Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. september 1993 Tíminn 13 lífi og sál." Hamborg er ekki bara verslunar- og hafnarborg, heldur einnig þekkt fyrir mikið og fjölskrúðugt skemmt- ana- og menningarlíf. í Óperuhúsi Hamborgar er nú verið að sýna söngleikinn „Cats“, en hann hefur verið þar á fjölunum síðan vorið 1986. Þegar hafa yfir 2,5 milljónir gesta séð sýninguna og búist er við að sýningum verði haldið áfram næstu tvö til þrjú árin til þess að anna eftirspum. í stærstu listamið- stöð borgarinnar er að ljúka stórri yfirlitssýningu á verkum meistarans Picasso og svo mætti áfram telja. Hægt að hríngja út og panta miða Þeim, sem hafa áhuga á að bregða sér í leikhús, sjá söngleiki eða óper- ur eða heimsækja söfn og sýningar, skal bent á að hægt er að hafa sam- band við upplýsingaskrifstofu ferða- mála í Burchardstrasse 14, en þegar hringt er beint frá íslandi er númer- ið 90 49 40 300 510. Þar er hægt að panta fyrirfram miða á sýningar og viðburði, en á skrifstoftmni talar fólk þýsku, ensku og Norðurlanda- mál, þó ekki íslensku. Veitingamað- urinn í sjónvarpsturninum, sem er hæsta bygging í Hamborg, talar hins vegar nokkrar setningar á íslensku og hann hefur lagt metnað sinn í að kenna þjónustufólkinu að segja „góðan daginn“ og „þakka þér fyrir". Verslunargatan breyt- ist í gleðihverfi Næturlífið í Hamborg er fjölskrúð- ugt. Helsta gleðihverfi borgarinnar er St. Pauli (þaðan þekkja eflaust sumir mergjaðar sögur úr bókum rithöfundarins Svens Hassel) og þekktasta gleðigatan innan St. Pauli er Reeperbahn. Reeperbahn lítur út á daginn eins og ósköp venjuleg verslunargata — þar er þó e.t.v. áberandi mikið af kynlífsbúðum, en annars er þetta sakleysisleg gata. Á kvöldin liftiar hins vegar Reeper- bahn við og glaumur og skemmtan taka við og stendur yfir frá kvöldi til morguns. Stemninguna verða menn eiginlega að upplife sjálfir til þess að vita hvað um er rætt, en það er viss- ara fyrir ókunnuga að vera ekki ein- ir á ferð, heldur halda hópinn á Ree- perbahn, ef verið er að skemmta sér íslaug Aðalsteinsdóttir hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur: Breytt viðhorf í borgarferðum „Ég held að borgarferðimar séu komnar til að vera,“ segir íslaug, „en ég held að það geti breyst hvað fólk gerir í þessum ferðum. Ég held að það fari ekki áfram bara til þess að kaupa inn, ekki ef okkur tekst hér á landi að vinna bug á þeirri dýrtíð sem búin er að vera hér frá stríðslokum. Við emm að borga hátt verð fyrir mat og miklu hærra verð fyrir fatnað en annars staðar. Ef þetta hjaðnar hér held ég að fólk hætti að ganga sig upp að hqjám við að kaupa inn frá morgni til kvölds. Fólk heldur samt sem áður áfram að fara þessar stuttu ferðir. Þjóðfé- lagið hér hjá okkur er dálítið þröngt og þess vegna þarf fólk að „fá loft“. Fólk hvflir sig í tvær til þrjár vikur í sumarfríinu en tekur síðan hluta af því í svona helgarferð. Það er í vax- andi mæli að njóta þess að skoða fagrar borgir og það sem þær hafa upp á að bjóða, fara út að borða og dekstra dálítið við sjálft sig og kynn- ast lífinu í staðinn fyrir verslanirn- ar.