Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 18
18Tíminn Laugardagur 18. september 1993 Foreldrasamtökin vekja athygli á alvarlegum afleiðingum eineltis í skólum: EINELTIER OFBELDI „Einelti er ofbeldi og við því á að bregðast sem siíku. Foreldrar og kennarar verða að leggja áherslu á að uppræta einelti strax og það kemur upp,“ segir m.a. efnislega í hvatningaorðum frá Foreldra- samtökunum. Þar hvetja samtökin kennara og foreldra í upphafi skólaárs til að eftia til samstarfs gegn einelti, bæði til hjálpar þeim sem lagðir séu í einelti og einnig þeim sem leggja aðra í einelti. Vakin er athygli á umræðu um þessi mál á síðasta ári og bent á al- varlegar afleiðingar þess að svona sé látið líðast Þar er m.a. vitnað í rannsóknir sem sýni að þeir sem leggja aðra í einelti og þeir sem lagðir eru í einelti séu nokkuð fyr- ir neðan meðallag í námsárangri. Sagt er að munurinn sé ekki mik- ill í yngri deildum en aukist eftir því sem ofar dregur, sérstaklega hjá þeim sem ástunda einelti. Þá segin „Það sem oft einkennir þá sem leggja aðra í einelti er árás- arhneigð og jákvæð viðhorf til of- beldis og ofbeldisverka. Þessir nemendur eru skapbráðir og vilja ráða yfir öðrum. Þeir eru ekki vin- sælir meðal félaganna og hafa nei- kvæða sjálfsmynd og álíta sig heimska, mislukkaða og lítið að- laðandi." Einnig er vakin athygli á nokkr- um heilræðum sem aðstandendur bama geta fylgfc * Látum bömin finna að við séum á móti öllu ofbeldi og útskúfun. * Gætum þess að enginn sé skilinn útundan (afmæli, boð, partí o.fl.) * Vemm jákvæð gagnvart þeim sem em öðmvísi * Gemm bömum grein fyrir að það að segja frá er ekki að kjafta * Lesum eða segjum sögur sem fjalla um einelti, útskúfún eða það að vera öðmvísi. -HÞ Láttu ekki Tímann fljúga frá þér Ég undirritaöur/uö óska hér meö aö gerast áskrifandi aö Tímanum Nafn áskrifenda: Heimilisfang: Póstnúmer: _ --------------------------------------------------------------------------------------- Lynghálsi 9.110 Reykjavík Sími:_________________________________________________________________________ Póstfax 68769. Pósthólf 10240 Trr\ ^ • Timinn Um helgina: Knattspyma Laugardagur 1. deild karla ÍA-ÍBK............kl.14 Þór A.-Valur......kl. 14 Víkingur-ÍBV......kl. 16 Fylkir-Fram ......kl. 16 2. deild karla Þróttur R.-Tindastóll... kl. 14 Grindavík-KA......kl. 14 UBK-Leiftur.......kl. 14 Stiaman-Þróttur Nes.. kl. 14 BÍ-ÍR.............kl. 14 Sunnudagur 1. deild karia KR-FH.............kl. 16 Handknattleikur- íslandsmótið: 1. deild kvenna Fylkir-Fram.......kl. 20 Ármann-Grótta.....kl. 21.30 FH-Haukar.........kl. 20 Valur-Víkingur....kl. 20 ÍBV-KR............kl. 20 Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Þraut34 NORÐUR ♦ D76532 ¥ 8 ♦ ÁKD3 ♦ K7 SUÐUR A K V ÁD94 ♦ 97 + DGT964 Sagnhafi í þessu spili var Júlíus Sigurjónsson, Bolvíkingur og bridgehetja. Hann sýndi sannkall- að „master play“ er hann landaði þremur gröndum eftir að sagnir höfðu verið þessan Norður Austur Suður Vestur l^ 1* * pass 3gr. pass pass pass Útspil: Hjartafunma (4. hæsta) Austur drap áttu blinds með tíu og sagnhafi tók slaginn á drottningu. Þá spilaði Júltus laufi á kóng, dúkk- að, og aftur laufi á drottningu sem var drepin af vestri, austur kastaði tígli. Nú kom spaðaás og spaðatía. Hvemig er stöðumat lesandans á þessu augnabliki og hvert yrði framhaldið? Júlíus drap á drottningu og spilaði litlum tígli frá báðum höndum! Til þess þurfti nokkuð áræði, sérstak- lega þar sem spilið kom upp í tví- menningi, en afraksturinn varð 10 slagir og nokkuð verðskuldaðir. Júlíus var búinn að teikna upp skiptingu vesturs sem 2-6-1-4 (lík- legasta skiptingin eftir sagnir og útspil vesturs?) og þá varð sagnhafi að gefa sér að austur ætti tígulgos- ann stakan, annars er engin von. Vestur átti í raun gosann stakan og var nauðbeygður til að spila sagn- hafa inn á fríslagina og afgangur- inn var handavinna, 10 slagir í húsi. Það er engin önnur leið til að vinna spilið og eftir á að hyggja er þessi spilamennska gulls ígildi. Allt spilið: NORÐUR + D76532 ♦ ÁKD3 + K7 VESTUR AUSTUR + ÁT * G984 ¥ KG7542 ¥ 93 ♦ G * T86542 + Á832 * 5 SUÐUR + K ¥ ÁD94 ♦ 97 ♦ DGT964 Það má að Iokum ítreka að ef spilarar eiga í fórum sínum skemmtileg spil, eru þau vel þegin til birtingar í bridgeþætti Tímans. Landsbyggðarmenn hafa verið nokkuð iðnir við að koma spilum á framfæri við umsjónar- mann, og væri gaman ef höfuð- borgarbúar myndu einnig taka við sér. Utanáskrift: Tíminn, Lynghálsi 9, HOReykjavík "Bridge" Úrslit í sumarbrídge 1993 í byrjun þessarar viku lauk sumar- bridge BSÍ sem Sveinn R. Eiríks- son hefúr veitt forstöðu í sumar og hefur sennilega aldrei verið jafn- góð þátttaka og nú. Eftir síðasta kvöldið var verðlaunaafhending þar sem Jón Baldursson veitti fem verðlaun. Stigahæsti keppandinn varð Guð- laugur Sveinsson eftir harða keppni við kempuna Láms Her- mannsson. Stigahæsta konan varð Ámína Guðlaugsdóttir. Flest stig yngri spilara hlaut Aron Þorfinns- son og einmenningsmeistari í sumarbridge 1993 varð svo Jón Víðar Jónmundsson sem jafnframt varð þriðji í heildarbronsstigafjöld- anum. Samanburðartækni Ofanritaður hefur áður birt klaus- ur í bridgeþættinum um sapian- burðartækni (duplicate tactics) sem í stuttu máli gengur út á að velta fyrir sér skori spilsins áður en íferðin er ákveðin. M.e.ö. að spyrja í upphafi hvort samningurinn sé „eðlilegur", hvemig útspilið sé og hvað líklegast sé að mótherjamir séu að spila? Þetta er einkar lærdómsríkt í tví- menningi þar sem rétt getur verið að hafria öryggisspilamennsku fyrir hugsanlega yfirslagi o.s.frv. Því kom það vel á vondan er umsjónar- maður fékk eftirfarandi spil upp í hendumar í tvímenningi fyrr í vik- unni, vann vonlaust spil, eftir mjög heppilegt útspil, en þáði þó hrein- an botn fyrir, þar sem dæmið var ekki hugsað til enda. Norður gefur; AV á hættu NORÐUR + ÁD985 ¥ D96 ♦ 542 + K8 SUÐUR K76 + ÁG84 ¥ D2 ♦ ÁT32 + Suður Vestur Norður Austur lgrand pass 2** pass 2+ pass 2 grönd pass 3grönd allirpass * yfirfærsla Suður vissi að 4 spaðar væm að öllum líkindum betra spil en 3 grönd en ákvað að teygja sig í topp- inn þar sem verið gat að gröndin myndu skila 10-kalli meir en spaðageimið. Útspilið var einkar vinsamlegt, lít- ið lauf, áttan í blindum, nían hjá austri og tía. Þar með vom 9 slagir nokkum veginn í höfn, ef spaðinn lægi ekki því verr, og á það ein- blíndi sagnhafi. Hann tók 5 á spaða, þrjá á lauf og spilaði síðan hjartadrottningu úr blindum. Vest- ur, sem var búinn að kasta þremur hjörtum, setti tíuna, suður stakk upp ás og spilaði hjarta. Vestur drap með kóng og vörnin átti rest. 400 í dálk NS gaf 0, þar sem allar hinar tölumar vom 420 og einu sinni 450. Það sem sagnhafi átti að gera, þrátt fyrir útspilið, var að fara inn í borð á spaða í öðmm slag og svína svellkaldur hjarta. Hvort sem hjartaásinn væri réttur eða ekki, væm Iíklega ekki nema þrír vam- arslagir í 4 spöðum og því fólst vonin (úr því sem komið var) í að vestur myndi ekki finna að skipta yfir í tígul í þriðja slag. Það gat ekki sakað að láta reyna á það því slétt- staðið spil og 400-kall hlaut í raun að gefa sama skor og -50 eða -100 sem sagt 0. Vestur gat ekki vitað hvort spaðinn myndi gera sig og með kónginn þriðja í tígli, er ekk- ert sjálfgefið að skipta í tígul. Ágæt lexía og vonandi á hún erindi til fleiri spilara. Fréttaleysi! Það em gamlar fréttir að Hollendingar hafi orðið heimsmeistarar í bridge. Það em líka gamlar fréttir að fréttaumfjöllun hérlendis hafi verið með eindæmum léleg af þessu móti. Á sama tíma og skákeinvígi erlendis og utan, tröllrföa dagblöðum og Öðrum fjölmiðlum, em það einungis bridgedálkahöfundar "stóm dagblaðanna" sem hafa flutt stuttar fréttir og keppst við að birta sömu spilin. Þessi skort- ur á fréttum hlýtur að vera einhver meinloka hjá fjöl- miðlum vegna þess að bridge- áhugi hérlendis er margfalt meiri en skákáhugi. Bridgeer vinsælasta íþrótt heims. Á íslandi spila þúsundir manna keppnisbridge að staðaldri og sér í lagi hefur áhuginn aukist eftir heimstignina góðu. Við eigum því betra skilið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.