Tíminn - 18.09.1993, Page 8

Tíminn - 18.09.1993, Page 8
8 Tfminn Laugardagur 18. september 1993 MEÐAL ÞESS, sem rætt er og ritað um sögulegar sætt- ir ísraels og Frelsissamtaka Palestínu (PLO), er að ráðamenn beggja aðila hafi út frá intifödunni í Gaza og á Vesturbakka, sem staðið hefur frá því í árslok 1987, komist að þeirri niðurstöðu, að þeim væri báð- um fýrir bestu að binda endi á Jiundrað ára strið araba og gyð- inga," eins og einhver stjómmála- maðurinn orðaði það. Til ísraela eru af sjálfum þeim og öðrum gerðar of háar siðgæðiskröf- ur til að þeir hafi getað leyft sér að bæla intiföduna niður á svipaðan hátt og gjaman hefur verið gert í grannlöndum þeirra, Sýrlandi td. og írak, þegar í odda hefur skorist með valdhöfum og einhverjum hluta landslýðs. Svo var að sjá að intifadan væri orðin að ástandi til langframa. Böm hafa gjaman verið framarlega meðal Palestínumanna í viðureign þessari og sjónvarpsmenn oft til staðar að mynda viðureignina og böm sem í henni hafa verið drep- in og særð. Þetta er slæmt fyrir þá mynd, sem ísrael vill hafa af sjálfu sér út á við. Sérkennilegt við þetta stríð er að það hefúr einkum verið háð með grjóti og gúmkúlum, en aldrei var að vita nema intifadan kæmist yfir talsvert magn „alvöru- vopna" og fiæri að beita þeim. Hamas að yfirtaka intifödu Þótt einhveijum kunni undarlegt að þykja er intifadan einnig orðin vandræðamál fyrir PLO-fomstuna, eða a.m.k. ArafaL ísraelar héldu því fram a.m.k. framan af að PLO hefði komið uppreisn þessari af stað, en fréttaskýrendur hallast fremur að því að PLO-forustan hafi átt þar lít- inn hlut að máli, ef nokkum. Upp- reisnin hafi verið sjálfsprottin. Kveikjan var banaslys í umferðinni; vömbfll með ísraela við stýrið ók á fótgangandi Palestínumenn með þeim afleiðingum að nokkrir þeirra létu lífið eða slösuðust. Ekkert eins- dæmi er að atvik, sem skilgreind em sem tiltölulega minniháttar, komi af stað meiriháttar átökum þar sem mikil beiskja og óánægja em til staðar. PLO flýtti sér að tileinka sér upp- reisnina og reyndi að ná stjórn á henni, en ljóst var að með henni braust ekki aðeins út reiði út af yfir- ráðum ísraela og hatur í garð þeirra, heldur og lengi niðurbæld gremja í garð PLO og arabaríkja, út af því að þessum aðilum hafði ekkert orðið ágengt í því að binda endi á yfirráð ísraels í Gaza og á Vesturbakka. PLO hafði í þessu sambandi hlið- sjón af hersetu ísraela í Suður- Líb- anon 1982-85, sem lauk með því að þeir kvöddu hersveitir sínar frá mestum hluta hemámssvæðis síns þar eftir skæðan skæruhernað af hálfu líbanskra sjíta. PLO-fomstan gerði sér vonir um að á sama hátt mætti hrekja ísraelsher frá Gaza og Vesturbakka. En af því hefur ekki orðið. Þar að auki hafði PLO aldrei fulla stjóm á intifödu. Hún drógst á lang- inn án þess að bólaði á árangri og það jók ótrú fólks á uppreisnarsvæð- unum á PLO. Það snerist margt á sveif með Hamas, íslömskum bók- stafstrúarsamtökum sem em and- stæð PLO sem „veraldlega sinnuð- um“ samtökum og taka ekki í mál neinar sættir við ísrael. PLO- fomst- an tók að óttast að þaðeina sem hún hefði upp úr uppreisninni yrði það að hún missti forustuna meðal ar- aba á Vesturbakka og í Gaza í hend- urHamas. Efnahagslega undir- staðan brostin Hmn