Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 18. september 1993 Jónas Bergsteinn Bj ömsson Siglufirði Fæddur 25. október 1916 Dáinn 10. september 1993 Jónas fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjöm Jónasson keyrari og kona hans Guð- rún Jónasdóttir. Að loknum bama- skóla stundaði Jónas nám í Héraðs- skólanum að Laugarvatni. Þegar heim kom aftur gerðist hann ábyrgðarmaður blaðsins Siglfirð- ings og sá um útgáfu þess um skeið. Jónas átti við veikindi að stríða, fékk berkla í aðra mjöðmina og lá um skeið á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Gekk hann eigi heill til skógar eftir það, þar sem annar fóturinn styttist í veikindunum. Jónas lét þó ekki deigan síga, þrátt fyrir skerta at- orku. Hann var einn af stofnendum Vinnslufélags Siglfirðinga, tók þátt í stofnun Bifreiðastöðvar Siglufjarðar árið 1943 og var þar stöðvarstjóri til ársins 1955. Hann stofnaði, ásamt félögum sínum af Bifreiðastöðinni, útgerð og saltfiskverkun. Jónas vann einnig við bókhald hjá ýmsum fyrirtækjum, m.a. hjá bræðrum sínum við Verslunarfélag Siglufjarðar. Hann hóf störf hjá Skattstofu Siglufjarðar árið 1960 og starfaði þar til ársins 1990. Jafnhliða því starfi gegndi hann einnig starfi vikt- armanns á Hafnarvog Siglufjarðar. Þurfti hann oft að sinna því starfi á hvaða tíma sólarhrings sem var. Jónas hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og fylgdi hann Sjálf- stæðisflokknum að málum. Hann var þó aldrei einstrengingslegur í hugsunarhætti og lét ekki pólitík spilla vináttu við neinn mann. Hann var ákaflega víðsýnn og kunni listina að hlusta á og virða skoðanir ann- arra. Meðan hann var við nám á Laugarvatni, tóku nemendur upp á því að halda framboðsfund með til- heyrandi framboði hinna starfandi stjómmálaflokka. Jónas bauð sig fram fyrir sinn flokk, en talið var að sá flokkur hefði lítið fylgi meðal nemenda. En vegna vinsælda Jónas- ar varð sú raunin á, að hann hafði nærri fellt þann frambjóðanda sem mesta fylgið hafði. Jónas hefur ætíð verið vinmargur og félagslyndur maður. Spaugsamur var hann og manna glaðværastur í góðra vina hópi. Hann var og dreng- ur góður og gætti þess ávallt að „að- gát skal höfð í nærveru sálar“. Ekki er hægt að minnast Jónasar án þess að minnast á starf hans í Kirkjukór Siglufjarðar, þar sem hann söng um langt árabil og bar hann hag kórsins sér mjög fyrir brjósti og vann þar gott og mikið starf. Hann söng einnig í fleiri kór- um, því hann hafði yndi af söng og hafði góða söngrödd. Eins og að framan segir var Jónas athafnamaður, en einnig andlega sinnaður, víðlesinn og áhugasamur um menn og málefni. Elja hans var takmarkalaus, þrátt fyrir fötlun sem háði honum talsvert Á efri árum fór heilsu hans hrakandi. Hann lét það þó ekki aftra sér frá að vera með og njóta lífsins í fjölskyldu- og vina- hópi. Jónas kvæntist systur minni, Hrefnu Hermannsdóttur frá Ysta- Mói f Fijótum, fæddri 25. júní 1918, dóttur hjónanna Hermanns Jóns- sonar og Elínar Lárusdóttur. Jónas og Hrefna eignuðust fjögur böm: Björn, f. 4.6.1945, sparisjóðsstjóri á Siglufirði. Fyrri kona hans var Guðrún Margrét Ingimarsdóttir, f. 4.3.1945, d. 30.4.1976, og er dóttir þeirra Rakel, f. 2.9. 