Tíminn - 18.09.1993, Page 9

Tíminn - 18.09.1993, Page 9
Laugardagur 18. september 1993 Tfminn 9 uð beggja blands. frak er því fjand- samlegt, Egyptaland á hinn bóginn vinsamlegt, enda má segja að Sadat Egyptaforseti hafi rutt brautina að því með því að semja frið við ísrael 1979. Önnur arabaríki eru enn formlega í stríði við ísrael, en reikn- að er með að Marokkó og Jórdanía muni innan skamms fylgja fordæmi Sadats og Arafats. Sagt er raunar að friðarsamningur milli ísraels og Jórdaníu hafi legið fyrir nokkum- veginn tilbúinn frá því snemma á áttunda áratugi, en að Hússein kon- ungur hafi ekki þorað hingað til að staðfesta þá friðargerð af ótta við önnur arabaríki og eigin þegna. Hússein og Assad uggandi Hussein er sagður móðgaður við bæði PLO og ísrael út af því að þess- ir aðilar sömdu án þess að hafa hann með í ráðum og kannski án þess að hann hefði hugmynd um. Hann kann að vera órólegur með hliðsjón af því, að 40% þegna hans eru Pal- estínumenn (eins og það er látið heita í blöðum), auk þess sem engar skarpar markalínur mun vera hægt að draga á milli Palestínumanna og Jórdana. Sá möguleiki er því varla útilokaður að margir af íbúum Jórd- aníu yrðu hollari einskonar palest- ínskri ríkisstjóm í Jeríkó, steinsnar frá Jórdaná og þar með vesturlanda- mæmm Jórdaníu, en ætt Hússeins. Assad Sýrlandsforseti setti sig ekki beint upp á móti samkomulaginu, en tók því kuldalega. Hann hefur gert sér far um að hafa Sýrland í for- ustu meðal araba og er líklega líkt og Hússein móðgaður yfir því að friðurinn skyldi vera saminn án þess að hann væri hafður með í ráðum. Hann hefur lengi haldið hlífiskildi yfir palestínskum hópum, sem and- stæðir em Arafat (sem Assad er ofan á annað sagður hafa persónulega andstyggð á) og lætur gott heita að bókstafsflokkurinn Hizbollah herji á ísrael frá Líbanon, sem nú er sýr- lenskt leppríki. Assad kann að vera hikandi við að ganga gegn vilja írans í þessu máli, af ótta við íranir spani þá bókstafssamtök, þ. á m. sýrlensk og líbönsk, gegn honum. Fjandskap- urinn við Israel hefúr þar að auki lengi komið Assad að góðu haldi við að halda hollustu landa sinna, sem flestir em súnnamúslímar og hafa takmarkaðan þokka á stjóm hans. Það stafar af því að Assad og margir aðrir helstu ráðamenn Sýrlands em Alavítar. Þeir em trúflokkur (og þjóðflokkur að sumra mati) sem að vísu telst opinberlega til íslams, en er sérstæður um margt og af „sann- trúuðum" múslímum talinn til frá- villinga. Vesturlönd og arabísk olfuríki hafa heitið PLO ríkulegum fjárhags- stuðningi við að koma samtökunum á laggimar á fyrirhuguðum sjálf- stjómarsvæðum. Ekki mun af veita. Fréttaskýrendur telja að því aðeins hafi PLO- fomstan einhverja fram- tíðarmöguleika á svæðum þessum að hagur íbúa þar verði bættur að talsverðum mun undir hennar stjóm. Kennarasamband íslands Auglýsing um námslaun Stjóm Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasambands íslands auglýsir eftir umsóknum um námslaun til félags- manna sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaárið 1994-1995. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennarasambands ís- lands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81,101 Reykjavík. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarasambandsins, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 1993. Verkefna- og námsstyrkjasjóöur Kennarasambands fslands PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN UMSÝSLUSVIÐ Fasteignadeild Útboð Tilboð óskast í smíði viðbyggingar við póst- og símahús á Selfossi. Viðbyggingin afhendist fokheld að innan og fullfrágengin að utan. Stærð hússins er 212.6 m2 og 777.1 m3. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma í Reykjavík, Pósthússtræti 5, 3. hæð, og hjá stöðvarstjóra Pósts og síma á Selfossi gegn skila- tryggingu kr. 20.000,-. Tilboð verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar þriðju- daginn 5. október kl. 14 siðdegis. Póst- og símamálastofnunin. Uthlutun úr Kvikmyndasjóði íslands 1994 Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um framlög til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fýrir 16. nóvember 1993, á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðaráætlun, fjármögnunar- áætlun og greiðsluáætlun. Ef sótt er um framleiðslustyrk, skal fullunnið hand- rit fylgja umsókn ásamt kostnaðaráætlun, fjár- mögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ekki er tekið við umsóknum, sem afhentar eða póstlagðar eru eftir að umsóknarfrestur rennur út. Öll umsóknargögn skulu berast í Ijórum eintökum. Sjóðurinn heldur eftir einu eintaki af umsóknar- gögnum. Umsækjendur eru beðnir að sækja aukaeintök á skrifstofu sjóðsins frá 15. janúar-15. febrúar 1994. Hafi umsækjandi áður fengið úthlutað úr sjóðnum eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, og verki ekki lokið, skal fullnægjandi greinargerð að mati úthlutunarnefndar, um það verk fylgja og uppgjör áritað af löggiltum endurskoðanda. Úthlutunar- nefnd áskilur sér rétt til að óska eftir endurskoðuð- um ársreikningi vegna viðkomandi verks, ef þörf þykir. Umsóknareyðublöð verða afgreidd á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24,101 Reykjavík, frá og með 21. september. Athygli umsækjanda er vakin á því að ný um- sóknareyðublöð hafa verið tekin í notkun. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.