sovétblakkar, sem stutt hafði PLO, var samtökunum áfall. Miklu alvarlegra fyrir þau varð þó að olíu- ríkin á Arabíuskaga sviptu þau fjár- hagslegum stuðningi í refsingar- skyni fyrir að Arafat tók afstöðu með írak í Persaflóadeilu og -stríði. Pen- ingamir frá olíufurstunum vom öllu öðm fremur efnahagsleg undir- staða PLO. Það fjármagn hafði gert Peres boöar friö — gyöingar á hernámssvæðunum kvíöa framtfðinni. Friður ísraels og PLO: Báðir vilja losna við intifödu samtökunum fært að halda sig á al- þjóðavettvangi sem einskonar ríki, þótt þau réðu engu landi. Stuðning- ur Arafats við Saddam Hussein leiddi og til þess að hundmðþús- undir Palestínumanna, sem haft höfðu vinnu í Kúveit og öðmm Flóaríkjum, misstu vinnuna og vom rekin úr landi. Þar með missti PLO „byltingargjöldin", sem Palestínu- menn þessir höfðu greitt því. í þýska Der Spiegel segir að PLO sé næstum gjaldþrota. Tugþúsundir fjölskyldna í Gaza og á Vesturbakka, sem nutu einskonar félagshjálpar frá PLO, em nú að mestu eða alveg án þeirrar aðstoðar. Fjárskortur PLO kemur einnig hart niður á sjúkrahúsum, æðri og lægri skólum og blöðum á þessum svæðum, sem að talsverðu leyti höfðu verið rekin með stuðningi frá PLO. Hamas á hinn bóginn virðist magnast því meir á vettvangi félagshjálpar, skóla- og heilbrigðismála sem af PLO dreg- ur þar. Hamasliðar hafa undanfarið komið á fót sjúkrastofúm og barna- heimilum við moskur sínar og um 9000 sárfátækar fjölskyldur á Gaza- spildu fá nú frá þeim föt, mjólkur- duft og lyf. Að sögn Der Spiegel fær Hamas peninga frá fran, líklega um 30 milljónir dollara árlega. Enn- fremur hafa ýmsir þeir, sem áður studdu PLO Qárhagslega, hætt því og láta framlög sín renna til Hamas í staðinn. Vegna alls þessa og opinberra frið- arviðræðna í Madrid og síðar Wash- ington, sem hvorki gekk né rak í, var í arabaheiminum farið að líta á Ara- fat sem mann gærdagsins. Meðal hans manna var því æ meira haldið fram að hann væri of einráður og kæmi þó engu til leiðar. ísrael lítil eftirsjá í Gaza Grunnatriði í samkomulagi ísraels og PLO er að ísrael viðurkennir Pal- estínumenn sem þjóð og PLO sem fulltrúa þeirra og PLO tilverurétt ísraels sem ríkis og aflýsir beitingu vopna gegn því. Síðan eiga Palest- ínumenn í Gaza og Jeríkó að fá sjálf- stjóm sem fyrirhugað er að nái í framtíðinni yfir allan Vesturbakk- ann. Palestínsk lögregla á að taka við öryggisgæslu í Gaza og Jeríkó af her ísraels, sem fluttur verður það- an á brott. Níu mánuðum eftir und- irritun samkomulagsins eiga að fara fram á hernámssvæðunum kosning- ar til framkvæmdasráðs, sem á að fara að öllu leyti með stjóm svæð- anna nema utanríkis- og öryggis- mál. Allar byggðir gyðinga þar verða áfram undir ísraleskri stjórn. Eitt af atriðum þeim, sem stuðluðu að umræddu samkomulagi, er að ísraelum almennt er líklega frekar lítil eftirsjá í Gaza. Vesturbakkinn er þeim miklu viðkvæmara mál, þar eð þar vom helstu byggðir ísraels- manna hinna fomu og margir þeirra kalla svæðið með hliðsjón af því Júdeu og Samaríu. Gazaspildan er aðeins 378 ferkflómelra að stærð, mestanpart eyðimörk og þó hafast þar við um 800.000 manns. Flest það fólk býr við þrengsli og mögu- Íeikaskort í niðurníddum eymdar- hverfum. Þar hefur heiftin í garð ísraels alltaf verið enn meiri en á Vesturbakka og í Gaza var það sem intifadan hófst. Fylgi Hamas er þar ívið meira en á Vesturbakka. Eftir Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels er haft: „Ég vildi óska að einhvem morguninn, þegar ég vaknaði, væri Gazaspildan sokkin í sjó.