orðið borgarferðir á eiginiega betur við, því markmiðin eru aðallega þrenns konan Innkaup, afþreying og stutt hvfld frá daglegu amstri hér heima. íslenskir kaupmenn hafa brugðist illa við borgarferðunum. Sumir hafa brugðist við með vörulækkunum, sem kemur öllum til góða, en það eitt dugir ekki til og hætt er við að hér sé um þróun að ræða sem ekki verður ráðið við. Skýringin á vin- sældum borgarferðanna er ekki bara sú að hægt er að fjármagna flug og gistingu yfir eina helgi með því að fata upp flögurra manna fjölskyldu. Ódýrir afþreyingarmöguleikar, leik- hús, tónleikar, sýningar og skemmt- an, sem oft á tíðum er ekki boðið upp á hér heima, eiga þar einnig stóran hlut að máli. Beint flug tvisvar á dag Einn af nýjum áfangastöðum út í heim á þessu ári er Hamborg í Þýskalandi, en þaðan er boðið upp á beint flug héðan í gegnum Kaup- mannahöfn. Þó millilent sé á Kastr- up, þarf ekki að skipta um vél, því samkvæmt samstarfssamningi við SAS fljúga Flugleiðir tvisvar á dag á milli Hamborgar og Kaupmanna- hafnar, en sömu vélar eru nýttar áfram í áætluninni á milli íslands og Kaupmannahafnar. M.a. vegna þessa samnings er hægt að bjóða jafn hag- KANARÍEYJAR, verö frá 54.510. Gisting í KOALA-snraáhýsi. Brottför 5. janúar í 3 vikur. Innifaliö flug, gisting, flug- vallargjöld. Miðaö er við 2 saman (fbúö. FORT LAUDERDALE, verö frá 49.980. Gisting á Holiday Inn hótel- inu. Brottför 8. september f 8 nætur. Innifal- iö flug, gisting, flugvallargjöld. Miöaö er viö 2 saman f herbergi. AGADIR í MAROKKÓ, verö 75.820. Gisting á Sud Bahia hótelinu. Brottför 29. nóvember. Innif. flug til Kaup- mannahafnar, ferö meö Spies til Marokkó 2 vikur, gisting 2 nætur f Kaupmannahöfn, morgunveröur, öll flugvallargjöld, miöaö er viö 2 saman f herbergi. Ballett í Kaupmannahöfn, verö 37.900. Gisting á Sheraton hótelinu. Brottför 16. desember. Innifaliö flug, miöi á frumsýningu á Þyrnirósu f uppfærslu Helga Tómassonar f Konunglega leikhúsinu f Kaupmannahöfn. Gisting 3 nætur, morgun- veröur og öll flugvallagjöld. Newcastle United heimaleikir. 16. og 30. október eru heimaleikir hjá New- castle United. Miöar á leikina fást hjá okkur. Komdu f fótboltaferö til Newcastle. Helgarferðir og vikuferöir til Newcastle. Verö frá 25.300. 1 brottför á sunnudegi. Innif. flug, gisting, morgunverður, öll flugvallargjöld. Miöaö viö 2 f herbergi. Brottfarir frá 13. október. Ein- stakt tækifæri á skemmtilegri helgarferð til glæsiborgarinnar Newcastle. Enskunám í Newcastle, verö 82.200. 4 vikna enskuskóli f Newcastle. Brottför 17. eöa 23. október. Innifaliö flug, kennsla, gisting m. hálfu fæði, kennslugjöld, flugvallagjöld. FERÐASKRIFSTOFAN SÍMI 652266 Fiskmarkaðurinn. Þangaö flykkjast tugþúsundir manna á góðum sunnudags- morgni. stætt verð á Hamborgarferðunum og raun ber vitni. Sem dæmi má nefna að þriggja daga ferð, með tveimur gistinóttum á góðu hóteli, kostar um 27 þúsund krónur. Milli- lendingin er að mörgu leyti ágæt. Farþegar, sem halda áfram til ís- lands, hafa um hálftíma til þess að teygja úr sér, skoða sig um eða fá sér snarl og reykingafólk getur kveikt sér í sígarettu, en reykingar eru illu heilli alfarið bannaðar í Evrópuflug- inu um borð í vélum Flugleiða og SAS. Gömul og gróin verslunarborg Hamborg á sér langa og merkilega sögu. Borgin er sjálfstætt sam- bandsríki innan Þýskalands. Áður en Þýskaland varð til í þeirri mynd sem við þekkjum það núna, var Ham- borg sérstakt lýðveldi. „Die Freie und Hansestadt Hamburg" (sem út- leggst í lauslegri þýðingu sjálfstæða verslunarborgin Hamborg) er eitt af fyrstu lýðveldunum sem stofnuð voru á meginlandi Evrópu. Ham- borg hefur lengi verið þekkt fyrir að vera stærsta hafnarborg Þýskalands og jafnframt ein mesta verslunar- borgin. Meira að segja verslunarsaga ís- lendinga tengist þessari merku borg nokkuð, en „Hansakaupmennimir", sem lögðu að hluta undir sig versl- un í Noregi á öldum áður, komu frá Hamborg. Eins og flestir þekkja, versluðu Hansakaupmenn við ls- lendinga á tímabili í gegnum Noreg við litla hrifningu danskra kaup- manna. Það var einmitt í kringum sigling- ar sem Hamborg byggðist upp sem verslunarstaður og á þeim grunni er enn byggt í dag. Höfnin er önnur stærsta inn- og útflutningshöfn á meginlandi Evrópu, en þar hafa ár- lega viðkomu um 13 þúsund skip frá öllum heimshomum. Skandinavamir harðir í skemmtanalífinu Þama mætist oft á tíðum afar fjöl- skrúðugt mannlíf og stemningin getur orðið mjög lífleg, sér í lagi í kringum hina þekktu fiskmarkaði. Fiskmarkaðurinn er í reynd al- mennur matvælamarkaður þar sem boðið er upp snemma á sunnudags- morgnum grænmeti, fiskur, ávextir og allt þar á milli. Þangað flykkjast á góðum degi tugir þúsunda manna og sumir gestanna eru svefnvana, því það er ekki óalgengt að menn skemmti sér frá laugardagskvöldi fram á sunnudagsmorgun, fari beint úr St. Pauli á fiskmarkaðinn og þá fyrst þegar hann er búinn heim að sofa. Reiner Buchtmann hjá upplýs- ingastofu ferðamála í Hamborg seg- ir að þetta eigi ekki hvað síst við um ferðamenn og viðskiptafólk frá Skandinavíu. Reiner segir að Skand- inavamir séu skemmtilegir túristar og sjaldan nokkur vandræði eðaves- en í kringum þá, „en þegar þeir eru að skemmta sér, skemmta þeir sér af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.