“ íslaug rekur Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, en hún hefur starfað á þessum vettvangi í um 40 ár. Hún segir Ferðaskrifstofu Reykjavíkur skera sig úr að því leyti að hún leggi ríka áherslu á persónulega þjónustu við viðskiptavini, jafht einstaklinga Mikil eftirspurn fyrirfram eftir ferðum til New- castle á Bretlandi: Yfir þúsund ferðir seldar Ferðaskrifstofan Alís í Hafnarfirði er nú þegar búin að selja á annað þúsund ferðir til borgarinnar Newc- astle á austurströnd Bretlands. Þetta er þriðja haustið sem boðið er upp á þessar ferðir, en þær em fyrst og fremst hugsaðar fyrir fólk sem sækist eftir stuttum borgarferðum, til þess að njóta lífsins og kaupa inn. Alís hefur sérhæft sig í verslunar- ferðum og ferðum til Billund á Jót- landi ásamt borgarferðunum til Newcastle. Flogið verður tvisvar í viku, á sunnudögum og miðviku- dögum, en samið var um að Flug- leiðir önnuðust leigufugið. Verðið á Newcastle-ferðunum er nokkuð hagstætt, eða frá 27 þúsund krónum fyrir þriggja nátta helgarferð frá sunnudegi til miðvikudags. Innifalið er flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli í Newcastle, íslensk farar- stjórn og fleira. Ferðaskrifstofan Ratvís X Odýrt til þriggja borga Ferðaskrifstofan Ratvís í Kópavogi mun dagana 28. og 29. október bjóða upp á fimm daga ferðir til þriggja borga í Evrópu. Um er að ræða ferðir tU Hamborgar, London og Amsterdam. Gist er í fjórar nætur og er verðið á þessum ferðum á bilinu 32.900 krónur fyrir manninn í tvíbýli og upp í 35.650 krónur. Á þessu verði er aðeins um eina brottför að ræða, til London og Hamborgar er farið 28. október, en þann 29. til Amsterdam. Innifalið er í verðinu flug, gisting, morgunmatur og flugvallarskattur. Það þarf nú vart að fara mörgum orðum um hvað þessar þrjár borgir hafa upp á að bjóða, því allar eru þær þekktar fyrir verslunar- og afþrey- ingarmöguleika sfna. Fred Schalk, markaðasstjóri Ratvís, sagði að ekki væri síðra að versla í borgum eins og Utrecht og Haag sem væru nálægt Amsterdam. -PS Nýr áfangastaður í Bandaríkjunum Flugleiðir hófu í mánuðinum áætlunarfiug til Fort Lauderdale á Atlants- hafsstönd Florida í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji nýi viðkomustaðurinn í leiðakerfi félagsins á þessu ári. þar á nóttunni. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands á eftir höfuðborginni Berlín, með 1,6 milljónir íbúa. Þetta er rík borg, meira að segja á þýskan mælikvarða, enda sér ferðamaður- inn mörg merki þess. Þetta á bæði við um fagrar og íburðarmiklar byggingar, skrautlega almennings- garða og ekki hvað síst stór og mikil vöruhús þar sem hægt er að kaupa nánast allt milli himins og jarðar. Sé verðlag borið saman við t.d. Glasgow, Edinborg eða aðrar enskar borgir, er það reynsla undirritaðs að Hamborg og reyndar Þýskaland al- mennt hefur vinninginn. Frá þessu eru að sjálfsögðu til undantekning- ar, en þó er óhætt að fullyrða að vöruúrval og verð á vandaðri vöru, hvort sem um er að ræða fatnað, heimilistæki, leðurvörur eða eitt- hvað annað, gerist vart betra. Árni Gunnarsson Flugvélar á leið vestur um haf leggja af stað frá Keflavík skömmu eftir að vélar frá áætlunarstöðum í Evrópu koma til Keflavíkur. Með þessum hætti getur félagið boðið viðskiptavinum víðs vegar á meg- inlandinu Fort Lauderdale-ferðir með tengiflugi um Keflavík með sama hætti og til annarra við- komustaða í Bandaríkjunum, sem eru New York, BaltimoreAVash- ington og Orlando. Fyrstu vikumar verður flogið til Fort Lauderdale einu sinni í viku, en í vetur verður þeim ljölgað í tvö skipti. Flugleiðir nota Boeing 757- 200 þotur á þessari flugleið, en þær bera 189 farþega í ferð. Verðið á 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum lækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í næstu verslun á frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið. 398 Bestu kaupin í lambakjöti á aðeins 398kr./kg. ínœstuvershm *Leiðbeinandi smásöluverð / / HVERT KILQ flf LfllflBflKJOTI LfEKKflR UIQ HEILAR KR0IIUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.