“ Jeríkó, sem nýtur virðingar vegna þess, auk annars, að hún er af fom- leifafræðingum kölluð heimsins elsta borg (um 9000 ára), er hins- vegar einhver friðsamlegasti staður- inn á hemámssvæðum Israela. Ein- hverjir blaðamenn eru ekki frá því að það stafi af því hvað þar er að jafn- aði heitt. Einn þeirra segir hitann þar sjaldan fara niður fyrir 45 stig í skugga. Enda er borgin 250 metrum neðar yfirborði sjávar. (Þaðan er skammt til Dauðahafs.) Á intiföd- unni hefur heldur lítið borið þar. Fólk þar hefur almennt tekið frétt- inni af friðarsamkomulaginu sögu- Iega vel. Eftir að af því fréttist sprei- aði Hamas á veggi þar hvatningar til borgarbúa um að rísa gegn „sonum apa og svína“ í PLO- forustunni með allsherjarverkfalli, en fékk litlar undirtektir. „í Jeríkó eru menn ekki lengur sakaðir um vöntun á holl- ustu við föðurlandið þótt þeir telji ísraela til manna,“ skrifar Erich Wiedemann í Der Spiegel. Sykurmolinn Jeríkó Jeríkó er „sykurmoli, sem þeir (ísraelar) réttu honum (Arafat) til að hann gæti rennt Gaza niður,“ hefur sami blaðamaður eftir araba frá Jer- íkó sem býr í Hollandi. Arafat hefði aldrei þegið Gaza eina, er sagt á Vesturbakka. Þegar er farið að útbúa myndarlegt hús í Jeríkó til íbúðar fyrir PLO- leiðtogann, sem reyndar bjó þar mestallt árið 1949. Hjá nýnefndum Wiedemann og fleirum kemur fram skoðun á þá leið, að á bak við samkomulagið Iiggi kaldur útreikningur þeirra Ra- bins og Peresar. Uppgefnir orðnir á að fást við intiföduna í Gaza komi þeir nú ábyrgðinni á því að koma þar á kyrrð, með góðu eða illu, á Arafat Og með því að setjast að í Jeríkó sem einskonar jarl þeirra, sem hann hef- ur barist gegn lengst af ævinnar, gangi hann þeim í raun á vald, þar eð hann verður umkringdur af her þeirra. Um þetta mál má víst segja að ekki sé sopið kálið þótt í ausuna sé kom- ið. Hamas lýsir því yfir að það muni hafa samkomulagið af engu og slíkt hið sama eldri „róttækir" palestínsk- ir hópar. Sú fyíking hefur á bak við sig bókstafstrúarríkin íran og Súdan og öflugar bókstafshreyfingar í Eg- yptalandi, Alsír og víðar. Meðal ísra- eía eru og margir andstæðir sam- komulaginu og telja að með því sé öryggi ísraels stefnt í voða. Óánægð- astir með það eru íbúar gyðinga- byggðanna á hemámssvæðunum, en þeir óttast að þeim verði ekki líft þar ef svæðin komist undir yfirráð araba þar. Ljóst er einnig að mörg viðkvæm deilumál í þessu samhengi eru óleyst, til dæmis um Jerúsalem, heilaga borg í augum bæði gyðinga og araba. PLO lítur á samkomulagið sem fyrsta skrefið að stofnun full- sjálfstæðs palestínsks ríkis á her- námssvæðunum, en fsrael vill ekki ennþá lofa neinu ákveðnu um það. En ljóst er einnig að fjölmargir ísraelar og Palestínumenn, lang- þreyttir orðnir á hatri og ofbeldi, fagna samkomulaginu eða sætta sig a.m.k. við það. Afstaða arabaheimsins sem heildar til samkomulagsins er einnig nokk- Arafat — PLO næstum gjaldþrota.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.