1965. Seinni kona Bjöms er Ásdís Kjartansdóttir, f. 4.1.1948, kennari við Gmnnskóla Siglufjarðar. Guðrún, f. 25.2.1948, starfsmaður hjá Sparisjóði Siglufjarðar, og er dóttir hennar Jóna Hreffia, f. 16.7. 1983. Halldóra Ingunn, f. 2.5.1955, fjöl- skylduráðgjafi hjá SÁÁ, gift Gunnari Trausta Guðbjömssyni, f. 14.1. 1953, prentara og auglýsingateikn- ara, og em dætur þeirra Edda Rósa, f. 24.10.1972, og Bettý, f. 2.6.1976. Hermann, f. 27.5. 1957, fram- kvæmdastjóri á Siglufirði, kvæntur Ingibjörgu Halldórsdóttur, f. 28.4. 1958, læknaritara. Þeirra böm em Helga, f. 1.4. 1976, og Halldór, f. 22.4.1984. Ég kynntist Jónasi er hann kvænt- ist systur minni og meðan hann var bifreiðastöðvarstjóri kom ég oft til hans þegar bflfær vegur opnaðist yf- ir Skarðið. Tók hann ætíð vel á móti okkur ferðalöngunum og var fýrir- greiðsla hans eins og best varð á kosið. Þau Hrefna áttu fallegt og hlýlegt heimili og vom höfðingjar heim að sækja, enda bæði gestrisin með af- brigðum. Það er mikið lán að hafa átt vináttu Jónasar og Hrefnu og fyrir það vilj- um við þakka. Jónas var mikill vinur vina sinna. Þótt Jónas sé sjálfur horfinn sjónum okkar, þá lifir minn- ingin um góðan dreng. Hrefna mín. Við Ása og fjölskylda sendum þér og fjölskyldu þinni sam- úðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan vin, sem borinn er til grafar í dag. Sauðárkróki, 18. september 1993, SæmundurÁ. Hermannsson Enn af Degi frímerkisins Það er fleira sem stendur til á Degi frímerkisins en útgáfa blokka, eins og sagt hefir verið frá hér í þáttunum. Þarfasti þjónninn meðal loftfara á afmæli á þessu ári og þess er minnst í ár að 50 ár em liðin síðan Douglas C-47A flugvél- in Gljáfaxi (TF-ISH) kom til lands- ins og varð fyrsti „Þristur" íslend- inga, síðar landgræðsluflugvélin ,J>áll Sveinssorí' (TF-NPK). í til- eftii þess er fyrirhugað að flytja póst með flugvélinni frá Reykjavík til Akureyrar laugardaginn 9. október 1993 og verður sérstakur póststimpill í notkun á pósthúsinu R-l, Pósthússtræti 5, 101 Reykja- vík. Aðeins verður tekið við ábyrgðarbréfum með sérstöku aukagjaldi (kr. 160), sem rennur til Landgræðslunnar. Burðargjald innanlands fyrir 20 g bréf verður því 300 kr., 305 kr. til Evrópu og 325 kr. til landa utan Evrópu. Bréf- in skulu nákvæmlega merkt nafni og heimilisfangi viðtakanda, svo og „TF-NPK". Það var sannarlega vel til fundið að minnast afmælis þristsins, en það hefði mátt vera í stærri mæli, jafnvel með frímerkjablokk. Hins vegar hefur Landgræðslan gripið tækifærið og gefið út kort til að kynna starfsemi sfna, alls 16 mismunandi kort og þar af em fjögur gagngert af flugfarinu Gljá- faxa/Páli Sveinssyni. Þetta væri at- hugandi fyrir þá sem ætla að Iáta stimpla fyrir sig og senda með sér- fluginu, að styðja Landgræðsluna hressilegar með því að nota þessi kort. Vélin er sýnd á Melgerðis- melum er hún var aðeins þriggja ára gömul, eða árið 1946. Þá er Á Isafjarðarflugvelli. hún sýnd f Grænlandsflugi árið 1961, en hún var oft tengiliðurinn sem bjargaði mörgu fyrir Græn- land á þessum ámm. Þá er hún sýnd á einu kortinu á ísafjarðar- flugvelli og svo loks eftir að hún er orðin TF-NPK, eða Páll Sveinsson. Það var Flugfélag íslands, sem gaf Landgræðslunni flugvélina til fræ- og áburðardreifingar í baráttunni við uppblástur og brottfok jarð- vegs. Ekki sat þar við, heldur hafa flugmenn, fyrst Flugfélags íslands og síðan Flugleiða, alla tíð flogið henni í fríum sínum fyrir Land- græðsluna og verður væntanlega svo enn um sinn. Kort Landhelgisgæslunnar verða að minnsta kosti til sölu á öllum stöðvum Olís, yfir þann tíma sem flugið fer fram. Sigurður H. Þorsteinsson Tíminn 19 Framsóknarkonur Kópavogi Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna I Kópavogl, verður haldinn mið- vikudaginn 22. september kl. 20.30 að Digranesvegi 12. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá fundaríns verður nánar auglýst slðar. Spómti HafnarQörður Fundur framsóknarfélaganna I Hafnarfiröi þriðjudaginn 21. september 1993 kl. 20.30. Fundarstaöun Hraunholt, Dalshrauni 15. Dagskrá: 1. Ávarp — Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. 2. Ungt fólk og sveitarstjómarmál — Einar Gunnar Einarsson, formaöur FUF Hafnarfirði. 3. Atvinnuleysið og svertarstjómir — Sigríður Jósefsdóttir, gjaldkeri Lands- sambands framsóknarkvenna. 4. Fjármál og framkvæmdir I Hafríarfirði — Magnús Bjamason, rekstrar- hagfræðingur Hafnarfirði. 5. Skólamál I Hafnarfirði — Loftur Magnusson. skólastjórí Setbergsskóla. 6. Atvinnumál I Hafnarfirði — Ingvar Krístinsson, verkfræðingur Hafnarfiröi. 7. Stjómmál á kosningavetri — Guömundur Bjamason, ritari Framsóknar- flokksins. 8. Almennar umræður og fyrirspumir. GLÍMA Glímuæfingar eru að hefjast hjá Glímudeild Ármanns í íþróttahúsi Austurbæjarskóla, fýrir 13 ára og eldri. Æfing- ar verða: mánudaga.......kl. 18:50-20:30 miðvikudaga....kl. 18:50-20:30 föstudaga......kl. 18:00-18:50 Allir eru velkomnir, byijendur og lengra komnir. Upplýsingar eru í síma 72896. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldismennt- un óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Amarborg v/Maríubakka, s. 73090 Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970 Seljaborg v/Tungusel, s. 76680 Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280 Vesturborg v/Hagamel, s. 22438 Eingöngu í 50% starf e.h. á eftirtalda leikskóla: Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855 Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Þá vantar starfemann með sérmenntun i stuðningsstarf á leikskólann Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380 Eingöngu í 50% stuðningsstarf á leikskólann Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, simi 27277 -------------------------------------------- ÚTBOÐ Austurlandsvegur, Staðará- Reynivellir Vegagerö rikisins óskar eftir tilboðum I lagningu 11,9 km kafla á Austurlandsvegi I Austur- Skaftafellssýslu ffá Staöará að Reynivöllum. Helstu magntölur Fyllingar 23.000 m3, buröarlög 56.000 m3 og klæöing 72.000 m2. Verki skal aö fullu lokið 1. júli 1994. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð rlkisins á Reyöarfiröi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aöal- gjaldkera), frá og meö 21. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 4. október 1993. Vegamálastjóri _______________________________________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.